Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 9
Sniómokstur
Féðað
verða
uppurið
Vegagerðin búin að
eyða nœrri 100 milj-
ónum kr. Reykjavík-
urborg 23 miljónum
- í janúar kostaði snjómokstur
á vegum Vegagerðarinnar 65
miljónir kr. Það liggja ekki fyrir
tölur um kostnað í febrúar, en
það kæmi mér ekkert á óvart þó
að hann yrði dýrari en janúar,
sagði Sigurður Hauksson hjá
Vegagerð ríkisins aðspurður um
kostnað vegna snjómoksturs það
sem af er árinu.
Sigurður sagði að Vegagerðin
hefði um 300 miljónir kr. til að
moka þjóðvegi, en hann sagði að
aðeins væri mokað snjó af um
þriðjungi vegakerfisins.
Ingi U. Magnússon gatnamála-
stjóri í Reykjavík sagði að
Reykjavíkurborg væri nærri búin
með þá fjármuni sem ætlað var til
snjómoksturs í ár. þegar væri
búið að eyða um 23 miljónum en
áætlað var að eyða á 35 miljónum
á þessu ári í snjómokstur. Hann
sagði að það sem eftir væri, gæti
farið í næstu gusu.
Haraldur Haraldsson bæjar-
stjóri á ísafirði sagði að í janúar
hefði farið um 2,4 miljónir kr. í
snjómokstur. Febrúar ætlar líka
að verða ísfirðingum dýr því það
sem af er mánuðinum gerir Har-
aldur ráð fyrir að búið sé að eyða
rúmlega 1,5 miljón kr. Hann
sagði að allt árið í fyrra hefðu
farið til snjómoksturs um 2,5
miljónir kr.
Snjómokstur hefur það sem af
þessu ári kostað Hafnarfjarðar-
bær um 3 miljónir kr, að sögn
Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar
bæjarritara. Hann sagði að í fjár-
hagsáætlun bæjarins, sem tekin
hefur verið til fyrri umræðu,
hefði verði gert ráð fyrir 4 miljón-
um í þennan þátt.
Ekki lágu nákvæmar upplýs-
ingar fyrir á Akureyri og Siglu-
firði um kostnað við snjómokstur
en að sögn heimamanna er kostn-
aður nú þegar orðinn töluverður.
-*g
FOSTUDAGSFRETTIR
Ríkismatið
Hrikaleg viHimennska
Sögusagnir um að margra nátta netafiski sé hent ísjóinn. HalldórÁrnason:
7 netabátar lönduðu nýlega á SV - landi 100 tonnum afó náttafiski.
Sóun á verðmætum úr takmark uðum kvóta
Fyrir skömmu lönduðu 7 bátar
100 tonnum af 6 nátta neta-
fiski á suðvesturhorni landsins og
það sér auðvitað hver heilvita
maður að þetta er hrikaleg villi-
mennska. Fyrir utan hvað þetta
er mikil sóun á verðmætum á tak-
mörkuðum kvóta, segir Halldór
Árnason forstöðumaður Ríkis-
mats sjávarafurða.
í ótíðinni sem verið hefur að
undanförnu hafa netabátar ekki
getað náð upp netum sínum í allt
að viku tíma frá því þau voru
lögð. Á meðan netin eru í sjó
halda þau áfram að veiða. Þegar
þau loksins nást er aflinn svo til
verðlaus og ekki um annað að
ræða en að setja hann í gúanó eða
hengja hann á hjalla til skreiðar-
verkunar. Sem dæmi um verð-
mætasóunina má nefna að af 13
tonnum af margra nátta netafiski
af bát fóru aðeins 16% í fyrsta
flokk, 19% í annan, 35% í þriðja
og 30% í úrkast.
Þá herma sögusagnir að
margra nátta netafiski sé hent í
sjóinn frekar en að koma með
hann að landi og þar með inn á
kvótaskýrslur. Enda sjá bæði sjó-
menn og útgerðarmenn fram á
tekjulausan túr því slíkur afli er
næsta verðlaus. Ljótt ef satt er.
Að sögn Halldórs á auðvitað
að draga netin upp á degi hverj-
um og bátar ekki að hafa fleiri net
en þeir geta með góðu móti dreg-
ið. Þá er það einnig umhugsunar-
efni hversu margir litlir bátar
stunda netaveiðar sem varla geta
sótt þau nema í blíðskaparveðri.
-grh
Menntun þess fólks er sinna á uppeldi og kennslu yngstu kynslóðarinnar er ekki síður mikilvæg er þeirra
sem eldri eru. Mikið fjölmenni var á fundinum sem fóstrur efndu til í gær. Mynd. Jim Smart.
Fóstrur
Agreiningur um menntun
Fóstruliði er nýtt starfsheiti þess er annast börn á aldrinum 0-3
ára
úliggjafyrir hjá menntamála-
ráðuneytinu tillögur að fram-
tíðarskipan fóstrumenntunar.
Þær eru unnar af nefnd sem
skipuð var af Birgi ísleifi Gunn-
arssyni fyrrverandi menntamála-
ráðherra, og hélt nefndin áfram
störfum eftir að Svavar Gestsson
tók við embættinu. Nefndin
skilaði tillögum um að framvegis
skuli gert ráð fyrir tveimur starfs-
stéttum til að annast uppeldi og
menntun barna á dagvistar-
heimilum.
Annars vegar fóstrum og hins
vegar fóstruliðum. f tilefni af
þessu stóð Fóstrufélag íslands í
gær fyrir opnum fundi um
menntunarmál fóstra í nútíð og
framtíð.
Að loknum framsöguerindum
voru pallborðsumræður þar sem
Forseti íslands
Ahyggjur af sölumálum
Forseti íslands frú Vigdís Finn-
bogadóttir hefur enga opin-
berlega skoðun á hvalveiðistefnu
stjórnvalda og er ekki að taka af-
stöðu til málsins með bréfi sínu til
forseta V - Þýskalands. Hins veg-
ar er það rétt að hún skrifaði
bréfið í samráði við hina bréfrit-
arana, sagði Kornelíus Sig-
mundsson forsetaritari.
Forseti íslands, forsætisráð-
herra, utanríkisráðherra og sjáv-
arútvegsráðherra hafa skrifað
bréf til v-þýskra kollega sinna þar
sem þeir lýsa yfir áhyggjum sín-
um af þeim viðskiptaþrýstingi
sem íslendingar eru beittir þar í
landi vegna hvalveiðistefnunnar.
Að sögn forsetaritara er forseti
íslands í bréfi sínu aðeins að upp-
lýsa forseta V-Þýskalands um
stöðu málsins en alls ekki að taka
afstöðu til þess, enda sé það í
verkahring sjávarútvegsráðherra
að vera í forsvari fyrir hvalveiði-
stefnunni.
Aðspurður hvort aðrir
hagsmunaaðilar en hvalasinnar
megi vænta þess að forsetinn
skrifi bréf vegna erfiðleika í sölu-
málum sagði Kornelíus að á þess-
um bæ sem og á öðrum væri það
vegið og metið hverju sinni
hvernig bregðast skuli við að-
steðjandi vandamálunum. Hann
ítrekaði að með bréfi sínu væri
forsetinn hvorki að skipta sér af
né blanda sér í þessi mál sem
hvalveiðistefnan væri.
Að sömu niðurstöðu komst
Guðrún Helgadóttir, forseti sam-
einaðs þings, en bréf forseta ís-
lands kom til umræðu á þingi í
gær. Guðrún gerði hlé á þing-
störfum vegna málsins og kallaði
forseta þingsins á sinn fund. í út-
varpsfréttum í gærkvöldi sagði
hún að það hefði verið gert vegna
atgangs fjölmiðla. Hún sagði að
bréf forseta íslands hefði verið
persónulegt bréf þar sem engin
afstaða hefði verið tekin í hval-
veiðimálinu.
-grh
’ hægt var að bera fram fyrirspurn-
ir um menntunarmál fóstra. Við
pallborðið sátu Svavar Gestsson
menntamálaráðherra, Gyða Jó-
hannsdóttir, skólastjóri Fóstru-
skólans, Ólafur Proppé frá Kenn-
araháskóla íslands, og þrír full-
trúar frá Fóstrufélagi íslands,
þær Selma Dóra Þorsteinsdóttir,
Birna Sigurjónsdóttir og Margrét
Vallý Jóhannsdóttir.
Framsöguerindi fluttu þær
Selma Dóra Þorsteinsdóttir, for-
maður Fóstrufélags íslands, og
Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri
Fósturskólans. Þar reifuðu þær
hugmyndir sínar um framtíðar
menntunarmál, en ágreiningur
þeirra á milli er talsverður. Gyða
leggur fram tillögur þess efnis að
efla skuli Fóstruskóla fslands sem
sjálfstæða stofnun á háskólastigi.
Fóstrur leggja aftur á móti alfarið
til að menntun þeirra og kennara
sameinist undir einu embætti sem
yrði Kennaraháskóli íslands.
Gyða óttast að fóstrunám sem
deild innan Kennaraháskólans
verði ekki metið að verðleikum
og að sú reynsla sein skólinn býr
yfir nýtist ekki eins vel og ef
stofnunin væri sjálfstæð. Selma
undirstrikaði mikilvægi þess að
menntun fólks sem sinna á upp-
eldi og kennslu yngstu kynslóð-
anna verði að vera sambærileg
kennaramenntun og að samræm-
ing í kjörum og vinnutilhögun
verði að komast á milli þessara
tveggja stétta.
eb
Háskólinn
Ráðning
Hannesar
til umba
Háskólaráð borgar
lögfræðikostnaðinn
Skipan Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar í lektorsstöðu
við félagsvísindadeild Háskólans
hefur verði kærð til umboðs-
manns Alþingis.
Það er Eiríkur Tómasson lög-
fræðingur sem hefur lagt fram
kæruna fyrir hönd þeirra Olafs Þ.
Harðarsonar og Gunnars Helga
Kristinssonar sem báðir voru
dæmir hæfir til að gegna umræ-
ddri stöðu. Eins og kunnugt er,
var Hannes dæmdur óhæfur af
dómnefnd sem skipuð var til að
meta umsækjendur.
Það var Birgir ísleifur Gunn-
arssonar fyrrverandi mennta-
málaráðherra sem skipaði Hann-
es í lektorsstöðuna í trássi við
vilja Háskólaráðs. Ráðið sam-
þykkti samhljóða sl. haust að ef
ráðningin yrði kærð myndi Há-
skólinn greiða lögfræðikostnað.
Á þann hátt má segja að Há-
skólaráð styðji óbeint kæru
þeirra Ólafs og Gunnars. _gg
Föstudagur 17. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 9 <