Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 13
fráhverfur því að reyna slík sam- bönd. í þeim tilvikum er eina leiðin að leita sér sérfræðilegrar aðstoðar og takast á við þann kvíða, sem skapast hefur. Algengustu kynlífsvandamál kvenna eru: Skortur á kynlífs- löngun, útrás eða fullnæging verður ekki í kynlífi, og það sem á útlensku er kallað „vaginismus" Vandamál í kynlífi eru yfirleitt flokkuð í nokkra flokka, með föstum yfirskriftum. Svolítið er misjafnt hverjir flokkarnir eru, en algengt er að tala um þrjá meginflokka kynlífsvandamála hjá hvoru kyni fyrir sig. Þegar rætt er um kynlífsvandamál á þessum grundvelli, er einungis átt við kynlífsvandamál í sam- böndum karla og kvenna, þar sem rannsóknir á vandamálum í kynlífi einstaklinga af sama kyni eru afar fáar, ef nokkrar. Alla- vega hef ég ekki rekist á slíkar rannsóknir eða umfjöllun í þeim tilgangi að bæta kynlífsvanda þessara einstaklinga. Þá undan- skil ég vissulega heilmikla um- ræðu um kynlíf einstaklinga af sama kyni undir fyrirsögnum á borð við „óeðlilegt" eða „eðli- legt“. Slík umræða hefur lengi verið í gangi og á vafalaust enn eftir að vera það. Líklega verður ekki rætt um kynlífsvanda þeirra af neinu viti, nema að fyrst komi til samþykki fyrir því að kynlíf þeirra sé „eðlilegt", og virðist mér að slíkt samþykki eigi langt í land. Fordómarnir eru ennþá gífurlegir. Þeir flokkar kynlífsvandamála, sem algengast er að tala um, eru hjá konum: Skortur á kynlífs- löngun, útrás eða fullnæging verður ekki í kynlífi og það sem á útlensku er kallað vaginismus, en hann lýsir sér þannig, að samfarir eru ekki mögulegar vegna ósjálf- ráðs vöðvasamdráttar í kynfær- um konunnar um leið og samfarir eru reyndar. Hjá körlum eru al- gengustu flokkarnir: Manninum stendur ekki nægilega vel til þess að samfarir geti átt sér stað, eða það illa að hvorugt nýtur þeirra. Á útlensku nefnt „impotence“. Næst er að telja of brátt sáðlát og að lokum seinkað sáðlát. Þessi vandamál eru það algeng, að unnt er að flokka þau á þennan hátt, en kynlífsvandamál eru það sértæk og einstaklingsbundin, að langalgengast er að mínu mati, að hægt sé að segja að þau séu af- brigði af einhverjum framantal- inna flokka. í starfi mínu sem sál- fræðingur hef ég fengist við alla framantalinna flokka og fleiri til. Þó verð ég að segja að algengast er að ég fái til meðferðar vanda- mál, sem beinast að skorti á útrás eða fullnægingu hjá konu eða of bráðu sáðláti hjá karlmanni. Sektarkennd Eins og fram kemur af þessari flokkun og ég nefndi í upphafi, er gengið út frá samlífi karls og konu þegar rætt er um þessi kyn- lífsvandamál. Þetta eru því vandamál, sem hrjá einstakling- inn einungis við þær takmörkuðu aðstæður að hann ætli að stunda kynlíf með einstaklingi af gagn- stæðu kyni. Aðrir verða ekki var- ir við það og því er þetta ekki vandamál einstaklingsins, heldur öllu heldur sambandsins. Ef við- komandi einstaklingur lifir ekki kynlífi með einhverjum af gagns- tæðu kyni, birtist það ekki. Hins vegar er yfirleitt það fyrsta sem ég þarf að taka á, þegar ég fæ slík mál til meðferðar, sektarkennd þessa aðila, sem tekur á sig vand- amálið. Þessi sektarkennd getur verið yfirþyrmandi og er oftast liður í þeim vítahring, sem heldur vandamálinu gangandi og gerir það vonlítið til viðureignar án utanaðkomandi aðstoðar. Við- komandi verður haldinn einskon- ar þráhyggju varðandi samfarir, sem ýmist birtist í stöðugri sókn í kynlíf með endalausri von um að „nú takist það“ eða að hann fer að forðast kynlíf með alls konar undanbrögðum til þess að þurfa ekki stanslaust að staðfesta „óeðlilegheitin“. Reyndar getur þetta birst á annan hátt, en þetta er algengast. Þá er ekki óalgengt að sektarkenndin sé svo mikil gagnvart makanum, að viðkom- andi leiti sér aðstoðar í laumi, án vitundar makans, ræðir ekki vandamálið við hann, heldur ætl- ar að laga það annars staðar og koma svo á óvart. í raun er slíkt laumuspil aðeins önnur birting á vandamálinu, þ.e. vandamáli sambandans. Að geta ekki rætt um kynlíf og slakað á gagnvart því, heldur hafa einhvers konar hugmynd um að verða að standa sig fyrir hinn aðilann. Þar sem um vandamál sam- bandsins er að ræða, verður að taka á því sem slíku og báðir aðil- ar að taka þátt í því. Það er þann- ig einnig afar erfitt að takast á við þessi vandamál hjá einstak- lingum, sem ekki eru í kynlífs- sambandi, þó það sé ýmislegt hægt að gera til þess að auðvelda þeim að þora út í slíkt samband. Það er svo annað mál, að þessi vandamál gera oftar en ekki það að verkum að viðkomandi verður FJÖLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON ________MINNING_____ Halldór Pjetursson rithöfundur Fæddur 12. september 1897 - Dáinn 6. júní 1989 Hann stóð í rökkvuðum gang- inum með glannaleg spauggler- augu og hláturpokann í vasanum og birta úr opnu herbergi féll inn á ganginn og baðaði hárlaust höf- uðið. Inni í þessu herbergi skrif- borð hans, mikill glerskápur full- ur af furðulegustu steinum, ofan á skápnum mikilúðlegur hrafn og ferhyrndur hrútshaus starandi af betrekktum vegg. Mér fannst, fimm eða sex ára gömlum, að þarna hlyti að vera op í vegginn og hrúturinn stæði á öðrum skáp í næsta herbergi og setti hausinn í gegn. Svona stendur mér fyrir hug-„ skotssjónum fyrsta heimsókn sem ég man eftir til Halldórs Pjet- urssonar rithöfundar á Snælandi í Kópavogi. Og í herberginu hjá hrafninum og hrútnum sem voru einsog klipptir út úr vísunni, sat hann skrifandi í stórköflóttum slopp, göldróttur í mínum augum og glampaði á skallann. Það er til pennateikning af honum í sloppnum og hrússi á bakvið en upp við bókaskáp til hliðar stend- ur meðaladraugurinn Eyjasels- Móri glottuleitur, þakklátur fyrir ævisöguna sem Halldór tók sam- an um hann og kaldranaleg prakkarastrik hans, bók sem á sér ekki sinn líka. Ég get sagt það fullkomlega hræsnislaust að það varð mér upplifun í hvert sinn að koma á heimili þeirra Halldórs og Svövu á Snælandi. Halldór undantekn- ingarlítið spriklandi af gaman- semi og skopi, í honum kraumaði nýalssinninn, kommúnistinn, draugspekingurinn og draum- spekingurinn. Þetta kann að hljóma líkt lýsingum af rithöf- undi sem bjó að Hringbraut 45, en Halldór þurfti ekki á því að halda að taka karakterlán hjá öðrum. Hann var upprunalegri en svo. Og kom til dyranna eins- og hann var klæddur: gjarnan þá í vaðmálssloppnum tröllköflótta. Niðri í kjallaranum heyrðist slípi- tromlan skrönglast hring eftir hring, ein í myrkrinu, með austfirska töfrasteina í magan- um. Rétt innan við dyrnar var spjald sem á stóð HUNDEN BIDER. Aldrei varð ég var við þann hund. Hinsvegar er ég helst á því að systir Halldórs, búsett í næsta húsi, hafi átt hundinn sem kúrði daga langa hálfsofandi uppi við Nýbýlaveg og bærði ekki á sér nema til að bíta Guðmund Haga- lín þegar hann átti leið hjá. Nú, þegar Halldór Pjetursson er allur, þessi velskrifandi og gegnheili maður úr Hróarstungu austur á Fljótsdalshéraði, getur maður fátt sagt annað en þökk fyrir mig og mína. Mér finnst notalegt að geta skírskotað til hans sem vinar míns. Hann var einn landnemanna í Kópavogin- um, og nú er hann farinn að hasla sér völl á nýrri stjörnu... Ég á eftir að hugsa til hans þegar haustar og mér verður gengið út á svalir að skyggnast upp í kvöld- himnana. Hvaða ljósdepil skyldi hann hafa valið sér? Eftirlifandi eiginkonu Hall- dórs,. þeirri gömlu góðu Svövu Jónsdóttur frá Geitavík í Borgar- firði eystra, votta ég samúð. Gyrðir Elíasson 19. júní ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS 1989 ER KOMIÐ ÚT Fæst í bókaverslunum, blaðsölustöð- um og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.