Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 26
i t S (s> 51 . 9 10 11 IK 13 j „ i H )Z IS S? l(* 9 19 1 s H n ZO ir zz. Z'*> ZÝ Zi S? zo /s V ZJ Y c, )S 19 n zs j 1 (o S n Z(* Zl Zi 7- ZG , V (s> nr K Zu 1 V n z<° sr 9 9 7- sr ZS s? 9 is n sr Z? V i?- W ZL U rQ & ? n 7- (e R2 3 1 9 )S zu ZQ n <o p 7- V IS 3 V jt? t* II Z3> ? (, SP n (o - —J )J zc 9 “5 wr r n . IA V 3v (p to 3c? (o y /9 7~ c? 3/ T~ $ IS z zz Hr V °l 13 7T~ V * )sr V Zsr T~ (p S? y- 3o V )V s <=> f€ fo z~ 7- 34 lo 10 1 . 1o S2 ‘13 zé | AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞ/EÖ Verðlaunakrossgáta Nr. 31 Setjiö rétta stafi í reitina hérfyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: Krossgáta nr. 31. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Zl'- z zz\ J3 ra JS H- 2 9 Lausnarorðið fyrir krossgátu nr. 28 var BARÐSVIK. Dregið var úr Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 31 réttum lausnum og upp kom nafn Kristins Óskarssonar, Kúrlandi 1 í er skaldsaga Olafs Jóhanns Ol- Reykjavík. Hann fær senda þýðingu Halldórs Laxness á bók Heming- afssonar, Markaðstorg guðanna ways Veisla í farangrinum. “JJ Vaka-Helgafell gaf ut nu fynr TAROT Hilmar Örn Hilmarsson Táknfræðin tekin föstum tökum í síðustu grein fór ég Ijúflega inná tengsl Tarotspilanna við hina svokölluðu heimsmynd fomaldar og hvernig helstu Tar- otsérfræðingar hafi sett inn í þau, eða enduruppgötvað í þeim, gamla falda táknfræði sem gerir þau að heildstæðu kerfi með til- vísunum til hugmynda innan stjörnuspeki og hinna ýmsu heimspekikerfa. í heimsmynd fornaldar voru lögð til grundvallar fjögur frum- efni: eldur, vatn, loft og jörð. Þessir frumkraftar höfðu áhrif á gjörvalla tilvist manna og of mikið af einu frumefni á kostnað annars eða annarra gat endað í hinum verstu málum. í stjömuspeki var og er reyndar enn talað um fjórskipt- ingu á stjörnumerkjunum útfrá frumefnunum þannig að Hrútur, Ljón og Bogmaður teljast vera eldmerki. Krabbi, Sporðdrekiog Fiskar eru vatnsmerki. Tvíburar, Vog og Vatnsberi eru loftmerki og Naut, Meyja og Steingeit eru jarðarmerki. Ójafnvægi í stjömukortum einstaklinga hvað varðaði dreif- ingu plánetanna innan hinna ýmsu merkja með tilvísun til frumefnaeiginleika þeirra var því til forna litið ansi alvarlegum augum. En nú á okkar upplýstu tímum og sér í lagi með tilkomu hinnar svokölluðu mannúðarsálfræði og þeirra tengsla sem mynduðust milli hennar og stjörnuspeki er frekar talað um ýkta eiginleika á vissum sviðum sem þurfi að vega uppá móti með því að þróa og þroska þætti sem koma persónu- leikanum í jafnvægi. Meira um þetta síðar. Og svo við komum að plánet- unum þá töluðu forfeðurnir um sjö plánetur og töldu til þeirra bæði sólina og tunglið, - nokkuð sem raunvísindamenn nútímans telja haldbær rök til þess að af- greiða stjörnuspeki sem hin hásk- alegustu fratvísindi. Eins og fólk hefur þegar séð voru menn á þessum tímum iðnir við að búa til tengsl á milli sem flestra hluta og hugmynda og þannig töiuðu þeir um að Sólin réði yfir stjörnumerkinu Ljóni, Tunglið yfir Krabba, Merkúr yfir Tvíbura og Meyju, Venus yfir Nauti og Vog, Mars yfir Sporð- dreka og Hrúti, Júpíter yfir Bog- Sæludraumur ungfrú nýmabaunar MATU Þegar Kólumbía er nefnd á nafn er það fyrsta sem fólki dett- ur í hug kókaín og rithöfundurinn Garcia Marquez. Fæstir vita að Kólumbía er líka það land sem „framleiðir" flestar drottningar í heimi, þ.e.a.s. fegurðardrottn- ingar. Þar eruárlega haldin hundruð fegurðasamkeppna og eru þeir titlar sem keppt er um ákaflega fjölbreyttir. Fyrir utan keppnina um titil ungfrú Kól- umbíu mætti nefna keppnirnar um ungfrú sjávardjúp, ungfrú kaffi, ungfrú mangó, ungfrú Rhramannaut, ungfrú tómatur og að sjálfsögðu ungfrú baun, en baunir allskonar eru undirstöðu- fæða almennings. Heimahérað bauna og þar sem þær eru í mikl- um hávegum hafðar er héraðið Antioqua, þar sem áhrif kókaín- mafíunnar eru hvað mest. Til heiðurs því landi sem flesta drottningartitla hveitir hér í heimi, köllum við þennan rétt: Sæludraumur ungfrú nýrnabaunar fyrir 4 -5 400-500 gr. nýrnabaunir 1 -2 bjúgu eða aðrar reyktar pyls- ur 1 stórar gulrætur 1 stór laukur 2 sellerístengur 1 paprika 2 tómatar 3-4 hvítlaukskrif steinselja Worchestersósa tómatkraftur kjötkraftur (2-3 teningar) kúmenduft salt og pipar Ef vill tabascosósa eða aðrar sterkar sósur. 1 Baunirnar eru lagðar í bleyti í sólarhring. Þær eru síðan soðnar í miklu vatni ásamt með 1-2 kjöt- kraftsteningum í 2 til 3 klukku - tíma eða þartil þær eru vel mjúk- ar. Gæta þarf að ekki þorni á þeim, bætið því við vatni, öðru hvoru. 2 Skerið bjúgun í litla bita og steikið þá á þurri pönnu. Hellið af mestri fitunni sem úr þeim rennur, en skiljið þó nægilega fitu eftir til að brúna grænmetið. 3 Saxið grænmetið smátt og bæt- ið því smám saman útí, fyrst lauk, hvítlauk og gulrótum, síðan sell- eríi og papriku. Brúnið. 4 Tómötum brugðið ofan í sjóð- andi vatn, teknir uppúr, flysjaðir og saxaðir smátt, bætt út á pönnuna ásamt með Worchester- sósu, tómatkrafti, 1-2 kjötkrafts- teningum og smá vatni. Kryddið vel með kúmendufti, salti og pip- ar. Unnendur sterks matar geta bætt út í tabascosósu eða öðrum sterkum sósum. Látið malla í smástund. 5 Hellið grænmetissósunni út í baunapottinn, bætið í 1-2 leggj- um af steinselju og kryddi ef með þarf og látið sjóða í 20-30 mínút- ur. Stráið fínsaxaðri steinselju yfir baunaréttinn og berið fram með brauði eða soðnum hrís- grjónum sér á diski. SIGRÍÐUR ELFA SIGURÐARDÓTTIR CHEO CRUZ manni og Fiskum og Satúrnus yfir Steingeit og Vatnsbera. Áhrif þessara pláneta sögðu menn að mætti finna í eðli merkj- anna sem þau réðu og því ætla ég að gefa nokkur Iykilorð yfir frum- efnin og pláneturnar. Frumefnið Eldur er gerandi, ræður framkvæmdum og vísar til karlkyns þáttar sköpunar. Frumefnið Vatn táknar tilfinn- ingar, næmi og hinn kvenlega þátt sköpunar. Loft ræður hugsun, hugmynd- um og sveigjanleika. Jörð ræður festu og ótrúlegt en satt: öllum jarðneskum gæðum og þægindum. Pláneturnar flokkast gróflega sem svo segir: Sól táknar sjálfið og frumþrár mannsins. Tunglið táknar undirmeðvitund og innsæi. Merkúr ræður hugsun og tjáskiptum. Venus tilfinningum og fegurðarskyni. Mars fram- kvæmdum og stríðsrekstri. Jupít- er stjórnun, heilsu og gæfu. Og Satúmus stendur fyrir takmark- anir, þrengingar og þær kringum- stæður þegar fólk rekur sig á og þarf að takast á við vandamálin. Hvað varðar stjörnumerkin tel ég að allir sem á annað borð leggja sig niður við að iesa undar- leg skrif sem þessi ættu að verða partýfærir í að flokka þau niður, en jafnframt vil ég mæla með ný- útkominni bók Gunnlaugs Guð- mundssonar „Hver er ég“, sem er sérstaklega greinargóð og gefur erlendum bókum um þessi efni ekkert eftir. Ég hafði ætlað mér að tengja allar þessar upplýsingar Tromp- spilunum, en plássins vegna verð- ur það að bíða næstu viku. En ég lofa því að bæta inn einhverri ótrúlegri launvisku sem gerir bið- ina þess virði. 26 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.