Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 18
Viö viljum færa
skólann ofar á
forgangslista
samfélagsins
ÁB ræðir við Svavar Gestsson menntamálaráðherra
Á síðustu vikum og mánuð-
um hafa fréttir komið hopp-
andi og skoppandi ótt og títt út
úr menntamálaráðuneytinu.
Það er verið að endurskoða
tónlistarkennslu eða breyta
áherslum í námsskrám, leita
eftir tillögum um nýjarnáms-
brautirog starfshætti í fram-
haldsskólum, leggja drög að
Listaháskóla, rétta við Rikis-
útvarpið, hnyklavöðvatil
átaksíþágu íslenskrartungu.
Og þegar þessi blaðamaður
hér sá og heyrði fréttir um að
menntamálaráðherra væri að
fiska eftir hugmyndum um
forgangsverkefni í skólamál-
um og ætlaði að skapa um
þær þjóðarsamstöðu, þá
skildi hann að löngu var mál til
komið að inna Svavar Gests-
son eftir því hvað hann væri
að bauka.
Fyrsta spurningin var einmitt
um þá samstöðu um skólamál
sem nú er lögð þung áhersla á:
stafar hún kannski af því að þrír
menntamálaráðherrar Sjálfstæð-
isflokksins hafi truflað slíka sam-
stöðu með ýmislegum upphlaup-
um og geðþóttaráðstöfunum á,
næstliðnum árum?
í skynsamlegri
röð
Jú, Svavar Gestsson vildi ekki
neita því, að viðleitnin til að
skapa þjóðarsamstöðu um ís-
lenskan skóla væri viðbrögð við
ýmsu því sem upp á hefði komið í
ráðuneytinu á næstliðnum árum.
Þar fyrir utan, sagði Svavar, er
hér blátt áfram spurt um það sem
mikilvægt er og nauðsynlegt. Það
er ekki mitt hlutverk og aðstoðar-
manna minna að knýja fram
flokksstefnu Alþýðubandalags-
ins í þessum málum, við viljum
það heldur ekki.
Ég tel mikilvægt að skapa sam-
stöðu um heildarstefnu á kom-
andi árum. Þess vegna er nú efnt
til könnunar þar sem við biðjum
aðila innan og utan skólakerfis að
nefna tíu forgangsverkefni sem
menn vilja að sinnt sé öðrum
fremur á næstu tíu árum. Við
munum safna þessu saman og
skýra frá niðurstöðum og stuðla
með því að viðtækri umræðu um
stefnumótun í íslenskum skóla-
málum og reyna að virkja sem
flesta til þátttöku í henni.
Mundir þúfara eftir niðurstöð-
um hverjar sem þœr vœru - til
dœmis ef flestir heimta eitthvað
tískulegt eins og tölvur í skólana
en sýna lítinn áhuga hinum
mennsku frœðum, íslenskri
tungu?
Eg fyrir mitt leyti mundi telja
slíka útkomu umhugsunarefni og
að slíkum kröfum yrði að sjálf-
sögðu að koma fyrir í forgangs-
röðinni. Enda þótt mér sé engin
launung á því að ég tel íslenska
tungu, menningararfinn, skipta
mestu, vera sjálfan kjarnan í
þjóðartilveru íslendinga. En það
sem við helst búumst við að komi
út úr þessu verða til dæmis sam-
felldur skóladagur með skóla-
máltíðum og lengri viðvera í
skóla fyrir yngstu börnin.
Síðan munum við reyna að búa
út áætlun sem nái allt til aldamóta
þar sem skoðað er hvað við get-
um gert á hverju ári. Með því
reynum við að greiða úr þeirri
flækju sem verður þegar óska-
verkefni riðlast hvert á öðru.
Þessi vinna er m.a. unnin til að
minna okkur á það að það er ekki
hægt að gera allt í einu.
Greiöar
boöleiöir
Við þurfum fyrst og síðast að
horfa á menntakerfið í heild, ekki
hólfa það í sundur. Við þurfum
að endurskoða forskólann, fyrir
fimm ára börn og yngri, með það
fyrir augum að dagvistarstofnanir
séu ekki geymsla, ekki neyðar-
ráðstöfun heldur þroskandi ver-
öld. Við þurfum að skoða tíu ára
grunnskóla og þá meira hið innra
starf hans, s.s. menntun og starfs-
hæfni kennara, en hinn ytri
ramma, steinsteypuna. Við för-
um líka yfir mál framhaldsskól-
anna, endurmetum inntak
þeirra, bæði með þá í huga sem
ganga upp þangað og þá sem
detta fremur snemma út úr skóla-
kerfinu og eru upp frá því eins og
dæmdir til ýmislegra láglauna-
starfa. Við þurfum að tengja sem
best skóla og atvinnulíf í þeim
skilningi, að fólk sem fer ungt á
vinnumarkað og lærir vissulega
margt þarflegt þar, geti nýtt sér
þá reynslu sem fæst í ýmsum
störfum í nýju námsferli ef það
kærir sig um. í næstliðinni viku
settum við til dæmis nýjar reglur
um námsmat inn á framhalds-
skólastigið. Þar segir, að þau sem
verið hafa á vinnumarkaði eða
heimavinnandi í sjö ár eða lengur
geti fengið þau störf metin til 16
eininga til stúdentsprófs. Tökum
dæmi af stúlku sem kannski hefur
eignast barn, misst af skólalest-
inni - hún getur með þessu móti
farið t.d. í öldungadeild og fær
hálfs árs forskot miðað við það
sem annars hefði orðið. Það er
jafnréttiskrafa á bak við það að
fara inn á slíkar brautir og von-
andi er það einnig í anda gamalla
hugsjóna um alþýðufræðslu sem
vildi forðast stranglega dregin
mörk milli skóla og atvinnulífs.
Ég hefi skipað nefnd um inntak
framhaldsskólans þar sem m.a.
verður unnið að því að þéttríða
net til stuðnings þessu boðleiða-
kerfi sem ég er að tala um: þar er
gerf ráð fyrir námskeiðum margs
iconar og styttri námsbrautum,
sem hver um sig gefur viss rétt-
indi og lykil að einhverju öðru.
Þannig að sitthvað sem menn
hefðu lært í fiskvinnslu eða fata-
saum sé lykill að einhverju fram-
haldi. Þjóðverjar hafa verið dug-
legir að þróa með sér slíkt kerfi
og við munum taka mið af því í
ýmsum greinum.
Og svo er það háskólastigið:
Háskólinn hér og á Akureyri,
Kennaraháskólinn, Tcekni-
skólinn, Bœndaskólinn á Hvann-
eyri. Hér rekumst við á ýmsan
vanda: höfum við kannski aldrei
gert okkur grein fyrir því hvað
háskólastig er?
Þú spyrð um sjálfstæði há-
skólans, sem mér finnst reyndar
sjálfsagður hlutur. Ég vil að Há-
skólinn sé ábyrgur fyrir sínum
málum og þá sínum vitleysum, ef
ekki vill betur, það er öllum
óþarft að ráðherrar séu mjög að
vasast í þeim málum. En ég tel
það raunar mestu varða í sam-
bandi við þetta skólastig, að við
tökum mið af því að allir búist við
miklum vexti á sviði endur-
menntunar, símenntunar á næstu
árum. Við þurfum að átta okkur
sem best á því á hverju við eigum
von í þeim efnum og flétta sím-
enntunarkerfi saman við heildar-
mynd skólakerfisins.
Til hvers er
veriö að þessu?
Við reynum að draga saman
sem flesta þræði - úr skoðana-
könnunum, úr vinnuhópum, og
ég er að gera mér vonir um að um
mitt árið getum við dregið upp
skýrari mynd af þeirri heildar-
stefnu sem við reynum að smíða.
Tilgangurinn er bæði að finna
nauðsynleigan samnefnara og svo
að koma af stað umræðu í skólan-
um og samfélaginu um það til
hvers við erum að þessu, hvað
verður um alla þessa peninga sem
í skólamál fara, fá menn til að
skoða hvar þeir standa, horfa til
framtíðar. Það hefur á síð-
astliðnum árum oftar en ekki ver-
ið ófriður milli kennarastéttar-
innar og ráðuneytisins. Þau
leiðindi þarf að yfirstíga. Meðal
annars með því að færa skólann
ofar á forgangslista þjóðfélagsins
- við viljum að fólk gangi hér um
dyr með upprétt höfuð í nafni
þeirra verkefna sem við erum að
vinna.
Finnst þér að skólinn hafi þok-
ast niður á við á skránni yfir það
sem fólki þykir mikilvœgt?
Á sjónvarpsöld
Altént vegur skólinn minna í
samfélagi barna og unglinga en
fyrir t.d. 30-40 árum. f athugun
sem Þorbjörn Broddason hefur
gert kemur fram, að bóklestur
hjá börnum hafi dregist saman
um tvo þriðju á tíu árum (1979-
1988) meðan sá tími iengdist um
meira en helming sem skólabörn
sitja fyrir framan sjónvarp.
Staðreyndir af þessu tagi minna
okkur rækilega á það að áhrif
skólans eru reyndar takmörkuð.
Við vorum áður vön að hugsa í
samfellunni heimili og skóli, nú
er spurt um vægi skóla andspænis
fjölmiðlum. Ekki síst um það
hvernig íslenskri tungu vegnar í
sambýli við það framandi málum-
hverfi sem börnin lenda í frammi
fyrir skerminum og alast upp í.
Hljómveruleikinn er óíslensku-
legur, eins þótt textað sé eða
jafnvel talað inn á barnaefni. Og
síðan bætast við allar gervihnatt-
arásirnar. Það er von að margir
spyrji hvert verði þá okkar starf
næstu hundrað sumur eða hvort
það verður nokkuð.
Mér sýnist stundum skipta
mjög í tvö horn þegar menn tala
t.d. um vandrœði sem tungan er
stödd í: annaðhvort gefast menn
upp („við þessu verður ekkert
gert“) eða þá að skólarnir eru á-
kallaðir, þeir eiga að leysa allt.
Já, sagði Svavar, ég kannast
við það, hér dynja yfir kröfur um
að taka þetta eða hitt inn í
skólana. Kannski ættum við að
vera glöð yfir því hve mikla trú
menn hafa á þeim, en því miður -
skólanum eru takmörk sett, hann
leysir ekki öll dæmi.
Að lifa
menningarlífi
Enn og aftur vil ég tala um inni-
hald skólastarfs, um að glæða
skilning á því sem við erum að
gera, um nauðsyn þess að fólk
spyrji spuminga, sé gagnrýnið og
um leið opið og sveigjanlegt og
undir það búið að vilja Iifa menn-
ingarlífi. Við megum aldrei binda
okkar trúss við að gera fólk að
nytjadýrum atvinnulífsins, við
verðum að glæða skilning á því að
manneskjur verði til sem geri
stærri og frjórri kröfur til lífsins
en að éta og sofa og láta mata sig á
afþreyingu.
Og þá kem ég að þessu hér: það
sé markviss stefna skólanna að
bömin alist upp til að verða þátt-
takendur í menningarlífi. Tökum
dæmi af tónlistinni. Við höfum
byggt upp fjölda tónlistarskóla
um allt land, það hefur orðið
vakning sem betur fer. Nú viljum
við halda áfram, taka tón-
menntafræðslu inn í gmnn-
skólann, við viljum að listnám sé
reyndar gildur þáttur í skólastarfi
bæði grunnskóla og í framhalds-
skólum. Með því móti er m.a.
stuðlað að því að við eignumst
fleira fólk sem vill eiga Sinfóníu-
hljómsveit og styðja Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar og Kamm-
ersveit Akureyrar, svo dæmi séu
nefnd. Akurinn stækkar, Listin
er ekki búskapur fyrir útvalda
heldur þjóðareign.
Hvað leiöir
af ööru
Finnst þér að menn hafi skilið
menningarstefnu einhliða sem
spurningu um örlœti eða nísku
samfélagsins í garð lista?
Hvað dettur mönnum helst í
hug þegar þeir heyra saman orðin
pólitík og tónlist? Einhver vand-
ræði út af heiðurslaunum lista-
manna kannski. Menningar-
stefna (hér: á sviði tónlistar)
verður fyrst og síðast að vera
heildstæð. Það þarf að gera allt í
senn: treysta undirstöðumar og
skapa vinnuskilyrði fyrir tón-
skáld okkar og hljómsveitir og
tryggja góð og gagnkvæm sam-
skipti við umheiminn. Gallinn
við framgöngu stjómvalda hefur
einna helst verið sá, að menn
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. febrúar 1989