Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 27
Þaö er ekki nýtt aö kvartað sé yfir unglingum. Sá aldurs- flokkur hefur ekki beinlínis verið fyrir það gefinn að vera þægur og góður. Unglingar fara um bítandisk og bölvand- isk fyrr og síðar - og núna með þá þægilegu kenningu á herðum, að þeim sé líffræði- leg nauðsyn að segja skilið við heim foreldra sinna með nokkrum fyrirgangi. En fyrr má nú rota en dauðrota. Viðbjóðslegt mál Viðbjóðslegt mál hefur vakið athygli fleiri en bandarískra heimamanna: það var þegar hóp- ur unglinga á aldrinum 14 til 16 ára réðist á stúlku sem var að skokka í Central Park í New York. Þeir sögðust eftir á bara hafa verið að reyna að finna ein- hvern hasar og spennu ítilver- unni. Hasarinn endaði með hópnauðgun og grimmilegum barsmíðum sem næstum því gengu af stúlkunni dauðri. Þetta mál negldi við sig athygli ekki bara af því hve ljótt það var. Heldur af því að hinir seku voru víst engir „hefðbundnir“ vand- ræðaunglingar sem svo heita. Og líka vegna þess að glæpurinn flýtur efst á mikilli bylgju ofbeld- is. Þar um má finna skýrslur: á fimm árum hefur unglingum innan átján ára sem handteknir eru fyrir morð fjölgað um 22% í Bandaríkjunum og þeim sem handteknir eru fyrir nauðgun um tæp 15% (Þetta gerist á sama tíma og unglingum á þessum aldri fækkar nokkuð í landinu). Skítt með þessa sveppi Ofbeldisverkum fjölgar og þau versna. Ef unglingar frömdu innbrot hér áður fyrr, hlaupu þeir við að útskýra þessi fólskuverk, finna sér kenningar um það hvernig á því stendur, að það er eins og mikill fjöldi barna og ung- linga eigi ekki snefil af samúð, að ekki sé talað um góðvild. Og það gengur fljótt og vel að tína saman útskýringar, af nógu er að taka svosem. Foreldrarnir eru svo ruglaðir, segja sumir, frá þeim heyra börnin ekki annað en skammir, sjá ekki annað til þeirra en illindi og barsmíðar. Mikill fjöldi þeirra elst upp í tvístruðum fjölskyldum og enginn lætur sér annt um þau. Þess í stað sækja þau sér traust og hald í foringja götunnar, sem eru oftar en ekki að herma eftir fullorðnum bófa- foringjum. Brennivín og dóp eru með í spilinu og kynda undir. Að sjálfsögðu nema margir staðar við þá ofbeldisdýrkun sem ein- kennir skemmtanaiðnaðinn allt frá teiknimyndum fyrir smábörn og uppúr. (Time, sem hér er m.a. stuðst við vitnar í skýrslur: Sex- tán ára unglingur bandarískur hefur orðið í sjónvarpi og í bíó vitni að 200 þúsund ofbeldisverk- um, þar á meðal 33000 morðum). Þótt mönnum gangi illa að koma sér saman um einhverskonar „mælingar“ á afleiðingum þessa feikna magns af barsmíðum, pyntingum og blóði, þá verða þeir núorðið torfundnir sem neita þvf, að það hljóti að hafa áhrif á hegðunarmöguleikana að nýjar kynslóðir taka út sinn þroska með morðið sem fastan hryggj- ar lið í sinni tilveru. Frelsi hins freka Þegar þessum útskýringum er brugðið upp, hverri af annarri, kemur upp sú hætta, að menn týni sér í því að vega þær saman og meta: Einn sér ekki annað en útbreiðslu dópsins, annar heldur að allt yrði nú í lagi ef að börnin horfðu bara á „góðar" sjónvarps- dagskrár. En þegar allt kemur til alls er líklega einna þýðingar- Þú verður laminn í rot og klessu sem skjótast á brott með sitt þýfi - nú brjóta þeir og bramla, míga og skíta, og kveikja svo í húsinu. Unglingar réðust á menn og rændu þá - nú berja þeir fórnar- lömbin til óbóta líka, nauðga þeim og drepa. Og sem fyrr segir: þeir eru ekki endilega „vand- ræðaunglingar“ úr fátækrahverf- um. Þeir sem beittu vangefna stúlku kynferðislegu ofbeldi (svo kemst vikuritið Time að orði) í efnuðu plássi í New Jersey voru íþróttastjörnur í „góðum“ skóla. Til að bæta svo gráu ofan á svart þá sýna margir unglinganna eng- in merki um iðrun eða samvisku- bit - að minnsta kosti ekki í fyrstu. Þeir vilja miklu heldur stæra sig af afrekum sínum og tala með fyrirlitningu um „sveppina“ - fórnarlömbin sem tilviljunin hefur teymt á þeirra fund. Kenningar, útskýringar Bandarísk blöð eru, eins og að líkum lætur, mjög önnum kafin mest, að líta á þau gildi sem mest fer fyrir í bandarísku samfélagi í heild, hvað þar þykir eftirsóknar- vert og hvaða aðferðum menn beita til að ná sínum markmið- um- ekki síst þeir sem gera tilkall til að leggja öðrum lífsreglurnar eða lenda í því sakir þess að þeir eru í slíkum störfum eða stöðum. Þessi gildi bera falleg heiti, oftar en ekki mundu þau kennd við frelsið - en það er nota bene fyrst og fremst frelsið til að „gera eins og mér sýnist" sem er sigursælt, frelsi hins freka, hins ósvífna, hins tillitslausa. Time segir með ósköp var- fæmislegu orðalagi í samantekt sinni um málið: „í bandarísku samfélagi í dag er áherslan síður á að láta sér annt um aðra en að þéna peninga og fullnægja óskum sínum eins og skot.“ Hér á helst við að vitna í fræg orð: Veit ég það Sveinki. Blaðið vitnar líka í sérfræðing í árásarhneigð, sem Arnold Goldstein nefnist: „Fyrir- myndir okkar sem þjóðar, forset- arnir og kauphallarhöfðingjar í Wall Street, hafa slegið tóninn fyrir okkur: Ég ætla að taka það sem er mitt.“ Ef að fjárfestingar- tröllið getur tekið til sín það sem honum sýnist, bætir blaðið við, þá heldur táningurinn að hann ætti líka að geta hrifsað hvað til fellur með þeim eina hætti sem hann þekkir. Og yfir öllu saman standa svo spámenn Frelsisins, Hayek karlinn og hans nótar, yppta öxlum og segja við þá sem reyna að halda fram einhverjum öðrum gildum - til dæmis í nafni félagslegs réttlætis: Iss, hvaða rugl. Eða svo vitnað sé í bóka- dóm í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum: „Það að rétt- lætissjónarmið eigi að ráða dreif- ingu lífsgæðanna telur Hayek til marks um óhóflega trú á mann- lega skynsemi, takmarkalausa drambsemi samhyggjunnar. Ekkert félagslegt réttlæti sé til.“ Harðari refsingar! Ætla menn að gera eitthvað í málunum? Ekki gott að vita - flest ráð til úrbóta kalla á aukin framlög til félags- og mennta- mála, en eins og menn vita er slíkt tal ekki vinsælt í Bandaríkjunum Reagans og Bush: Þar er búið að skera verulega niður það velferð- arkerfi sem til var, búið að stækka möskvana í öryggisnetinu - allt náttúrlega í nafni frelsis, í nafni ábyrgðar einstaklingsins (og þar með götubarna ghettó- anna) á sjálfum sér. Vikublaðið Time tístir eymdarlega í þá veru, að „unglingar þurfa að fá meira af tíma foreldra sinna og þeir þurfa að vita að þjóðfélagið lætur sér annt um þá“. Það verður ekkert af því: unglingamir alast einmitt upp við það að þeir séu óþarfir útgj aldaliðir, eiginlega ekki til neins - nema það má notast við þá sem neytendur ef þeir eignast aur. Þegar þjóð þeirra er að því spurð hvað hún telji ráðlegast til að kveða niður ofbeldið í arf- tökum hins amríska draums þá nefna flestir (eða 9%) það ráð, að herða refsingar, lengja fangelsis- dóma - og kannski fylgir það með að það eigi að gera fangelsin að enn verri vistarverum en þau nú eru! Enn furðulegra er þó það, að samkvæmt skoðanakönnun telur nær helmingur Bandaríkjamanna. að það eigi að láta toreldra sæta ábyrgð að lögum fyrir afbrot óf- ullveðja barna sinna. Meira en svo: það er þegar byrjað á þessu. í Kaliforníu hefur kona verið handtekin fyrir það að fimmtán ára sonur hennar tók þátt í hópn- auðgun - samkvæmt nýjum lögum má dæma hana í allt að árs fangelsi fyrir þessa „vanrækslu"! Það réttlæti verður þeim mun undarlegra sem það er vitað, að mjög stór hluti þeirra foreldra sem eiga slíka dóma á hættu eru einstæðar mæður fátækrahver- fanna - einmitt þær konur sem mest og lengst hefur verið á traðkað. Við og þeir Nú mætti spyrja: Til hvers er nú verið að lesa helgarpistilinn um ótíðindi í henni Ameríku, er ekki nóg af að taka hér heima? Vissulega. En við skulum ekki gleyma því heldur, að reynslan sýnir að til íslands kemur allt það sem veldur mönnum höfuðverk í Bandaríkjunum eða þá Svíþjóð, það kemur ekki samstundis og það gerist annarsstaðar, en svo öflugir útflytjendur eru Banda- ríkjamenn, ekki barasta á sjón- varpsefni heldur og á lífsstíl, gild- ismat og hvaðeina, að við munum reyna allt hið sama og þeir fyrr eða síðar. Við vitum nú þegar af ótal smáum og stórum dæmum þess hvernig hin fyrirvaralausa dýrkun síngirninnar, lög græðg- innar, draga út úr síðferðisbank- anum þær smáu innistæður sem þar voru - senn verður hann tóm- ari en nokkur Útvegsbanki eftir Hafskipsfár. Við gætum minnt á meir en leiðinlega þverskurðar- mynd sem gengur í gegnum allt samfélagið - allt frá brenni- vínsmálum æðstu dómara til vax- andi fólsku komungra smá- krimma... HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Föstudagur 16. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.