Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 22
Leikfélag Reykjavíkur kveður Iðnó Sveitasinfónía Ragnars Arnalds var síðasta verkið sem LR sýndi í Iðnó. Á myndinni sjást þeir Valdirmar Örn Flygenring og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum. Til er skemmtileg og lýsandi frásögn af því þegar Haraldur Björnsson, fyrsti atvinnuleikari okkar, sneri heim frá námi til starfa við Leikfélag Reykjavíkur. Hún er varðveitt í tveim útgáfum, skráð af Nirði Njarðvík í ævisögu Haraldar og svo í munnlegri geymd. Sami kjarninn er íbáðum útgáfunum: Haraldur snýr til starfa, gamli Leikfélagskjarninn vill ekkert af honum vita og allra bjóða hann velkominn. tö pr$ ^A " * UJ —J tk. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Leikarinn snýr burt í þungum þönkum. En þá skilur sögurnar að. Munnlega geymdin dramatís- erar atburðina, setur þá á svið og leiðir til rökréttrar niðurstöðu. Þar sem söguhetjan stendur á gömlu Tjarnarbrúnni og horfir í dimmt djúpið, segir hann við sjálfan sig: Haraldur, þetta fólk deyr. Þessi saga rifjaðist upp þegar ég fór að líta yfir Leikfélags- gögnin mín. Það hafa kynslóðir gengið um Iðnó, saga Leikfélags- ins spannar orðið margar kyn- slóðir. Þetta gamla hús hefur þrátt fyrir allt reynst lífseigast ís- Íenskra leikhúsa, þau hafa hvert af öðru horfið af vettvangi eða fallið í gleymsku, Fjalakötturinn gamli, Gúttó, Sjálfstæðishúsið, Austurbæjarbíó, Kópavogsbíó, Skemman, Leikhúskjallarinn, Framsóknarhúsið, þær eru marg- ar holurnar sem menn hafa burð- ast við að koma leiksýningum fyrir í. Allt er forgengilegt, ekki síst leiklistin. Iðnó hefur reynst Leikfélaginu ákaflega vel og velsæld þessi verður ekki aðskilin húsinu eða skýrð án þess. Staðsetningin er einstök, stærðin á salnum tryggir náið samband áhorfenda og flytj enda og er auk þess einkar hag- kvæm sölueining í leikhúsrekstri á okkar markaði, þetta þrennt hefur tryggt rekstur Leikfélagsins þessi ár ásamt þeirri þrautseigju sem þeir eru farnir að telja sér eðlislega en er víst sameiginlegt einkenni þeirra sem lengi tolla við rekstur leikflokka. En kostir þessa húss mega ekki skyggja á galla þess, innrétting þess heim- ilar nánast einsleitar uppsetning- ar, plássleysi torveldar mjög blandaðan rekstur og húsið þarfnast augljóslega gagngerrar endurbyggingar sem mun um leið takmarka nýtingu þess. Þeirri hugmynd hefur víða ver- ið hreyft af hugsjónaljóma og framsýni að Iðnó henti einkar vel svokölluðum frjálsum leikhóp- um, einn þeirra, Virginía, frum- sýnir reyndar þar strax í næstu viku. Ekki get ég ímyndað mér verri lausn á húsnæðisvanda þeirra en að hola þeim þar niður í húsnæði sem Leikfélagsmenn hafa í áratugi lýst sem óhentugu og hamlandi sinni starfsemi. Ein og ein sýning kann að eiga þang- að erindi, en ekki bera sýningar og tilraunir sjálfstæðu hópanna það með sér að þeim kæmi hús á borð við Iðnó mest að gagni. Það undrar mann reyndar þá blaðað er í bókum sem tengjast sögu Leikfélagsins og Iðnó hvað Reykvíkingar hafa verið slakir í styrkjum sínum við rekstur Leikfélagsins, hvað það tók langan tíma að koma hugmynd- inni um Borgarleikhúsið á Iegg, raunar er furðulegt að Reykvík- ingr skuli ekki fyrir löngu vera Þjóðleikhúsið-Litla sviðið: Logi, logi eldur mín eftir Jóhonnu Mariu Skylv Hansen. Leikgerð: Malan Simonsen, Laura Joensen, Eyðun Johannesen. Leikstjóri: Eyðun Johannesen. Leik- mynd: Ingi Joensen. Tónlist: Sunnleif Rasmussen. Lýsing: Olaf Johanne- sen. Leikari: Laura Joensen. Um síðustu helgi áttum við hér á mölinni þess kost að sjá netta og ágæta leiksýningu frá Færeyjum á Litla sviði Þjóðleikhússins. í lok mánaðarins verður önnur fær- eysk leiksýning hér á ferðinni og þá á stóra sviði Þjóðleikhússins. Gestaleikir eru alltaf kærkom- in tilbreyting í leikhúslífi okkar, ekki síst frá nágrönnum okkar og frændum í Færeyjum, svo skyldir sem þeir eru okícur, eins og við vanrækjum þá frændur okkar. Og svo birtast þeir hér með leiksýningu sem er nánast skóla- búnir að láta fulltrúa sína kaupa húsið. En hvers má vænta af borgurum sem láta sögulegar minjar innan borgarmarkanna grotna niður eða brjóta þær í mél, líkt og gerðist með Kveldúlfsskál- ann á liðnu ári. Vitaskuld er það borgarbúa að tryggja tilvist Iðn- bókardæmi um hvernig vinna má leiksýningu úr þjóðlegu og ævi- sögulegu efni. Skáld- og fræði- konan, Johonnu Mariu Skylv Hansen, var fædd 1877 og lést í hárri elli 1973. Textar hennar eru af ýmsum toga og bera með sér kvika hugsun, athyglisgáfu sem er okkur kunnugleg af fjölda ís- lenskra dæma sem sambærileg eru. Úr þessum efnivið hafa að- standendur sýningarinnar spunn- ið stuttan en ákaflega sannfær- andi einleik sem Laura Joensen flutti af ákafri einlægni, þokka sem er sjaldgæfur hjá kynsystrum hennar á sviði. Sannverðuleiki hennar á sviði er fölskvalaus, borinn fram af algeru látleysi, kunnáttu sem er eðlislæg og ósp- illt. Færeyingar eru öfundsverðir að eiga slíka leikkonu. Sýning Eyðuns var sparlega aðarmannahússins um ókomna tíð hvernig sem það verður not- að. Sagan verður ekki smíðuð með nýbyggingum. Leikfélagsmenn hyggjast ekki kveðja Iðnó fyrr en á komandi hausti þegar nær dregur opnun Borgarleikhússins. Klárir strákar og kunna sitt propaganda. Og þá má aftur minna á sögu Haraldar Björnssonar. Nýtt leikár Leikfé- lags Reykjavíkur boðar nýjan tíma í reykvísku leikhúslífi, nýjar kröfur, nýjan þrótt, það kallar á borg og ríki að styrkja starfsemi Leikfélagsins svo það megi takast á við listræn verkefni á nýjum sviðum á þann máta sem sæm- andi er. Þrautseigja Leikfélags- manna við að þreyja þorrann og góuna má ekki koma þeim í koll. Fulltrúar Reykvfkinga sem sam- þykktu byggingu Borgarleikhúss af miklum rausnarskap fyrir okk- ar hönd, verða að tryggja Leikfé- laginu boðleg rekstrarskilyrði, máski í fyrsta sinn í sögu þess. Rétt eins og saga Haraldar er hér sögð til áminningar Leikfélags- mönnum: nýir tímar kalla á nýja siði. Um leið og ég þakka fyrir marga ánægjustund í myrkum sal Iðnaðarmannahússins við aðflug og þrengsli óska ég Leikfélaginu heilla á þeirri för sem nú er hafin. samsett, rofin tónlist og við- talsbrotum við skáldkonuna sjálfa, hlý og glaðleg, trú þeim anda sem kveikti hana. Umgerð leiksins er fábrotin en hver hlutur þjónar sínum tilgangi og skapar leiknum heimkynni. Má þá minn- ast þess að leikstjórinn hefur áður sótt okkur heim og unnið hér ágæta sýningu. Þessi þáttur er okkur aftur brýning að líta betur á eigin arf þar sem margur þráð- urinn bíður þess að vera rakinn í hnykil. Rétt er að áminna leikhús- áhugafólk að láta ekki næstu gestakomu Færeyinga á íslenskt leiksvið framhjá sér fara, þá Havnar sjónleikarfelag og íþrótt- asamband Föroya sýna Framá í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdótt- ur á sviði Þjóðleikhússins þann 24. og 25. júní. Logi, logi eldur mín Tónsmiður bandarískrar blindgötu Hvern fjárann sjálfan varðar okkur, á íslandi hagvaxtarins árið 1989, um angist og afdrif banda- rískra miðstéttarhjóna, úr leikriti frá byrjun 7. áratugarins? Eins má spyrja: Hvað er leikhús og til hvers? Menn greinir enn harkalega á um það, hvað hafi gerst í sögu bandarísks leikhúss þegar „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ var frumsýnt í Billy Rose leikhús- inu á Broadway 1962. Sumir segja þá hafi verið opnuð ný æð fyrir þarlenda leikritun, hér hafi birst óhemju mikilvægur vitnis- burður um lífsmátt hennar og þróunarleiðir þegar þeir Arthur Miller og Tennessee Williams voru teknir að lýjast. Enda var Edward Albee í einni svipan skipaður bekkur sem arftaka þeirra: Hann væri óvefengjan- lega orðinn þýðingarmestur bandarískra leikhöfunda. En aðrir kváðu upp úr með að leikverk þetta væri (hinn endan- legi?) sigur yfirborðsmennskunn- ar og innantómleikans í banda- rísku leikhúsi, það væri bæði til- gerðarlegt og hræsnisfullt í böl- sýni sinni. En er þetta bölsýnt verk? Það eitt er ekki bölsýni að sj á böl. Það er mannlegt næmi. Ást. Hitt er svo annar handleggur, hvern veg menn eygja úr því böli sem þeir eitt sinn hafa léð form með grandlegri yfirlegu. Og „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ lýkur á því, eftir fáheyrða gjörn- inganótt á heimili háskólakenn- arahjónanna á New England, Georgs og Mörtu, að þau sitja í dagrenningunni, halda hvort um annað og sjá sig tilneydd að taka nú að lifa lífi án blekkinga: Georg: (Löng þögn). Það verður betra. Marta: Ég veit það ekki. Georg: Það verður það... kann- ski. Marta: Ég er... ekki... viss. Georg: Nei. Marta: Bara... við? Georg: Já. Marta: Ég á ekki von á að við gaetum kannski... Georg: Nei, Marta. Marta: Já. Nei. Georg: Er allt í lagi? Marta: Já. Nei. (Þýðing Sverris Hólmarssonar, 1989) Grandleg yfirlega? Þeim sem situr undir sýningu á „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ þykir máske nær að ímynda sér höfundinn hafa tekið einskonar jóðsótt af djöflinum og spúð í einni ósjálfráðri gusu þeim ókj- örum af stórbrotnum glímutök- um sem fleygja verkinu áfram. En það er eínmítt kennimark Al- bees, að hann hefur allan sinn feril í aðra röndina verið knúinn strangri leit að því leikræna formi 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. júnf 1989 Hallgrímur H. Helgason skrifar um Edvard Albee sem ljá megi ótvírætt persónu- legri grunntilfinningu verka hans mestan áhrifamátt. Stundum hef- ur þetta auðnast með miklum há- vaða, stundum hefur honum mis- tekist að ná til áhorfenda og þótt of torræður, sjálfblíninn máske. Sumir kynnur að segja það væri „eitthvað óamerískt" við þessa hneigð Albees. Einsog ýmislegt annað í menningarlegri skír- skotun hans, svo sem ræðu Ge- orgs í hérumræddu verki um hrun vestrænnar siðmenningar. Edward Albee er fæddur árið 1928. Hann þekkti aldrei foreldra sína. Tveggja mánaða gamall var hann tekinn í fóstur af auðugum erfingjum mikillar skemmtileik- húsakeðju, Reed og Frances Al- bee. Heimildum ber saman um hann hafi verið fordekrað barn og ódælt, með þjóna á hverjum fingri, ekið á Rolls Royce í skólann. Enda varð námsferill hans ærið brösóttur. Hann var sendur á hvern skólann öðrum fínni en trosnaði alls staðar upp við lítinn orðstír. Loks gafst hann alfarið upp á þvflíku, leigði sér íbúð í Green- wich Village með vini sínum og tók að starfa sitthvað sem til féll. Fór að skrifa, en gekk lítt. Hann kveðst hafa skrifað þær tvær skáldsögur sem að öllum ltkind- um séu verstu skáldsögur allra tíma. Hann reyndi að lifa bó- hemsku lífi á knæpum og kaffi- húsum með öðru ungu fólki í lok 6. áratugarins, en var sífellt ófull- nægður. Lokaði sig æ meira af. Reyndi að finna sjálfan sig. Það sem hann fann var eins- konaröskur: Angistarfull játning unga mannsins Jerrý í Sögu úr Dýragarðinum um ástlausa ein- semd í mannfélagi sem hvergi virtist gera ráð fyrir sönnum til- finningatengslum manna millum. Það er dæmigert að þetta fyrsta leikrit Albees, og þau hin næstu, voru öll frumsýnd utan Banda- ríkjanna. Saga úr Dýragarðinum á leiklistarhátíð í Berlín og hlaut verðlaun þar. Þvínæst reyndi hann um tíma að finna gagnrýni sinni holrými amerísks miðstétta- lífs form í verkum í ætt við fjar- stæðuleikhúsið evrópska. Svo sem í Ameríska draumnum (1961), þar sem fullorðin hjón taka tveim höndum ungum manni sem inn til þeirra rekst og reynist í öllu vera fyrirmyndar- sonurinn sem slíkt fólk dreymi um: Ungi maðurinn: Ég hefaldrei getað elskað neinn með líkama mínum. Og jafnvel hendur mínar... ég get ekki snert aðra manneskju og fundið til ást- ar. Og það erfleira... það erfleira sem ég hefmisst, en það ber allt að sama brunni: Ég er ekki lengur fœr um að finna til neins. Ég hef engar tilfinningar. Ég hef verið þurrkaður upp, reittur sundur... slœgður. Nú hef ég ekki lengur annað en, en, persónu rnína... líkamann... andlit mitt. Ég nota það sem ég hef... ég lætfólk elska mig... ég fellst á það samhengi hlutanna sem rétt er að mér, því þó ég viti þá get ég ekkert tengt sjálfur... ég varð að láta aðra tengja mig við eitthvað. Um og uppúr frumsýningu „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ gerðist Albee forgöngu- maður um breytingar á grund- vallarkerfi bandarísks leikhúss, sem þá var allsendis einokað af smekk og inntaki hinna grónu Broadway-sýninga. Hann gekkst m.a. með líeirum fyrir stofnun hins svokallaða „Playwrights Unit“, þar sem ungir höfundar gátu fengið verk sín flutt af færum atvinnumönnum án þeirrar lam- andi kröfu um fjárhagslegt gengi sem Broadway bauð eina. Að- gangseyrir var enginn, en sér- völdu fólki boðið að sitja sýning- arnar, - og var umsvifalaust strik- að útaf listanum, hundsaði það tvær frumsýningar í röð. Það var m.a. leiksmiðja Albees sem fóst- raði ýmsa hinna yngri leikhöf- unda í Bandaríkjunum sem nú kveður hvað mest að, svo sem Sam Shephard og LeRoi Jones.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.