Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 9
_________________FÖSTUDAGSFRÉTTIR_____________________ Ríkissíjórnin Borgarar á leiðinni inn Flest bendir til þess að tilkynnt verði um inngöngu hluta þingmanna Borgaraflokksins í ríkisstjórnina um helgina. Tryggur meirihlutifyrir nýjum efnahagstillögum íþingbyrjun á mánudag Benedikt Bogason og Júlíus Sólnes tókust á um varaformannsembætti Borgaraflokksins haustiö 1987. Nú er Júlíus orðinn formaður og þeir Benedikt báðir áhugasamir um að gerast aðilar að og ráðherrar í ríkisstjórninni. „Ég tel að það séu talsverðar líkur á því að einhverjir af núver- andi liðsmönnum Borgaraflokks- ins gangi til liðs við ríkisstjórnina með formlegum hætti,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra í samtali við Nýja Helgarblaðið í gær. Steingrímur sagðist ekki eiga von á að af þessu leiddu miklar breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Eg held að stefnugrundvöllurinn muni halda sér í öllum aðalatriðum, ef Borg- araflokksmcnn koma inn. Það verða kannski einhverjar áhersl- ubreytingar, t.d. að skattlagning á matvælum verði lækkuð,“ sagði Steingrímur. Viðræður forystumanna ríkis- stjórnarflokkanna við forystu Borgaraflokksins síðustu daga virðast ætla að bera þann árangur að minnsta kosti meirihluti þing- manna Borgaraflokksins virðist tilbúinn að ganga til samstarfs við núverandi ríkisstjórn á grundvelli samkomulags sem snertir ýmsa þætti í efnhags- og peningamál- um. Er búist við því að á mánudag er Alþingi kemur aftur saman eftir jólaleyfi þingmanna, muni forsætisráðherra geta tilkynnt um breytta skipan ríkisstjórnarinnar og fullan stuðning meirihluta þingmanna beggja deilda við ráð- stafanir í efnahagsmálum. Samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins er í þeim samn- ingsdrögum sem gengið hafa milli stjórnarflokkanna og Borgara- flokksins og talið er að samkomu- lag náist um, hvergi tekið afdrátt- arlaust á einstökum þáttum efna- Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vanrækja nú eins og áður brýnar framkvæmdir í þágu al- mcnnings. í staða þess nýta þeir samciginlega sjóði Reykvíkinga til að safna meintum skrautfjöðr- um í hatt sinn og þá er miklu til kostað. Þetta segir m.a. í sam- eiginlegri bókun sem stjórnar- Heilbrigðisráðherra Samstarf sjúkrahúsa kannað Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra Guðmundur Bjarnason hefur skipað nefnd til þess að kanna alla möguleika á samstarfi sjúkrahúsanna í borginni yfir- leitt. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögu til ráðherrans um þá kosti sem fyrir hendi eru og leggja mat á hagkvæmni slíks samstarfs næstu 5 árin. Nefndin á að leita samráðs læknaráðanna, hjúkrunarstjórn- enda, starfsmannaráða, og lækn- adeildar Háskóla íslands. eb hagsmála, heldur samþykkt að endurskoða og kanna nánar ýmis atriði er snerta skattamál, stöðu atvinnufyrirtækja og húsnæðis- mál. Borgaraflokksmenn hafa lagt aðaláherslu á ná fram niðurfell- ingu matarskattsins. Stjórnar- flokkarnir segjast tilbúnir að lækka skatt á helstu matvörum í andstaðan í borgarstjórn lagði fram við aðra umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar sem fór fram í borgarstjórn í gær- kvöldi. Islendingar keyptu árið 1987 sælgæti fyrir rúma 6 miljarða, þar af gosdrykki fyrir 2,4 mi|j- arða og sælgæti fyrir 3,6 mi|j- arða. Er þá ekki talin með sala á sælgæti í fríhöfninni í Leifsstöð. Þetta er nokkru hærri upphæð en veitt var í lán frá Húsnæðisstofn- un á þessu sama ári. Þrátt fyrir að tannskemmdum í landsmönnum hafi fækkað nokk- uð á síðustu árum þá skemmast meira en helmingi fleiri tennur í íslendingum en í öðrum Norður- landabúum og Bandaríkjamönn- um. Helsta ástæðan fyrir þessum mikiu tannskemmdum er mikil neysla sætinda, óhollt mataræði og lítil notkun á flúor og flúor- tannkremi. Á tannverndardeginum leggur síðasta lagi um næstu áramót þeg- ar virðisaukaskattur verði tekinn upp í stað söluskatts og jafnvel fyrr ef um slíkt verði samið í við- ræðum við verkalýðshreyfing- una. Þá er í samkomulagsdrögum stjórnarinnar við Borgarflokk ákvæði um að almennur sparnað- ur á hóflegum vöxtum verði Eins og greint var frá í gær lagði stjórnarandstaðan fram um 70 breytingartillögur við frumvarp Sjálfstæðismanna. Megin inntak tillagna stjórnarandstöðunnar er Tannverndarráð megin áherslu á umfjöllun um matarvenjur lands- manna og fluortannkrem. Veitt verður fræðsla í stórmörkuðum, auglýsingar settar á almennings- vagna og fjallað verður um tann- skemmdir og tannvernd í skólum landsins. Reglubundin notkun flúor- tannkrems er talin vera ein af ástæðunum fyrir fækkun tann- skemmda annars staðar á Norðurlöndunum og hvetur Tannverndarráð til aukinnar notkunar á því hérlendis. Á árinu 1987 greiddi Tryggingastofnun ríkisins um 333 miljónir fyrir tannviðgerðir á landsmönnum en það var um 18 hluti þeirrar fjár- hæðar sem landsmenn eyddu í sætindi það árið. -Jg- skattfrjáls, sérstaklega verði tryggt að ellilífeyrisþegar komi ekki illa út úr nýrri eignaskatts- álagningu, húsnæðiskerfið verði endurskoðað og áhersla fyrst og fremst lögð á þá sem taka lán til kaupa eða byggingar í fyrsta sinn, og ákvæði í nýsamþykktum vöru- gjaldslögum verði athuguð nán- ar. Ef samkomulag næst um þessi að bæta aðstæður barna, ung- linga og aldraðra. í bókuninni segir að brýnt sé að bæta hag þessara hópa þar sem Sjálfstæðis- menn í borgarstjórn hafi vanrækt það verkefni lengi eins og biðlist- ar með þúsundum manna vitni gleggst um. Vanrækslan verði síf- ellt alvarlegri í ljósi mikillar fólksfjölgunar í borginni. í bókun stjórnarandstöðunnar kemur fram að breytingatillögur þeirra um framkvæmdir og aðrar eignabreytingar borgarsjóðs nema um 460 miljónir kr. Þar vega þyngst málefni barna og unglinga, 166 miljónir, fram- kvæmdir í þágu aldraðra, tæpar 190 miljónir. og aukið framlag borgarsjóðs til félagslegra, íbúða 35 miljónir kr. Þetta er í þriðja sinn sem sam- einuð stjórnarandstaða leggur fram breytingatillögur við frum- varp að fjárhagsáætlun. í bóku- ninni segir að á þessu kjörtímabil hafi stjórnarandstaðan rækilega sýnt fram á að megináherslur þeirra flokka sem að henni standa, varðandi stjórnun borg- arinnar fara saman. Glundroða- kenning Sjálfstæðismanna er grýla sem dagað hefur uppi eins og önnur nátttröll. -sg efnisatriði er talið líklegast að það verði sett sem sérstakur við- auki við stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar. Ekki mun vera búið að ganga frá hugsanlegri skiptingu ráðu- neyta til Borgaraflokks ef af stjórnarþátttöku þeirra verður. Talið er að flokkurinn fái tvö ráð- herraembætti og eru þá einkum nefnd í því sambandi dómsmála- ráðuneyti, landbúnaðar eða sam- gönguráðuneyti og einnig eru uppi hugmyndir innan ríkis- stjórnarinnar um stofnun sérs- taks umhverfismálaráðuneytis. Þingflokkur Borgaraflokksins munu kveða uppúr varðandi að- ild flokksins að ríkisstjórn nú um helgina. Samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins eru nokkuð skiptar skoðanir innan flokksins en meirihluti þingmanna, þau: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Benedikt Bogason, Óli Þ. Guð- bjartsson og Júlíus Sólnes for- maður flokksins eru sögð mjög fylgjandi því að ganga til sam- starfs við ríkisstjórnina. -Ig./phh. Ríkissjóður 7,2 miljarðar í mínus Bráðabirgðatölur um afkomu ríkissjóðs á nýliðnu ári sýna að rekstrarafkoman var neikvæð um 7,2 miljarða króna. Greiðslu- afkoman varð hins vegar mun hagstæðari eða neikvæð um 4,2 miljarða. Fjárlög höfðu gert ráð fyrir hallalausum rekstri ríkis- sjóðs. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu ríkissjóðs er að heildarút- gjöld fóru rúmlega 4 miljörðum fram úr áætlun á sama tíma og tekjurnar urðu 3 miljörðum króna lægri en gert var ráð fyrir. -•g- Borgarstjórn Aðstöðugjöklum á fjölmiðla frestað Ákváðið var á fundi borgar- stjórnar í gærkvöldi að fresta um eitt ár, að gera dagblöðum og Ijósvakamiðlum skylt að greiða aðstöðugjöld til Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn voru búnir að boða að undanþágan sem fjöl- miðlarnir hafa búið við yrði, fellt úr gildi við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar. Davíð Oddsson sagði á fundinum að eftir að hann hefði rætt við fulltrúa dagblaðanna og ljósvakamiðlanna, hefði hann ákveðið að fresta þessari skatt- lagningu um eitt ár. Sigurjón Pétursson sem áður hafði mótmælt þessari ákvörðun, fagnaði sinnaskiptum borgar- stjórans. Sigurjón áréttaði að hann væri á móti því að fjölmiðlar væru skattlagðir, þar sem slíkt leitð til þess að þeir sem ættu fjármagnið væru einir færir um að stunda fjölmiðlarekstur. -sg Borgarstjórn Úrbætur fyrir almenning of litlar Sjálfstæðismenn vanrœkja brýnar framkvœmdir íþágu almennings. Stjórnarandstaðan lagðifram sameiginlega bókun við aðra umrœðu um fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar Tannvernd 6 miljaiðar í sælgæti Föstudagur 3. febrúar 1989. NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.