Þjóðviljinn - 14.04.1989, Síða 18
Kosningabarátta
í Sovétríkjunum
Samanburðurámálflutningitveggjaframbjóðenda Árni Bergmann tók saman
Kosningar til þings í Sovét-
ríkjunum, sem fram fóru í lok
síðasta mánaðar, hafa að
vonum vakið mikla athygli. Að
vísu hefur mönnum gengið
erfiðlega að fá upplýsingar
um margt sem þær varðar. Til
dæmis virðist það mjög hafa
farið eftir lýðveldum og kjör-
dæmum, hve vel eða illa það
gekk mögulegum frambjóð-
endum að komast á kjörseðil.
Það er líka Ijóst af þeim úrslit-
um sem um hefur verið skrif-
að, að sovéskir eru blátt á-
fram mjög misjafnlega sjóaðir
í lýðræðislegum vinnubrögð-
um.
Flokksmaður
og utan flokka
Annað er forvitnilegt: hvemig
fór kosningabaráttan fram,
hvaða mál eru það sem þeir fram-
bjóðendur hafa á oddinum sem
gagnrýnastir voru á nkjandi
ástand, á hvaða plani fer um-
ræðan fram? Við þessu er heldur
ekkert eitt svar að fá. En það get-
ur verið forvitnilegt að skoða
einskonar kjörfund milli tveggja
frambjóðanda í einu kjördæmi,
sem vikublaðið Nýi tíminn efndi
til skömmu fyrir kosningar-til að
færast þá ögn nær svari.
Um er að ræða frambjóðendur
til fuiltúraþingsins í Kírovkjör-
dæmi í Moskvu. Annar er Alex-
ander Kúzmín, deildarstjóri í vís-
indastofnun, utanflokka. Hinn er
Alexander Sarzhin, meðlimur í
Kommúnistaflokknum og for-
stjóri húsgagnaverksmiðju þar í
hverfinu.
Vald til ráðanna
í formála sínum að umræðunni
gerði Kúzmín grein fyrir sínum
sjónarmiðum á þessa leið:
Við erum í hálfgerðu kreppu-
ástandi m.a. vegna þess að fólki
finnst það ekki hafa tök á lífi sínu,
það hefur líka verið vanið af því
að hafa frumkvæði allt frá því að
menn voru á dögum Stalíns aldir
upp til að vera einskonar skrúfa í
vél. Við þurfum að hjálpa fólki
að endurheimta virðingu fyrir
sjálfu sér og það er erfitt. Höfum
þá í huga, að lausnir á efnahags-
legum og félagslegum vandamál-
um eru samtengdar. Ég held það
verði að endurskipuleggja alla
stjórnsýslu, gefa grænt ljós á láns-
og leigukerfi, og færa raunveru-
legt vald til kjörinna ráða (borgar
og sveitastjórna). Pau hafa ekk-
ert vald eins og nú er, heldur er
það í höndum framkvæmdanefn-
da flokksins og fulltrúar í ráðun-
um hafa verið eins og hverjir aðr-
ir bónbjargarmenn frammi fyrir
þeim.
Kúzmín tók fram, að fólk ætti
ekki bara að fá að leigja land af
ríkinu eins og gert er í sveitum og
reka fyrir eigin reikning, heldur
og heil fyrirtæki (sem eru þá rek-
in á ábyrgð starfsfólksins). Hann
telur mikilvægt að ráðin taki hús-
næðismálin í sínar hendur, á
hverjum stað sé húsnæðisþörfin
könnuð ítarlega og ráðin beri síð-
an ábyrgð á lausn þeirra.
Kúzmín lagði áherslu á nauð-
syn þess að veita eftirlaunafólki
Spáný sovésk skopmynd sem við skulum vona að eigi ekki við um frambjóðendur okkar tvo.
félagslega vernd gegn verðbólg-
unni. Verkamenn eru að nokkru
leyti varðir fyrir henni með
kauphækkunum, en ellilífeyris-
þegar fara illa út úr verðlagsþró-
un og úr því verður að bæta.
Hann lagði og áherslu á nauð-
syn þess að Sovétrækin væru rétt-
arriki og laga, að stjómvöld gætu
ekki gefið út tilskipanir sem
jafngiltu lögum.
Vöruskortur
í búðum
Alexander Sarzhin kvaðst vilja
tala bæði um það sem hann vildi
gera í sínu kjördæmi og þær
breytingar sem hann vildi koma á
í Sovétríkjunum í heild.
í kjördæminu lofaði hann að
beita sér fyrir betri almennings-
samgöngum og auknu vöruvali í
búðum (vöruskortur er sá eldur
sem heitast brennur á hverri
venjulegri sovéskri fjölskyldu).
Hann tók dæmi af sínu húsgagna-
fyrirtæki, sem hefði bætt kjör síns
fólks ekki endilega með
kauphækkunum („pappírspen-
ingum“ sagði hann) heldur með
matvælapöntunarþjónustu, við-
gerðarþjónustu fyrir starfsfólkið
og líkamsræktarmöguleikum.
Hann vildi halda áfram á þeim
brautum í öðrum fýrirtækjum,
sömuleiðis auka hlut fyrirtækj-
anna í húsnæðiskostnaði starfs-
fólksins.
Sarzhin vill koma á fót þrem
eða fjórum fulltrúaráðum al-
mennings í kjördæminu, sem
hefðu tekjur af aðstöðugjöldum
sem lögð eru á fyrirtækin. Þau
ættu meðal annars að taka að sér
mál eins og mengunarmál. Hann
var ekki eins hrifinn af láns- og
leigukerfinu og andstæðingur
hans. Um leið kvartaði hann yfir
því, að seint gengi að gera fyrir-
tækin sjálfstæð í sínum ákvörðun-
um eins og perestrojkan þó lofaði
- hvers konar forstjóri er ég,
sagði hann, ef að ríkið tekur til
sín 90 prósent af öllum ágóða
okkar og ríkispantanir gleypa alla
framleiðsluna? (Þetta er algeng
kvörtun hjá sovéskum for-
stjórum: þeir segjast ekki geta
hreyft sig í alvöru fyrr en þeir fái
að ráðstafa sjálfir miklu meiri
hluta ágóðans og ráða miklu
meiru um það, hvort þeir selja
vöru sína einstaklingum eða öðr-
um fyrirtækjum í frjálsum við-
skiptasamningum - í stað þess að
afgreiða ríkispantanir, sem eru
að sumu leyti skattlagning, vegna
þess að ríkið ákveður kaupverðið
sjálft).
Sarzhin kvaðst fýlgjandi því
málfrelsi sem glasnost hefur fætt
af sér en „mér finnst að öfgar sem
gætir í málflutningi ýmissa óf-
ormlegra samtaka stefni að því að
grafa undan undirstöðum sósíal-
ismans“ (Með því orðalagi komst
hann einna næst þeim tón sem
lengst af ríkti í Sovétríkjunum
þegar deilt var um málfrelsi:
„bara það dragi nú ekki dilk
vondan á eftir sér“).
Blaðamenn spurðu þessu næst
hvað frambjóðendur héldu um
málfutning hvor annars.
Deilt um verð-
lag og fleira
Kúzmín sagði: Það eru ýmsar
þverstæður í stefnuskrá Sarzhins.
Hann kveðst vilja efla rétt fyrir-
tækja og bænda, en efast um
leigusamningakerfið, sem ég tei
ný grundvallarréttindi fólksins.
Sarzhin: Ég fer ekki ofan af því
að leigukerfið er ekki allra meina
bót. Stefnuskrá Kúzmíns er víð-
tæk, en ekki praktísk. Ég finn þar
ekki ákveðnar tillögur um um-
bætur - nema að því er varðar
leigusamningana, og um þá erum
við ósammála.
Þessu næst var farið inn á um-
Kjörkassar opnaðir: í fyrsta sinn var spennandi að telja atkvæði í Moskvu.
mæli sem Sarzhin hafði látið falla
um nauðsyn þess að auka afköst í
fyrirtækjum til að leysa efnahags-
vandann og bæta úr vöruskorti.
Til hvers, spurði Nýi tíminn, að
auka framleiðni t.d. í skóverk-
smiðju sem enginn vill kaupa skó
af?
Sarzhin: Ég á við gæðafram-
leiðni. Við eigum að breyta af-
stöðu okkar til gæðamats. Við
þurfum ný hráefni, nýja tækni og
svo framvegis.
Kúzmín: Spurningin um gæði
er um annað. Við þurfum ný hrá-
efni og tækni, vitanlega. En þau
heimta aukin útgjöld og hærra
verð. Vandinn er sá að Sarzhin
vinnur við alltof þægilegar að-
stæður, án samkeppni, og það
hefur sett svip sinn á skoðanir
hans. Það er hægur vandi að selja
húsgögn af því það er mikill
skortur á þeim. Raunveruleg
gæðavara verður þá fyrst til að
upp komi samkeppni milli fyrir-
tækja. En núna meðan fram-
leiðendur eru enn í einokunarað-
stöðu, þá getur endumýjun á vél-
abúnaði og tækni aðeins leitt til
verðhækkana og aukins fram-
færslukostnaðar.
Niðurgreiöslur,
sóun
Sarzhin: Við neyðumst til að
taka á okkur verðhækkanir. (Því
má skjóta hér að að allt fram á
tíma glasnost hefur verðbólga
verið bannorð í umræðum um so-
véskt efnahagslíf). Það er ekki
hægt að komast hjá þeim, en það
er hægt að takmarka þær.
Kúzmín: Með hvaða ráðum?
Sarzhin: Með niðurgreiðslum
ríkisins.
Kúzmín: Já en það er bara að
taka úr einum vasanum og setja í
hinn. Og vasarnir eru ekki botn-
lausir. En ég held að hægt sé að
koma á traustu verðlagi. Það er
eitt af höfuðverkefnum perest-
rojkunnar og mælikvarði á það
hvort hún tekst. Það verður að
koma á föstu verðlagi með alvöru
sjálfsábyrgð fyrirtækja í rekstri
og öflugri herferð til að skera nið-
ur kostnað.
Nógir era peningarnir ef að er
gáð. Hvað haldið þið, að mikið fé
fari í súginn við að þriðjungur
komuppskerunnar kemst aldrei
til neytenda? Við verjum miklu
fé í að kaupa vélar og búnað er-
lendis, en oft er þessi útbúnaður
látinn standa ónotaður árum
saman. Víða má föng finna. So-
vétríkin framleiða meira af stáli
en nokkurt annað ríki. En hvern-
ig er það notað? Maður getur
ekki keypt sér alminnileg rakvél-
arblöð! Skilvirkni í framleiðslu
jafnt sem dreifingu og geymslu er
forsenda fyrir stöðugu verðlagi.
Sarzhin: Ég er sammála and-
stæðingi mínum um þetta. Og
auk þess vitum við að „skuggak-
erfið í efnahagslífinu“ ræður líka
yfir miklu fjármagni. Þingmaður
þarf að hafa hugann við það m.a.
þegar hann leitar ráða og fjár til
að bæta lífskjörin.
Starf
þingmanns
Þessu næst var farið að ræða
um það hvernig frambjóðendur
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föatudagur 14. apríl 1989