Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 17
Neikvætt hugarfar versti óvinurinn - Þetta er ný aðferð til að leita svara við sömu gömlu spurningunum, - hver er ég, hvert er ég að fara og hvað get ég gert til að nýta hæfi- leika mína og ná stjórn á eigin lífi, segir Rafn Geirdal nudd- fræðingur. Rafn stofnaði Heilsumiðstöðina Lind í janú- ar í ár, og er markmið stöðvar- innar að kynna Heildræna heilsustefnu hér á landi. - Ætlunin er að kynna þessa stefnu með fjölbreyttri starfsemi, segir hann, - til dæmis með greinaskrifum, námskeiðum og fyrirlestrum, sem bæði innlendir og erlendir kennarar á þessum sviðum munu standa fyrir. - Ég lærði nudd í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum, í skóla sem starfar eingöngu út frá þessari stefnu. Þegar ég kom aft- ur til landsins fyrir ári, stofnaði ég Nuddmiðstöðina, var með nudd- stofu og nuddnámskeið fyrir al- menning. Þessi námskeið hafa verið geysilega vel sótt og áhug- inn fyrir að læra nudd er gífur- legur. Um áramótin tók síðan Heilsumiðstöðin við af Nudd- miðstöðinni, en nuddnámskeiðin hafa þróast út í það að ég hef sett á stofn Nuddskóla Rafns, sem tekur til starfa nú í haust. - Það sem varð til þess að ég fór inná þessar brautir var að í ágúst 1980 hjálpaði ég til við að skipuleggja sjálfsþekkingarnám- skeið sem enskur kennari, David Bodella, hélt hér á landi. Bodella vinnur út frá kenningum Wil- helms Reichs, og er talinn einn helsti fræðimaður og meðferðar- sérfræðingur Evrópu á sínu sviði. - Með hans hjálp upplifði ég mjög sterkt þætti í sjálfum mér. Þætti, sem ég vissi ekki að ég ætti til. Og eftir það hef ég haft óþrjótandi áhuga á að efla sjálfs- vitund mína, og hjálpa öðrum til þess sama. Ég hef lært fjölmargar aðferðir sem ég get beitt í einka- tímum, á námskeiðum og með al- mennri fræðslu, en sérstaklega beiti ég heildrænni nuddmeðferð og sálrænni ráðgjöf. Samræmi hugar og líkama Hvað eru heildrœn heilsu- stefna, - og heildræn nuddmeð- ferð? - Heildræn heilsustefna eru ýmsar aðferðir sem heilbrigðis- stéttir nota nú í vaxandi mæli til að bæta heilsu fólks. Hún snýst um hvernig við getum aukið til- finningu fyrir líkama okkar, og aukið samræmi á milli hugar, til- finninga og líkama. Þessi hreyf- ing hefur vaxið sérstaklega hratt í Bandaríkjunum, en nýtur líka aukins fylgis víðar í heiminum. - Heildræn nuddmeðferð er ein af þeim greinum sem koma undir þessa lífsstefnu, en af öðr- um greinum má nefna hugleiðslu, jóga, jurtafæðu og sjálfshjálpar- hópa. - Ég hef lært handbeitingu sem losar um sálræna spennu í vöðv- um líkamans, en þannig nudd eykur samræmi hugar og líkama. Eins útskrifaðist ég í sálrænni ráðgjöf frá Hakomi stofnuninni í Boulder, en við þá ráðgjöf beiti ég líkamslesningu til að greina persónugerð skjólstæðingsins. Þá er lesið í spennu eða herpingu í vöðvakerfinu, og einnig í það hvar þroski hefur átt sér stað, og þá á ég til dæmis við lifandi and- litsdrætti, skínandi augu og lið- legt fas. - í ráðgjöfinni er svo skjól- stæðingnum hjálpað að finna bet- ur fyrir sjálfum sér og losa um tilfinningalega spennu, hvort sem hún er í huganum eða vefjum líkamans. Þetta opnar ný svið í persónuleikanum og sjálfsvitund eykst. - Það er reyndar talað um að heimsmynd fólks stækki við þessa meðferð. Það má líkja þessu við unga sem kúrir í öryggi eggsins, en þegar hann brýtur sér leið út úr því sér hann hvað heimurinn er stór og hans eigin möguleikar miklir. Þetta er aðstoð sem beinist að því að hjálpa fólki að fást við tilvistaróttann, óttann við það óþekkta, og gera því kleift að breyta lífi sínu. Aö efla jákvæðni - Heildræn heilsustefna beinist að uppbyggingu einstakl- ingsins, að því að aðstoða hann í að byggja upp líf sitt út frá eigin forsendum og hæfileikum, í stað þess að vera fórnarlamb að- stæðna. Til dæmis er námskeið í aukinni sjálfsvitund fjórþætt, það byggist upp á fræðslu, vinnu með tilfinningalífið, líkamsæfingum og andlegri vinnu. - Tilgangur fræðslunnar er að efla lífsviðhorf okkar, að hjálpa okkur að komast að því hvernig við hugsum og efla jákvæða þætti hugsunar okkar. Vinnan með til- finningalífið, eða innri vinna, eru mismunandi aðferðir til að skoða tilfinningalífið og hjálpa fólki til að komast til botns í því. Líkams- æfingarnar byggjast sérstaklega á örhægum hreyfingum þar sem fullri athygli er beint að hverri hreyfingu. Við það er eins og hugurinn sökkvi í eins konar hug- leiðsluástand og við upplifum líkamann á mun dýpri hátt. Markmiðið er að líkami og hugur starfi sem heild, en ekki eins og oft vill verða, tvö óskyld fyrirbæri í stöðugum átökum sín á milli. - Fjórði þátturinn er síðan andlega vinnan, sem hefur þann tilgang að menn komist að sínu sanna sjálfi, uppgötvi tilgang sinn með lífinu og finni köllun sína fyrir lífsstarf. Þetta er vinna sem í stuttu máli beinist að því að hjálpa okkur tíl að lifa í samræmi við lífið sjálft, og í samræmi við æðri mátt, hvort sem við köllum hann eðliskrafta, náttúruöflin eða guð. Manneskjan er jurtaæta Hvernig kemur jurtafœði inn í þessa stefnu? - Eftir því sem þú borðar hreinna efni, því næmari ertu fyrir sjálfri þér. Er kjöt þá talið óhreint? Rafn Geirdal: Slæm tilfinning fyrir líkamanum orsakar vöðvaspennu. Mynd - Jim Smart. - Það er þungt. Manneskjan er fyrst og fremst jurtaæta. Éf við lítum til apa, sem hafa mjög svip- uð meltingarfæri og við, éta þeir mest ávexti, hnetur og fræ og lifa ágætu lífi alla sína ævi án þess að þjást af próteinskorti. Þegar við berum meltingarfæri okkar sam- an við meltingarfæri annarra spendýra sjáum við að við erum mun líkari jurtaætunum en rán- dýrunum. Rándýr hafa þrefalt styttri þarma sem kemur í veg fyrir að kjöt rotni áður en það skilar sér út. - Sjötíu prósent mannkyns hefur kornmeti að meginuppi- stöðu fæðunnar, og auk þess tölu- vert af grænmeti og ávöxtum. Hér á vesturlöndum hefur hlut- fallið snúist við á undanförnum áratugum vegna mikillar velmeg- unar, sem hefur leitt til þess að hlutfall af kjöti, fitu, hvítum sykri og hveiti hefur verið allt of hátt. Afleiðingin er fjöldi velmegunar- sjúkdóma eins og til dæmis krans- æðastífla, sem er þekktasta dæm- ið, en einnig er mjög mikið um meltingartruflanir. Nuddskóli Rafns Hvernig verður námi í nudd- skólanum háttað? - Þetta er tveggja ára nám, sem hefst nú í haust og lýkur vor- ið 1991. Þetta er kvöld og helga- Rafn Geirdal: Heildræn heilsustefna hj álpar okkur til að lifa í sam- ræmi við lífið s j álft skóli og námið verður alls þúsund kennslustundir, en það er sambærilegt við þá nuddskóla sem eru samþykktir af banda- ríska nuddsambandinu. Megin- áherslan er á nuddkennslu, en einnig legg ég áherslu á bóklega kennslu í líffæra- og vöðvafræði og í eigin heilsuvernd. - Kennsla verður um tíu vikna skeið á hverri önn og auk þess er verkleg þjálfun, sem fer fram í nuddskólanum, og þarf hver nemandi að ljúka ákveðnum tímafjölda á önn. Að námi loknu fá nemendur prófskírteini, teljast vera viðurkenndir nuddfræðing- ar og geta starfað sem slíkir. Áhugi fyrir skólanum hefur verið mikill og fimmtán manns hafa látið skrá sig nú þegar. Nú er vöðvabólga mjög algeng hér á landi. En hver er algengasta orsök spennu í vöðvum? - Það er streita, sem oft á tíð- um orsakast af tímapressu, fólk hefur áhyggjur af að Ijúka verk- efnum á ákveðnum tíma. Önnur orsök streitu er óttinn við að ná ekki endum saman, og sú þriðja tilfinningalegt álag. Algeng or- sök vöðvaspennu eru líka rangar starfsstellingar, en orsökin fyrir þeim er venjulega slæm tilfinning fyrir líkamanum og þar með fyrir eigin sjálfsvitund, og þá erum við aftur komin að viðfangsefni Heildrænnar heilsustefnu. Versti ógnvaldurinn Hvaða gagn getur maður haft afaukinni sjálfsvitund í lífsbarátt- unni? - Hún eykur hæfileika fólks til að ráða fram úr eigin lífi. Venju- lega er ástæðan fyrir brauðstriti að fólk kann ekki að kafa nógu djúpt til að finna lausn á vanda- málum sínum, en einstaklingur með fulla sjálfsvitund á að hafa hæfileika til að leysa öll sín vandamál. - Versti ógnvaldurinn er neikvætt hugarfar, því það elur sjálfkrafa af sér aukin vandamál. Ánnað vandamál og tengt þessu er sú geysilega streita sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Við glímum við kreppu, þrengingar í efnahagslff- inu, og það sem gerir þær ennþá erfiðari en þær þyrftu að vera er hve margir sitja fastir í þeirri skoðun að aukin lífshamingja fel- ist í auknum ytri gæðum. Þær að- ferðir sem falla undir Heildræna heilsustefnu eru gerðar sérstak- lega til að auka innra ríkidæmi fólks. Styrkja það á alhliða hátt til að leysa eigin vandamál og gera því kleift, finni það hjá sér þörfina til þess, að hjálpa öðrum til að leysa sín mál. Þeir eru orðið geysilega margir sem finna hjá sér þörf til að leita í eitthvað ann- að en hið venjulega munstur. Finnst þér neikvœður hugsun- arháttur áberandi hér á landi? - Hann er geysilega áberandi og kemur til dæmis mjög skýrt fram í neikvæðri stjórnmála- og efnahagsumræðu. Neikvætt hug- arfar rífur alla hluti niður, og hér á landi er mun meira um nei- kvæðni en jákvæðni. Það gildir sú regla þegar nýir möguleikar eru athugaðir að yfirleitt er byrjað á neikvæðri gagnrýni, og ef mögu- leikarnir standa enn uppi eftir þá árás, má fara að athuga hvort hugmyndin sé nýtanleg. Kjarninn í lausn þjóðfélags- vandans - Veruleikinn er í sjálfu sér hlutlaus. í raun og veru er hvorki til eitthvað sem er neikvætt eða eitthvað sem er jákvætt, heldur eru þetta orð sem við veljum. Það væri betra að tala um samræmi annars vegar og ósamræmi hins vegar. Og það er einmitt ósam- ræmið innra með okkur sem endurspeglast sem vandamál í daglegu lífi. Vandamálin geta þannig verið afbragðs endur- speglun sem við getum notað til að komast að því hvað að er innra með okkur. - Hefurðu ekki tekið eftir því að þegar þú hreinsar til í kringum þig finnst þér þú vera hreinni að innan? Annað dæmi sem hægt er að taka er að þegar maður er fúll er allt ómögulegt, maður skamm- ast út í allt og alla eins og versti vargur. En þegar manni líður vel verður lífið létt og ytri vandamál skipta litlu máli. Þetta er einmitt kjarninn í lausninni á okkar þjóð- félagsvanda; nú situr svo stór hópur þjóðarinnar pikkfastur í neikvæðum hugsunargangi að það dregur úr atorku sem ætti að fara í að leysa þau vandamál sem við er að glíma. - Þegar stór hópur fólks hefur áhuga á að auka samræmið í eigin lífi, smitar það auðveldlega út frá sér og fleiri bætast í hópinn. 1 eins litlu samfélagi og okkar þarf ekki stóran hóp til að marktæk áhrif komi fram. En þessi nýja lífss- tefna gengur ekki út á að þröngva skoðunum upp á fólk. Það væri eins og olía á eld neikvæðrar hug- sunar. Því neikvæð hugsun hefur einn megingalla, hún leitar alltaf að einhverju nýju að naga í, - sérstaklega ef það er jákvætt. LG BIR2.ING Stofnfundur Birtingar-áhugamannafélags jafnaðar- og lýðræðissinna - verðurhaldinn á Hótel Borg kl. 15.00sunnudaginn 18.júní 1989. Dagskrá: Djasssveitin Voltaire-Tómas R. Einars- son og félagar- taka létta sveiflu. Árni Páll Árnason gerirgrein fyrirstörfum undirbúningsnefndar. Guðmundur Ólafsson stærðfræðingur og Hrafn Jökulsson blaðamaður flytja ávörp. Lög samþykkt og stjórn kosin. Fundarstjóri: Mörður Árnason. Allir velkomnir. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. júní 1989 Föstudagur 16. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.