Þjóðviljinn - 14.04.1989, Page 16

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Page 16
Þjóðin kynntist honum fyrst hinum megin við myndavélina og hann var af mörgum talinn frambærilegasti fréttamaður Sjónvarpsins. Af og til brá honum einnig fyrir framan við myndavélina, einsog t.d. í Sigtúni þegarfórnarlömb mis- gengis launa og lánskjara blésuíherlúðragegn stjórnvöldum. Svo var hann kjörinn formaður BSRB í glæsilegri kosningu sl. haust og undanfarnarvikurhefur ekki verið hægt að opna dag- blöð eða kveikja á sjónvarps- fréttum án þess að andlit hans blasi viðmanni. Og þvíerekki að neita að það kom mörgum í opna skjöldu aö BSRB skyldi náfrumkvæði í þeirri samn- ingahrinu sem nú genguryfir þjóðfélagið. „Ég sé ekki að það skipti miklu máli hver á frumkvæðið við samninga einsog þessa. Við greindum stöðuna þannig að slagurinn stæði um að ná samn- ingum en ekki hver yrði fyrstur að ná þeim. Við höfðum ríkis- stjórnina grunaða um að vilja draga samningaviðræður á lang- inn, en kjaraskerðingin hefði auðvitað orðið þeim mun meiri sem samningar drægjust. Annars staðar á vinnumarkaði er svipað uppi á teningnum. Þannig á Al- þýðusambandið í höggi við at- vinnurekendur sem vilja skerða kjör almennings stórlega með gengisfellingum og öðrum að- gerðum. Þessvegna skapaðist þessi mikla reiði hjá atvinnurek- endum eftir samningana við BSRB. Þeir vildu frekari kjara- skerðingu.“ Það er auðvitað Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og fyrrverandi fréttamaður á Sjón- varpinu, sem er í helgarviðtali. Við ætlum að reyna að komast örlítið undir skelina á þessum manni sem stöðugt vitnar til þess að við lifum tíma breytinganna og brosir samtímis út í annað. Hann er talsmaður breytinganna en hefur aldrei verið orðaður við á- kveðinn stjórnmálaflokk þótt enginn fari í grafgötur um að hjartað slær til vinstri. Mótaöuraf ólíkum straumum I föðurætt er Ögmundur kom- inn af húnvetnskum bændum og faðir hans Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri í Reykjavfk og fyrr- verandi skátahöfðingi, er kunnur Sjálfstæðismaður. Ætti sonurinn ekki að feta í hans pólitísku fót- spor? „Ég hef ekki alltaf verið sam- mála föður mínum í pólitík, þó að ég sé reyndar þeirrar skoðunar, að hann teljist til þess arms Sjálfs- tæðismanna sem ég vil kenna við húmanisma. Þessir Sjálfstæðis- menn voru í eina tíð sterkir í þeim flokki áður en markaðsfræðing- arnir yfirtóku hann. Móðir mín, Guðrún Ögmundsdóttir Step- hensen, er mjög lifandi mann- eskja, víðsýn, fordómalaus og málefnaleg og hefur aldrei látið blindast af stjórnmálaflokkum. Hins vegar er ljóst að að mér standa ólíkir pólitískir straumar og trúlega mótar það lífsviðhorf mitt.“ Móðurbræður Ögmundar eru landskunnir baráttumenn, þeir Þorsteinn Ö. Stephensen leikari, Einar Ögmundsson fyrrverandi formaður Landssambands vöru- bílstjóra, og Stefán Ögmunds- son, fyrrverandi formaður Prent- arafélagsins, sem nú er nýlátinn. Þeir hafa allir látið til sfn taka í baráttu af ýmsu tagi. Ögmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, alinn upp á Mel- unum og gekk í skóla með ýmsu fólki sem hefur látið til sín taka í þjóðmálaumræðunni. Þau Vil- mundur Gylfason og Magdalena Schram voru t.d. bekkjarfélagar hans. Af Melunum lá leiðin í MR og þaðan út til Edinborgar þar sem hann nam sagnfræði og stjórnmálafræði. Ögmundur kom svo aftur út til íslands sumarið 1978 og réðst þá í suma- rafleysingar á Ríkisútvarpinu. „Andrés Björnsson, tengda- faðir minn, reyndist sannspár þegar hann sagði að þeir sem eitt sinn réðu sig á útvarpið myndu þaðan í frá tengjast því. Ég var á fréttastofum útvarps og sjón- varps næstu 10 árin og kunni mjög vel við mig í fréttamennsk- unni. Ekki á eilífðar- ráöningu Ég lít ekki á formennsku í BSRB sem eilífðarráðningu, enda er ég andvígur því að menn séu mjög lengi bundnir svona starfi. Það þarf að eiga sér stað stöðug endurnýjun í hreyfingu á borð við BSRB. Tímarnir eru að breytast. Það hafa komið fram hugmyndir um örari skipti og ég er mjög hlyntur þeim.“ Tímarnir eru að breytast seg- irðu. Margir líta á þig sem fulltrúa ákveðinna breytinga sem nú eiga sér stað í samfélaginu. Þú ert ekki talsmaður ákveðins stjórnmála- flokks heldur hefurðu höfðað til einhverskonar grasrótar, einsog átti sér stað í Sigtúnshópnum á sínum tíma. „Menn hafa stundum velt því fyrir sér hvort hreyfing á borð við verkalýðshreyfinguna sé að verða úrelt fyrirbrigði. Ég segi; það er háð því hvernig hún starf- ar. Við höfum séð hvernig þjóðfélagið breytist þegar verka- lýðshreyfing er í lægð, þegar kauptöxtum hefur verið haldið niðri og launafólki greitt fyrir vinnu sína á forsendum valdsins, þeirra sem ráða. Þá hafa þeir fengið mest í sinn hlut sem standa næst kjötkötlunum með allskyns sporslum og óunninni yfirtíð, ó- meðvitaðri yfirtíð einsog sumir vilja orða það. Sama á við um umgengnishætti í þjóðfélaginu öllu. Fólk vill ekki una þessu. Viðbrögð fólks eru á þann veg að nú sé nóg komið af svo góðu, að nú þurfi að efla samtök launa- fólks, að efla lýðræðislegt starf innan þeirra. Aðeins ef okkur tekst að gera þetta verður verka- lýðshreyfingin einhvers virði. í rauninni er það magnað með þessa samninga að ólík aðildarfé- iög komu saman án þess að afsala sér samningsrétti sínum og störf- uðu mjög náið saman af fúsum og frjálsum vilja og settu fram kröf- ur í anda jafnréttis og jafnlauna- stefnu. Mér finnst þessir samn- ingar sýna félagsþroska og óeigingjarna samstöðu. Aður var samningsrétturinn á hendi heildarsamtakanna en sú breyting hefur átt sér stað að nú er samningsrétturinn á hendi ein- stakra félaga. Nú komu hinsveg- ar félögin aftur saman og hafa með sér mjög náið samstarf um þessa samningsgerð." Sigtúnshópurinn Nýafstaðnir samningar eru eðlilega mjög ofarlega í huga Ög- mundar en við höfðum áhuga á að fræðast um fleiri viðburði í lífi hans og hverfum aftur til Sigtúns- hópsins. „Árið 1983 hafði ríkisstjórnin sett bráðabirgðalög og numið samninga úr gildi en jafnframt var lánskjaravísitalan látin ó- áreitt þannig að lánin ruku upp úr öllu valdi. Þegar komið var fram í ágúst tók fjöldi einstaklinga sig til og kom saman og sagði að nú væri nóg komið og það var blásið til fundar í Sigtúni, sem er einhver mesti sprengifundur sem ég man eftir.“ Hvernig kviknaði þessi hreyf- ing? „Þetta lá í loftinu. Við hittumst nokkrir úr öllum pólitískum flokkum og flokksleysingjar og áttum með okkur nokkra fundi. Þetta spurðist út og það fjölgaði stöðugt í hópnum. Síðan var svo boðað til fundarins í Sigtúni. Þar var alveg magnað andrúmsloft. Síðan hefur þetta starf í húsnæð- ismálunum staðið fram á þennan dag. Ráðamönnum var mjög brugð- ið vegna þess að þarna var í raun komin þverpólitísk hreyfing og þeir fundu að það var mjög mikil alvara á bakvið þetta. Ég er sannfærður um að þessi hreyfing hefur haft geysimikil áhrif. Hún hafði áhrif á alla þjóðfélagsum- ræðu og þótt húsnæðismálin séu enn í miklum ólestri þá varð þetta til þess að ýta á aðgerðir í þeim. Um þetta leyti spruttu upp ýmsar aðrar hreyfingar. Þar má nefna Búseta og Samtök um jafnrétti landshluta og ýmsar aðr- ar sem eru í þessum anda. Fólk áttaði sig á því að það er hægt að fá ýmsu áorkað ef það tekur höndum saman. Fjöldastarf af þessu tagi er nútímalýðræði lífsnauðsyn." Frá Sigtúnshópnum hverfum við aftur að starfi Ögmundar innan BSRB og þeirri þróun sem átt hefur sér stað innan samtak- anna síðan hann gerðist virkur innan þeirra. „Fljótlega eftir að ég kom til Sjónvarpsins tók ég þátt í starfi starfsmannafélagsins þar og ég held að það hafi ég verið 1982 að ég tók sæti í varastjórn BSRB og síðan hef verið þar viðloðandi utan þau tvö ár sem ég dvaldi sem fréttamaður í Danmörku. Þótt núna sé verið að tala um ýmsar breytingar í samtökunum í takt við tímann, mega menn ekki gleyma því að BSRB byggir á traustum og góðum hefðum og samtökin hafa komið mörgu góðu til leiðar." Samstarf viö aöra Samt gerist það að samtökin hafa tvístrast á þeim árum sem þú hefur verið virkur innan BSRB. Kennarar og fleiri hópar hafa yfirgefið samtökin. Veikti það samtökin verulega að þínu mati? ,Að ýmsu leyti veikti það sam- tökin. Það er ekki nokkur vafi á því. Okkur var mikil eftirsjá í kennurunum. “ Var þetta afleiðing af verkfall- inu 1984? „Ég held að það komi margt til. Auðvitað hefur alltaf verið tog- streita milli ólíkra sjónarmiða innan bandalagsins og þessi tog- streita kom mjög skýrt fram eftir verkfallið. Mörgum hafði fundist verkalýðshreyfingin vera svifa- sein að bregðast við kjaraskerð- ingunni og afnámi samningsrétt- arins á þessum tíma og þá mögn- uðust hugmyndir manna um hreyfanlegri og sveigjanlegri samtök. Hugmyndir um að færa samningsréttinn til einstakra fé- laga BSRB má rekja til þessa tíma. Og að líkindum hurfu kennarasamtökin úr okkar sam- tökum í þessu samhengi. Annars viljum við ná sem allra bestu samstarfi við kennara og önnur samtök launafólks, aðra hópa opinberra starfsmanna, Al- þýðusambandið, bókagerðar- menn, bankamenn og önnur samtök sem eru að vinna að sam- eiginlegum réttindamálum. Það kemur oft í ljós hvað hægt er að gera ef menn standa saman.“ Þú talar um samstöðu en ekki er að heyra á BHMR mönnum að þeir vilji samstöðu með ykkur. Páll Halldórsson sagði að í þess- um samningum hafði verið skrif- að upp á kaupmáttarhrun. „Við erum ekki að skrifa upp á kaupmáttarhrun heldur erum við að skrifa upp á stöðvun hrunsins, kauphækkanir, jafna krónutölu til allra félagsmanna, sem þýðir að við erum að skrifa upp á samn- inga sem byggja á miklum félags- þroska að mínu mati. Við erum að skrifa upp á ýmis mikilvæg réttindaákvæði sem koma fólki að miklu gagni. Við erum að skrifa upp á kauphækkanir fyrir lægsta fólkið, kauphækkanir um- fram það sem þeir hærra launuðu fá. Af þessu erum við að sjálf- sögðu stolt. Hinsvegar lítum við á þennan samning sem bráða- birgðasamkomulag sem gefur okkur ráðrúm til þess að fara ofan í saumana á lífskjörunum í heild sinni og taka þar á ýmsum þáttum. Varðandi réttindamálin sem við náðum í þessum samningum, þá lít ég svo á að þetta sé sam- eiginlegur árangur okkar og ann- arra opinberra starfsmanna sem hafa lagt fram svipaðar kröfur. Ég held frekar að við eigum að samfagna sameiginlegum ár- angri.“ Samt sem áður er ekki að heyra á BHMR-mönnum að þeir sam- fagni. „ Við túlkum málin samkvæmt okkar óskum og vilja, þeir sam- kvæmt sínum. Ég geri ekki annað en að óska þeim alls góðs í þeirra kjarabaráttu.“ Vináttan viö fjármálaráöherra Fréttamaður Sjónvarpsins tal- aði um ,,innilega vináttu"þína og fjármálaráðherra, sem skýringu á BSRB-samningnum. Aðrir segja að það hafi verið stormasamt á milli ykkar á meðan viðræður stóðu yfir - hvað er rétt? „í BSRB var fólki ómögulegt að skilja hvað vakti fyrir frétta- stofunni með þessari útleggingu, því í þau fáu skipti sem fjármála- ráðherra kom til samningaviðr- æðnanna, var ekkert sérstaklega kært á milli okkar. Við erum ekki bundnir neinum tilfinningabönd- um. Sem samninganefndarmað- ur hafði ég þessa sólarhringa meira saman við samninganefnd rikisins að sælda og þá sérstak- lega þau Indriða Þorláksson og Svanfríði Jónasdóttur. Sam- skiptin voru á köflum erfið og harðvítug eins og gefur að skilja þegar fólk þarf að takast á svo 16 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.