Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 5
Herœfingarnar Fangelsi eða þaðan af veira við tmflun? Lögreglustjórinn á Kcflavíkur- flugvelli, hefur að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins ákveðið að banna alla umferð manna um varnar- svæðin á Reykjanesi á þeim tíma sem heræfingar „Islandsher- deildar" Bandaríkjahers standa yfir. Þetta kemur fram í auglýs- ingu frá lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli sem ætlunin er að birtist í fjölmiðlum 20. júní nk. og er þar vitnað í ýmis lög og reglugerðir ákvörðuninni til stuðnings. Þegar svipaðar æfing- ar hafa verið haldnar hér áður, hcfur ekki verið sett bann á um- ferð manna um „varnarsvæðin“. Ingibjörg Haraldsdóttir, for- maður Samtaka herstöðvarand- stæðinga sagði í samtali við Nýja Helgarblaðið að sér sýndist augljóst að þetta bann væri sett til höfuðs „heræfingu“ heimavam- aliðsins sem SHA hefur sett á laggirnar í tilefni heræfingar var- aliðsdeildarinnar „Iceland Army“. Eins og kemur fram í við- tali við Ingibjörgu hér á öðrum stað í blaðinu, er verkefni heima- varnarliðsins m.a. að láta reyna á hvort almenn íslensk lög sem heimila m.a. frjálsan aðgang manna að ströndum landsins taki gildi fram yfir „bandarísk herlög og lög sem tryggja bandaríska hagsmuni,“ eins og Ingibjörg komst að orði. Svæði það, þar sem umferð verður bönnuð íslendingum meðan að bandarískir hermenn hlaupa þar um með alvæpni er ansi stórt og tekur nánast yfir tána á Reykjanesskaga eins og meðfylgjandi kort sýnir. Til þess að íbúum Hafna, Sandgerðis, Njarðvíkur og Keflavíkur verði kleift að komast heim til sín og heiman þá átta daga sem bannið gildir dagana 20. til 28. júní, verður þeim leyfilegt að nota þjóðvegi landsins. Þá verður mönnum heimilað að komast til og frá landinu í gegnum Leifsstöð og starfsmenn á Keflavíkurflug- velli verður einnig heimilt að nota þjóðveginn. Öðrum sem hætta sér inn á þetta svæði vofir yfir lagarefsing BSRB Aðgerða krafist strax - Við gerðum fulltrúum ríkis- stjórnarinnar grein fyrir fullyrð- ingum okkar um að forsendur kjarasamninganna hafi brostið með verðlagshækkunum. Til að grundvöllur samninganna haldi settum við fram kröfur um beinar krónutöluhækkanir á laun, verð- lagslækkanir og verðstöðvun. Akveðið var að kanna þessi mál alveg á næstu dögum og ég lít svo á að með því höfum við fengið ákveðna viðurkenningu stjórn- valda á réttmæti okkar fullyrð- inga,“ sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Forysta Bandalags starfs- manna ríkis og bæja gekk á fund fulltrúa ríkisstjórnarinnar í gær að ósk Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra. Fyrir utan hann voru á fundinum ráð- herramir Jón Sigurðsson og Ólafur Ragnar Grímsson auk embættismanna. Að sögn Ög- mundar var ráðherrunum tjáð að verðlagshækkanirnar hefðu étið upp þær kauphækkanir sem sam- ið var um í vor og það yrði að leiðrétta hið bráðasta. Hin mikla þátttaka almennings í mótmæla- aðgerðunum að undanförnu gegn verðlagshækkunum sýndu svo ekki yrði um villst hver afstaða hins almenna launamanns væri í þessum efnum. - Við nefndum engar beinar krónutöluhækkanir heldur voru ræddar þær leiðir sem til álita geta komið til að bæta kjörin frá því sem nú er. Hins vegar er það alveg ljóst að viljum sjá raunhæf- ar aðgerðir líta dagsins ljós sem sagði Ögmundur Jónas- fyrst, -grh skv. lögum nr. 60 frá árinu 1943, enda eru þau lög sérstaklega til- greind í ofannefndri auglýsingu. Lögin heita „Lög um refsing fyrir óheimila för inn á bannsvæði herstjórnar og óheimila dvöl þar.“ Fyrsta grein hljóðar svo: „Óheimil för inn á bannsvæði herstjórnar eða óheimil dvöl þar varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi, nema þyngri refsing liggi við að lögum, enda hafi bannsvæðið verið auglýst, og sé það afgirt eða för inn á það eða um það, bönnuð með merkjum eða öðrum hætti.“ Guðni Braga- son, starfsmaður Varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins sagði aðspurður um hvort þess- um viðurlögum yrði beitt að hann tryði ekki að fólk virti ekki þetta bann. Hann hefði ekki vitneskju um fyrirætlanir „heimavamar- liðsins“ en færi svo að fólk virti bannið að vettugi yrði „haldið á málinu samkvæmt lögum." Hvort sú „þyngri refsing" en „sektir, varðhald og fangelsi“ sem um er rætt í lögunum, er dauðarefsing eða líkamsmeiðing- ar skal engum leitt getum að, en þá kosti er ekki að finna í íslensk- um iögum. Ólögfróðir menn geta reyndar velt fyrir sér hvort þessi lög séu enn í gildi, þar sem samkvæmt þeim virðist vera um að ræða að „herstjórn“ fari með stjórn mála á sérstökum bannsvæðum, en nú til dags heyra varnarsvæðin svo- kölluðu undir r.tanríkisráðherra. Nema þá að utanríkisráðherra beri einnig einhvers konar hers- höfðingj atitíl og varnarmála- skrifstofan sé herforingjaráðið. Sævar Lýðsson, fulltrúi lög- reglustjóra á Keflavíkurflugvelli varð fyrir svörum í fjarveru Þor- geirs Þorgeirssonar, lögreglu- stjóra og staðfesti hann að um- rætt umferðarbann væri sett að fyrirmælum varnarmálaskrifstof- unnar, sem hefði einnig útfært bannið. Sævar sagði að á dagvakt hjá embættinu væru yfirleitt 11 menn „og það gefur augaleið að það er útilokað fyrir okkur að vakta allt þetta svæði“. Sævar sagði að þeir erlendu hermenn sem þarna kæmu til æfinga myndu væntanlega ekkert skipta sér af fólki sem kynni að vera á svæðinu, enda hefðu þeir enga heimild til handtöku né annars. Bandarískir herlögreglumenn hefðu hins vegar samkvæmt varn- arsamningnum rétt til að „halda uppi aga og allsherjarreglu á varnarsvæðunum á Keflavíkur- flugvelli, þannig að þeir geta hugsanlega stöðvað menn ef sú staða kæmi upp, en þá yrðu þeir strax að kalla til íslensku lögreg- luna,“ sagði Sævar. Sævar sagði aðspurður að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort lög- reglan á Keflavíkurflugvelli fengi aðstoð þessa dagana. Guðni Bragason, hjá varnar- málaskrifstofu sagði alveg ljóst af hverju þetta umferðarbann væri sett. „Tilgangurinn með þessu umferðarbanni er sá að æfingarn- ar geti farið fram samkvæmt áætl- un, án nokkurra truflana," sagði Guðni. Aðspurður hvort þessi ákvörðun ætti rætur hjá varnar- málaskrifstofu eða utanríkisráð- herra sjálfum, sagði Guðni að ráðherra bæri ábyrgð á öllum ákvörðunum sem skrifstofan tæki. „Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að heræfingin verði haldin og þessi tilkynning er einn af sjálfsögðum þáttum í fram- kvæmd málsins." í auglýsingu lögreglustjóra/- vamarmálaskrifstofu kemur fram að heræfingarnar séu haldn- ar „skv. bókun bandarískra her- yfirvalda til utanríkisráðuneytis- ins, þann 30. ágúst 1988.“ „Þessi setning á eingöngu við um það hvenær málið var bókað hér heima á varnarmálanefndar- fundi, þ.e.a.s. hvenær Banda- ríkjamenn lögðu málið fram á þeim fundi. Þetta er í raun bara lagamál. Eftir að erindið hafði borist var því svarað með ákvörð- un ráðherra um að æfingarnar skulu haldnar.“ Aðspurður um hvaða ráðstaf- ana hefði verið gripið til, til að fyrirbyggja slys sem kynnu að hjótast af meðferð rúmlega þús- und manna á skotvopnum á svæðum sem þjóðvegir landsins liggja um og almenningur ferðast um daglega til og frá vinnu, sagði Guðni að „æfingin væri skipulögð með þeim hætti að almenningi væri alls engin hætta búin. Æfing- in fer ekki fram á alfaraleið þó hún fari fram víðsvegar á varnar- svæðinu." f umræddri auglýsingu er „sér- stök athygli vakin á, að varnar- svæðin ná allt að stór- straumsfjöruborði frá Ósabotn- um að Stafnesi.“ Það er á þessu svæði sem SOSUS-neðansjávar- kapallinn kemur í land, en hann er notaður til að hlera alla umferð rússneskra kafbáta um Atlants- hafið. En af hverju er vakin sér- stök athygli á að vamarsvæðið nái út í sjó á þessum stað? „Það er vegna þess að á þessu svæði er vamarsvæðið ekki girt og þetta er til að koma í veg fyrir misskiln- ing,“ sagði Guðni. Guðni sagði að hluti varnarsvæðisins væri ekki girtur af, hins vegar ættu menn að geta áttað sig á hvar þeir eru staddir þar sem merki væru til að aðgreina varnarsvæðin frá öðrum hlutum landsins. „Mér skilst að þarna séu merki á helstu gönguleiðum og þau verði sett upp ef þau eru ekki til staðar," sagði Guðni Bragason. phh Föstudagur 16. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Afmœli Lúðvík 75 ára Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og ráðherra er 75 ára í dag. Þjóð- viljinn sendir Lúðvík bestu árn- aðaróskir í tilefni dagsins og þakkar gott samstarf á liðnum ámm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.