Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 11
DAGUR ÞORLEIFSSON AÐ UTAN Öldungaræði til bráöabirgða Líkur á að stuðningsfólk mótmælahreyfingar verði beitt hörðu en farið að frjálslyndum flokksmönnum með vægð. Herinn að líkindum samstæðari og íhaldssamari en talið var í f réttum frá Kína segir að þrir menn úr hópi mótmælafólks hafi verið dæmdir til dauða í Sjang- haí, að víðsvegar um landið hafi fólk verið handtekið í hundraða- tali og að forustumanna mótmæl- astúdenta í Peking sé leitað. Mót- mælahreyfingin, sem einkum hafði uppi kröfurum lýðræði og útrýmingu spillingar, hefur verið barin niður, að minnsta kosti í bráðina. Um margt annað eru fréttir óljósari. Ágreiningur er efalaust innan hersins, en að líkindum hvergi nærri eins alvarlegur og sumir ætluðu. Haft er raunar eftir viss- um kínverskum heimilda- mönnum að þarlendir valdhafar hafi sjálfir komið á kreik orðrómi um yfirvofandi borgarastríð, í þeim tilgangi að hræða útlend- inga úr landi, svo að hægt yrði að „hreinsa til“ án þess að útlend- ingar fréttu mikið af því. En ljóst virðist að 38. herinn, sem stað- settur er á Pekingsvæðinu, hafi verið ófús að beita mótmælafólk- ið hörðu. í þeim her kváðu eink- um vera menn úr höfuðborginni og nágrenni hennar, margir stúd- entar hafa gegnt þjónustu í hon- um og hermenn í honum eiga trú- lega margir ættingja og vensla- menn meðal mótmælafólksins. Kynslóö Göngunnar löngu Öðru máli gegnir með 27. her- inn, sem drap niður fólkið á Him- insfriðartorgi 4. þ.m. og braut síðan á bak aftur mótmæla- hreyfinguna í höfuðborginni. í honum eru að sögn einkum her- menn frá Innri-Mongólíu (sem núorðið er að langmestu leyti byggð kínversku fólki). Að sögn erlendra sérfræðinga um kín- verska herinn er 27. herinn miklu dæmigerðari fyrir „alþýðuher- inn“ almennt en sá 38. Flestir hermannanna eru sveitamenn, sem lítillar menntunar hafa notið og hafa takmarkaðan skilning á gangi mála í þjóðfélaginu. Liðs- foringjarnir, sem flestir hafa ekki annað en föst laun sín til að lifa af, hafa orðið illa úti af völdum verð- bólgunnar undanfarið. Talið er því að margir þeirra séu andsnún- ir breytingum þeim á efnahagslíf- Yang Shangkun - ættartengsl við herinn. inu, er orðið hafa undanfarin ár, og líti á lýðræðishreyfinguna undir forustu stúdenta sem merki þess, að þær breytingar leiði ekki til annars en upplausnar.“ Á milli hershöfðingjanna og „öldungaklíkunnar," þ.e.a.s. elstu kynslóðarinnar í forustu kommúnistaflokksins, virðist í bráðina hafa skapast einskonar samstaða. Gamalmenni þessi, flest á níræðisaldri, er í æsku voru með í Göngunni löngu eða jafnvel í flokknum allt frá stofnun hans, hafa alltaf litið á nýskipan Deng Xiaopings í efna- hagsmálum með tortryggni. Hann hefur að líkindum sjálfur alltaf verið fráhverfur því að breytingar á stjórnarfari fylgdu breytingum í skipan atvinnulífs. Þegar lýðræðishreyfingin undir forustu skólaæskunnar magnað- ist, sneri hann því baki við yngri (en þó öldruðum) skjólstæðing- um sínum, Hu Yaobang og Zhao Ziyang, og hallaðist í staðinn að gömlu félögunum, sem eru á sama aldri og hann. Yang Shangkun „sá sterkasti" Þau helstu í „öldungaklíkunni" auk Dengs eru sögð vera Yang Shangkun, forseti, Chen Yun, formaður tveggja áhrifamikilla flokksnefnda (önnur þeirra hefur flokksagann á sinni könnu), Li Xiannian, fyrrum forseti og með fræðgarferil að baki sem hers- höfðingi, Peng Zhen, fyrrum for- maður fastanefndar þingsins, einnig fyrrum hershöfðingi og nú varaforseti og Deng Yingchao, ekkja Zhou Enlais og fósturmóð- ir Li Pengs forsætisráðherra. (Hún var um tíma talin gagnrýnin á stefnu hans, en annað tveggja er að það hefur verið á misskiln- ingi byggt eða að hún hefur ákveðið að standa með drengn- um sínum, er í harðbakka sló.) „Sterki maðurinn" í þeim hópi virðist eins og sakir standa vera Yang Shangkun, en sagt er að nánir ættingjar hans stjórni 27. hernum. Pessar manneskjur hafa lifað og hræst í kommúnistaflokknum allt frá æskuárum og ummæli höfð eftir Yang í „leyniræðu“ (eintak af henni á að hafa borist mótmælastúdentum) benda til þess, að þær hafi talið víst að það Kína, sem þær höfðu varið lífi sínu til að móta, hlyti að hrynja, ef mótmælahreyfingin yrði ekki barin niður harðri hendi. Áhyggjur út af bömum, barna- börnum og venslamönnum þess- ara gamalmenna, sem yfirleitt eru í góðum stöðum hjá flokki eða ríki, hafa án efa blandast inn í þetta. Vægö viö frjálslynda flokksmenn? Nú er mörgum spurn hve grimm sú „hreinsun" verði, sem hafin er gegn mótmælahreyfing- unni og tiltölulega frjálslyndum flokksmönnum. Síðustu fregnir benda til þess að valdhafar séu staðráðnir í því að halda áfram fjöldahandtökum á stuðnings- fólki mótmælahreyfingarinnar, hvað sem gert verður við það í' framhaldi af því. Hinsvegar er svo að sjá að í bráðina hallist valdhafar að því að meðhöndla tiltölulega frjálslynda flokks- menn, sem sakaðir eru um meiri eða minni stuðning við mótmæla- hreyfinguna, af vissri vægð. Þannig hafði í gær ekki enn verið opinberlega tilkynnt að Zhao Zi- yang, sem ekki hefur sést frá því að hann ávarpaði stúdenta á Fallnir mótmæla- menn eftir árás 27. hersins. Særður verkamaður, löðrandi í blóði, steytir hnefann af reiði og harmi eftir árás hersins á Himinsfriðartorg. Himinsfriðartorgi 19. maí, hafi látið af embætti flokksaðalritara, og stjórnarerindrekar í Peking telja ólíklegt að hann verði svipt- ur öllum áhrifum. Par að auki hafa ýmsir háttsettir flokksmenn úr hópi frjálslyndra komið fram í sjónvarpi undanfarið án þess að fordæma „morðingja" og „gagn- byltingarmenn“, eins og mót- mælamenn eru nú titlaðir opin- berlega. Þetta bendir ekki til þess, að mjög sé þrengt að þeim frjálslyndu. Vera má að „öld- ungaklíkan" óttist, að mjög hrottaleg „hreinsun“ á flokknum sjálfum kynni að lama hann og leiða til þess að herinn, sem óhjá- kvæmilega hefur eflst jafnframt atburðum síðustu daga, tæki öll völd. Síðustu daga hafa opinberir fjölmiðlar dregið úr skömmum gegn Bandaríkjamönnum fyrir að hafa tekið á móti Fang Lizhi, þekktasta oddvita kínverskra andófsmanna, í sendiráð sitt. Má vera að það sé merki þess að vald- hafar vilji ekki að þykkja sú, sem risið hefur milli Kína og Vestur- landa samfara aðförunum gegn mótmælahreyfingunni, verði til frambúðar. Börn flokksmanna Verði mótmælafólkið beitt vægðarleysi áfram, fangelsað eða jafnvel líflátið unnvörpum, gæti svo farið að það gerði að engu þá viðleitni, sem nú virðist gæta af hálfu valdhafa, að sætta deiluað- ila innan flokksins. Stúdentar eru upp til hópa börn flokksmanna, og áframhaldandi umfangsmiklar hrottaaðfarir gegn stúdentum hlytu því að valda mikilli beiskju innan flokksins og gætu jafnvel haft í för með sér uppreisn innan hans. Sennilega eru gamlingjamir, sem í bráðina virðast halda um valdataumana, að einhverju leyti að minnsta kosti, haldnir sárum kvíða og óvissu. Deng er kannski þegar að miklu leyti út úr heimin- um og honum og þeim hinum er væntanlega ljóst, að þeir geta ekki orðið nema til bráðabirgða. Holtaskóli sp Keflavík Næsta skólaár eru lausar 4 kennarastöður m.a. í ensku, íslensku, samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum. í skólanum eru u.þ.b. 500 nemendur frá 6. til 9. bekkjar og kennarar um 30. Einnig vantar íþróttakennara drengja. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652. Skólanefnd Útboð Borgarfjarðarvegur, Mýnes-Eiðar r Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 7,6 km, fyllingar 43.000m3 og burðarlög 58.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 26.júní 1989. Vegamálastjóri Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall mannsins míns, föður og tengdaföður. Jóns Haraldssonar arkitekts Áslaug Stephensen Gyða og Peter Bishop Haraldur, Stefán og Edda Föstudagur 16. Júnf 1989) NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.