Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 16
skreið ofan í hana, vinkaði og svo lokaði hún kistunni! Löngu seinna hitti ég stelpu frá Andalúsíu sem hafði verið á fs- landi og spurði hana hver fyrstu áhrifin hefðu verið. Hún sagði að það væri alveg eins og að koma til tunglsins, og það fannst mér líka þegar ég kom og keyrði frá Kefla- vík til Reykjavíkur og horfði á þetta svarta hraun og þessar skrítnu hraunmyndanir. Allt svo eyðilegt. Þetta sumar var oft skýjað og þegar skýin komu eins nærri jörð- inni og þau gera hér þá fannst mér himinn og jörð sameinast og ísland vera á floti í skýjunum. Við ferðuðumst lítið þetta sumar en fórum þó norður til Akur- eyrar. Mér fannst makalaust að horfa á hrauntindana í Öxnadal sem eru eins og gotneskir kirkju- turnar. íslensk náttúra er svo sterk og maður þarf ekki að fara langt til að njóta hennar. Pabbi Siggu keyrði okkur rétt út fyrir bæinn og skildi okkur eftir með tjald - og allt í einu finnur maður hvað maður er lítill. Allt í einu er maður einn, fjöllin verða svo of- boðslega stór, gnæfa yfir mann! Það verður svo lítið úr manni í þessu landslagi.“ Umskipt áætlun Um haustið fóruð þið aftur utan, segi ég við Siggu. „Já, en áætlunin breyttist alveg óvænt. Við ætluðum til Barce- lona, þar átti ég allt mitt hafur- task og ætlaði að halda áfram í skólanum. Seint um sumarið hljóp á snærið hjá okkur því ég fékk vinnu sem kokkur hjá Frið- riki Þór sem var að kvikmynda Skytturnar. Allt í einu vorum við orðin mun ríkari en við höfðum átt von á, og einn daginn sagði annað hvort okkar í gríni: Af hverju förum við ekki bara til Colombíu? Við athuguðum hvað farið kostaði og komumst að því að við áttum akkúrat fyrir flugfari handa okkur báðum aðra leiðina! Þetta var hálfum mánuði áður en við áttum að fara til Barcelona, og við ákváðum að fara til Col- ombíu í staðinn.1' Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Sigga fór til Suður-Ameríku því á árunum 1980-‘82 bjó hún í Mexíkó ásamt foreldrum sínum, Sigurði Hjartarsyni og Jónu Sig- urðardóttur, og systkinum. Þau bjuggu fyrra árið í Mexíkóborg og seinna árið í litlu þorpi við Kyrrahafsströndina, og Sigga er öllu vön. En hvað með námið? „ Ég vissi að það var listaskóli í heimaborg Cheos, Cartagena, vegna þess að hann hafði verið í honum. Skólaárið hefst í janúar þar í landi svo það var allt í lagi að koma í nóvember, nógur tími til að innritast og koma sér fyrir. Skólinn heitir Istituto musical y de bellas artes de Cartagena. Cartagena er í nyrsta hluta Colombíu og stendur við Kara- bíska hafið. Þetta er gömul borg, gífurlega falleg. Gamli hlutinn stendur svo til óbreyttur frá ný- lendutímanum, umlukinn varn- argarði með virkjum og sundur- skorinn af síkjum. Hún var mikil hafnarborg, þarna voru þrælar fluttir inn í landið og gull út úr landinu. Þetta var rík borg sem sjóræningjar réðust oft á, þess vegna var varnargarðurinn reist- ur.“ Fæddist þú í þessari borg, Cheo? „Nei, ég fæddist í Venezúela, þaðan er móðir mín. Pabbi er læknir og fór til Venezúela til að taka þátt í átaki til að útrýma mal- aríu. Þá kynntist hann mömmu sem var hjúkrunarkona. Ég fæddist í borg skammt frá Carac- as og þar bjuggum við í þrjú ár. Þá fluttumst við til Cartagena, þaðan var pabbi. í Cartagena var gott að vera barn, mér finnst ég hafa alist upp í náinni snertingu við náttúruna. Cartagena stendur við hafið og húsið sem ég átti heima í var milli sjávarins og stórs stöðuvatns, vatn á báða vegu. Leiksvæðið mitt var vaxið loftrótartrjám, mangrove-trjám, sem vinna salt úr vatni og undirbúa jarðveg fyrir plöntur sem ekki þola mjög salta mold. Á hverjum degi fór ég inn í mangrove-skóginn og sat klukku- tímum saman á rótum trjánna og horfði ofan í vatnið.“ Sjálfsbjargar- viðleitni Svo kom Sigga til Cartagena. Fcnguð þið húsnæði undir eins? „Við bjuggum hjá foreldrum hans í sex mánuði,“ svarar Sigga. „Það gekk ekkert illa, en þeim fannst við soldið furðuleg. Þau furðuðu sig alltaf á því hvernig við klipptum hvort annað. Af hverju klippirðu hárið á henni Siggu svona? hrópaði mamma hans. Af hverju leyfirðu henni ekki að safna hári? Eins og ég væri dúkka og hann klippti mig eins og honum sýndist. Á þriðja degi eftir að við kom- um fréttum við af fólki sem var að safnasaman íbókasafn, þaðgekk um göturnar með kallara og bað fólk að gefa bækur í safnið. Það hafði fengið lánað lítið hús, smíð- að sjálft hillur og komið fyrir stól- um handa börnum sem vildu sitja þarna og læra. Þetta fólk bjó í Ef vel er að gáð má sjá nálarnar í vúdúdúkkunni sem losuðu slátrarann við keppinautinn. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989 / / Sigga málar íslenskar myndir af fiski og trönum... fátækrahverfi við lónið í Cartag- ena, það hafði lifað á fiski úr lón- inu, en einn daginn var búið að loka rennunni til sjávar af því að það átti að leggja þar veg, og fisk- arnir í lóninu drápust þúsundum saman, vatnið mengaðist svo illa. Það myndaðist þykkt lag af dauðum fiski meðfram strönd- inni. Lyktin var voðaleg. Samt var ekki hætt við að leggja veg- inn! En fólkið tók það til bragðs að stofna kúltúrhús, safna bókum og fara að kenna börnum. Við fréttum af þessu og héldum nám- skeið fyrir krakkana, létum þau mála, kenndum þeim leikfimi og fórum í leiki með þeim. Því miður klofnaði hópurinn og við hættum að vinna með þeim. Þá reyndum við að fá launaða vinnu og mér tókst að ráða mig við að selja smaragða af því ég talaði ensku, það eru aðallega túristar sem kaupa þá. En Cheo fékk ekkert að gera, það er mikið atvinnuleysi þarna. Við tókum þá til okkar ráða og settum upp myndlistarverkstæði fyrir börn í garðinum heima hjá honum, auglýstum svo námskeið og það gekk ágætlega. Næst stofnuðum við leikbrúðuhóp, Cheo, vinur hans sem er leikari og ég. Ég bjó til brúðurnar og við settum upp skemmtilegar sýning- ar sem við seldum í barnaafmæli og svoleiðis. í Colombíu kaupir fólk annaðhvort trúð eða leikbrúðuhóp til að skemmta í barnaafmælum. Einu sinni keypti banki sýninguna og auglýsti hana og sjálfan sig um leið - og við héldum hana á stéttinni við bank- ann. Eftir hálft ár tókum við hús á leigu og fluttum frá foreldrum Cheos.“ f húsi nornarinnar „Það er ekki erfitt að fá húsnæði í Cartagena ef maður getur borg- að,“ heldur Sigga áfram. „Stétta- skiptingin er mikil í borginni. Stéttirnar skipta á milli sín hverf- um og skilin eru yfirleitt skýr. Hverfi ríkra og fátækra geta þó legið saman, til dæmis í hlíðum hæðanna í borginni. Þá býr ríka fólkið neðst, við rætur hæðanna, svo verða íbúarnir æ dekkri á hörund og fátækari eftir því sem ofar dregur. Efst uppi eru hús sem eru búin til úr drasli. Maður hefði haldið að þetta væri öfugt, að hinir ríku byggju efst vegna þess að þaðan er útsýn- ið betra og þangað nær ofurlítill svali af hafi, en ég skildi hvernig á þessu stóð eftir að við fluttum í húsið okkar sem var ofarlega í hlíð. Á þurrkatímanum nær vatn- ið ekki upp í hæðirnar og þar verður bagalegur vatnsskortur. Þar að auki nennir pósturinn ekki að labba upp brekkuna og maður fær engan póst! Húsið okkar var hlaðið, byggt í stöllum, eitt pínulítið herbergi á hverjum stalli. En það sem ég féll fyrir var garðurinn á bak við hús- ið, pínulítill garður með tveim ávaxtatrjám. Það hafði verið draumur minn í mörg ár að eignast garð með ávaxtatrjám. Að geta vaknað á morgnana og klifrað upp í mitt eigið tré og náð í ávexti!“ Og hvernig var lífið á hæðinni? Kynntust þið grönnum ykkar? „Já, heldur betur. Þarna er gott samband milli granna. Fólk er svo mikið utanhúss, allt sam- kvæmisþ'f er haldið fyrir utan hús- in, á veröndinni þar sem fólkið sest og spjallar saman, hlustar á músík og hvflir sig, og svo á göt- unni. Húsið okkar var líka merki- legt. Þegar við fluttum inn vorum við hissa á hvað það voru margir skrítnir hlutir uppi á veggjum, alls konar tákn, stafir og Davíðs- stjarna og svo dýrlingamyndir innanum, Maríustyttur. Það fylgdu engin húsgögn með í leigunni en þessir furðulegu hlutir voru þarna á veggjunum. Svo fréttum við hjá nágrönnu- num að það væri norn sem ætti þetta hús, kona sem lifir á göldr- um. Það er arðbær atvinnugrein í Colombíu að vera norn, hús- eigandinn okkar er kona á sex- tugsaldri og hún er orðin svo rík að hún býr hálft árið í eigin húsi á Miami og sendir börnin sín í skóla í Bandaríkjunum. í garðinum voru tvær stórar landskjaldbökur, þær eru heilla- dýr í Colombíu. Cheo var sagt og hann beðinn að þegja yfir því við mig svo ég yrði ekki hrædd, að þessar skjaldbökur væru fólk í álögum. Það hefði komið kona til nornarinnar og beðið hana „að vinna verk“ eins og það er kallað að galdra. Maður þessarar konu hafði komið sér upp ástkonu og eiginkonan var ekki sátt við það svo hún kom til nornarinnar og bað hana að hneppa parið í álög. Hún breytti þeim í skjaldbökur »■«?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.