Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 12
DAGUR Kissinger kominn á kreik á ný Tillögur sem hann kvað hafa lagt fyrir Bandaríkjastjórn fela í sér viðleitni til að aftur sé horfið til þess tímabils samráðs er heimurinn bjó við frá Waterloo til Sarajevo Haft er eftir heimildum, sem kallaðar eru áreiðanlegar, að Henry A. Kissinger, er á sínum tíma var svipmestur manna í bandariskum og alþjóðlegum stjórnmálum, hafi lagt fram til- lögur, sem senniiegt sé að stjórn Bush muni taka til alvarlegrar at- hugunar viðvíkjandi samskiptum við Sovétríkin. A stjórnarárum Carters og Reagans má segja að Kissinger hafí verið að mestu úti í kuldanum, pólitískt séð, en á því virðist vera orðin breyting síðan Bush tók við. Kissinger, þýskur gyðingur sem flýði föðurland sitt undan nasistum, var maður Nixons frá því að hann varð ráðgjafi hans í kosningabaráttunni fyrir forset- akosningarnar 1968. 1969-73, eða mestalla forsetatíð Nixons, þjónaði hann honum sem sér- legur ráðunautur um þjóðarör- yggismál og var utanríkisráð- herra Bandaríkjanna síðustu el- lefu mánuði stjórnartíðar Nixons og alla stjórnartíð Fords forseta, eða 29 mánuði. Að engum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hef- ur svo sópað sem Kissinger. Ráðstefna sem dansaði — og komst fetið Kissinger hefur þótt flókinn sem persónuleiki, hörkutól og Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Að Vélskóla íslands vantar mann til að annast umsjón og viðgerðir raftækja í skólanum. Viðkomandi þarf að hafa rafvirkja- eða raf- eindamenntun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. mars. Menntamálaráðuneytið Umsjónarmann vantar til að sjá um rekstur sundlaugar og félagsheimil- is. Þekking og reynsla í stjórnun og rekstri æskileg. Skriflegum umsóknum skal skila með upplýsing- um um menntun og fyrri störf á skrifstofu Biskupstungnahrepps í Aratungu 801 Selfoss fyrir 4. mars nk. Upplýsingar um starfið gefur Gísli í síma 98- 68931 milli kl. 9 og 11 fyrir hádegi. Auglýsið í Nýju Helgarblaði Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Sveinbjörn Berentsson Túngötu 1, Sandgerði er lést 6. febrúar, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Hólmfríður Björnsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Metternich fursti, utanríkisráð- herra og ríkiskanslari Austurríkis - fyrirmynd Kissingers öllum öðr- um fremur. jafnvel ofsafenginn öðrum þræði, hégómagjam en einnig kaldrifj- aður og raunsær skynsemis- hyggjumaður. Mikla hæfileika hans og þekkingu á sögu og stjórnmálum að því skapi dregur enginn í efa. Aðaláhugamál hans í sögunni em Vínarfundurinn 1814-15 og það tímabil Evrópu- sögu er hófst með þeirri ráð- stefnu. Samningsumleitanir þar, sem fram fóm með því markmiði að endurskipuleggja Evrópu eftir frönsku byltinguna og Napó- leonsstríðin, þóttu ganga hægt, og skæðar tungur höfðu fyrir satt að stórhöfðingjar þeir, sem réðu þá ráðum sínum í Vín, hugsuðu meira um að skemmta sér en að ná viðhlítandi samkomulagi. Ráðstefnan dansar en kemst ekki fetið, var sagt. Vínarfundurinn bar engu að síður um síðir þann árangur, að með honum hófst tímabil tiltölu- lega mikils friðar og samráðs stórvelda. Til þessa lágu ýmsar ástæður, meðal annars sú við- leitni að bæla niður hugsjónir tengdar frönsku byltingunni, en einnig réði hér rniklu mikil þreyta eftir nærri samfellt stórstríð í 23 ár. í tæpa öld á eftir var um að ræða með stórveldum álfunnar meira eða minna meðvitað samráð um að halda frið sín á milli eða að minnsta kosti að hindra að stríð, ef þau brytust út, breiddust út eða yrðu langdregin. Evrópukonsertinn var það samráð kallað. Tiltölulega lítil stríö Stríð voru að vísu í Evrópu annað veifið á þessu tímabili, þar á meðal nokkur á milli stórvelda (Krímstríð Breta og Frakka við Rússa 1854-56, stríð Frakka og Austurríkismanna 1859, stríð Austurríkismanna og Prússa 1866, fransk-þýska stríðið 1870- 71), en þau voru öll staðbundin, stóðu fremur stutt og urðu því hvergi nærri svo skaðleg sem Napóleonsstríðin, hvað þá heimsstyrjaldirnar tvær á öldinni okkar. Grundvallaratriði á bak Kissinger og Gromykó skála - tveir raunsæir stjórnmálarefir og gædd- ir yfirburða þekkingu á alþjóðastjórnmálum. við þetta var að á þessu tímabili skiptust stórveldin ekki í tvær andstæðar fylkingar, bólgnar af tortryggni hvor gegn annarri, eins og verið hafði á tímum frönsku byltingarinnar og Napó- leons, þegar Frakkland leitaðist við að ná drottnunaraðstöðu í Evrópu í andstöðu við önnur stórveldi þar. Evrópukonsertinn tók að trosna á síðasta áratugi 19. aldar, er stórveldi álfunnar tóku að skiptast í tvær fylkingar, annars- vegar Þýskaland og Austur- ríki-Ungverjaland og hinsvegar Frakkland, Rússland og Bret- land. Bandalög þessi voru að vísu hvergi nærri svo rækilega saman bræddar heildir sem Nató og Var- sjárbandalagið hafa verið og tor- tryggnin þeirra á milli varla eins svæsin, en hún var þó nógu mikil til að grafa undan því fyrirkomu- lagi samráðs, er tryggt hafði álf- unni tiltölulega mikinn frið allt frá orrustunni við Waterloo. Nið- urstaðan varð að deila Austurrík- is-Ungverjalands og Serbíu út af morðinu á ríkiserfingja fyrr- nefnda ríkisins í Sarajevo leiddi til þess að stórveldin ösnuðust öll með tölu út í stórstyrjöld, sem ekkert þeirra óskaði eftir. Til- tölulega auðvelt hefði átt að vera að komast hjá þeirri sóðalegu stórslátrun ef samráðsandi Evrópukonsertsins hefði enn ver- ið við lýði 1914. Fyrirmyndir Kissingers og fferill Kissinger, Evrópumaður af ættstofni, sem varð einstaklega illa úti af völdum villimennsku þeirrar, er losnaði úr læðingi er Evrópukonsertinn brast, hefur lengi haft það sem markmið að innleiða á ný samráðsandann, sem sveif yfir pólitískum vötnum heimsins frá siagnum við Water- loo til banaskotanna í Sarajevo. Sem prófessor við Harvardhá- skóla 1958-71 lagði hann stund á rannsóknir á sögu Vínarfundar- ins og þeirra sem þar réðu mestu um gang mála, Castlereagh vísi- greifa, Metternich, Talleyrand. Allir voru þeir sérstæðir menn, mótsagnakenndir og gallaðir (Napóleon kallaði eitt sinn þann síðastnefnda „skít í silkisokk- um“), en jafnframt hæfileika- menn og yfirvegaðir skynsemdar- menn í alþjóðastjórnmálum. Um menn Vínarfundarins og þeirra starf hafði Kissinger þegar 1957 sent frá sér bók, A World Restor- ed (Heimur endurreistur). Þeir hafa verið og eru hans fyrirmynd- ir. f samræmi við þetta varð ferill Kissingers meðan hann stjórnaði utanríkismálum Bandaríkjanna fyrir þá Nixon og Ford. Honum var það að þakka öllum öðrum einstaklingum fremur að endir var bundinn á tímabil svæsins fjandskapar Bandaríkjanna og Kína með heimsókn Nixons til Peking 1972 og hann átti einnig drjúgan þátt í bættum sam- skiptum risaveldanna á stjórnar- árum Nixons. í augum tortrygg- innar sovéskrar forustu Brez- hnevstímans var kalt raunsæi Kissingers og praktískur þanka- gangur mikil framför frá kalda- stríðsstífni Dullesar og hugsjóna- ræðum Kennedys. Kalda stríöiö síöara Það stóð ekki heldur á því að samkomulag risaveldanna versnaði á ný, eftir að hugsjón- irnar komust aftur á kreik í Bandaríkjastjórn með tali Cart- ers um mannréttindi og Reagans um Sovétríkin sem „heimsveldi hins illa“ í krossfara- og Stjörn- ustríðsanda. Það ásamt með innrás Sovétmanna í Afganistan leiddi til „kalda stríðsins síðara", eins og nú er farið að kalla það. Hvorugur nýnefndra Banda- ríkjaforseta kærði sig um þjón- ustu Kissingers, enda var hann ekki af þeirra sauðahúsum í and- anum. Hann á hinsvegar meiri samleið með Bush og hans mönnum, sem a.m.k sumir hverj- ir eru líkiegir til að láta yfirveg- aða og praktíska afstöðu til hlut- anna ganga fyrir öðru. Og í þeim hópi innan Bushstjórnarinnar, sem kemur til með að móta stefnu hennar í utanríkismálum, eru pólitískir lærisveinar Kissin- gers, þeirra helstir Brent A. Scowcroft og Lawrence S. Eagle- burger. Bush hefur og sagt að hann muni hafa Kissinger sjálfan í ráðum með sér. í ósviknum Kissing- ersanda Nú er haft eftir heimilda- mönnum kunnugum í Hvíta hús- inu að Kissinger hafi lagt fyrir Bushstjórnina áætlun um að tryggja góð samskipti risaveld- anna til frambúðar og hafi sjálfur rætt þau mál við Bush og Baker utanríkisráðherra. Sagt er um til- lögur þessar að þær séu í ósvikn- um Kissingeranda. Kissinger tel- ur að á þessum vettvangi dugi ekki að láta hlutina ráðast, held- ur þurfi við nákvæmrar samn- ingsgerðar í anda Vínarfundar- ins. Hann telur Varsjárbanda- lagið vera í hnignun og að vægi Atlantshafsbandalagsins í heims- málum hafi einnig minnkað. Þetta hafi í för með sér rask í valdahlutföllum sem þurfi að snúast við, til þess að atburðarás- in fari ekki úr böndunum, að mati risaveldanna. Kissinger telur að áhrif Sovét- ríkjanna í Austur-Evrópu muni halda áfram að minnka og vill að Nató heiti Sovétmönnum að ganga ekki þar á lagið, svo að ekki komi til þess að þeir telji öryggishagsmunum sínum ógn- að. Þegar um þetta hafi verið samið, þýði það möguleika á miklum niðurskurði vígbúnaðar beggja bandalaga „án þess að við það dragi hættulega mikið úr styrk þeirra,“ eins og það er orð- að í blaðsgrein um tillögumar. Hinsvegar má ætla að áætlun þessi, ef af framkvæmd hennar yrði, myndi hafa í för með sér verulega breytingu á hlutverkum bandalaganna frá því sem verið hefur. Það fylgir sögunni að ekki séu allir á hæstu stöðum í Washing- ton jafnhrifnir af tillögunum. Sérfræðingar utanríkisráðuneyt- isins um Evrópumál eru sagðir óttast að þær valdi deilum innan Bandaríkjanna og Nató og telja að óþarfi sé að gefa Sovétríkjun- um nokkur fyrirheit um Austur- Evrópu, því að þeir muni missa tökin á henni hvort sem er. Dagur Þorleifsson 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.