Þjóðviljinn - 11.08.1989, Page 16
Heimspekingurinn Rousseau t.v. og lærisveinn hans Robespierre.
Sú endurskoöun á sögu
frönsku byltingarinnar sem
hefurveriö ádagskrá í Frakk-
landi síðan snemma á átt-
unda áratugnum hefurekki
aðeins leitt til þess aö marx-
ískar sögukenningar hafa
orðið undan að láta, heldur
virðast ekki lengur mikil rök
eftirfyrir því, að franska bylt-
ingin hafi sprottið af einhverj-
um dýpri lögmálum í þjóðfé-
laginu og verið þannig á ein-
hvern hátt „söguleg nauðsyn"
og liður í langvinnri framþró-
un. Eftir stendur svo það sem
menn vissu frá upphafi, að
undirrót byltingarinnar var
samtvinnun mikilla erfiðleika í
efnahagslífinu og torleysan-
legrar stjórnmálakreppu, eða
e.k „pattstöðu" í
stjórnmálunum: almenningur
gerði uppreisn vegna þess að
lífskjör hans höfðu versnað til
muna og stjórnendur landsins
virtust alls ekki færir um að
leysa þann vanda sem að
steðjaði.
Aukin þekking
Reyndar hefur þekking manna
á þessum tveimur þáttum aukist
töluvert við þær rannsóknir sem
gerðar hafa verið samkvæmt við-
horfum marxismans og í deilun-
um um þau, en jafnframt hefur
komið í Ijós, að margvísleg
vandamál fylgja því að skýra
frönsku byltinguna á þennan
hátt. Nú er ljóst að sveiflukennd-
ar hreyfingar urðu í evrópsku
efnahagslífi öldum saman og
leiddu þau erfiðleikatímabil sem
gengu þannig yfir jafnan til þjóð-
félagsólgu og uppþota, en sam-
kvæmt öllum „lögmálum" hefðu
erfiðleikarnir í lok 18. aldar átt að
hafa í för með sér „hungurupp-
þot“ í hefðbundnum stíl eins og
gerst hafði hvað eftir annað á
fyrri öldum: byltingin var hins
vegar eitthvað algerlega nýtt sem
var ekki í neinu beinu og eðlis-
lægu sambandi við sveiflur í
brauðverði og slíkt og því annað
og meira en einföld afleiðing af
fyrirbærum efnahagslífsins. Þótt
skattfríðindi klerka og aðals-
manna væru pólitískt vandamál
og hlyti að valda mikilli óánægju,
þegar að kreppti og fjárhagur
ríkisins var í ólestri, var þetta at-
riði, svo og ýmis önnur forrétt-
indi þessara tveggja stétta, ekki
kraftbirting neins aðalsveldis og
„lénsskipulags“, því það var þá
fyrir löngu úr sögunni. Afnám
forréttindanna olli heldur ekki
neinum stórbreytingum í þjóðfé-
laginu: allar rannsóknir benda
sem sé til þess að eftir byltinguna,
á stjórnartfmum Lúðvíks 18.,
hafi franskt þjóðfélag verið mjög
keimlíkt því sem verið hafði fyrir
töku Bastillunnar.
Samtvinnun efnahagskreppu
og sjálfheldu-ástands í stjórnmál-
um nægir því ekki til að skýra það
hvaða stefnu atburðir byltingarár
annatóku: það þarf að rekja alla
þættina nákvæmar og skilgreina
hvers konar „þáttaskil" hafi orð-
ið. Um leið þarf að varpa á það
ljósi, hvers vegna franska bylt-
ingin varð eins afdrifarík í sögu
Evrópu og raun ber vitni, meðan
Napóleón hjá píramídunum.
enginn man eftir „Gordons-upp-
þotunum“ í London um svipað
leyti, og voru þau þó ólíkt heiftar-
legri en taka Bastillunnar. Því má
skjóta inn, að það eru ekki sagn-
fræðingar eða stjórnmálamenn
síðari tíma sem hafa fundið upp
að franska byltingin hafi verið
„lykilatburður" í sögunni: strax
eftir 14. júlí 1789 voru „fréttask-
ýrendur“ þess tíma og þeir sem
fylgst höfðu með því sem gerðist
sammála um að þarna hefðu orð-
ið algerlega nýir og fáheyrðir at-
burðir.
Nýjar leiðir
til túlkunar
En við þessa gagnrýni á eldri
kenningum koma þó í ljós nýjar
leiðir sem gera mönnum kleift að
setja fram nýjar túlkanir á bylt-
ingarsögunni, og inn á slíkar
brautir heldur „endurskoðunar-
sinninn“ Francois Furet í rann-
sóknum sínum. Þegar allar kenn-
ingar um „sögulega nauðsyn" og
djúpstæð lögmál sem séu að baki
þróunarinnar eru fallnar og efna-
hagslegar skýringar reynast ekki
einhlýtar, liggur beint við að snúa
rannsóknunum inn á svið
stjórnmála- og hugarfarssögu, og
kemur þá ýmislegt athyglisvert í
ljós.
Þótt stjórn Frakklandskon-
unga frá tímum Lúðvíks 14. og
fram að byltingunni væri kennd
við „einveldi" var hún í raun og
veru veikari en nokkur stjórn
nútímaríkis, og voru hinir
illræmdu einveldiskonungar
valdaminni en hvaða forsætisráð-
herranefna á okkar dögum sem
er. Sagnfræðingar hafa gjarnan
UPPSKERA
BASTILLU-
DAGSINS
Var franska byltingin söguleg nauðsyn?
undrast yfir því hvað stjórnin gat
gengið brösulega: ekki vantaði
að valdhafarnir gæfu út nógu ítar-
legar og nákvæmar tilskipanir,
þar sem öll smáatriði voru til-
greind, en þegar til framkvæmda
kom var þeim ekki hlýtt nema
með höppum og glöppum - þjóð-
lífið fylgdi sinni aldagömlu braut
með mikilli tregðu og fyrir vald-
hafana var harla erfitt og seinlegt
verk að hafa áhrif á það eða
breyta því, jafnvel þótt þeir
kynnu að hafa einlægan vilja til
umbóta. En þrátt fyrir þetta var
sú hugmynd við lýði að
stjórnmálavaldið væri „einveldi"
og hlyti að vera það: ætti það að
ráða án mótvægis og spanna yfir
allt. í samræmi við þessa hug-
mynd leitaðist Lúðvík 14. við að
brjóta niður allar þær stofnanir
nkisins sem hefðu eitthvert brot
úr því valdi sem kenna mætti við
„stjórnarandstöðu“: hætt var að
kalla saman stéttaþing, bæjar-
stjórnir misstu vald sitt og þing
misstu réttinn til að bera fram
áminningar og bænaskrár.
Á þennan hátt myndaðist
tómarúm milli ríkisvaldsins og
þjóðfélagsins sjálfs, en það tóm-
arúm fylltist um leið. í stað þeirra
„milliliða" milli ríkisvaldsins og
þjóðfélagsins sem hurfu úr sög-
unni fékk þjóðfélagið nýja full-
trúa og talsmenn: það voru rit-
höfundar, hugsuðir og heimspek-
ingar. Þannig var það t.d. Volta-
ire sem tók að sér að rísa upp og
mótmæla í greinum og ritlingum,
þegar hann áleit að einhver vald-
níðsla hefði verið framin. En
þessir menn höfðu einungis áhrif
á skoðanir manna og hugmyndir,
sem sé „almenningsálitið“, en
ekkert beint vald og setti það svip
sinn á allar umræðurnar. Þeir
voru þó ekki einir. Við hliðina á
þeim myndaðist nýtt pólitískt
samfélag, sem var algerlega utan
við valdakerfið: það voru
umræðuhópar á kaffihúsum,
„salónar", alls kyns „heimspek-
iklúbbar" og frímúrarastúkur.
Þetta samfélag var reiðubúið til
að leggja undir sig leiksviðið ef
tækifæri gæfist. Vera má að hug-
myndir forsprakka upplýsingast-
efnunnar hafi ekki haft nema
mjög takmörkuð áhrif á þessum
tíma og þá náð mun meira til að-
alsmanna en nokkurn tíma til
borgara eða alþýðu, en þessar
hugmyndir voru þó til staðar, þær
höfðu sitt „dreifingarkerfi", ef
svo má segja, og gátu því breiðst
út með leifturhraða við rétt skil-
yrði.
Samsæri eða
ekki samsæri?
Gagnbyltingarsinnar á 19. öld
héldu því sumir fram, að franska
stjórnarbyltingin hefði ekki verið
annað en ávöxtur af einhverju
hrikalegu samsæri frímúrara,
heimspekinga og annars illþýðis
af því tagi. Þessi kenning, sem er
jafn barnaleg og fáránleg og
„samsæriskenningar" um stór-
viðburði sögunnar eru yfirleitt,
hefur verið afsönnuð fyrir löngu
með könnun heimilda og úr-
vinnslu úr þeim. En þessi staða,
sem komin var upp í frönsku
þjóðlífi á síðari hluta 18. aldar er
kannske einn mikilvægasti þátt-
urinn í aðdraganda byltingarinn-
ar. Þegar árið 1787 mátti segja,
að franska ríkið væri ekki lengur
til: vegna yfirvofandi gjaldþrots,
óleysanlegrar stjórnarkreppu og
dugleysis var ekkert eftir nema
einhver Pótemkin-tjöld sem
þoldu ekki hina minnstu vind-
hviðu án þess að velta um koll.
Um leið og þjóðfélagsleg ólga
breiddist út vegna síversnandi
kjara var sviðið autt, - og ekkert
pólitískt eða hugmyndafræðilegt
afl til sem gæti tekið sér stöðu þar
nema „hitt pólitíska samfélagið".
Sigur þess var ráðinn á Bastillu-
deginum, þegar í ljós kom að
16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. ágúst 1989