Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 2
Að naga eda naga ekki blýanta SKAÐI SKRIFAR í RÓSA- GARÐINUM ÉG HÉLT HANN VÆRI TAPPI Halldór Blöndal flöskuháls við afgreiðslu mála á þingi. Tíminn GRUNDA ÞÚ SÁL MÍN GLÖGGT UM ÞAÐ Grundun (ráð)hússins þar sem verið er að fást við uppdriftar- krafta leiddi til skoðunar á fjöl- mörgum valkostum við gerð kjallarans sem hleypti hönnunar- kostnaði upp. Skýrsla um Ráðhúsið i Tjörninni LENGIGETUR LÁGT LÆKKAÐ Eiður Guðnason sagði að Sjálfstæðismönnum hefði tekist með þessari umræðu að koma pólitískri umræðu niður á nýtt neðsta plan. DV Ég, Skaði, ber með sóma allar þær byrðar sem lagðar eru á herðar íslendingum, ekki dettur mér í hug að svíkjast undan því. Og einn slíkur kross, mikill og þungbær, er að eiga frændur í öllum flokkum og þurfa fyrir frændsemi sakir að heyra í þeim ruglið. Ég á meira að segja frænda sem er Krati, hann Jón Gunnuson, en hún móðir hans var yngsta systir afa míns. Og Jón þessi sníkti hjá mér kaffi um daginn. Hann var eitthvað fúll strákurinn svo ég ákvað að ýta við hans kratableika og útvatnaða blóði. Ég sá í leiðara Alþýðublaðsins, sagði ég, að það væri stærsti vandi okkar um þessar mundir að þjóðin er að deyja úr ofáti. Já og hvað með það? sagði Jón Gunnuson. Ég hélt að þið jafnaðarmenn hefðuð mestan áhuga á misskiptingu tekna, sagði ég sisona. Ég skal segja þér eitt Skaði, sagði Jón, þeir sem ekki geta hætt ofáti geta aldrei skipt réttilega tekjum. Þeir eru svo gráðugir. Og er ekki þjóðin fjögur kíló yfir meðalkjörþyngd? Ég veit ekki betur. Ætlarðu kannski að gera Krataflokkinn þinn að heilsuræktarklúbb með eróbíkk og næs? spurði ég. Það væri margt vitlausara, sagði Jón. Heilbrigður krati berst af hreysti við íhaldið og stingur rómantískum hasshausum Allaballans í rassvasann. Væri ekki best fyrir þjóðina, spurði ég, að taka upp siði þeirra í Seðlabankanum? Seðlabankahvað? spurði Jón krati. Naga blýanta, sagði ég, eins og formaðurinn þinn segir að þeir geri. Blýantar eru alveg fitulaus fæða. Sá sem japlar á þeim verður fix og strix eins og bandormur. Ef að þjóðin færi að fordæmi Seðlabankans, þá væri stærsti vandi þjóðarinnar, ofátið, úr sögunni. Seinheppinn maður hann Jón Baldvin að vera að hneykslast á því fordæmi. Góði reyndu ekki að vera fyndinn, sagði Jón Gunnuson. Ég reyni það aldrei, sagði ég. En mér fannst það ómaklegt að vera að ráðast svona á Seðlabankafólkið með svívirðingum. Hvernig þá svívirðingum? spurði Jón. Það sér hver asninn, sagði ég. Jón Baldvin segir að allt þetta fólk geri ekki nokkurn skapaðan hlut. Skaði minn, sagði Jón og var ekki laust við hann hefði fengið örlitla morðfýsn í hægra augað. Ég segi nú eins og leiðarinn í Alþýðublaðinu mínu: það þarf mikla þröngsýni og meinfýsni til að ætla honum Jóni Baldvin svo illt, að hann hafi verið að ráðast að starfsfólki Seðlabank- ans sem er hvert öðru yndislegra og tölvuvæddara. Hvað var hann þá að gera? spurði ég. Hann fór barasta með gamansamar, smellnar og fyndnar myndlík- ingar til að lita með ræðu sína. Menn verða nefnilega að lita ræðu sína rauða nú til dags. Það dugir ekki að sullast í einhverjum vatnslitum orðaflaumi eins og hann Þorsteinn þinn Pálsson. Jæja, sagði ég. Segirðu jæja, helvítið þitt, sagði Jón Gunnuson. Það er ekkert jæja með það. Þessi samlíking, tillíking og viðlíking Jóns Baldvins hitti alveg í mark. Hann sagði ekki að Seðlabankamenn væru að naga bein eins og hundar. Það hefði nefnilega verið árás og svívirðing. Hann sagði ekki að þeir væru að naga sig í handarbökin, því það gæfi til kynna siðferðilega iðrun yfir einhverju sem óbreyttir kontóristar bera ekki ábyrgð á. Ekki sagði hann heldur að þeir væru að naga á sér neglurn- ar, því það er svo lummó, það gerir hvert smábarnið. Nei: hann sagði að þeir væru kannski að naga blýanta. Og með því nær hann alveg sérstökum stíláhrifum, þar sem sjálft eðli skrifræðisins er dregið fram á skopvísan hátt. Blýantar, hugsaðu þér. Og það á tölvuöld! Hundrað og fimmtíu manns að naga blýanta, allir í takt! Hann er snjall hann Jón Baldvin, þetta ætti eiginlega heima í Chaplinmynd ef Chaplin væri ekki dauður. Mikill er andskotinn, sagði ég. Og hvað þýðir þetta þá sem Jón Baldvin sagði? Að fólkið væri að naga blýanta og þó ekki? Einmitt, sagði Jón Gunnuson. Loksins kemst eitthvað inn í þinn þykka haus. Blýantsnagið er bara tákn. Tákn um hina ópersónulegu þenslu Seðlabankans sem skrifræðisstofnunar, sem þó er persónu- bundin í Jóhannesi Nordal. Já, en af hverju sagði hann það þá ekki beint? spurði ég. Skaði minn, sagði Jón Gunnuson, það eru ekki allir jafn tregirog þú. Það sjá allir sem pæla í því, að þegar Jón Baldvin segir 150 blýants- nagarar þá meinar hann Jóhannes og engan annan. Nú skil ég, sagði ég og klóraði mér í vinstri skallanum. En segðu mér eitt Jón: af hverju rak Jón Baldvin ekki Jóhannes Nordal eins og alltaf stóð til? Jón Gunnuson þagði við og leit í gaupnir sér. Af því bara, Skaði. Af því bara. EN HVAÐ ÞEGAR AF ER HÖFUÐIÐ? Deilt um greiðslur til Borgara- flokks: Hausatalan á að ráða segir Albert Guðmundsson. Fyrirsögn í DV TIL ERU FRÆ SEM FENGU ÞENNAN DÓM... Það er staðreynd sem ekki verður umflúin að ég hefi gaman af laxveiði. Viðtai í DV HEIMUR VERSNANDIFER Lakkrísbindin hafa á ný tekið völdin og nú er of seint að senda íslenskan fréttamann til Afganist- an. Morgunblaðið HVAÐ ER STEIN- GRÍMURÞÁ AÐ FLÆKJAST FYRIR? Síld og þorskur stjórna íslend- ingum. Tíminn FUNDIÐ NÁLAR. AUGAÐ Um helgina birtust auglýsingar sem skörtuðu myndum af starfs- fólki ferðaskrifstofa. Og viti menn: karlar eru þar færri en ríkir menn í himnaríki. Tíminn 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. febrúar 1989 EF SALTIÐ DOFNAR... Ég hefi oft verið uppi á Geithálsi og aldrei er seltan að angra mig þar. Er nú rafmagnið orðið salt? Aiþýðubiaðið SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ Væri ekki þjóðráð að rjúfa raf- magnið stundarkorn á degi hverj- um svo fjölskyldurnar næðu að setjast við kertaljósið með bók í hönd eða spil eins og í gamla daga? Morgunblaóið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.