Þjóðviljinn - 14.04.1989, Side 11

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Side 11
Með aðra löppina í fortíðinni Rætt við Guðlaugu Richter sem í ár er tilnefnd af íslands hálfu til norrænna barnabókaverðlauna Norrænir skólasafnverðir hafa Qögur undanfarin ár veitt barna- bókmenntaverðlaun, og hafa virtir höfundar á borð við Maríu Gripe og Tormod Haugen hlotið þau. Þetta eru einu samnorrænu bókmenntaverðlaunin sem ná til barnabóka, því þær hafa fengið lítinn hljómgrunn hjá úthlutun- arnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. í ár er tilnefnd af íslands hálfu til þessara verðlauna rithöf- undurinn Guðlaug Richter, sem hefur gefið út þrjár bækur handa börnum og unglingum og hlotið einróma lof fyrir frá gagnrýnend- um og lesendum. Bækur hennar eru: Þetta er nú einum of... (1985) um líf og fjör í stórum systkinahóp á Grímsstaðaholtinu um 1960; Sonur Sigurðar (1987) um tvo drengi, höfðingjason og þræl, á þjóðveldisöld; og Jóra og ég (1988) sem segir frá nýstúdent úr Reykjavík sem ræður sig á bókasafn fyrir austan fjall og finnur þar í gömlu pappírshand- riti sögu stúlku frá 12. öld. Það er fyrir þessa síðustu bók sem Guð- laug er tilnefnd. Við heimsóttum Guðlaugu af þessu tilefni og spurðum fyrst hvort systkinahópurinn í fyrstu bókinni hennar væri eitthvað skyldur henni? „Já, ekki er því að leyna,“ svar- ar Guðlaug. „Þetta var það fyrsta sem ég skrifaði og ég valdi af ásettu ráði að byggja söguna á minni eigin æsku þó að ég hefði sjálfa mig ekki sem aðalpersónu. Það er auðveldara að stíga fyrstu sporin heima á hlaðinu en ein- hvers staðar langt í burtu.“ - Svo stekkurðu nokkrar aldir aftur ítímann ínœstu bók. Hvern- ig datt þér það í hug? „Ég var að lesa íslensku við Háskólann og las meðal annars mikið af fornsögum. Og eins og allar góðar bækur þá ýta þær undir ímyndunaraflið, kannski ennþá fremur en aðrar bækur vegna þess að þær láta svo margt ósagt og bjóða lesandanum að yrkja í eyðurnar. Ég las margar lslendingasögur og bjó til margar íslendingasögur í huganum á meðan og var orðin svo djúpt sokkin á endanum að ég varð að skrifa mig út úr þessu! Sonur Sigurðar á að gerast á 10. öld. Það var freistandi að skrifa unglingasögu frá þjóðveld- istímanum, bæði af því að þetta er óplægður akur og af nægu efni að taka, og svo hef ég alltaf haft gaman af sögulegum skáld- sögum. Var sólgin í sígildar sögur þegar ég var krakki, sögur eins og Ben Húr.“ - Nýja bókin þín er líka sögu- leg. „Já, þetta var alveg eins gaman og ég hélt svo að ég skrifaði aðra strax á eftir! En bókin um Jóru er undir meiri áhrifum frá sagnfræði en íslendingasögunum. Ég hugs- aði mikið um Heklugosið 1104, sem er meginatburður sögunnar, og las reyndar alla gossögu Heklu, - auk frásagna af ýmsum gosum í öðrum fjöllum. í ein- hverju riti fann ég þrjár línur um stúlku sem hafði grafist undir ösku í útihúsi ásamt hundi og fundist þrem vikum seinna af því að hundurinn heyrðist gelta. Þessar þrjár línur urðu kveikjan að bókinni." - Langaði þig til að upplýsa les- endur þína um þennan löngu liðna tíma? „Það var ekki fræðsluárátta sem kom mér af stað við að skrifa þessar bækur. Ég hugsaði ekkert um að fræða lesendur þegar ég byrjaði á þeim. Þegar ég var stelpa las ég mikið en ekki íslend- ingasögurnar, ég reyndi en gafst upp, gat ekki lesið þær og skil vel að krakkar treysti sér ekki til þess. En eftir að ég kynntist þeim sem fullorðin manneskja fannst mér full ástæða til að reyna að gera þær aðgengilegri börnum. Ég fann að ég öfundaði fólk sem Guðlaug Richter. Mynd: Jim Smart hafði alist upp við þær og fannst ég hafa misst af einhverju. Bækurnar mínar eru bara eitt af mörgu sem núna er gert til að vekja áhuga barna og unglinga á sögunum. Barnaútvarpið hefur flutt leikgerðir af þeim, Náms- gagnastofnun hefur til dæmis gef- ið út bókina Egil um æsku Egils Skalla-Grímssonar sem ég veit af reynslu að börnum finnst sniðug. En mestu máli skiptir að nú eru til útgáfur á þeim með nútímastaf- setningu sem auðveldar lestur- inn. Sjálf er ég að skrifa endursagn- ir á fslendingaþáttum handa börnum til útgáfu í haust.“ Ertu þá ekki með neitt í smíðum sjálf? „Nei, ekki eins og er. Hvað ætli maður geti hugsað um framtíðina þegar maður er alltaf með aðra löppina í fortíðinni?" SA SVONA, SVöHA. KANNSfi' LOSNAR. SENWLSTAÍ5A Vife SEN E>i SSÁiHfe 'v pAfeáS— HVER VEtT? Föstudagur 14. april 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.