Þjóðviljinn - 23.03.1989, Síða 16

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Síða 16
Svario er ekki Er hægt að sanna eða afsanna stjörnuspeki? Allir hafa freistast til að kíkja á stjörnuspár í blöðum. Stjörnu- spár eða stjörnuspeki eins og sumir iðkendur vilja kalla skrif sín, eru mikill iðnaðurog blómlegur. Ekki síst nú á óvissutímum þegar mörgum þykir sem þeir eigi hvergi í heimi hæli tryggt. Þegar menn eru svo að því spurðir hvort þeir taki mark á stjörnuspekinni, þá eru menn sjaldan mjög afdráttarlausir í sín- um svörum. Margir svamla í þeirri þægilegu hálfvelgju sem segir: æ það er nú sjálfsagt eitthvað til í þessu. Það er svo margt og svo margt. Eða þá að menn barasta glotta að öllu sam- an og segja: þetta er plat og auðveldur leikur. Allt sem frá stjörnuspámönnum kemur er svo loðið og almennt orðað að hver og einn getur heimfært það upp á sig. Bull og markleysa allt saman. En samt kíkja menn kannski á næstu stjörnuspá. Svosem til gamans? Allt í einu rekst blaðamaður á greinargerð um fróðlega tilraun með stjörnuspár sem gerð var í Kalíforníu í Bandaríkjunum fyrir tveim árum (ætli það hafi ekki verið um svipað leyti og uppvíst varð að Nancy Reagan forsetafrú skipulagði tíma manns síns eftir ábendingum stjörnuspámanns). Niðurstöður tilraunarinnar voru birtar í tímaritinu Nature. Og þær voru vægast sagt afar aumlegar fyrir stjörnuspekina. Spurt var: geta stjörnuspeking- ar með því að hafa í höndum ná- kvæman fæðingartíma manna dregið einhverjar marktækar ályktanir um persónuleika þeirra? Eða svo enn nær sé sjálfri athuguninni komið: geta þeir val- ið úr þrem ítarlegum persónu- leikalýsingum einmitt þá sem passar við fæðingardag og stund hvers og eins? Svarið er blátt áfram þetta: þetta geta stjörnuspekingar ekki. Þeir hitta á það rétta í 30 % til- fella. M.ö.o.:bandarískir stjörn- uspekingar reyndust ekki hitta oftar á réttan persónuleika en til- viljunin sjálf. Sjálfir bjuggust þeir við a.m.k fimmtíu prósent árangri. Niðurstaðan var sú, að könn- unin varð „sérlega sterk sönnun" gegn stjörnuspekinni, gegn þeim hugmyndum eða staðhæfingum, að til sé eitthvert samband milli geimsins og mannlegra örlaga. Niðurstaðan var þeim mun hrapallegri fyrir stjörnuspeking- ana sem þeir höfðu sjálfir tekið fullan þátt í að undirbúa hana. Þar kom við sögu „Þjóðarráð um jarðnesk-kosmískar rannsóknir“ sem stjörnuspámenn taka mjög mark á. 28 starfandi stjörnuspek- ingar tóku þátt í prófinu. Það fór þannig fram að 160 tilraunadýr (flest stúdentar við Berkeley- háskóla) gáfu upp nákvæman fæðingartíma sinn. Átján ein- kenni persónuleika þessa fólks (t.d. ráðríki, sjálfsögun, ábyrgð- artilfinning, kvenleiki, umburð- arlyndi) voru fram dregin í sam- ræmi við staðlað persónuleika- próf (California Personality In- ventory. CPI). Stjörnuspeking- arnir sjálfir kusu CPI vegna þess, að þar eru notuð hugtök hliðstæð þeim sem þeir sjálfir nota. Tilraunin fór fram undir ströngu eftirliti - m.a. fengu hvorki þolendur né spámenn að hittast og þekktu engin nöfn hvað þá meir. Þátttakendur úr hópi stjörnuspekinga voru sérprófaðir með það fyrir augum að útiloka þá sem efuðust um réttmæti sinn- ar iðju. Og sem fyrr segir: niður- staðan var næsta dapurleg fyrir stjörnuspekina. Ekki sama hvernig spurt er Oft hafa menn, ekki síst sál- fræðingar, reynt að prófa verð- leika stjörnuspekinga með skýrslugerð. Til dæmis fengu frönsk hjón, Francoise og Michel Gauquelin, trú á stjörnuspeki eftir að þeim sýndist af talningu, að óvenju margir framúrskarandi íþróttamenn og herforingjar væru fæddir undir Mars í tiltekn- um húsum, eins og það heitir. Nánari skoðun leiðir það þó í ljós, að „marsáhrifin" eru næsta lítið fyrir ofan það hlutfall sem tilviljunréð. Annaðdæmi: bresk- ur sálfræðingur, Hans Eysenck, taldi að hann fyndi í viðtölum við Stjörnuspekingur frá fyrri tíð: þetta er mjög lífseig starfsgrein. 2300 manns furðumikla sam- svörun persónuleika og stjörnu- merkja. En hann hopaði vel á hæli í sinni trú þegar hann komst að því, að margir þeirra sem hann hafði talað við höfðu svarað spurningalistum ekki fyrst og fremst eftir því sem þeir vissu best um sjálfa sig, heldur höfðu þeir notast við eitt og annað sem þeir höfðu lesið um sitt stjörnu- merki í blöðum. Og er mörg gild- ran á vegi þeirra sem vilja finna skothelda aðferð í slíku trúmáli sem þessu hér. Sæll er hver í sinni trú Ekki þar fyrir: við erum að rifja upp könnun sem gerð var fyrir þrem árum og það er eins víst að allir hafi gleymt henni. Það er eins með þá sem trúa eða treysta á stjörnuspeki og aðra trúmenn: þeir eiga afskaplega auðvelt með að ýta öllu því frá sér sem truflar þá. Menn vita og viðurkenna ekki annað en það sem þeir kæra sig um sjálfir: heimurinn er eins og ég hugsa hann, og sá sem trúir á stjörnu finnur stjörnu. ÁB tók saman Ef iíkaminn fær ekki nægjanlegt kalk úrfæðunni, gengurhann á forða kalkbankans og aukin beingisnun á sérstað. virðast nýta kalkið betur og hafaþví meiri beinmassa á efri árum en þeir sem hreyfa sig lítið. m fyrirþásem kjósa fituskerta mjóik að neyta einnig lýsis, sem erríkt af fituleysanlegum vítamínum. B vítam I sem talsvert er af í mjólk eru nauðsynleg tilþess að viðhalda heilbrigði taugakerfisins. hefst venjulega um miðjanaldur. Beiningisnainnan frá og styrkurþeirra minnkar. Þess vegna eykst hætta á beinbrotum og að hryggjarliðirfalli saman. er mikilvægt að muna, að lífsfjörið og heilsan eru háð réttri næringu. Rétt næring leggur grunn að góða skapinu og ásamt hreyfingu hamlar hún gegn beingisnun og hrörnun og blóðið rennur mun léttar um æðarnar. er mikilvægur hlekkur í fæðuhringn- um. Hún er einn fjölhæfasti bætiefnagjafi sem völ er á. Erfitt er að fullnægja kalkþörf líkamans án mjólkur eða mjólkurvara. Auðvelt er að velja mjólk og mjólkurvörur með mismunandi fitumagni eftir þörfum hvers og eins en ráðlagður dagsskammtur fyrir fólk yfir 50 ára aldri samsvarar 2 glösum af mjólk á dag" ‘Margir telja aö kalkþörf aldraöra sé meiri, eöa sem samsvarar 3 glösum á dag. MJOLKURDAGSNEFND B-2 vítamín er nauðsynlegt fyrir augu, húð, negluroghár. Mjólkog mjólkurvörur eru ein auðugasta uppspretta B-2 vítamíns í fæðu okkar fyrir utan innmat. Eldur í æöum? Próteinið í mjólk hágæðaprótein og nýtist því vel í stöðuga endurnýjun og uppbyggingu líkamans. Ijóðeiga erindi tíl aDra ÍSLENSK KVÆÐI Vigdís Finnbogadóttir valdi „Ég hef lengi litið svo á að Ijóðalestur og Ijóða- söngur sé hin ágætasta leið til að efla málvitund manna, auka orðaforða og treysta samhengið í sögu okkar, auk þess sem skemmtileg og falleg Ijóð veita huganum gleði sem enginn getur frá honumtekið." Úr formálsorðum Vigdísar Finnbogadóttur. Gullfalleg feimingaigjöf Mál IMI og menning Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. .1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.