Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 20
SKAK KRISTÓFER SVAVARSSON Hin fullkomna stöðubarátta Það hefur lítið farið fyrir Anat- ólíj Karpov, fyrrum heimsmeist- ara, frá því einvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar lauk í Seattleborg í Bandaríkjunum í ársbyrjun. Eftir að hafa borið sigurorð af Jóhanni lá leið hans fyrst til Linares á Spáni þar sem Englendingurinn Nigel Short batt enda á óvenju- lega sigurgöngu hans en þá hafði hann teflt 60 kappskákir án þess að lúta í lægra haldi. Að loknu mótinu í Linares lá leið Karpovs til Ítalíu þar sem hann lagði Sví- ann Ulf Andersson að velli, 2,5- 1,5, í fjarska leiðinlegu einvígi. Nú teflir Karpov á Heimsbik- armóti Stórmeistarasambandsins í hollensku verslunar- og hafnar- borginni Rotterdam. Hann hefur byrjað vel og má mikið út af bregða svo hann fari ekki með sigur af hólmi. í síðasta skákpistli fjallaði ég um glæsilega sóknarskák þar sem Daninn Carsten Hoi gersigraði Bandaríkjamanninn Boris Gulko. Því er ekki úr vegi að skýra gott dæmi um stöðubaráttu að þessu sinni. í henni standa fáir skákmenn jafnfætis Karpov. Á ólympíuskákmótinu í Þess- alóniku tefldi hann sína bestu skák í viðureign Sovétmanna og Svía. Mótherji hans var ofan- nefndur Andersson. Andersson er erfitt að sigra enda varðist hann atlögum Karpovs af hörku og útsjónarsemi lengst af skákar- innar. Svo vel að trauðla verður auga komið á afleik, mistökin kannski þau að hafa sætt sig við mjög þrönga stöðu. Hvítt: Anatólíj Karpov. Svart: Ulf Andersson. Bogo-indversk vörn. 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-Bb4+ (Bogo-indversk vörn hefur lengi verið í vopnabúri Anders- sons.) 4. Bd2-Bxd2+ 5. Dxd2-0-0 6. g3-d5 7. Bg2-Rbd7 8. 0-0-c6 9. Hcl-De7 10. De3-He8 11. Rbd2-e5 12. dxe5-Rxe5 13. Dxe5-Dxe5 14. Rxe5-Hxe5 15. cxd5-Rxd5 16. e4-Rb6 (Á Heimsbikarmótinu í Belf- ort lék Andersson 6... Rc7 og hélt jöfnu.) 17. f4-He7 19- Rb3-f6 18. a4-a5 20- Ha3! (Öndvegisleikur. Takið eftir að Karpov leggur ekki til atlögu strax með 20.Rc5 heldur bíður átekta.) 20. ... Be6 21. Rc5-Bf7 22. Hd3-Hae8 23. Bh3-Rc8 (Gefur of mikið eftir. 23....g6 hefði verið betra.) 24. Bd7!-Hd8 27. Hxd3-Kf8 25. Hcdl-Rb6 28. Hd8+-He8 26. Bg4-Hxd3 29. Hd4! (Bætir stöðu hróksins og hótar 30.b4.) 29. ... Hb8 (Það er erfitt að finna haldbetri leið en nú tapar svartur peði.) 30. Hd7! (Hrókurinn er vitaskuld frið- helgur. Nú vinnur hvítur peð.) 30. ...-h5 34. Rxb7-Rb6 31. Bh3-Ke8 35. Rd6+-Ke7 32. Hc7-Ra8 36. Rxf7-Rxa4! 33. Hxb7-Hxb7 (Andersson sér að staðan sem kemur upp eftir 36...Kxf7 37.b3 c5 38. Bfl er vonlaus. Því lætur hann manninn af hendi og það er tvímælalaust skásti kosturinn.) 37. Rh8!-Rxb2 40. Be6-Rd3 38. e5-a4 41. Bg8!-fxe5 39. Rg6+!-Ke8 (Eða 41...Rb4 42.e6 Rd5 43.BÍ7+ Kd8 44.e7+ Rxe7 45.Rxe7 og svo framvegis.) 42. Rxe5! (Alls ekki 42.fxe5 vegna 42...a3 43.Rg6 Re5!! 44.Rxe5 a2 45.Rg6 alD+ 46.Kg2 Kd8!! 47.Bf7 Da2+! 48.Kh7 Kc7! og svartur er sloppinn.l 42. ... Rb4 43. Rc4-h4 44. Bh7-hxg3 45. hxg3-Ke7 46. Be4-Kf6 47. g4-Ke6 48. Kf2-Rd5 49. Kf3-Rb4 50. g5-c5 51. f5+-Ke7 52. Ke3-Kf8 53. Kd2-Ke7 54. Kc3 geflð. Gott mót, léleg aðsókn Hermann Lárusson og Jakob Kristinsson sigruðu Alslemmu- mótið á Kirkjubæjarklaustri, sem spilað var um síðustu helgi. Að- eins 36 spilarar tóku þátt í mót- inu, þara af 2 af Suðurlandi. Þrátt fyrir það tókst mótið mjög vel og voru spilarar ánægðir með aðstöðuna og sjálft mótið, sem var afar vel skipað pörum af höfuðborgarsvæðinu. I 2. sæti urðu sigurvegararnir frá Gerðu- bergsmótinu, Anton R. Gunn- arsson og Friðjón Þórhallsson og jafnir í 3.-4. sæti urðu Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðs- son og Sveinn R. Eiríksson og Þröstur Ingimarsson. í 5. sæti urðu Hrólfur Hjaltason og Björn Halldórsson. í bígerð er í framhaldi af fá- dæma lélegri aðsókn í Klaustur- smótið, að fella niður tvö Alslemmu-mót, á ísafirði og á Húnavöllum. Næsta Alslemma verður að Hrafnagili v/Akureyri um næstu helgi. Svo virðist sem nokkur áhugi sé fyrir því móti, enda hafa mótshaldarar ákveðið að hækka verðlaun úr 100 þús. krónum fyrir það mót í 150-160 þús. krónur, ef þátttaka verður vel yfir 30 pör. Skráning í Hrafnagils-mótið er hafin, í s: 91- 673006 (Olafur) og 96-24171 (Jakob). Dregið hefur verið í Bikar- keppni Bridgesambandsins 1989; 1. umferð: Jón Baldursson-Júlíus Snorrason Sigmar Jónsson-Ásgrímur Sigur- björnsson (Siglufirði) Sveinn R. Eiríksson-Pólaris Eiríkur Hjaltason-Brynjólfur Gestsson Aðrar sveitir eiga yfirsetu til að ná tölunni niður í 32 sveitir. 2. umferð: H.20 (Eskifirði)-Tralla sveitin (Rvk) Sigfús Örn Árnason-Daði Björnsson Sveinn R. Eiríksson/Pólaris- Ingvaldur Gústafsson Sigmundur Stefánsson-Frímann Frímannsson ( Akureyri) Gylfi Baldursson- Samvinnuferðir/Landsýn Bragi Hauksson-Gunnar Berg (Akureyri) Guðmundur Eiríksson-Ragnar Haraldsson (Tálknafirði) Sigmar Jónsson/Ásgrímur Sigur- björnsson (Sigluf.)-Modern Ice- land Hulda Hjálmarsdóttir- Guðlaugur Sveinsson Zarioh Hamadi (Akureyri)- Stefán Ragnarsson (Akureyri) Jón Jónsson (Suðurnes)- Sigurður Vilhjálmsson Jón Baldursson/Júlíus Snorrason-Baldur Bjartmarsson Logi Þormóðsson-Guðmundur Baldursson Gugga Þórðar-Valtýr Jónasson (Siglufirði) Esther Jakobsdóttir-Eiríkur Hjaltason/Brynjólfur Gestsson Trésíld (Reyðarf).-Guðmundur M. Jónsson (ísafirði) Alls taka 36 sveitir þátt í keppninni, sem er heldur minni þátttaka en í fyrra. Þær sveitir sem nefndar eru á undan eiga heimaleik. Fyrstu umferð á að vera lokið fyrir 30.júní og annarri umferð á að vera lokið fyrir 20. júlí. Epson-alheimstvímenningur- inn (samræmd tölvukeppni um allan heim var spilaður sl. föstu- dag í Reykjavík. 22 pör (44 spil- arar) tóku þátt í spilamennsk- unni. Bestum árangri náðu eftir- taldir: NS-átt: Matthías Þorvaldsson-Svavar Björnsson 1458 (60,75%) Björn Arnarson-Stefán Kal- mannsson 1333 Gylfi Baldursson-Sigurður B. Þorsteinsson 1288 AV-átt: Baldvin Valdimarsson-Hjálmtýr Baldursson 1379 (57,46%) Jacqui McGreal-Guðmundur Pétursson 1364 Bernódus Kristinsson-Murat Serdar1342 Sveit Braga Haukssonar tekur nú öðru sinni þátt í Opna alþjóð- lega mótinu á Schiphol-flugvelli sem hefst á morgun. Um 60 sveit- ir tóku þátt í þessu móti á síðasta ári og varð sveit Braga þá í hópi efstu sveita. Sveit Jóhannesar Odds Bjarnasonar frá Þingeyri sigraði Vestfjarðamótið í sveitakeppni, sem spilað var á Núpi um síðustu helgi. Með honum í sveitinni voru: Hermann Sigurðsson, Helgi Gunnarsson og Jóhannes Sigmarsson. 12. sæti varað svo sveit Arnars Geirs Hinrikssonar frá ísafirði, í 3. sæti sveit Málningalagersins frá Bolungarvík, í 4. sæti sveit Ævars Jónassonar frá Tálknafirði og í 5. sæti sveit Þórðar Reimars- sonar, einnig frá Tálknafirði. 9 sveitir tóku þátt í mótinu, sem er heldur lakari þátttaka en í síðustu mótum. Keppnisstjóri var Steinberg Ríkharðsson. Ef menn hyggja á þátttöku í erlendum bridgemótum í sumar, á erlendri grundu, þá er hægt að verða sér úti um upplýsingar þar að lútandi á skrifstofu BSI. Nán- ar síðar. f tvímenningskeppni verður að hafa „nefið“ í lagi. Kvef og önnur óáran dregur stórlega úr árangri, að ekki sé talað um svefnleysi og syfju við græna borðið. Lítum á handbragðið hjá Jakobi Krist- inssyni, úr Alslemmu-mótinu á Kirkjubæjarklaustri um síðustu helgi: S:D10742 H:653 T:ÁD65 L:7 S:G93 H:K4 T:K L:KD 108653 S:65 H:DG987 T:G1097 L:Á4 Eftir sagnirnar: Austur Vestur 2 lauf 2 tíglar 3 lauf 3 grönd Þá spilaði Norður út spaðatvist (þriðja/fimmta). Jakob var sagn- hafi í Vestur og lét níuna, fimman úr Suðri og Jakob drap kóng. Smátt lauf upp á kóng, lítið frá Suðri, og laufadrottning. Drepið á ás og gosi í og Norður henti tígulfimmu. Suður (unglinga- landsliðsspilari) lá aðeins yfir þessu, en sá svo enga ástæðu aðra en að spila spaða. Feginn drap Jakob á ásinn, tók Iaufið nokkr- um sinnum og Suður henti hjört- unum sínum. Er upp var staðið og reykurinn af vígvellinum horf- inn, hafði sagnhafi nælt sér í 12 slagi og 690, sem þýddi toppur (hæsta skor). Lykilspilamennska Jakobs var vitanlega spaðaíferðin í byrjun, að taka níuna með kóng, og láta Suður halda að sagnhafi ætti ás/ kóng stakt og félaga því að eiga 6 spaða (og hafa fals-spilað spað- anum í upphafi í útspilinu). Þekkt staða í bridgespilinu, en það er eins og með margt annað, það þarf að framkvæma hlutina. BRIDDS 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Ólafur Lárusson Föstudagur 16. júníi989 S:ÁK8 H-.Á102 T:8432 L:G92

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.