Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 10
Síðumúla 6-108 Reykjavík - Sími 681333 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 100 krónur ViðogEB Snemma á sjöunda áratugnum urðu hér nokkrar um- ræður um Efnahagsbandalag Evrópu, skammar en heitar. Ýmsir ráðamenn gældu þá við inngöngu í banda- lagið á eftir Bretum. Þegar Ijóst var að de Gaulle ætlaði að halda Bretum við sitt eigið efni handan sunds dofnaði jafnframt yfir umræðu hérlendis og EBE var tekið af dag- skrá. Síðan hefur ekki farið mikið fyrir bandalaginu í íslensku þjóðlífi fyrren menn vakna fyrir skömmu uppvið að það markaðsbandalag um kol, stál og landbúnaðarvörur sem í upphafi sjöunda áratugarins taldi sex ríki hefur nú skipt um nafn og kallast Evrópubandalagið, er samsett úr tólf ríkjum, og ætlar fyrir 1992 að vera búið að koma á slíkri skipan að með gleraugum viðskiptanna verður að skoða landflæmið frá Hjaltlandi til Sikileyjar og frá Bretóníu til Pelópsskaga sem eina heild. Spá manna er einnig sú að þótt mörk hefðbundinna þjóðríkja muni enganveginn hverfa í Evrópu falli flest vötn til þess að ríki Evrópubandalagsins standi saman æ þétt- ar í pólitískum efnum, og það er auðsætt að ríkisstjórnir bandalagsins telja sig eiga menningarlega samstöðu. Það er auðvitað að Evrópubandalagið er að sínu leyti hagsmunafélag þeirra sem mestu ráða í Vestur-Evrópu, og hægur leikur að benda á ávinning stórfyrirtækja og auðmanna af breiðari vettvangi og bættri samkeppnis- stöðu gagnvart viðskiptarisunum vestanhafs og við Kyrr- ahafið. Hinu má ekki gleyma að Evrópubandalagið byggir jafn- framt á þeirri raunverulegu afstöðu fjölmargra Evrópubúa að full þörf sé á sérstakri samstöðu ríkjanna í álfunni, ella verði hlutskipti hennar hrörnun og áhrifaleysi, fátækt og ósjálfstæði. Og á þeim raunverulegum tilfinningum sem spretta upp við það að háðar hafa verið í Evrópu tvær ægilegar styrjaldir á okkar öld, tilfinningum sem okkar norðan við stríð tekst aldrei að skilja til fulls. En það skiptir ekki lengur máli hvort við skiljum eða ekki, hvort við samsinnum eða ekki. Evrópubandalagið er staðreynd, sem sífellt gerist nærgöngulli við íslendinga, og við erum nú þessi misserin smám saman að þreifa okkur áfram með hvernig á að bregðast við þegar markmið bandalagsins um sameigin- legt markaðssvæði uppfyllast eftir aðeins þrjú ár. Þessar þreifingar og þessi áhugi kemur best fram í því að þessa helgi er haldin mikil ráðstefna um Evrópubandalagið á vegum Alþýðubandlagsins og ekki nema vika síðan fram fór önnur ráðstefna um bandalagið, á vegum ólíkra manna í Verslunarráði. Og í Nýju Helgarblaði Þjóðviljans er í dag reynt að draga upp mynd af því sem nú er að aerast í Evrópubandalaginu og því sem gerast kynni á islandi. Þótt margt sé enn óljóst um þróun mála virðist hafa skapast sæmileg samstaða hér um meginstefnu gagnvart Evrópubandalaginu. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem um hafa vélt eru þeirrar skoðunar að aðild að bandalaginu komi ekki til greina, fyrst og fremst vegna þess „yfirþjóðlega“ eðlis þess sem ógnað gæti íslensku sjálfstæði. Flestir eru einnig þeirrar skoðunar að íslend- ingar eigi að vera eins nálægt bandalaginu og hægt er án þess að eiga aðild. Þar vega margir þættir inn, viðskipta- legir og menningarlegir. Meðal annars þeir að einangrun frá bandalaginu hefði í för með sér þá hættu að bandarísk áhrif ykjust enn í hernaðarefnum, menningarefnum, og í viðskiptum. Við skulum hinsvegar gæta okkar á allri nauðung í þeirri samhæfingu, aðlögun og samræmingu sem kunna að vera framundan. íslendingar eru öðrum þjóðum sneggri að laga sig að breyttum aðstæðum. Það tekst okkur best ef við stjórnum ferðinni sjálf. Við megum aldrei glata þeim sérkennum okkar sem gera okkur að þjóð, og við skulum við aðlaganir allskonar skoða það fyrst hvað okkur sýnist sjálfum. Vissulega getur þrýstingurinn frá Evrópu hjálpað okkur við ýmsar þarfar samfélagsbreytingar, en menn skulu fara varlega í að spenna Evrópubandalagið fyrir sinn eigin pólitíska vagn hérlendis. _m Átök á sviði og utan Leikfélag Akureyrar frumsýnir Hver er hræddur við Leikfélag Akureyrar frum- sýnir í kvöld leikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eft- ir Bandaríkjamanninn Edward Albee. Þetta er mikið átakaleikrit og þau átök virðast hafa smitað út frá sér, því þrír aðilar sem stóðu að sýningunni, leikstjórinn Inga Bjarnason, tónskáldið Leifur Þórarinsson og leikbúninga- og leikmyndahönnuðurinn Guðrún Svava Svavarsdóttir vilja ekki að nöfn sín séu bendluð við sýning- una. Arnór Benónýsson leikhús- stjóri er skráður meðleikstjóri Ingu í fréttatiikynningu frá Hjónin Helga Bachmann og Helgi Skúlason sem Marta og Georg í Virginíu Woolf á Akureyri. Virginíu Woolf? leikhúsinu. Hann vildi ekki tjá sig um ástæðu þess að þremenning- arnir vildu ekki vera skráðir fyrir sýningunni. Ekki tókst að ná í neitt þeirra þriggja í gær. Samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins mun hafa komið upp misklíð milli aðalleikaranna, hjónanna Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar annarsvegar og hjónanna Ingu Bjarnason og Leifs Þórarinssonar hinsvegar. Leikritið fjallar um tvenn hjón og uppgjör á milli þeirra. Auk þeirra Helgu og Helga fara þau Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert Ingimundarson með hlut- verk í sýningunni. Viginía Woolf var áður sýnd í Þjóðleikhúsinu leikárið 1964 til 65 í stjórn Baldvins Halldórs- sonar. Þá kannast margir við kvikmyndagerð leikritsins með þeim Richard Burton og Elísa- betu Taylor í aðalhlutverkum. -Sáf ÚR MYNDASAFNINU Islandsmet í öskri Þriðjudagur 14. september 1965. Austurbæjarbíó troðfullt af „8-14 ára gömlum krökkum, sem æptu hver í kapp við annan, stóðu upp og veifuðu Kinks-veifum, leðurjökkunum, tættu hársitt, köstuðu sér í gólfið og feitar smástelpur klipu sig í framan og þeim vöknaði um augu af sársauka. Ómar hrökklaðist inn fyrir tjöldin aftur." Þannig segir Þjóðviljinn frá tónleikum bresku hljómsveitarinnar Kinks. Miðinn kostaði 225 krónur en sé miðað við gengi bandaríska dollarans, sem þá var um 43 krónur, þætti það ekki dýrt í dag, því gengisskráningin er svipuð. Hegar Kinks komu hingað voru þeir stórstjörnur í heimalandi sínu og lög þeirra vermdu efstu sæti vinsældalista og fleiri áttu eftir að fylgja í kjölfarið, lög sem nú teljast klassískar perlur í poppminjasafninu. En það var ekki bara öskur og yfirlið sem fylgdi þessari nýju tónlist og flest af því þess eðlis að eldri kynslóðir skildu hvorki upp né niður. Allt í einu neituðu ungir piltar að skera hár sitt og í lok septembermánaðar auglýsti Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri Flensborgarskóla, í útvarpi að þess væri sérstaklega óskað að piltar kæmu sæmilega klipptir í skólann. Frá KFUM Amtmanns- stíg Myndin úr myndasafninu síð- ast reyndist ekki tekin í skóla einsog höfundur myndatexta hélt fram og ekki voru drengirnir að fræðast um kynlífið; biblíusögu- tími var hinsvegar ekki svo galin tilgáta því myndin reyndist tekin á samkomu hjá KFUM í húsi fé- lagsins á Amtmansstíg og líkast til um 1950, að sögn Sverris Sveinssonar. Sverrir sagðl að minningar um æskulýðsstarfsemi KFUM hefðu ruðst inn í hugann þegar hann sá myndina. Ekki fann hann sjálfan sig á myndinni en pilturinn sem er annartil hægri í þriðju röð að neð- an og hringur er dreginn um, mun vera Garðar Svavarsson kjöt- •kaupmaður. Að sögn Sverris var Magnús Runólfsson með öflugt æskulýðsstarf á vegum KFUM í byrjun sjötta áratugarins og á sérhverjum sunnudegi var hús- fyllir enda framboðið á skemmt- unum ekki mikið í þá tíð. Skemmtidagskráin þætti ekki mjög tilkomumikil í dag því aðal skemmtiatriðið var að hlusta á sveitarforingja segja sögur. Eftir KFUM fundinn var svo iðulega haldið í þrjúbíó. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ! Föstudagur 17. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.