Þjóðviljinn - 11.08.1989, Page 22

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Page 22
7 z 3 w— 5 7 (s> 7 8 )0 II T f )Z S? 13 7 l£T 7 8 II 7 2 b )7 2. S- 18 20 V )b 8 II Zl 22 7 21 23 W~ 2 ‘L 23 7- V W 2s" )b 7 T )3 7 2±- V 2 27 T )s 17 7 V /6 é 7 T 7 ;/ 20 18 27 T 26 2 26 2 V )<L 22 /7 22 V ÍT~ 2 20 H IS~ 8 W~~ T 13 V 20 17 ID 7 2 23 V Ý 13 22 22 V 20 Y 7 7 18 Vn 7 22 Jf /6 7 S2 ) 20 22 zo 2 Z 3o )sr 23 /6' ? )l 7- 10 17 2 7 13 7 II iz ZD h? 26 2 3 n 2JD 22 V 31 10 18 I 8 s? w ? 23 2 4 22 2 o 8 íé )b 2/ 2 7 T ?z zo ? y "K ■L 4 /£T '22 1 J? 7 V AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Verðlaunakrossgáta Nr. 56 Setjiö réttastafi í reitina hérfyrir neöan. Þeirmyndaþá karlmannsnafn. Sendiö þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síöumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 56". Skilafrestur er þrjár vikur. Verölaunin verða send til vinningshafa. 2 20 2% 3! 7 22 HAU<3RO» Verðlaun fyrir krossgátu nr. 56 er Lausnarorðið fyrir krossgátu nr. 54 var BREIÐAVÍK. Dregið var úr Ijóðasafn Gyrðis Elíassonar, réttum lausnum og upp kom nafn Þóru Helgadóttur, Fornhaga 13, Haugrof. Mál og menning gaf út. Reykjavík. Hún fær sent fjórða bindi Vesalinganna eftir Victor Hugo. FJÖLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Bömin og skilnaðurinn Þegar foreldrar barna skilja eru börnin alltaf leiksoppur. Þau eru aldrei gerendur í slíkum mál- um, heldur alltaf þolendur og er það undir foreldrum komið, að létta þeim það eins mikið og hægt er. Það fer vissulega eftir aldri barnanna hversu sterkt þau upp- lifa skilnaðinn eða eru meðvituð um hann, en burtséð frá aldri við skilnað, verða þau fyrr eða síðar að ganga í gegnum einhvers kon- ar uppgjör við þá staðreynd að mamma og pabbi búa ekki saman og munu aldrei gera það (aftur). Þar sem skilnaður foreldra er yfirleitt mjög erfiður fyrir þá, verða þeir meir eða minna upp- teknir af honum og afleiðingum hans. Börnin eru ekki þátttak- endur í honum, en verða samt að þola afleiðingarnar. Þetta leiðir til þess að í langflestum tilvikum sitja þau ein með hugsanir sínar, en oft á tíðum lenda þau í því að verða bitbein foreldra. Þau finna vanlíðan beggja foreldranna, ör- yggi þeirra og skjól er frá þeim tekið og þau verða að bregðast á einhvern hátt við öryggisleysinu. Langalgengast er að börn í slík- um aðstæðum loki sig af, hætti að treysta á fullorðna fólkið (a.m.k. í bili) og telji sig aðeins geta treyst á sjálf sig. Þau leita því ekki lengur ti! mömmu eða pabba meö vanlíðanina, heldur lokast sjálf í eigin hugarheimi og leita leiða út úr vanlíðaninni. Stundum brýst það út í algerri tilfinningalegri lokun, þar sem útá við er sýndur styrkur eða jafnvel harka, en einnig getur það brotist út í „óþekkt“. Þau leita allra leiða til að ná athygli, eða til að leiða hug annarra frá átökum skilnaðarins, þó það kosti að þau sjálf verði fyrir stöðugum skömmum. For- eldrarnir eru þá ekki að rífast inn- byrðis á meðan. Það er erfitt að gefa einhlít svör um hvernig börnin bregðast við skilnaði foreldra, því þau bregð- ast eins misjafnlega við og þau eru mörg. En eftirfarandi saga gefur örlitla hugmynd um það, sem hendir sum börn. Hjónin höfðu verið gift í nokkur ár og áttu sjö ára gamla dóttur er þau ákváðu að skilja. Hjónabandið hafði verið tiltölulega gott lengi framan af, en sl. 2 ár hafði það einkennst meir og meir af tog- streitu milli hjónanna, sem braust út í stoðugu rifrildi þeirra á milli. Rifrildin voru orðin það mikil og algeng, að andrúmsloft- ið á heimilinu var alltaf spennt og þurfti orðið lítið til að uppúr syði. Stúlkan hafði verið afskaplega viðráðanleg og indæl sem lítið barn. Hún dundaði sér mikið og gerði ekki miklar kröfur um at- hygli frá foreldrunum, sem kann- ski var eins gott, þar sem hún þurfti mikið að vera í pössun. Það virtist hún sætta sig ágætlega við. Þetta hafði þýtt það að henni var mikið hampað og mikið var rætt um það í fjölskyldunni hversu indæl og þæg hún væri. Þetta hafði hins vegar farið að breytast fyrir einu til einu og hálfu ári. Hún hafði þá aftur byrjað að væta rúm öðru hvoru, sýndi aukna þverúð gagnvart foreldrunum og varð rellin. Eftir að hún hóf MATUR GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Frönsk ostbaka Það eru margar góðar minn- ingar tengdar þeim árum sem ég bjó á stúdentagörðum í Lundi. Sérstaklega var gaman að fá tæki- færi til að kynnast fólki frá öðrum löndum, hvort sem viðkomandi var frá Kenya, Hollandi, Zambíu eða Nýja Sjálandi. Ég bauð þess- um vinum mínum upp á hangi- kjöt, lambasteik, góðan fisk og aðra sígilda rétti Islendinga og síðan var boðið til baka upp á þjóðarrétti viðkomandi lands og kenndi þar margra spennandi grasa, sérstaklega frá Afríku og Austurlöndum fjær. Það virðist oft erfitt að fá sumt af því kryddi sem þarf til að framreiða mat frá þessum löndum og langar mig í staðinn til að gefa ykkur upp- skrift að böku sem finnsk vin- kona mín lét mig hafa. Uppskrift- ina hafði hún aftur á móti fengið í Frakklandi. 3 dl af hveiti er hnoðað saman við 150 gr af smjöri. (Smjörið á ekki að bræða). Bætið síðan við 1 msk af rjóma og 1 msk af vatni. Látið þetta síðan í vel srnurt eld- fast form. Ofan á þetta má svo láta skinku, sveppi, túnfisk, afganga af kjúking, steikt hakk eða af- gang af sunnudagshryggnum svo dæmi séu tekin. Blandið að síðustu saman 3 eggjum, 3 dl af mjólk 2 dl af rifn- um osti og salti og hvítum pipar eftir smekk. Þessu er hellt ofan á. Þetta má gjarnan vera í kæli í */2 klukkustund áður en það er látið í ofn og bakað við 225°C í u.þ.b. 30-40 mínútur, eða þangað til bakan er orðin fallega gulbrún að lit. Ekki get ég á mér setið að gefa ykkur uppskrift að ótrúlega góð- um ís: f skál nr. 1 eru þeyttar 4 eggja- hvítur. í skál nr. 2 eru þeyttar 6 eggja- rauður og 2-2’/2 dl flórsykri. í skál nr. 3 eru þeyttir 6 dl af rjóma og saman við einhverju bragðefni: vanillu, berjum, berjasósu eða t.d. rifnu súkkul- aði. Blandið síðan öllu þessu fljótt og vel saman og frystið í formi. Stráið gjarna brauðmynslu í formið áður en ísinn er látinn í það. Ef hægt er að stilla frystinn á hraðfrystingu næst oft betri ár- angur. ísinn er dálítið dýr enda áætlaður fyrir 8 manns. Notið helming af því sem upp er talið og þá er þetta mátulegt á eftir ost- bökunni. Ég mæli ekki með að bjór sé notaður í ofangreindar uppskrift- ir. skólagöngu í 6 ára bekk fór einnig að bera á því að henni linnti ekki við önnur börn. Hún var frek og þau höfðu hana út undan. Hún hékk því enn meir í „pilsfaldi“ móðurinnar og kvartaði undan því að hafa ekkert að gera. Móðir hennar varð stöðugt að sinna henni. Allt leiddi þetta til þess að hún var meir og meir skömmuð og sjaldnar heyrðist hrósyrði eða að henni væri hampað. Hinsveg- ar vitnuðu foreldrar hennar mjög til þess hvernig hún hefði verið. Þeir töluðu mikið um hvað hún hefði verið þæg og góð. Af hverju hún gæti ekki dundað sér eins og hún hefði kunnað og hvort hún myndi ekki hvað það var þægilegt þegar aldrei þurfti að skamma hana? Án þess að fara út í hvað sé orsök og hvað sé afleiðing í þess- ari sögu, er augljóst að á sama tíma og barnið þarf mikla athygli foreldra til þess að þeir geti tekist á við þennan vanda og í samein- ingu hjálpað henni yfir þetta erf- iða tímabil, er togstreitan á milli þeirra orðin það mikil að þeir eru á engan hátt færir um.það. Þeirra vandamál eru orðin það stór, að þeir sjá ekki vanlíðan stúlkunnar, heidur aðeins að hún sé „vanda- mál“ fyrir þau. Þannig verður vanlíðan hennar aðeins enn eitt vandamálið þeirra á milli. Við- brögð þeirra felast því í því að ýta stúlkunni frá sér, segja henni að breyta sér. Á sama hátt og þau eru farin að segja hvort öðru að breytast. Þegar til skilnaðar kom gjör- breyttist þessi stúlka aftur. Hún lokaðist alveg, hætti að rella eða gera kröfur á foreldrana, hætti að sækjast í leikfélaga og lokaði sig meir eða minna af í sínum eigin hugarheimi, hvort heldur var í skólanum eða heima hjá sér. Að vísu vætti hún rúm áfram. For- eldrarnir hættu að skamma hana, þeir þurftu þess ekki lengur. Eftir skilnaðinn sáu þau að vísu að hugsanleg afleiðing hans fyrir stúlkuna væri einhvers konar innri spenna fyrst hún hætti ekki að væta rúm. Nú gátu þau sam- einast um það vandamál og leitað hjálpar. Það sem hins vegar kom í ljós var að stúlkan upplifði sig sem vandamálið og orsökina að skiln- aði foreldranna. Hún hélt að ef hún yrði aftur þæg og góð, myndi allt lagast aftur. Hún gat hins veg- ar ekki leitað til foreldranna og traustið til þeirra var ekki lengur til staðar þannig að hún lokaði sig af í eigin hugarheimi og sjálfsá- sökunum. Hegðun foreldranna breyttist og hún styrktist í þeirri trú að allt væri henni að kenna. Skaðinn var hins vegar skeður. Foreldrarnir voru skildir að skiptum. Hvað átti hún að gera? Það tók Iangan tíma að hjálpa henni út úr sjálfsásökununum. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.