Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 29
Fyrr má nú rota en dauðrota Ihaldið lætur ekkert tæki- færið ónotað til að koma höggi á ríkisstjórnina og þá sérstaklega fjármálaráðherra og beitir í þeim leik ýmsum brögðum. Það nýjasta í þeim efnum var þegar einhver stór- skrítnasti mótmælafundur gegn meintum hækkuðum eignaskatti var haldinn á Hót- el Borg ívikunni. Þarvar sam- ankominn fríður flokkur ekkna og ekkla sem varla gat hreyft sig fyrir skartgripaglingri, rándýrum fötum og úti fyrir var hver glæsikerran á fætur ann- arri. Hópurinn, sem var kom- inn þó nokkuð til ára sinna, á það sammerkt að búa í íburð- armiklum og alltof stórum skuldlausum einbýlishúsum sem voru byggð ma. fyrir óverðtryggð lán. Tilgangur fundarins var öðrum þræði að afla samúðar hjá almenningi út af illri meðferð sem fundar- menn telja sig hafa orðið fyrir af hendi skattheimtumanna ríkissjóðs. Af viðbrögðum al- mennings að dæma eftir fundinn mega fundarboðend- ur prísa sig sæla ef ekki kemur fram krafa um að eignaskatturinn verði hækk- aður til muna og þeirpeningar verði síðan látnir renna til Húsnæðisstofnunar ríkisins, til að jafna aðstöðu þeirra sem nú eru að koma sér þaki yfir höfuðið í samfélagi jöar sem allt er verðtryggt upp í topp. ■ Af óverðtryggð- um lánum Meira um þá klafa sem hvíla eins og mara á þeim sem mættu á fundinn á Hótel Borg og mótmæltu því sem ekki er til. Lánþegi sem tók óverðtryggt lífeyrissjóðslán upp úr 1970 að upphæð 400 þúsund gamlar krónur borgar af því í dag 133 krónur í af- borgun, vextir eru 94,20 krón- ur og ef afborgunin er komin í vanskil eru dráttarvextir rúm- ar 12 krónur. Samtals nemur því afborgun af þessir óverð- tryggða láni, plús vextir og dráttarvextir í dag 1989, hvorki meira né minna en tæpum 240 krónum. Og til að kóróna vitleysuna taka bank- ar 382 krónur fyrir að inn- heimta þessa afborgun. Það er ekki nema von að þessir 700 borgarar sem mættu á áðurnefndan eignaskattsfund beri sig illa yfir þessum miklu og íþyngjandi álögum sem þeim er gert að standa undir. OÐL INNLENT HEILBRIGÐISMAL Ég vil Davíð á þing.................................. 9-15 I ýtarlegu viðtali við Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðisflokksins er víða komið við. Þorsteinn rekur m.a. endalok síðustu ríkisstjórnar og fer harkalegum orðum um þáverandi samstarfsmenn sína. Hann fjallar einnig um Sjálfstæðisflokkinn, sem fagnar sextugsafmæli sínu á þessu ári. Núverandi ríkisstjóm fær einnig sinn skammt... íslendingar elska Svía. Goðsögninni um „Svíahatur“ íslendinga hrundið. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu fslendinga til annarra þjóða .............................. 16 Friðun Reykjanesskaga...................................... 17 Gífurleg þörf fyrir félagslegar íbúðir..................... 18 Sumar í sveit. Hundruð barna og unglinga úr þéttbýli fara til vinnu og leiks í sveitum landsins. Félag fósturmæðra í sveitum hafa milligöngu um sveitadvöl barna........................................ 20 Skák Fer skákin á hausinn? Áskell Örn Kárason skrifar grein um bága fjármálastöðu í íslensku skákinni.......................... 22 ERLENT Pólland Vopnahlé. Tíðindamaður Pjóðlífs var viðstaddur er Samstaða var lögleyfð og segir frá umdeildu vopnahléi í landinu......... 25 Við tókum áhættu .......................................... 26 Hringborðið á sér öfluga andstæðinga ...................... 27 Brctland Verkamannaflokkur í endurhæfingu........................... 28 Noregur Sundrung á hægri vængnum. Framfaraflokkurinn er líklegur til fylgisaukningar í kosningunum í haust. Sagt frá stöðu norsku stjórnmálaflokkanna ....................................... 30 Hitler í hundrað ár................................... 33-37 Hverjir komu Hitler til valda? Um þessar mundir er öld liðin frá fæðingu hins harðsvíraða einræðisherra í Þýskalandi. í tilefni af því hafa fjölmiðlar og sagnfræðingar víða um heim rifjað upp söguna og endurmetið hana. Einar Heimisson, sem leggur stund á sagnfræði við háskólann í Freiburg í V—Þýskalandi, skrifar um bakgrunn valdatökunnar og endalok Weimarlýðveldisins.... MENNING Reykingar Et.drekk, reyk ok ver grannr. Óholl aðferð til að halda kjörþyngd . 47 Óbeinar reykingar hættulegar ............................ 47 Fósturvefjalækningar. Umdeild grein læknavísinda......... 48 Börn alkóhólista. í þessari grein segir frá samtökum fólks í Bandaríkjunum sem ólst upp við alkóhólisma foreldra sinna . 50 VIÐSKIPTI Samruni fyrirtækja. Margir telja að árið 1989 verði „ár samrunans" í íslensku atvinnulífi. Hliðstæðar bylgjur hafa gengið yfir fyrirtæki annars staðar á Vesturlöndum. Oft er verr af stað farið en heima setið. Jónas Guðmundsson hagfræðingur skrifar............... 53 UPPELDISMÁL Kennaramenntunin mikilvægasta forsenda farsæls skólastarfs. Ásgeir Friðgeirsson ræðir við Jónas Pálsson sálfræðing og rektor Kennaraháskólans .....................................57 Börn eru heimspekingar. Heimsókn á dagvistarheimilið að Marbakka, þar sem uppeldisstarf er byggt upp á skyldum aðferðum og kenndar hafa verið við Reggio Emilia ........................ 60 65-67 ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Að hafa kvenkynið undir .. Stcinunn Jóhannesdóttir skrifar grein um ofbeldi gagnvart konum, nauðgun. Steinunn vitnar til þrenns konar nauðgara: Sá reiði, sá ráðríki og sadistinn. Langflestar konur verða fyrir barðinu á „þeim ráðríka". Steinunn byggir grein sína á umfjöllun um þetta efni erlendis og á Islandi... Saklausir dæmdir í fjölmiðlum...... 68-71 Kvikmyndir Magnús —nýr norðri. Spjallað við Þráin Bertelsson kvikmyndagerðar- mann um nýjustu mynd hans, „Magnús" og íslenska kvikmyndagerð . 39 Kafflleikhúsið í Kvosinni....................................... 43 Karlmenn hafa alltaf verið í skítverkum. Guðrún Túliníus spjallar við Ríkharð Valtingojer, sem opnað hefur gallerí austur á Stöðvarfirði. 44 Þegar hið umfangsmikla „Geirfinnsmál“ var uppi, lentu fjórir saklausir menn í þeirri raun að sitja í fangelsi. Halldór Reynisson prestur og fjölmiðlafræðingur rannsakaði umfjöllun fjölmiðla á þessum tíma og hefur unnið þessa grein upp úr ritgerð sem hann skrifaði við bandarískan háskóla... ÝMISLEGT Smáfréttir af fólki ....................................... 32 og 38 Smáfréttir af viðskiptum.......................................... 56 Barnalíf.......................................................... 63 Fordfjölskyldan .................................................. 72 Bílar. Ingibergur Elíasson skrifar ............................... 75 Krossgáta......................................................... 78 FRÁ BORGARSKIPULAGI REYKJAVÍKUR Unnin hefur veriö tillaga til að bæta umferðarör- yggi skólabarna í skólahverfi Vogaskóla. I tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð á milli Ferjuvogs og Snekkjuvogs. Einnig að bílastæðum verði fjölgað við Gnoðar- vog. Tillögurnar verða til sýnis á Borgarskipulagi Reykiavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8.30-16.00 frá mánudegi 19. júní til þriðjudagsins 4. júlí 1989. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega á sama stað fyrir 4. júlí 1989. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Rannsóknastyrkir EMÐO í sameindalíffræði Sameindalítfræðisamtök Evrópu (European Molecular Bio- logy Organization, EMBO), styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði sameindalíffræði. Nánari upplýs- ingar fást um styrkina í menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík. - Umsóknareyðublöð fást hjá dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022 40, Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi. Límmiði með nafni og póst- fangi sendanda skal fylgja fyrirspurnum. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 15. ágúst en um skammtímastyrki má senda umsókn hvenær sem er. Menntamálaráðuneytið 13. júní 1989 W Utboð Menntaskólinn á ísafirði Lóðarvinna Tilboð óskast í frágang lóðar við Mennta- skólann á ísafirði. Ljúka skal frágangi lóðar vestan, norðan og austan við skólahúsið. Verkinu skal vera lokið 15.september1989. Útboðsgögn verða afhent til föstudagsins 23. júní 1989 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudag- inn 27. júní 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.