Þjóðviljinn - 11.08.1989, Page 9

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Page 9
Kertafleyting í blíðunni Það var fjölmennt á grasflöt- friðarhreyfingar stefnt fólki til að inni við Skothúsveg á miðviku- minnast þess að þann dag, 9. ág- dagskvöldið. Þangað höfðu tíu úst, fyrir 44 árum vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorku- sprengju á japönsku borgina Nagasaki - atómöld var hafin. Veðurblíða var og kvöldið fag- urt þegar Ingibjörg Haraldsdóttir kennari bauð fólk velkomið og flutti því ávarp friðarhreyfing- anna. Að því loknu flutti Margrét Ákadóttir leikkona ljóð og þá var komið að aðalatriði samkom- unnar: kertafleytingunni á ijörninni. Svo mikil ásókn var í kertin að þau seldust upp á svip- stundu og fyrr en varði sló bjarma á tjörnina. Það var haft á orði að oftast hefði vindurinn leikið á þátttakendur og haldið kertunum uppi við bakkann en nú var tjörn- in svo spegilslétt að þau hreyfðust ekki nema stjakað væri við þeim. Jim Smart ljósmyndari var á svæðinu og það er best að láta myndirnar hans tala. -ÞH Mannasmygl í stórum stíl Vel skipulagðir og fjármagnaðir hópar vinna að því að koma fólki ólöglega til Norðurlanda Danska lögreglan hand- samaði í s.l. viku 30 manns, sem reyndu að komast inn í Dan- mörku frá Vestur-Þýskalandi í leyfisleysi. Þeirra á meðal eru 10 (ranir, sem teknir voru fastir við Padborg nálægt dansk- vesturþýsku landamærunum s.l. miðvikudagskvöld. Þeir sögðust vera flóttamenn. Fyrstu sjö mánuði ársins hand- tók danska lögreglan, að sögn talsmanns hennar, 309 útlend- Féllá sjálfs síns bragði Hópur nokkur í Líbanon, sem nefnist Baráttusamtök íslams, tilkynnti s.l. föstudag að einn liðsmanna hans hefði látið lífið í Lundúnum, er hann hefði verið að undirbúa að fullnægja dauða- dómi Khomeinis heitins erkikl- erks af íran yfir Salman rithöf- undi Rushdie. Talið er að hér sé átt við mann, að líkindum Araba, sem fórst í sprengingu í hótelher- bergi í Paddington, Lundúnum, s.l. fimmtudag. Lögregla þar í borg telur að hann hafi verið að tilreiða sprengju og sprengt sjálf- an sig í loft upp af slysni. Félagar hans í Líbanon hafa lýst hann ís- lamskan píslarvott. inga, sem allir lýstu sig flótta- menn og höfðu komist inn í landið ólöglega eða gert tilraun til þess. A sama tímabili voru handteknir í Danmörku 107 menn, grunaðir um að smygla út- lendingum inn í landið. Er hér um að ræða nokkra fjölgun frá fyrstu sjö mánuðum s.l. árs. Danir voru um skeið flestum eða öllum þjóðum örlátari á dval- arleyfi til handa útlendingum, sem báðust hælis hjá þeim sem pólitískir flóttamenn, en vegna mikils aðstreymis voru lögin um þetta þrengd að mun 1986. Síðan hefur tala þeirra, sem biðja um landvist í Danmörku sem pólit- ískir flóttamenn, lækkað um helming, en á hinn bóginn hefur hækkað tala þeirra útlendinga, sem reyna að komast ólöglega inn í landið. Danska lögregian telur, að vel skipulagðir og fjár- magnaðir hópar mannasmyglara með bækistöðvar í Vestur- Þýskalandi standi að því að koma fólki ólöglega til Norðurlanda. í Tönder, annarri smáborg við dansk-vesturþýsku landamærin, var írani nokkur dæmdur í s.l. viku fyrir að hafa laumað 15 löndum sínum yfir landamærin í sept. s.l. í s.l. mánuði játaði sænsk kona fyrir dönskum rétti að hún ynni á vegum samtaka með aðsetur í Svíþjóð, sem síð- ustu árin hefðu smyglað a.m.k. um 800 írönum til þess lands yfir Danmörku. Reuter/-dþ. Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9 Bandarískir og sovéskir borgarar sigla á skútu yfir Atlantshafið í þágu friðar og umhverfisverndar -Tilgangur fararinnar er að vekja athygli á nauðsyn þess að þjóðir heims vinni saman að um^ hverfisvernd og friðarmálum. í þessari ferð taka þátt einstak- lingar sem vilja sýna í verki að það er hægt að vinna saman í friðsemd þrátt fyrir ólíkan bak- grunn og þjóðerni, sagði Step- hen Kent einn úr áhöfn skútunnar Te Vega sem hafði viðkomu í Reykjavíkurhöfn á leið sinni frá Leningrad til New York. Ferðin er farin undir yfirskrift- inni „Við erum öll á sama báti“ sem skírskotar bæði til þess að hópurinn sjálfur hefur sameigin- legra hagsmuna að gæta varðandi giftusamlega siglingu og sama má segja um restina af jarðarbúum sem ekki geta lifað af nema með því að taka höndum saman gegn mengun og öðrum náttúruspjöll- um og ófriði milli þjóða. Skútan Te Vega lagði af stað frá New York þann 4.júní s.l. og kom til Leningrad 15. júlí. Þar var skipt um áhöfn og haldið til baka til Bandaríkjanna og er áætlað að þangað verði komið 3. september. Þátttakendur í ferðinni eru 20 karlar og konur frá báðum lönd- unum, á öllum aldri og af ólíkum stéttum, en áhugi á umhverfis- vernd er þeim sameiginlegur. Á leið sinni yfir Atlantshafið vinna þau að ýmsum rannsóknum á á- standi sjávar, lofti og dýralífi auk þess sem þau fræða hvert annað um tungumál, menningu og samfélag hvers annars. iþ Áhöfnin á Te Vega var mynduð þegar skútan lá við Reykjarvíkurhöfn í fyrradag. Mynd: Jim Smart Erum öll á sama báti

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.