Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL Þekkirðu landið? Þegar lönd detta út af fréttakortinu, eða komast þangað alls ekki Það er alltaf verið að kvarta yfir því að það vanti eitthvað í fréttirnar. Að fréttamenn stingi einhverjum merkilegum at- burðum undir stól og blási aðra út allt eftir sinni pólitísku innréttingu. Hver skrifar ekki um hvað? Vinstrimenn þora ekki að skrifa neitt um Afganistan, segir Morgunblaðið í tíu leiðurum, þeir þegja nú sem áður fjösuðu mest um Víetnamstríðið (Þetta er röng ásökun, en á þó við um viss- an hóp þeirra manna sem eru vissir um það eitt í tilverunni að böl heimsins stafi frá Bandaríkj- unum). Mogginn skrifar ekkert um mannréttindabrot hjá stjórnum sem eru vinveittar Bandaríkjun- um, segj a svo aðrir - oh hí á hann! Af hverju er aldrei skrifað neitt um Kúbu? spyr einn af aðdáend- um Fidels Castros og bætir kann- ski við: af hverju sjá menn ekkert annað en einhvern kjaftagang í Rússum og Amríkönum um víg- búnað og afvopnun? Svo mætti lengi áfram telja. Og það er sannleikskjarni í þessum ásökunum flestum: menn (frétta- menn, fréttaskýrendur, lesend- ur) hafa reyndar misjafnan áhuga á löndum og ótíðindum eftir því hvort þeir telja sig finna í þeim eitthvað sem staðfestir þeirra heimsmynd eða hvort fréttirnar trufla hana. Rugla þá sjálfa í rím- inu. Þess vegna er umræðan um fréttamat óumflýjanleg og öngv- ar líkur á því hún verði óþörf og meiningarlaus á næstunni. Hver græðir, hver tapar En svo ég tali nú sem gamall hundur á blaði: maður skilur vel hvers vegna athygli fjölmiðla beinist yfirleitt aðeins að fáum plássum í heiminum í einu. Það stafar af því, að einmitt í þeim plássum eru riðnir rammir pólit- ískir hnútar og risaveldin koma þar við sögu, annað er að tapa einhverju, hitt er að græða á stöðunni (Afganistan, Nikarag- úa). Þetta háttalag er einnig tengt því að markaðslögmál taka þátt í að stjórna fréttum: þau treysta sér helst ekki til að sinna nema fáum stöðum í einu. Og svo eru E1 Salvador eða Eþíópía í fréttum upp á hvern dag í nokkrun tíma en hverfa svo allt í einu af frétta- kortinu og sjást þar ekki lengi lengi. Og það er ekki vegna þess að mál hafi leystst, heldur blátt áfram vegna þess að markaður- inn var mettaður, áhuginn tæmd- ur, það var sölumál til komið að færa sjónvarpsvélarnar, láta Þær gleypa í sig aðrar borgir og lönd. Hvaöa land er þetta? Undarlegast er þó það, að það er eins og sumir staðir geti aldrei komist á fréttablað, hvað sem þar kann að gerast. Eða tylli sér þar aðeins eins og í mýflugumynd Ég skal nefna dæmi í gátu- formi: hvaða land er þetta? Stjórnarherinn hefur átt í höggi við andófsöfl í norðurhluta landsins, sem mjög eru tengd hirðingjaþjóð sem þar býr. Um tuttugu þúsundir manna munu hafa látist í loftárásum stjórnar- hersins á helstu borgir á þessu svæði. Stjórnarhermenn (sem njóta stuðnings málaliða frá öðru ríki) hafa og myrt mikinn fjölda fólks og huslað í fjöldagröfum. Erlendir starfsmenn hjálpar- stofnana iíkja framferði þeirra við þjóðarmorð. Eiri borg þar sem bjuggu 350 þúsundir manna er svo illa leikin að aðeins um 30 prósent húsa þar standa uppi. Um 800 þúsundir manna hafa verið flæmdir frá heimilum sín- um, hafa verið gerðir að flótta- mönnum í eigin landi, eða þeir hafa flúið til grannríkjanna. Mikil neyð ríkir á svæðinu og veit enginn hve margir farast þar úr hungri. Þetta eru allt nýlegar fréttir. Og samt þori ég að fullyrða að þeir munu ótrúlega fáir sem hafa heyrt þær í þeim mæli að þeir geti svarað því um hvaða land sé að ræða. Það þarf að sönnu varla mikla getspeki til að giska á að hér sé um Afríkuland að ræða. En mér er mjög til efs að menn geti haldið áfram með getspeki sína og látið hana leiða sig til Sómalíu, en það er landið sem um er að ræða. Hvaö er Somalia? Stjórnarherinn hefur haldið uppi miklum loftárásum á Harg- eisa og Burao í norðurhluta landsins. Það er verið með öllum ráðum að reyna að bæla niður hreyfingu sem kallar sig Þjóð- frelsishreyfingu Sómalíu. Þjóðar- brotið sem um er rætt ber nafnið Issaq. Málaliðarnir eru frá Zaire. Flóttamennirnir hafa flestir leitað til Eþíópíu. Gott og vel: en hvernig stendur á því að litlar sem engar fréttir berast frá Sómalíu? Menn gætu spurt af gamalli reynslu: er það kannski vegna þess að átökin í Sómalíu séu sannkölluð borgar- astyrjöld, sem ekki komi neitt við togstreitu milli austurs og vesturs, í námunda við mikilvægar sig- lingaleiðir til Persaflóa? Það má vel vera. Að minnsta kosti hafa ekki farið af því sögur að Sovét- menn veittu einhvern stuðning þeirri uppreisnar- eða andófs- eða þjóðfrelsishreyfingu sem ris- ið hefur í norðurhluta Sómalíu. Aðra spurningu mætti fram bera: eru hörmungarnar ekki nógu miklar til að frá þeim sé sagt? Varla er það - að minnsta kosti er mannfall, fjöldaslátrun, flóttam- annastraumur og sprengjukast nógu mikið í ekki fjölmennara ríki en Sómalía (5,5 miljónir íbúa) til að athygli fjölmiðla gæti hæglega vaknað. Að minnsta kosti ef forsetinn, Siad Barre, sem stjórnar eina flokkinum í landinu, hefur setið að völdum síðan 1969 og lét í fyrra kjósa sig til forseta með 99 prósentum at- kvæða, væri skjólstæðingur So- vétmanna. Vinur Rússa, vinur Kana Já, ég leyfi mér að halda því fram, að ef þessi forseti væri vin- ur Sovétmanna þá mundu fjöl- miðlar í okkar hluta heims láta hann hafa það óþvegið fyrir kúg- un og slátrun á sínu fólki. En því er reyndar ekki að heilsa. Siad Barre er vinur Vesturlanda og hefur látið Bandaríkjamenn fá flotastöð í Berbera við Adenflóa og hann fær ýmislega aðstoð frá Bandaríkjamönnum, Bretum og fleiri aðilum. Og í stuttri grein um ástandið í Sómalíu sem fyrir skemmstu birtist í breska blaðinu Guardian, eru Bandaríkjamenn reyndar ásakaðir fyrir það að hylma yfir með Sómalíustjórn - hér er þá enn að endurtaka sig gamla sagan: ef forsetinn er „okkar tíkarsonur" þá sjáum við gegnum fingur við karlskrattann, hvort hann slátrar heldur hundr- að andstæðingum sínum eða hundrað þúsund. Nú er frá því að segja, að Siad Barre og flokkur hans. Byltingar- flokkur Sómalíu, hafa ekki alltaf verið í náðinni hjá Vesturveldun- um. Sú var tíðin að Sómalía var undir hans forystu (hann er her- foringi og hrifsaði til sín völdin 1969) talin á hraðri leið inn í kommúnismann. Og nú er ekki úr vegi að segja stutta dæmisögu af því góða landi (heimildarmað- ur er sómalískur rithöfundur sem hefur lengi verið í útlegð í London og kom hingað til lands fyrir nokkrum árum). Ekkert breytist nema utanríkis- stefnan Sómalía er það Afríkuríki sem kemst einna næst því að vera byggt einni þjóð (Issaqar sem áður voru neftidir eru kynkvísl fremur en sérstök þjóð). En Sómalar eru einnig all fjölmennir í grannríkjunum, bæði Kenyu og Eþíópíu (þeim hluta landsins sem Ogaden heitir). Siad Barre, sem hrifsaði til sín völd 1969 sem fyrr segir, vildi reyna að sameina alla Sómala í eitt ríki og hóf ýfingar við Eþíópa út af Ogaden. Þá réði fyrir Eþíópíu Haile Selassie keisari, sem var vinveittur Vest- urveldum. M.a. af þeim sökum mun Siad Barre hafa lýst sig dangansmikinn marxista og sótti hann efnahagsaðstoð og hernað- araðstoð til Sovétríkjanna og Austur-Þýskalands. En svo verða umskipti í Eþíópíu: keisarinn hrökklast frá völdum og við taka vinstrisinnaðir herforingjar sem vingast við Sovétmenn. Þá taldi Sómalíuforseti sig illa svikinn, rak 6000 sovéska ráðgjafa úr landi og frá flotastöð í Berbera. í staðinn fékk hann svo Banda- ríkjamönnum flotaaðstöðuna í Berbera, og þáði í staðinn af þeim og ítölum og Bretum marg- víslega aðstoð - m.a. í ófriðnum við Eþíópa í Ogaden. Það stríð er að sönnu tapað en hinsvegar hef- ur um nokkurra ára skeið verið ófriður í norðurhéruðunum og hefur hann magnast verulega að undanförnu. Og sem fyrr segir: það stríð er svo rækilega gleymt að menn vita fátt um forsendur þess: er það ættbálkarígur, er það átök milli tveggja landshluta sem annar laut ítölum áður fyrr en hinn Bretum, eru andstæðingar Siad Barres að berjast fyrir þjóð- legum réttindum sínum einum eða fyrir fjölflokkakerfi? Þetta vita menn ekki - og þótt skömm sé frá að segja sýnist heimurinn hafa skelfilega lítinn áhuga á mál- avöxtum. Ansans vesin Fyrir því eru ástæður sem að nokkru eru fram komnar hér að ofan: Sómalía eins og dettur nið- ur milli tveggj a stóla í heimsmynd manna. Þar hefur verið bryddað upp á einskonar þriðjaheimssósí- alisma með þeirri ávísun á spill- ingu sem einsflokkskerfi er - um leið hefur þetta ríki leitað sér trausts og halds hjá Bandaríkja- mönnum og öðrum Vesturveld- um. Það er eins og enginn eigi Siad karlinn Barre. Þar fyrir utan má ekki gleyma því að þegar Heimsfréttastofnunin sniðgeng- ur það fátæka land Sómalíu, þá kann þar og að koma við sögu sá kynþáttahroki sem er hægt og bít- andi að afskrifa Afríku í vitund okkar: Æ, það er þessi álfa þar sem allt er í neyð og hungri og ömurleika og sukki... 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.