Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 14
^ breytilegar, skrifaðar af næmi og
W skilningi, sem j afnvel er si aldgæf-
ur hjá kvenhöfundum. Óendan-
leg ást hans á ást milli karls og
konu, þeirri sem þráir bæði sál og
líkama hins elskaða, á ávexti
hennar, barninu, og á grænni
jörðinni - baðaðri dularfullu
skini mánans, sem ræður yfir ör-
lögum okkar-þetta eru einkenni
Ieikverka hans og það er erfitt að
ímynda sér að hann velji sér þetta
umfjöllunarefni til að „fela“
eitthvað annað. Hann er þjáður
af samúð með þessu fólki, stend-
ur ævinlega við hlið persónanna,
ver þær, og sýnir okkur mi-
skunnarlaust hvernig hvers kyns
kúgun og ófrelsi brýtur niður og
afskræmir eðli manneskjunnar
og leiðir hana til tortímingar.
Konan í verkum hans er ekki
gríma í einhvers konar feluleik,
heldur lifandi vera, sem hann
hefur óvenjusterka samúð með,
bæði sem manneskju og kven-
veru.
Nuria Espert, ein frægasta
leikkona Spánverja, sem hefur
leikið flestar þekktustu kvenper-
sónur í leikritum hans, segir að
hann skrifi „raunverulegri“ kven-
hlutverk en nokkurt annað
spænskt leikritaskáld. Og enn-
fremur: „Þó að hann sé heillaður
af dauðanum, yrki meira um
hann en flest önnur skáld og öll
hans stóru verk hafi tragískan
endi, er hann jafnan knúinn
áfram af von og trú á manneskj-
unni. Hann er bjartsýnn og vísar
okkur leiðina áleiðis til einhvers
konar hamingju fyrir
mannkynið,“ segir hún.
Einmitt þessi bjartsýni ætti að
vera okkur lífsnauðsyn í dag,
þegar sá hluti mannkynsins sem
ekki sveltur, virðist ætla að kæfa
vitund sína og réttlætiskennd í
innantómum hávaða og hégóma.
Lærdómur af kúgun kynslóðanna
og þjáningum virðist lítill og
bjartsýnir eldhugar á borð við
Lorca, sem trúa á manneskjuna
og náttúruna í stað tækni og pen-
inga finnast varla meðal þeirra
sem ráða ferðinni í heiminum í
dag.
Lorca var sem kunnugt er af
sæmilega efnuðu fólki kominn,
hlaut ágæta menntun, þótt ekki
nýtti hann sér lögfræðimenntun
sína að ráði og þætti jafnan held-
ur lítið gefinn fyrir veraldarvafst-
ur. Að öðru leyti var hann óvana-
Iega fjölbreyttum gáfum gæddur,
snjall myndlistarmaður og einkar
hæfur tónlistarmaður. Tón-
skáldið De Falla, sem var náinn
vinur hans og guðfaðir og
reyndist honum jafnan sem besti
faðir, sagði um hann: „Þið vitið
hvað hann var mikið skáld, en þið
vitið ekki hvað hann hefði getað
orðið mikill tónlistarmaður."
Lýsingar á uppvexti Lorca eru
margar mjög skemmtilegar, ekki
síst á uppátækjum hans í æsku,
þegar hann dró þorpsbúa í Fu-
ente Vaqueros til að hlýða á
messur og skáldskap, sem hann
þuldi uppábúinn útá torgi fyrir
alla sem hafa vildu og fleiri til.
Sagt var að hann hefði orðið á-
kaflega súr ef einhver sat með
þurr augu í messulok og hótað að
byrja á öllu uppá nýtt væri fólk
ekki háskælandi. Þessi einlæga
skynjun hans á innsta eðli leiklist-
arinnar fylgdi honum jafnan,
hversu langt sem hann teygði sig
eftir nýjum stefnum og formtil-
raunum í list sinni.
Allt líf hans var fullt af uppá-
tækjum og furðulegheitum, bæði
hlægilegum og sorglegum.
„Seint, - en í tíma“ var mottó
hans þegar rekið var á eftir hon-
um. Hann var hraðlyginn, sögðu
vinir hans, óvenjuleg frásagnar-
gáfa hans gerði sér litla rellu út af
sannleiksgildi frásögunnar. Jafn-
vel í dauðaangist hans, sem fylgdi
honum alla tíð, gat hann verið
fullur af húmor og sprelli.
Hann lék sér iðulega að því að
leika dauða sinn fyrir vini sína og
það er óhugnanlegt að lesa frá-
sagnir af þessum gráa leik, sem
var einkennileg forspá að því sem
síðar urðu örlög hans. Dauðinn
varð honum þráhyggja, hann ótt-
aðist hann og heillaðist af honum
bæði sem maður og skáld. Hvers-
dagslegustu atvik tók hann sem
dularfullar bendingar og las út úr
þeim ýmsar vísbendingar og
skilaboð forlaganna. En allir vin-
ir hans tala um ímyndunarafl,
húmor og lífsþorsta sem helstu
einkenni hans í daglegri um-
gengni.
Hann var líka mjög skarpur og
vel að sér um fjöldamargt annað
en listir og stjómmál. Greinar
hans um t.d. trúmál, sögukennslu
í skólum, veldi Mára á Spáni,
tónlistarkennslu og margt fleira
sýna óvenjulega skarpskyggni og
eiga flestar vel við enn í dag.
„í listum eru reglur aðeins
nauðsynlegar fyrir byrjendur,"
sagði hann í merkri grein er nefn-
ist „Reglur í tónlist". „Eftir það
aðeins fyrir meðalmenni. Sannur
listamaður vinnur eftir innsæi,
ekki reglum.“
Karlarog
konur ílífi
skálds
Konurnar á heimilinu og þá
einkum móðir hans eru örlaga-
valdar í lífi hans og birtast aftur
og aftur í síbreyttri mynd í verk-
um hans. Lorca varð reyndar ást-
fanginn af konu strax á unga
aldri. Sú hét Maria Luisa Egea
Gonzales, og ef til vill má rekja
að einhverju leyti erfíðleika hans
síðar við að nálgast konur í ástum
til sambandsins við hana. Hún
virðist ekki hafa endurgoldið til-
finningar hans og hann lýsir
henni jafnan sem „kaldri". Hins
vegar kemur önnur kona inn í líf
hans þegar hann er um tvítugt og
var sú frá Granada eins og Maria
Luisa. Hún hét Emilia Llanos
Medina og í dagbók hennar kem-
ur augljóslega fram að Lorca
verður smátt og smátt hin stóra
dapurlega ást í lífi hennar. Þau
hittast nær daglega um langt
skeið og allt til dauða Lorca er
hún einn nánasti vinur hans.
Hverjar hans tilfinningar til
hennar raunverulega voru, vitum
við ekkí, en hún var 10 árum eldri
en hann og hafði mikinn áhuga á
bókmenntum og listum. Það var
einmitt hjá henni sem hann
kynntist hinni spræku og mál-
glöðu vinnukonu Dolores, sem
birtist síðar í síendurnýjaðri
mynd í leikritum hans.
Fjöldamargar aðrar konur
verða á vegi hans á lífsleiðinni og
eru honum óþrjótandi upp-
spretta í skáldskap hans. Ein
þeirra var Frasquita Alba Sierra,
fyrirmyndin að Bernörðu Alba,
en hún lést 11 árum áður en
Lorca skrifaði síðasta leikrit sitt,
um Bernörðu og dætur hennar.
Nánast allar persónur í því verki
eiga sér einhverjar rætur í upp-
vexti og umhverfi Lorca, meira
að segja amman, María Jósefa,
sem lokuð er inni, er byggð á
minningum Lorca um heimsókn-
ir hans og Francisco bróður hans
til ruglaðrar frænku í Fuente
Vaqueros. Allar þessar kvenlý-
singar kvikna frá gömlum minn-
ingum, umbreytast og stíga ljós-
lifandi fram í verkunum í endan-
legri mynd.
Það væri að æra óstöðugan að
telja upp alla þá karlmenn sem
höfðu áhrif á líf Lorca og verk.
Ekki aðeins fremstu skáld og
listamenn Spánar fylla vinahóp-
inn, heldur og margir valdamiklir
stjórnmálamenn. Og þá eru ó-
taldir ástmenn hans. Einna fræg-
ast er samband hans við Dalí, en í
fyrra gaf systir hans, Ana Maria
Dalí, safninu í Fuente Vaqueros,
bréf Lorca til hans. Varpa þau
ljósi á sérstæða vináttu þeirra,
sem stóð allt til dauðadags með
ýmsum tilbrigðum. Og enda þótt
Bunuel gæti ekki stillt sig um að
gera grín að barnaskapnum í hon-
um og mjög skærist í odda með
þeim, þegar Bunuel gerði kvik-
mynd sína, Andalúsíuhundurinn,
segir Bunuel þetta um hann:
„Lorca var stærsta manneskja
sem ég hef kynnst. Hvorki leikrit
hans né ljóð jafnast á við mann-
eskjuna. Það er ekki hægt að líkja
honum við neitt. Hann var þján-
ing, gleði, æska, eldur. Vináttan
við hann gaf mér þann kraft, sem
umbreytti mér, endurnýjaði mig
og opnaði nýjar víddir. Eg skulda
honum meira en ég fæ með orð-
um lýst“. Eitthvað svipað gætu
sjálfsagt margir fleiri vina hans
sagt. Enginn vafi er á því að
stjórnmálafrömuðum spænska
lýðveldisins hefur hann verið
hugmyndafræðilegur innblástur,
eins og komið verður að síðar,
Lorca ásamt Margaritu Xirgu eftir frumsýningu á Yerma.
þótt hann ruglaði þá líka oft í rím-
inu.
Sósíalistinn Fernando de los
Ríos var einn nánasti vinur hans
alla ævi, allt frá því að hann tók
hann í læri í lögfræði í Residencía
de Estudiantes í Madrid. Fem-
ando fór með honum í Ameríku-
förina árið 1929-30, en þegar
heim kom var lýðveldið í burðarl-
iðnum. Varð Fernando dóms-
málaráðherra í fyrstu ríkisstjórn
lýðveldisins, síðan menntamála-
ráðherra 1931-33 og loks utanrík-
isráðherra um skeið í árslok 1933.
Skáldin Neruda og Borges
kynntust Lorca snemma, Lorca
myndskreytti t.d. ljóðabók eftir
Neruda. Borges var hins vegar
mjög í nöp við hann, kallaði
Lorca hlægilegan og sjálfupptek-
inn, sítalandi um sjálfan sig og
sínar upplifanir, sem voru oftast
bæði ótrúlegar og illskiljanlegar
þeim sem ekki nenntu að fljúga
með honum á vit drauma og
ævintýra. Eða vildu bara fá svo-
lítið af sviðinu fyrir sjálfa sig.
Tveir menn virðast hafa verið
honum öðrum kærari, þótt hvor-
ugur þeirra hafi verið hommi.
Annar var skáldið og nautaban-
inn Ignacio Sánchez Mejías, sem
lést í hringnum í Manzanares og
Lorca orti um harmljóðið fræga
„Llanto por Ignacio Mejías“.
Hinn var ungur verkfræðinemi,
Rafael Rodriguez Rapún, sem
var stærsta ást hans síðustu tvö
árin sem hann lifði. Hann var
sérkennilegur um margt og ýmsar
þverstæður einkenndu líf hans.
Hann var fótboltahetja, flinkur
peningamaður (sá um fjármál
Barraca) og síðast en ekki síst
eldheitur sósíalisti. Rapún var
mikið kvennagull, en heillaðist af
Lorca og tók dauða hans ákaflega
nærri sér. María Teresa León,
eiginkona kommúnistans og
skáldsins Rafaels Alberti, sem
var einn nánustu vina Lorca segir
í endurminningum sínum: „Eng-
inn getur hafa þjáðst eins og þessi
ungi piltur, eftir að Lorca dó. Ég
er sannfærð um að hann gekk
beint í opinn dauðann.“
Rapún gekk í lýðveldisherinn
strax eftir dauða Lorca. Hann var
skotinn í Santander, átta dögum
áður en borgin féll í hendur
Franco. Hann lést 18. ágúst 1937,
nýlega 25 ára gamall. Seinna þeg-
ar dauðadagur Lorca var stað-
festur, kom í ljós að það var ná-
kvæmlega ári áður upp á dag. Það
hefði Lorca tæplega talið tilvilj-
un.
Átök og
eldmóður
Þó að Lorca væri glaðlyndur,
vinsæll, vinmargur og viðurkenn-
dur sem skáld langt út fyrir Spán,
fór því fjarri að hann væri ham-
ingjumaður. Fyrir utan hin
flóknu ástarmál, þar sem hann
upplifði hverja höfnunina á fætur
annarri, var hann oft mjög óöru-
ggur sem listamaður, ekki síst
eftir að frægðin hélt innreið sína í
líf hans. Persónuleg og listræn
átök skiptust á í lífi hans. Hann
var ofurnæmur, eins og sést á
öllum hans skáldskap. Skynjun
hans á veruleikanum birtist í
skáldskapnum og oft virðist hann
forspár um hluti, sem enginn gat í
raun séð fyrir. Én það er einmitt
einkenni stórra listamanna að
nema strauma og leyndar
hneigðir bæði í samfélaginu og
hjá manneskjunum í kringum þá
og sýna það í verkum sínum. Slíkt
getur jafnvel verið að nokkru
leyti ómeðvitað. Það er t.d. varla
hægt að ímynda sér að Lorca hafi
raunverulega séð fyrir innrás
Francos og valdatöku fasista,
þegar hann var að skrá hina
óhugnanlegu lýsingu á kúgun og
frelsisskerðingu í leikritinu um
Bernörðu Alba, aðeins tæpum
tveimur mánuðum áður en
innrásin hófst. En skáld af þessu
tagi eru einmitt stórhættuleg slík-
um valdaræningjum, því þau
nema ógnina sem liggur í loftinu
og framkalla hana í list sinni. Upp
úr langvinnu þunglyndiskasti hélt
Lorca til New York, þar sem
hann settist í háskóla til að læra
ensku. New York var ekki besti
staðurinn til að ná sér upp úr
þunglyndi árið 1929. Honum
fannst stórborgin óhugnanleg af-
skræming - maðurinn og náttúr-
an lítilsvirt í þessum dauða heimi.
Negrarnir og örlög þeirra urðu
viðfangsefni hans í mörgum ljóð-
um frá þessum tíma og hann
fylltist baráttuhita fyrir hönd
þessa kúgaða fólks, rétt eins og
hann hafði barist fyrir sígaunana
heima á Spáni. Lorca dvaldist um
tíma hjá Philip Cummings rithöf-
undi í Vermont og þar skildi hann
eftir 53 handskrifaðar blaðsíður
vandlega innpakkaðar, sem hann
bað Cummings að geyma vel.
Cummings opnaði pakkann ekki
fyrr en 1961. Þá las hann alla
pappírana og í niðurlaginu bað
Lorca hann að eyðileggja þá,
hefði hann ekki beðið um þá til
baka innan 10 ára. Af trúnaði sín-
um við Lorca gerði Cummings
eins og hann sagði. Cummings
hefur lýst innihaldinu sem biturri
frásögn af öllu því fólki sem væri
að reyna að eyðileggja hann og
verk hans. Virðist Lorca hafa
verið haldinn velþekktri ofsókn-
arkennd, sem gerir iðulega vart
við sig hjá listamönnum. Kröfu-
rnar sem gerðar voru til Lorca
sem skálds voru honum líka erf-
iðar. „Menn heimta fullkomið
listaverk af mér,“ sagði hann
dapur.
Eitt af nöfnunum sem Cum-
mings mundi eftir í pappírunum
var Dalí, sem Lorca taldi að væri
að reyna að eyðileggja sig. Þar
hefur Lorca án efa verið m.a. að
fjalla um stríð hans við súrrealist-
ana, sem gerðu góðlátlegt grín að
honum fyrir heimóttarskap og
sveitamennsku. Nýjar listastefn-
ur eins og súrrealisminn urðu
honum þó frjór aflgjafi, þótt
hann væri fyrst og fremst tals-
maður þjóðlegra menningar-
verðmæta og þess sem satt var og
ósvikið. Á þessum fyrstu ára-
tugum aldarinnar lifði spænska
þjóðin að mestu á erlendum lán-
um, nýlendurnar voru úr sög-
unni, iðnaður mjög frumstæður
og landbúnaður sömuleiðis. Búið
var að veðsetja flestar verðmætar
eignir þjóðarinnar fyrir lánum og
þjóðin var kúguð vegna einræðis-
brölts og ofríkis hershöfðingja og
konungs. „Kynslóðin frá 98“
nefndist hreyfing sem reis upp á
þessum árum og hafði það að
markmiði að endurreisa Spán
menningarlega og efnahagslega
og vinna að auknu lýðræði í
landinu. Þessi hópur klofnaði að
nokkru leyti í tvo hópa, Kastillíu-
hópinn og Andalúsíuhópinn. Sá
fyrrnefndi vildi leggja höfuð-
áherslu á að rjúfa einangrun
landsins, opna allar gáttir fyrir er-
lendum nýjungum, en Andalúsí-
uhópurinn lagði áherslu á að efla
þjóðarvitund meðal almennings
og listamanna, byggja á þjóð-
legum menningarverðmætum og
óþreytandi leit að hinu ósvikna
sem bjó í spænskri alþýðulist.
Fræg eru ummælin um afstöðu
Spánar til fyrri heimsstyrjaldar-
innar: „Spánn var hlutlaust land í
öllu nema bókmenntum og list-
um“. í þessum frjóa jarðvegi eld-
móðs endurmats og endursköp-
unar eflist lýðræðishugsjónin.
Primo de Rivera flýr land, kon-
ungsveldið riðar til falls og loks
eygja menn fyrirheitna landið
eftir sigur lýðveldissinna í kosn-
ingum. í apríl 1931 er annað lýð-
veldið stofnað á Spáni án þess að
það kosti eitt einasta mannslíf,
konungsveldið fellur eins og rotið
epli og endurreisnin hefst. Allt
skyldi verða til fyrirmyndar,
landbúnaðurinn endurskipu-
lagður í samræmi við tæknifram-
farir annars staðar í álfunni, en í
stórum hluta landsins höfðu eng-
ar framfarir orðið í vinnu-
brögðum í marga áratugi. Síðast
en ekki síst skyldi mennta alþýð-
una svo hún gæti notið réttar síns,
losa hana úr viðjum aldagamalla
trúarkreddna og opna fyrir henni
heim menningar og lista. Ólæsi
var fyrsta og stærsta hindrunin og
14 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. september 1989