Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 9
ÞÓM°Uy0JansýnáEFFEMM: HöröurMuiarson, /var Kristjáns^ EFFEMM heitir ný útvarpsstöð sem hóf göngu sína fyrir einungis 4 dögum. Þeir sem eru orðnir leiðir og þreyttir á gömlu og of- spiluðu lögunum geta stillt út- varpið sitt á FM 95,7 og fá þá, beintíæð, nýja, hressaog skemmtilegatónlist. En þótt stöðin sé ný og starfsfólkið ungt, þá er það síður en svo reynslu- laust. Flestirdagskrárgerðar- mennirnir hafa unnið á einhverri hinna útvarpsstöðvanna, en hafa nú sameinast á þessari nýju stöð. Og það er hreint ekkert vol- æði þar á bæ. Nýtt Helgarblað fór í heim- sókn til þessa hressa fólks og rakst þar á Önnu Þorláks, dag- skrárgerðarmann á EFFEMM og spurði hana hvers vegna þessi út- varpsstöð hefði verið stofnuð. ^AnnaPonakjogs^Eta— Mynd: • • Oðruvísi útvarp „Það var ævintýramennska fyrst og fremst. Líka það að við teljum að það sé stór hópur af fólki sem vill hlusta á vandaða og góða tónlist. Og þá er ég að tala um tónlist sem er í aðeins hærri gæðaflokki heldur en þetta fjöldaframleidda popp. Við reynum að leita á önnur mið, að vísu aðeins þyngri því við spilum mikið rokk og ról og við spilum líka önnur lög af þeim plötum sem innihalda vinsældalistalög. Við viljum meina að íslendingar séu það viti bornir að það þurfi ekki að mata þá, heldur sé hægt að kynna nýja tónlist fyrir þeim.“ Af þekktum nöfnum sem vinna á EFFEMM má nefna auk Önnu Þorláks, Snorra Má Skúlason, Steingrím Ólafsson, Hörð Arnar- son, Stefán Baxter, Þorstein Högna Gunnarsson, Richard Scobie og Sigurð Gröndal. Út- varpsstjóri er Konráð Olavsson, en undirstjórar eru Birgir Birgis- son og ívar Kristjánsson. Anna situr enn fyrir svörum og er spurð um fréttir, hvort frétta- tímar eða fréttatengt efni verði á stöðinni. „Nei, það verða ekki fréttir. Það eru svo margir fjölmiðlar með fréttastofur og -tíma, og eru að tönnlast á þessu sama, verð- bólga, vísitala og leiðindi. En náttúrlega ef það er eitthvað mikið að gerast, þá komum við til með að útvarpa því sem frétta- innskoti. Steingrímur Ólafsson sem var fréttamaður á Bylgjunni í langan tíma, verður hér daglega og mun þá sjá um slíkt. Við erum fyrst og fremst tónlistarstöö." Þorsteinn Högni Gunnarsson skýtur inn í þessa umræðu að það sé nánast vonlaust fyrir einkaút- varpsstöðvar að halda úti al- mennilegri fréttastofu, því ríkis- útvarpíð sé með það marga fréttamenn og góða fréttastofu. Fréttastofur hinna útvarpsstöðv- anna hlustuðu á fréttir ríkisút- varpsins og ynnu úr þeim og blöð- unum. Það hefði sýnt sig að Bylgjan hafði oft gerst sek um að vera með vitlaus úrslit úr ein- hverjum íþróttakappleikjum því það hafði verið prentvilla í Morg- unblaðinu! Þetta væri því spurn- ing um áherslur, einbeita sér að því sem hægt væri að gera vel, en láta aðra um það sem þeir gera vel. Hvað um þær stöðvar sem enn eru lifandi, finnst þeim þær vera vondar? „Þær eru of formfastar,“ segir Anna, „þar er það einn maður sem ákveður hvað á að spila, en hérna ákveðum við það öll sam- an. Við spilum það sem hlustend- ur vilja heyra, látum ekki for- dónia ráða.“ Þorsteinn Högni: „Þetta er spurning um að vera opinn fyrir því sem er gott, en það eru svo miklir fordómar á t.d. Bylgjunni, sem hafa valdið því að þriðjungur plötusafnsins er lok- aður niðrí kjallara. Einhver mað- ur sem ákvað að fólk vildi ekki heyra þær plötur. Og það voru einmitt þær plötur sem við höfðum verið að spila.” Anna: „Það hefur alltaf verið minn draumur að opna útvarpsstöð með plöturnar úr lokaða safninu á Bylgjunni." Hvernig er starfsemin fjár- mögnuð? „Með auglýsingum," segir Anna. „Við erum algerlega undir auglýsingunum komin, og við höfum íengið frábær viðbrögð miðað við hvað við erum búin að vera stuttan tíma í loftinu. Svo verðum við með þætti sem verða „kostaðir", þ.e. fyrirtæki sem kosta ákveðinn dagskrárgerðar- mann og fær í staðinn auglýsingu og nafn fyrirtækisins nefnt nokkr- um sinnum í þættinum. Þetta er tiltölulega nýtt hérlendis, en er mjög algengt erlendis og við ætl- um að reyna þetta. Annars eru öll svona mál í mótun ennþá, við erum bara nýfædd.“ ns. Föstudagur 16. |únf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.