Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 7
Stjómstöð í byggingu. Veggirnir eru meira en metri á þykkt og líklega meira úr jámi en eiturmengun og geislavirkni utanhúss. Byggingin á að þola kjarnorkusprengingu svo steinsteypu. I henni á að vera hægt að stjóma átökum í meira en sjö daga. Þrátt fyrir fremi að hún verði ekki beinlínis fyrir sprengjunni. Mynd: Jim Smart. AWACS ratsjárvél og fljúgandi stjómstöð, ásamt F-15 orrustuþotum fyrir ofan ratsjárstöðina í Stokksnesi. Mynd þessi er mjög lýsandi fyrir íslenska loftvarnarkerfið. Sovéskur árásarkafbátur og skugginn af Óríon kafbátarleitarflugvél sem sveimar yfir honum. Óríon vélin miðar kafbátinn nákvæmlega út samkvæmt grófum upplýsingum frá SOSUS hlustunarkerfinu. Meðal vopna Óríon vélarinnar eru B-57 kjarnorkudjúpsprengjur. Helguvíkurhöfn. Þar er olíubirgðastöð sem á að rúma í allt 186 þúsund rúmmetra af þotueldsneyti eða sem svarar til 45 daga birgða á stríðs- tímum. Mynd: Jim Smart. skýrslu Steingríms Hermanns- sonar utanríkisráðherra 1988). Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja aukaflugbraut á Keflavíkurflugvelli og að síðustu er mjög rætt um að leggja sér- stakan varaflugvöll á norðan- verðu íslandi svo sem kunnugt er. Vígbúnaftur N-Atlantshafs í allt er hér verið að tala um framkvæmdir sem kosta ríflega miljarð Bandaríkjadala en sjálfur rekstur Keflavíkurstöðvarinnar og annarra hernaðarmannvirkja Bandaríkjanna hér á landi mun kosta u.þ.b. 250 miljónir dollara á ári og eru þá ekki taldar með afskriftir eða tækjakaup. En hvers vegna er verið að leggja í allan þennan kostnað á tímum afvopnunar og þíðu í sam- skiptum risaveldanna? Því er ekki auðsvarað en aukin umsvif Bandaríkjahers hér á landi eru ekki nema brot af heildarmynd- inni. í öllum nágrannalöndum okkar er verið að endumýja og efla vígbúnaðinn og í höfunum er verið að koma fyrir þúsundum stýriflauga, verið að hleypa nýj- um og fullkomnari herskipum og kafbátum af stokkunum, verið að þróa langdrægari, nákvæmari og öflugri eldflaugar en áður hafa þekkst. Þetta er heildarmyndin sem blasir við okkur íslendingum og hernaðarmannvirkin hér á landi eru nauðsynlegur og mikil- vægur hluti af þessum kjarnorku- vígbúnaði sem er í höfunum kringum landið. Þróun þessa vígbúnaðar má rekja allt til upphafs 8. áratugar- ins og byggist á ranghugmynd sem tók að þróast á þessum tíma og varð að opinberri stefnu Bandaríkjanna í tíð Ronalds Re- agans, þ.e. að hægt væri að heyja stríð með kjarnavopnum og vinna sigur án þess að allir yrðu tortímingu að bráð. Sóknarstefnan Hér á norðurslóðum hefur þessi stefna birst í sóknarstefn- unni svokölluðu sem miðast við að floti Bandaríkjanna og Nató myndi á stríðstímum sækja norður í átt að Kolaskaga og eyða sovéska flotanum. Stefna þessi hefur aukið mjög á hemaðarmik- ilvægi íslands og þar með gert landið að enn mikilvægara skot- marki í kjamorkuátökum risa- veldanna. Vígbúnaðarsérfræðingurinn Carl Gustaf Jacobsen, sem nú starfar hjá Alþjóðafriðarrann- sóknarstofnuninni í Stokkhólmi, fullyrti hér á landi sumarið 1984 að Sovétmenn myndu fyrr senda kjarnorkusprengju á Keflavík en Washington. -VG Föstudagur 16. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.