Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 15
T allinn var öldum saman útlend borg í Eistlandi - og nú á dögum glasnost eru átök um búsetu þartekin upp með nýjum hætti. . MM m ■ m v _ mm m 1j m færist nær Einn af frumkvöðlum eistenskrar sagnagerðar, Friedebert Tuglas, hefur skrifað þekkta sögu, Riddarar himinsins, um ungan sakleysingja, sem stendur uppi með fullar hendur fjár í Borginni dularfullu og háskalegu og drekkur lystisemdir hennar í botn í skammri vímu. Myndskreyting úr afmælisútgáfu á sögunni á fjórum tungumálum. H- endurkoma goðsagnarinnar, kvennafrumkvæði, söknuður eftir einhverju sem var og kemur ekki aftur. Allt hafði annan róm þegar ég var að byrja að yrkja, sagði hann: pólitísk afskiptasemi var þá sjálfsagt mál, goðsögnin hlægileg, konan óþekkt land og engin ástæða til að sakna neins. Það sem hefur ekki breyst er það, að nú sem þá er það einkum mið- stéttin sem skrifar og les, menn barasta gangast frekar við slíku ástandi nú en þá. Smáþjóð í heiminum Ég skal játa að eitthvað blandaði ég mér í þessar um- ræður, ekki síst út frá stöðu mjög smárra þjóða (Eistlendingar eru reyndar ekki nema fjórum sinn- um fleiri en við). Við eigum það sameiginlegt að „tileinka" okkur tiltölulega seint skáldsöguna, leikritið - og allt gengur það von- andi vel - en getum við látið til okkar heyra, varðar aðra um það sem við skrifum? íslendingar voru heppnir að ýmsu leyti - þeir nutu góðs af gömlum og frægum arfi (Islendingasögur), einnig af því að þeir voru skrýtnir fuglar, „einu villimennirnir sem voru læsir og skrifandi", kyrrstætt samfélag sem þurfti að takast á við nútímann snarlega. Ekki síst vegna þessara þátta höfum við verið furðu mikið þýddir á önnur mál, þegar allt kemur til alls. Lík- ast til megum við búast við minnkandi áhuga á íslenskum bókmenntum erlendis - ekki vegna þess endilega að snjallir rithöfundar týni tölunni, heldur vegna þess, að eftir því sem við líkjumst meir öðrum samfélögum - norrænum, evrópskum, am- rískum, þeim mun minni líkur eru á þvi að menn forvitnist um það hvað við erum að skrifa. Hið „undarlega“ og „annarlega" er annarsstaðar. Eistneskar bókmenntir Það kom svo í hlut Ivo Illiste, sem fyrr var nefndur, að stikla á stóru í sögu eistneskra bók- mennta í erindi, sem varð ekki síst endursögn á eistneskri sögu, þeirri sem að ofan var til vitnað. Hann var ekki fjarri því, að hið norræna mynstur ætti að ýmsu leyti við um þróun eistneskra bókmennta: Þar er, sagði hann, ekki síst algengt það stef, sem tengir Býlið við traust, áreiðan- leika, skyldu - en um leið andlega tregðu, kannski heimsku og Borgina við fjör, glæsibrag, greind og synd. Hinn mikli fimm binda sagnabálkur A. Tammsaares (1878-1940) um bændur nálægt aldamótum er enn í dag mesta stórvirki eistneskra fagurbókmennta. Á árunum milli stríða skrifuðu eistneskir höfund- ar margt merkilegt, reyndu á sinn hátt að tengja arf sinn menning- arlegum nýmælum. En stríðið, innlimun, hernám, sovétisering - allt gerði þetta eistneskt bók- menntalíf gjörólíkt því sem Norðurlandabúar þekkja. í fyrsta lagi gerðust bók- menntirnar landflótta - höfuð- skáld eins og Maria Under og Gustav Suits dóu í útlegð í Sví- þjóð. í öðru lagi voru skrifandi heimamenn sveigðir undir opin- beran sósíalrealisma, sem þýddi að ekki var hægt að minnast á, hvað þá segja satt um þær skelf- ingar sem yfir landið dundu í nokkrum lotum á árunum 1940- 1953. Að endurheimta sannleikann í erindi Ivo Uliste og umræðum kom fram, að á seinni árum hafa eistneskar bókmenntir breyst mjög: smám saman hafa skáldin „endurheimt staðreyndir sög- unnar“, og þó aldrei sem á síð- ustu þrem árum glasnost: menn eru blátt áfram að grafa upp. margt af því sem gerðist í hreinsunum, fjöldahandtöku- hrinum ofl. Þetta hefur gengið hratt: voru nefnd dæmi t.d. af ný j- am leikritum um jafnviðkvæm efni og þær tvær klukkustundir sem fjölskylda fær til að búa sig undir útlegð til Síbiríu. í annan stað þarf að leggja mat á það sem gerðist og færa það í fullgildan listrænan búning. Ivo Illiste taldi að þar hefðu enn ekki unnist stór- ir sigrar: það væri engu líkara en að atburðir væru svo sárir enn í minningunni að það tækist ekki að höndla þá: bókmenntir þurfa sinn tíma, sagði hann. Þó las hann í eigin þýðingu prýðilegt kvæði eftir Paul Erik Rummo, sem geymir margt af sársauka eistneskrar sögu og mælti með nýrri skáldsögu eftir Vivi Luik, Sjöunda friðarárið, sem lýsir ót- íðindum í handtökuhrinum ársins 1953 eins og þeir koma telpu á sveitabæ fyrir sjónir: Þar er að finna prýðilegt dæmi um það sem hægt er að gera, sagði Ivo. Kvæði, skáldsaga Á kvöldvöku lásu Eistlending- ar upp ljóð eftir sig sem báru flest vitni ágætlega þroskuðum mó- dernisma, sem þrátt fyrir ýmsar tilvísanir í eistneskan sagnaheim hafði á sér sterkan alþjóðlegan blæ. Meira að segja svo alþjóð- legan, að maður hlaut að spyrja sjálfan sig: hvar er hin sérstæða og beiska reynsla þjóðarinnar? Má vera ljóðin hafi enn borið keim af þeim tíma, þegar skáld voru sífellt að reyna að snúa á ritskoðunina (eins og ungt skáld og tungumálasnillingur, Rein Raud, komst að orði): það er ekki hlaupið að því að fiska það upp úr hraðsoðinni sænskri þýð- ingu sem Eistlendingar koma fyrir á milli lína í sparsömum smákvæðum. Auk þess las ég skáldsögu eftir Matti Unt, nokkra ára gamla, Haustballið heitir hún, kollektívsaga um grámósku lífsins í úthverfi Tal- linn. Heiðarleg bók og vel stíluð, sem hefur verið þýdd á nokkur erlend mál, en er enn ekki orðin sú stóra sögn um samtímann sem nú er spurt eftir. Sem fyrr segir eru Eistlending- ar um fjórum sinnum fleiri en Is- lendingar. Þeir skrifa ekki nærri því eins mikið og við (mér skildist að fagurbókmenntaútgáfan væri ca 50 titlar á ári, þar af 5-10 nýjar skáldsögur). En rithöfundarnir þurfa ekki að kvarta yfir afskipta- leysi - eistnesk skáldsaga selst kannski í 30-40 þúsund eintökum eða meir og ljóðakver í 10 þús eintökum. Bækur eru ódýrar og þeim mun fjölga með tilkomu samvinnuforlags rithöfunda sem liggur ekki eins lengi með handrit og ríkisforlög eru vön. Hefur þessi eftirspurn eftir bókum ykk- ar aukist nú á glasnosttíma? spurði ég. Ekki svo mjög, sögðu Eistur, þetta var ekki ósvipað áður. Þjóðernamál Ekki svo að skilja: eistnesku rithöfundarnir voru vitanlega mjög með hugann við perestrojk- una og hina mörgu og erfiðu möguleika hennar. Ekki síst voru þeir að velta því fyrir sér hvort það efnahagslega sjálfstæði sem þingið í Tallinn er að taka sér og lög um bætta stöðu eistneskrar tungu dugi til að snúa þeirri þró- un við, að jafnt og þétt fjölgi að- fluttu fólki, rússneskumælandi: á þessu veltur allt annað sem varð- ar framtíð þjóðar og tungu. í fyrra, sagði einn þeirra við mig, gerðist það í fyrsta sinn að þeir sem fluttu frá Eistlandi voru hálfu þúsundi fleiri en þeir sem komu þangað til starfa. Föstudagur 16. Júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.