Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíallsma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Rltstjórl: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgrelðsla: ® 681333 Auglýslngadeild: ® 681310 - 681331 Verð: 140 krónur Þjóðhátað í skugga hersins 17. júní. Vestur í Bandaríkjunum er 187. stórfylki bandaríska landhersins aö undirbúa sig fyrir heræfingu sem á að hefjast þremur dögum seinna noröur á íslandi. Sama daa og hermennirnir safnast saman í Bandaríkjun- um er þjóðin í noröri að fagna fullveldi landsins. Reyndar átti herliðið upphaflega að koma hinaað á sjálfan þjóðhá- tíðardaginn en það spurðist út og þjóðarsálinni ofbauð og hún spurði: A kannski að hafa hersýningu á Austurvelli? Öllu qamni fylgir nokkur alvara og hersýning á Austur- velli herði kannski opnað augu þess hluta þjóðarinnar sem er farinn að líta á hersetuna sem eðlilegt ástand. Talsmenn hernámsins hafa reynt að gera sem minnst úr þessari heræfingu en nú blasir alvaran við. Almenning- ur má ekki ferðast frjáls um landsvæði sem hann hingað til hefur talið íslenskt yfirráðasvæði. Einsog fram kemur í Nýju Helgarblaði í dag hefurlögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli ákveðið að auglýsa ákveðið landsvæði sem bannsvæði á meðan bandarísku hermennirnir eru í byssuhasar. Ástæðan er sögð sú að það sé gert svo þeir geti skotið að vild án þess ao landsmenn eigi á hættu að verða fyrir skotunum. Að vísu megum við enn ferðast um þjóðvegi okkar, sem liggja um æfingasvæðið. Heræfingarnar sem hefjast 17. iúní eru gróf móðgun við íslensku þjóðina og hefðum vio verið meiri menn ef utanríkisráðherra hefði sýnt af sér þá röggsemi að aftaka með öllu að þessi heræfing ætti sér stað. Vegna and- stöðu Albýðubandalagsins tókst þó að fá hann tii þess að krefjast þess að æfingin yrði ekki jafn umfangsmikil og fyrst stóð til, auk þess sem hann þvertók fyrir að herliðiö kæmi hingað á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Undanlatssemi stiórnvalda undanfarin ár gagnvart hernum hefur orðið til þess að bandarísk hermálayfirvöld virðast álíta að þau komist upp með hvað sem er. Það sem af er þessum áratug herur átt sér stað gríðarleg uppbygging á vegum hersins hér á landi. Flestar ákvarð- amrnar eru teknar á tímum þegar Sjálfstæðismenn hafa setið í stól utanríkisráðherra. Nægir þar að nefna ratsjár- stöðvarnar, Helguvíkurhöfn, stjórnstöðina á Keflavíkur- flugvelli og flugskýlin. Það hversu leiðitamir þeir Geir Hallgrímsson og Matthías Á. Mathiesen hafa verið virðist hafa komið þeirri grillu í koll hershöfðingjanna að þeir gætu ráðskast með okkur einsog hverja aðra leppþjóð. Kveðjuræða ameríska hershöfðingjans McVadons var blautur hanski í andlit þjóðarinnar. Fram til þessa hafa hershöfðingjarnir á Vellinum ekki verið að viðra sínar skoðanir á landi og þjóð og því síður verið að tjá sig um innanríkismál hér a landi. Nú kvað hinsvegar við annan tón og aðmírállinn sá ástæðu til þess að kvarta undan ógestrisni íslendinga, auk þess sem hann hvatti her- stöðvarsinna til dáoa eftir ao hafa sagt þá hálf slappa í i áróðrinum fyrir hernum. Ekki nóg með það heldur kórón- i aði hann mal sitt með því að fullyrða að Bandaríkjamenn ' ættu orðið jafnan rétt til búsetu hér á við íslendinga. Þessu gatu íslensk stjórnvöld ekki tekið með þegjandi ! þöqninni og meira að segja Jóni Baldvini var nóg boöið og : motmælti hann þessu tan hershöfðingjans. En það er ekki | nóg að mótmæla með einni orðsendingu til sendiherrans. i Það þarf að sýna þessum herrum að við erum ekki leppar ! þeirra. Það verður aðeins sýnt með því að taka herstöðv-. I arsamninginn til endurskoounar og að sú endurskoðun hafi það markmið að bandaríski herinn yfirgefi landið, ef ekki strax þá ekki síðar en þegar tuttugasta óldin hverfur í I skaut annarra alda. Kalda stríðinu er lokið og þjóðhöfðingjar risaveldanna | hittast orðið með realulegu millibili til þess að ræða af- - i vopnun sín á milli. Þótt verið sé að ræða afvopnun á I meginlandi Evrópu þá er einsog stríðið sé í algleymingi j hér norður undir heimskautsbaugi. Hér er vígbúnaðar- kapphlaupið enn í algleymingi og kalt stríð mun ríkja meoal þegna þjóðarinnar á meðan skuggi hersins breioir ! sig yfir landið. Það ætti þjóðin að hafa i nuga þegar hún j fagnar fullveldinu 17. júní, samtímis og bandarískir her- • menn eru að vígbúast heima fyrir áður en þeir koma til i íslands í stríðsleik. j ______________ ________________________-Sáf Ný uppeldisstefna Nemandi í Tjarnarskóla fékk ekki prófskírteini afhent viö hátíðlega athöfn vegna þess aö faðir hans hafði ekki staðið í skilum með skólagjöld. En það er víðar en hér á landi sem upp hafa komið hugmyndir um að refsa börnum fyrir vanskil foreldra. í Danmörku hefur Kristen Lee þingmaður Róttæka flokksins lagt til að börnum þeirra foreldra sem ekki standa í skilum með dagheimilisgjöld verði vísað frá dagvistarstofnunum. Þessi tillaga varð kveikjan að meðfylgjandi skopmynd eftir teiknara danska blaðsins Politiken. Leikhúsfólk á galdranámskeiði Sjamanar undir Jökli Leikarar og annað leikhúsfólk frá öllum Norðurlöndunum mun koma saman undir Snæfellsjökli í næstu viku til þess að fræðast um Sjamanisma. Námskciðið hefst 23. júní en sama dag verður opn- uð sýning í Þjóðminjasafninu um menningu indíána og inúíta og nefnist hún „Fjaðrir og fiski- klær“. Sýning þessi mun svo fara um öll Norðurlöndin en tilefni hennar er 10 ára afmæli heimast- jórnarinnar á Grænlandi. Á nám.d.eiðinu verður leitað svara við ýmsum áleitnum spurn- ingum. „Hver er lífsskoðun okk- ar og grundvöllur tilverunnar?" svo lítið dæmi sé tekið. Eða „er nútímamaðurinn búinn að glata öllum áhuga og hæfileikum til að gangast við hinu upprunalega í sér? Hvaða afl býr í okkur sjálf- um? Hvaða áhrif hefur þetta allt á Ieikhúsið?" Margir góðir gestir munu koma til landsins vegna nám- skeiðsins, þar á meðal indíánar, samar og inúítar. Þekktasti gest- urinn er líklega indíánasöngkon- an Buffy Sainte-Marie, sem gerði garðinn frægan á hippatímanum. Þá eru tveir náttúrulæknar í hópnum, Lama Dear sem er Sio- uxindíáni og Roberta Blackgoat Indíánasöng- konan Buffy Sainte-Marie. Navahóindíáni, Norman Wayne Charles, leikari og íróki, Ása Simma Charles, leikari og sami, og Elise Reimar, leikari oglnúíti, frá Grænlandi. Að lokum skal getið tveggja gesta frá Norður- löndunum, Rolf Gilber frá Þjóðminjasafninu í Kaupmanna- höfn og Louise Backman frá háskólanum í Stokkhólmi. Á námskeiðinu á að leitast við að sýna fram á tengsl svokallaðr- ar frumstæðrar menningar og nútímamenningar. Tvennt segj- ast þeir sem að námskeiðinu standa vilja forðast, annarsvegar hroka menntamannsins og hins- vegar trú á andalækningar og þeir taka þátttakendum vara við því að trúa að þeir verði sjamanar á átta dögum. -Sáf Stóri bróðir fylgist með Framtíðarútópía Georg Orw- ells er óðum að rætast. Stóri bróðir getur nú þegar fylgst með fjölda bandarískra heimila í gegn- um sjónvarpskassann. Sjónvarpskannanafyrirtækið Nilson kynnti nýlega áform sín um að láta smíða tæki, sem sett yrði ofan á sjónvarpstækin en þessi tæki eiga að fylgjast með öllum hreyfingum fyrir framan kassann. Tæki þetta á að leysa af hólmi áhorfendakannanir af gamla skólanum, þar sem hringt er í fjölda fólks og það spurt á hvað það sé að horfa. Það munu þó lfða þrjú ár þar til tæki þetta verður tilbúið að leysa gömlu að- ferðina af hólmi. Tæki þetta er tölvustýrt og á að fylgjast með sjónvarpsnotkun. Það mun bæði sjá hverjir horfa og einnig skrá á hvað þeir horfa. Ekki nóg með það heldur mun tækið einnig skrá aðrar athafnir þeirra sem eru fyrir framan skjá- inn, einsog t.d. ef einhver flettir í dagblaði eða kyssir konuna sína. Þá mun tækið þekkja alla heimil- ismenn en birtist einhver sem tækið ber ekki kennsl á verður sá hinn sami skráður sem gestur. Upplýsingarnar fara svo sjálf- krafa um símalínur til höfuð- stöðva Nilsons og þaðan til áskrifenda kannananna, en það eru sjónvarpsstöðvarnar sem bítast um markaðinn, auk auglýs- ingastofa. Hingað til hafa viðbrögð auglýsenda og sjónvarpsstöðva verið jákvæð. Eini óvissuþáttur- inn í þessu er hvernig sjónvarps- áhorfendur munu taka því að hafa tæki á heimilum sínum sem sendir út upplýsingar um athafnir heimilisfólksins fyrir framan skjáinn. Nilson telur þó enga ástæðu til þess að hafa stórar áhyggjur af því þar sem tækið mun ekki senda mynd til höfu- ðstöðvanna heldur einungis upp- lýsingar um það hver sé að horfa á hvað. Sáf/Time Blautur sautjándi Veðurguðirnir verða við sama heygarðshornið og vanalega á 17. júní, það verða suðlægar áttir, sennilega bæði sunnan- og suðvestan- átt. Víðast hvar kaldi og einhver úrkoma á Suður- og Suðvesturlandi, en þurrt og öllu bjartara á Norður- og Austurlandi. ns- 8 SteA — MÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.