Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 25
QÆGURMAL HEIMIR PÉTURSSON Einn á velli eftir 25 ár Keith Richards Keith Richards villtasti, sukk- aðasti og einn dularfyllsti rokkari allra tíma. Hann er af mörgum talinn vera sterkasta aflið í Rol- ling Stones, maðurinn sem stóð í skugga Mick Jagger en flestir voru sammála um að ef hann yfir- gæfi skútuna gæti Jagger pakkað saman og farið heim. En á 25 ára ferli helgaði Richards sig alger- lega Steinunum og gaf aldrei út sólóplötu þó hann væri annar lagahöfunda hljómsveitarinnar og ætti sjálfsagt nóg í sarpinum. Gamli maðurinn hefur nú rofið þögnina eftir að hafa verið hljóm- sveitinni trúr alla hennar hunds- tíð. Þegar Rolling Stones hefur verið utan sviðsljóssins í 2-3 ár er eins og honum finnist fyrst óhætt að gefa út sólóplötu. Þegar ég hlustaði á „Talk Is Cheap“ fyrst fannst mér hún hljóma eins og hver önnur Steinaplata. Taktur- inn varsvipaður, gítarhljómurinn sá sami, en Jagger og hina vant- aði. Maður kemst fljótlega að því að þetta er blekking fyrstu hlust- unar. Auðvitað verður ekki hjá því komist að sólóplata svo mikils áhrifamanns í Stones hljómi sterklega eins og Stonesplata en „Mas er ódýrt“ er ekki Stonesp- lata, alla vega ekki ef miðað er við síðustu plötur hljómsveitar- innar. Richards hverfur meira aftur í tímann, er blúsaðri en Stones var undir það síðasta og þó ótrúlegt megi virðast þá er hann ferskari. Richards bendir á að rokkið eigi rætur sínar í afr- ískri tónlist og í Ameríku hafi hún blandast með ýmsum hætti, með- al annars evrópskum melódíum og gospel kirkjutónlist. Þessi skoðun hans á rokkinu skilar sér í útsetningum á „Mas er ódýrt“. í viðtali við Melody Maker segir Richards að það þýði ekkert að búa til lög með því að setjast niður og stúdera, tónlistin verði að koma til manns. Oftast semji hann lög þegar hann sitji í litlu herbergi með nokkrum öðrum tónlistarmönnum og spili lög Otis Reddings, Buddy Hollys, Pres- leys eða Muddy Waters. Af þess- um ummælum má merkja hverjir hafa mest áhrif á Richards tón- listarlega, gömlu frumkvöðlarn- ir. Enda er þessi fyrsta sólóplata Richards að mínum dómi 100% rokk'n roll. Hann virðist þó alltaf vera að læra því „Mas er ódýrt“ hefur yfir sér töiúvert annan svip en það sem komið hefur frá Ric- hards með Stones. Kannski hefur félagi hans Jagger haldið honum niðri eða þá að nýir hjálparkokk- ar hafa gert Richards gott. Fyrr- verandi gítarleikari Stones, Mick Taylor, er eini hljóðfæraleikar- inn á plötunni sem einhvemtíma hefur verið meðlimur í Stones, fyrir utan Richards sjálfan. Ric- hards segir að hann hafi ekki vilj- að hafa fleiri „stónsara" með vegna þess að það hefði gert plötuna meira að Stonesplötu en sólóplötu. „Talk is cheap“ er skemmti- lega gamaldags ný plata og sann- ar að Richards er langt frá því dauður úr öllum æðum. Það kæmi mér ekki á óvart að hún ætti eftir að leita hægt og sígandi á fóninn hjá gömlum Stones áhangendum. Þeim sem fannst Stones orðin of diskóuð ætti að líka gripurinn en það gæti tekið hina, sem fannst ekkert athuga- vert við þá þróun, nokkurn tíma að átta sig á plötunni. Ég er þó viss um að þeir taka hana í sátt þegar fram líða stundir. En þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt er „Mas er ódýrt“ fyrst og fremst sóló- plata Richards en ekki Stones- plata. Kallinn er líka vel liðtækur söngvari og nýtur sín vel í því hlutverki. Hann hefur allt annan söngstfl en Jagger, grípur aldrei til falsettunnar og notar allt aðrar bakraddir en hann. Jagger hefði alveg verið óhætt að hleypa fé- laga sínum meira að hljóðneman- um. Um Jagger segir Richard: „Söngvarar sem ekki leika á hljóðfæri sjálfir hafa tilhneigingu til að taka hljómsveitina sem sjálfsagðan hlut og gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir eiga mikið undir henni ... en þó Rol- ling Stones spili ekki eina nótu framar verð ég alltaf að glíma við Mick.“ Sú glíma heldur væntaniega áfram því gömlu mennirnir ætla í hljóðver á þessu ári og stefna að því að fara í enn eina hljómleika- ferðina. -hmp Grænn draumsvefn eða R.E.M. Bandaríska rokksveitin R.E.M. sendi frá sér seint á síð- asta ári breiðskífuna „Green“. R.E.M. er skammstöfun á Rapid Eye Movement, sem í beinni þýðingu myndi útleggjast hraðar augnhreyfingar. í sálfræðinni er hins vegar talað um Rem-svefn, en það er sá tími svefnsins þegar mannskepnuna dreymir og hreyfir um leið augun í gríð og erg. Með tilvísun í nafn hljóm- sveitarinnar hafa sumir sagt tón- list hennar vera draumkennda. Nú er það auðvitað persónu- bundið hvernig menn dreymir og eitt er víst að drauma annarra getur maður ekki upplifað. En miðað við það rugl sem á sér stað í höfðinu á undirrituðum á nótt- inni, alla rökleysuna og enda- lausa skiptingu myndskeiða, get ég ekki fýililega tekið undir það að tónlist R.E.M. sé draumkennd. Vissulega hljóma sum lögin eins og úr fjarlægð og Michel Stipe syngur stundum eins og hann sé sofandi. Þetta á til að mynda við lögin „Tum You Inside-Out“ og „Hairshirt". En í heildina einkennist „Green“ meira af gæðarokki þar sem hefð- bundinn takturinn heldur manni við efnið. Við fyrstu hlustanir rennur platan áfram án þess að maður taki eftir ákveðnum lögum sér- staklega. En eins og með flestar góðar plötur „uppgötvar“ hlust- andinn hvert lag fyrir sig og ýmis- legt smánurl tónlistarmannanna í hverju þeirra. í raun má skipa lögunum á „Green“ í tvo flokka. í öðrum flokknum eru lög í hin- um þétta rokktakti. Platan byrjar á slíku lagi, „Pop Song 89“, sem er þrælgott rokklag í hefðbundn- um rokkstíl. Stíll R.E.M er samt sem áður sér á báti og kemur það aðaliega fram í útsetningum og söng Stipe. f hinn flokkinn fara síðan rólegri lög plötunnar sem flest eru í áðurnefndum draumstfl. Þó það kunni eftilvill að hljóma undarlega er ýmislegt í bakgrunninum á „Green“ sem fær mig til að hugsa til „Revol- ver“ plötu The Beatles. Þessi áhrif eru þá komin langa leið, því stundum hefur það verið sagt um R.E.M. að þeir séu undir miklum áhrifum frá Bird. En Bird og The Beatles höfðu á vissan hátt víxl- verkandi áhrif hvorir á aðra. Bítl- arnir notuðust við svipaðan gítar- hljóm og Bird og Bird notfærði sér álíka upptökutækni og The Beatles og urðu fyrir miklum áhrifum af textum þeirra eins og þeir voru á seinna tímabili drengjanna frá Liverpool. Eins og á fyrri plötum R.E.M. styðst hljómsveitin við frumrokk- ið. Þessi áhrif eru greinileg á „Green“ og R.E.M. vinnur þannig úr þeim að úr verður skemmtileg og safarík plata. Höfuðpaurar R.E.M., söngvar- inn Stipe og gítarleikarinn Buck, eru hins vegar forvitnilegar and- stæður. Stipe hlustar helst ekki á tónlist, alla vega ekki tónlist sem samin er mikið seinna en árið 1960. Hann er sagður hræðast þau áhrif sem tónlist annarra kunni að hafa á hann. En Buck er alæta á tónlist, hlustar á allar teg- undir tónlistar og mætir á alla tónleika sem hann kemst yfir. Þessir tveir ólíku pólar eiga kann- ski mest í því að skapa það sem daglega er þekkt sem R.E.M.. EffyrstaplataR.E.M. „Cronic Town“, sem er 6 laga skífa, er talin með, hafa piltarnir frá Aþenu í Georgíufylki gefið út sex plötur að „Green“ meðtalinni. i,Green“ er fyrsta platan þeirra hjá risafyrirtækinu Warner Brot- hers, en þeir höfðu frá upphafi verið hjá smáfyrirtækinu IRS. Ekki er að heyra að R.E.M. hafi „poppast“ við það að verða millj- ónamæringar. Enda „keyptu“ Warner Brothers R.E.M. fyrst og fremst vegna velgengni síð- ustu plötu þeirra „Document“. Draumsvefninn heldur því áfram samur við sig, eilítið betri og þro- skaðri og við getum haldið áfram að velta augunum í takt. -hmp Heilög gleöi breiðist út Tónleikar bresku hljóm- sveitarinnar The Band Of Holy Joy í Tunglinu síðastliðið sunnu- dagskvöld voru bestu tónleikar sem ég hef orðið vitni að í háa herrans tíð. Hljómsveit heilagrar gleði tókst svo um munaði að miðla hinni heilögu gleði út til áheyrenda, sem voru ekkert á því að hleypa hljómsveitinni af svið- inu eftir að hafa klappað hana tvisvar sinnum upp. Hljómsveitin var nokkurn tíma að átta sig á áheyrendum sem er ekkert furðulegt þar sem íslensk- ir tónleikagestir haga sér oft eins og á sinfóníutónleikum og klappa pent að hverju lagi loknu. Hriftt- ing áheyrenda óx þó eftir þvf sem á leið og undir lokin fór ekki á milli mála hvaða skoðun þeir höfðu á gjörningnum. í næsta helgarblaði verður meira um þessa tónleika og birt verður stutt viðtal sem tekið var við þrjá meðlimi hljómsveitar- innar. Þeir sögðu íslandsferð sína eitt mesta ævintýri sem þeir hefðu lent í, voru hæst ánægðir með veðráttuna og enn ánægðari með rafmagnsleysið. En raf- magnið kom ekki á í Tunglinu fyrr en klukkan 10 um kvöldið, á sama tíma og tónleikamir áttu að hefjast. Þetta varð til þess að Ris- aeðlurnar, sem áttu að hita upp, komu ekki fram og er það skaði. -hmp Föstudagur 17. febrúar 19B9 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.