Þjóðviljinn - 29.09.1989, Qupperneq 22
Þjóðleikhúsið sýnir
OLIVER eftir Lionel Bart.
Þýðandi: Flosi Ólafsson.
Leikstjóri: Benedikt Árnason.
Hljómsveitarstjóri: Agnes Löve.
Leikmynd og búningar: Sean Kenny.
Lýsing: Mark Henderson.
Hreyfingar og dans: Ingibjörg
Björnsdóttir.
Fyrsta frumsýning Þjóðleik-
hússins á þessu leikári leit dagsins
ljós í kjölfar markvissrar herferð-
ar í fjölmiðlum sem miðaði að því
að styrkja starfsemina í augum
almennings. Prýðilega hannaðar
auglýsingar, snotur bæklingur og
vel skipulögð hrina af viðtölum,
fréttum og breiðsíðum, allt var
þetta stílað upp á gott upphaf í
fyrstu sýningu haustsins um Oli-
ver Tvist og hans grimmu örlög,
Fagin, Nansí, Bill Sækes, Flrapp
og allt það fólk. Þrátt fyrir það fór
svo að undirtektir á frumsýning-
unni sjálfri voru ekki nema hálf-
volgar, hrifningin fór lágt og þeg-
ar loks tókst að hífa stemmning-
una upp í framkallinu vöknuðu
strax spurningar í huga manns:
hvers vegna þurfti þetta að fara
svona?
Óliver er einn af oss. Sagan
hefur um langan aldur verið á
kreiki hér á landi. Ef ég man rétt
kom hún fyrst út á fjórða ára-
tugnum í þýðingu Páls Skúla-
sonar og var sú útgáfa stytt. Hún
var endurprentuð einhvern tíma
á sjöunda áratugnum og hafði þá
verið sýnd hér kvikmynduð af
David Lean og flutt í útvarpsgerð
Giles Cooper sem framhalds-
leikrit. Síðan hefur hún verið
endurprentuð í annarri útgáfu í
þrígang og er ný prentun væntan-
leg á markað þessa dagana.
Um 1960 tók Lionel Bart hana
traustataki og skrifaði uppúr
henni dásamlegan söngleik sem
seinna var tekinn og kvikmynd-
aður vestur í Hollywood. Þar
endar líka þessi frægðarsaga því
þótt kvikmyndin Oliver hafi ver-
ið margverðlaunuð Óskörum er
það löngum talið til marks um
hversu þau verðlaun eru oft veitt
óverðskuldað.
Að síðustu ber að nefna að sag-
an var flutt af Þjóðleikhúsinu
fvrir nokkrum árum í leikgerð
Arna Ibsens og naut þá nokkurr-
ar hylli.
Söngleikurinn
Ég þekki söngleikinn Óliver
fyrst og fremst af gamalli „music
for pleasure”-plötu sem ég komst
í sem barn. Þar kynntist maður
þessum elskulegu, tilfinninga-
sömu og snjöllu sönglögum sem
Bart dró saman úr langri sögunni.
Löngu síðar komst ég í kynni við
hina frægu leikmynd Sean Kenny
sem prýðir sviðsetningu Þjóð-
leikhússins að þessu sinni og hef-
ur verið umtalsefni meðal
leikhúsfólks undanfarið misseri,
ekki fyrir ágæti sitt, heldur fyrir
Einn af oss
þá sök að hún er nær þrítug og
Ieigð frá London.
Öliver er nefnilega „pakka”-
sýning eins og það er kallað og er
ekki nema að takmörkuðu leyti
unnin hérlendis. Þetta þýðir að
leikhúsið kaupir ekki einungis
réttinn til sýninganna, heldur líka
hljómsveitarútsetningu, radd-
setningu, búninga, leikmynd,
jafnvel letrið á heiti leiksins.
í sumum tilfellum tekur þessi
samningur líka til dansa, jafnvel
getur hann inniborið sviðsetn-
inguna sjálfa. Þannig var til dæm-
is með My fair lady þá sá söng-
leikur var fyrst settur hér á svið.
Þetta þykir ákaflega ófínt fyrir-
komulag meðal leikhúsfólks,
fyrst og fremst á þeirri fosendu að
innlendir sköpunarkraftar eru
sniðgengnir við slíkar sýningar og
eins að „framleiðsla” af þessu
tagi sé fyrir neðan þeirra virð-
ingu, óvirðing við listrænan
metnað leikhúsa okkar og lista-
fólks.
Því er til að svara að allar sýn-
ingar eru að einhverju leyti
„pakkar”: höfundur gerir sér
ákveðnar hugmyndir um fram-
gang verks síns á sviði og í sumum
tilfellum geta þær verið ákaflega
einstrengingslegar og skert veru-
lega starfssvið leikstjóra, leik-
myndateiknara, jafnvel leikara.
Höfundur kann að ganga svo frá
verki sínu að þar sé hver hlutur
njörvaður niður, viðbrögð
leikara jafnvel tíunduð nákvæm-
lega og hann þannig rígbundinn.
Þessi afstaða höfunda er vissu-
lega umdeilanleg.
Leonard Bernstein, Stephen
Sondheim og Jerome Robbins
Laufey Sigurðardóttir
Selma Guðmundsdóttir
Tónleikar á Hvamms-
tanga og Sauðárkróki
Laufey Sigurðardóttir fiðlu-
leikari og Selma Guðmundsdótt-
ir píanóleikari halda tónleika á
Hvammstanga á morgun, laugar-
daginn 30. septem'oer, og hefjast
þeir kl. 16.
Daginn eftir, sunnudaginn 1.
október verða þær með tónleika
á Sauðárkróki og hefjast kl. 15.
Síðan liggur leiðin suður og á
þriðjudag verða tónleikar í Hafn-
arborg í Hafnarfirði og hefjast
þeir kl. 20.30.
Á efnisskrá eru verk eftir Moz-
art, Dvorák, Kreisler, Berio og
Janacek.
hafa ekki til þessa dags samþykkt
neinar breytingar á West side
story svo dæmi sé tekið, jafnvel
ekki fallist á að sagán sé flutt til
okkar tíma. Samuel Beckett hef-
ur staðið fast á því að leið-
beiningum sínum sé fylgt og
hvergi breytt frá þeim.
Deilan um höfundarrétt og
leyfi til sveigjanleika í túlkun hef-
ur hvergi verið hatrammari en í
óperunni. Engum dettur í hug að
breyta hljómsveitarútsetningum
£
* * y
ULI —1 m.
PALL BALDVIN
BALDVINSSON
hinna sígildu höfunda, nema fjöl-
di undirleikara í gryfju er
mismunandi, en á sviðinu hafa
leikstjórar farið einkar frjálst
með vettvang sögu og túlkað tak-
markaðar leikleiðbeiningar af
miklu hugmyndaflugi.
Svo er hin hliðin á þessu máli.
Margir þeirra söngleikja sem fara
um heimsbyggðina með upphaf-
legum leikmyndum, búningum
osfrv., gera það sökum þess að
sérhver ný uppfærsla yrði ákaf-
lega dýr. Þannig er það fjárhags-
legur akkur ef nota má leikmynd
frá London eða New York,
útsetningar, raddskipan og
dansa. Það sparar peninga. Bæði
í alþjóðlegum listdansi og óperu
tíðkast slík skipti mjög víða, enda
er sá markaður alþjóðlegur og
byggir að miklu leyti á starfs-
kröftum sem fara land úr landi.
Það er því fullkomlega rétt-
lætanlegt hjá yfirstjórn Þjóðleik-
hússins að efna til sýninga á Óli-
ver með þeim hætti sem nú er
orðið. Ég hef reyndar lengi furð-
að mig á því að þessi umbúnaður
skuli ekki hafa verið leigður og
sýningin sviðsett hér löngu, löngu
fyrr.
Söngsins list
Ytri umbúnaður á sýningum af
þessu tagi leysir ekki listafólkið
undan þeirri skyldu að gera sitt
besta. Og það getur oft ekki
reynst nóg. Gallarnir í sýningu
Þjóðleikhússins eru nokkrir og
eiga stóran þátt í að deyfa
skemmtun kvöldsins og áhrifa-
mátt leiksins.
’Óliver er söngleikur, mikill
hluti af framrás sögunnar fer
fram í söng, afstaða og tilfinning-
ar sögupersóna eru tjáðar í söng.
Til þess að koma verkinu sóma-
samlegaá svið þarf góða söngv-
ara.
Ekki vantar að hljómsveitar-
stjórn sé til mikillar prýði, undir-
leikur var kraftmikill og þéttur,
en mikið skorti á að vel heyrðist
til söngvaranna og olli því bæði
óskýr textaframburður og veik
mögnun. Kórkaflar voru veikir,
má þar til nefna Matarsöng
drengjanna og Morgunsöng Óli-
vers. Ekki er ljóst hvort hér má
kenna um ónógri eða rangri kór-
stjórn eða frumsýningarskrekk.
Jafnvel í einsöng ágætra söngv-
ara, Arnar Árnasonar, Flosa Öl-
afssonar, Ragnheiðar Steindórs-
dóttur, skorti mikið á að greina
mætti söngljóðin aftur á tíunda
bekk. en þann galla má laga.
Verra er þegar ungar raddir hafa
verið valdar til stórra átaka en
valda því ekki.
Leikurinn
í leik byggir söngleikurinn Óli-
ver á örfáum skýrt mörkuðum
persónum annars vegar og hins
vegar á stórum hóp kórfélaga,
drengja og fullorðins fólks.
Miklu máli skiptir í svið-
setningu verksins að leikstjóri og
dansa- og hreyfingahöfundur
leggi ríka rækt við kórinn, haldi
honum innan marka þannig að
hann skyggi ekki á aðalleik-
endur, en gefi hverjum og einum
jafnframt næga leiðbeiningu,
jafnvel skýra persónu, nóg að að-
hafast. Sá hluti leiksýningarinnar
er sárlega daufur og er þar engum
um að kenna nema Ingibjörgu og
Benedikt. Nægir þar að benda á
stök atriði, td. viðbrögð drengja-
hópsins þá þeir fá matinn í upp-
hafinu, viðbrögð þeirra þegar
Fagin kennir Öliver að stela í
fýrsta sinn, ellegar leik kórs
hinna fullorðnu í Morgun-
söngnum fyrrnefnda. Ekkert er
mikilvægara í sviðsetningu söng-
leiks en kóratriði. Hér á landi vill
það oft brenna við að kóratriði
mistakist, verði vandræðaleg í
hreyfingum og hafi á sér yfir-
bragð áhugamennsku. Þetta er
viðvarandi vandamál sökum þess
að laun þessa hóps eru smánarleg
og hann byggist að jafnaði upp á
áhugafólki. En það leggur leik-
stjórum og kórstjórum því meiri
ábyrgð á herðar.
Persónugallerí leikaranna er
mun ánægjulegra: má þar fyrst til
nefna heimilisfólkið allt hjá lík-
kistusmiðnum þar sem andi sög-
unnar virtist loks ætla að ná í
gegn. Flosi Ólafsson var með sínu
móti í hlutverki herra Bumble og
gæti að ósekju lagt sig meira
fram, ekki síst sökum þess að
hann leikur Bumble öðru sinni;
samleikur þeirra Margrétar
Guðmundsdóttur er svipur hjá
sjón og þar kemur í fyrsta sinn
fram einn veikleikinn í svið-
setningu Benedikts og Ingi-
bjargar - leikararnir hafa ekki
nóg að gera í söngatriðunum, þá
skortir athafnir, hreyfingar í sam-
22 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. september 1989
ræmi við efni söngvanna. Þetta
kemur einna best fram í söngvum
Nansíar og Fagins. Ragnheiði
Steindórsdóttur og Þórhall Sig-
urðsson skortir sárlega athafnir
söngnum til stuðnings og fyrir
bragðið verður leikur þeirra svip-
lítill og flatur, sem ekki er ástæða
til þegar ágætt listafólk á í hlut.
Þórhallur hefur nú loksins ver-
ið ráðinn til starfa í Þjóð-
leikhúsinu og sannar eins og við
var að búast að hann á þangað
fullt erindi. Hann er tromp Þjóð-
leikhússins í sýningunni, segul-
linn sem á að draga til sín áhorf-
endur. Það er rétt að staðnæmast
við hann.
Fagin er í sögu Dickens hið al-
gera illmenni. Hann iðrast ekki
þótt börn og unglingar fari í gálg-
ann fyrir hans atbeina. Fyrir-
myndir hans eru kunnar og hafa
nýlega verið rakin dæmi um slíka
glæpahöfðingja í riti Roberts
Hughes um fanganýlendur Ást-
ralíu - The Fatal Shore.
Bart breytir hlut hans í sögunni
mikið og lætur kall sleppa og þá
vísast í þeim tilgangi að láta hið
illa halda nokkru jafnvægi við
sigur Ijóss og birtu. En eðlis-
breyting á persónugerðinni er
vandséð og túlkun Ladda miðar
sýnilega að því að gera hann
meinlausari og saklausari.
Fagin er gyðingur og ber ein-
kenni hina júðsku erkitýpu eins-
og hún hefur verið dregin upp í
vitund almennings um aldir. f
kvikmynd David Lean dró Alec
Guinness upp ógleymanlega
mynd af Fagin og skóp nánast
það far sem allir seinni tíma túlk-
endur hlutverksins hafa sótt í, en
túlkun hans kom illa við menn og
hefur Guinness seinna lýst henni
sem því eina sem hann sá eftir á
sínum ferli.
Bart sneiddi hjá því að draga
fram þjóðerni Fagins utan þess
að tjá það í tónlist. í einu magn-
aðasta lagi söngleiksins lýsir Fag-
in stöðu sinni og þrá. Þar beygir
hann af. Lýsir útskúfun sinni og
einsemd. Það er til marks um leik
Ladda að hann sneiðir hjá því að
grípa þetta eina tækifæri sem
honum gefst í annars fag-
mannlegri og „léttri” túlkun sinni
til að gefa pérsónunni dýpt, rífa
sig lausan úr farinu og fara í ann-
að. Hvað þurfti til þess? Vilja,
leiðbeiningar, hvatningu?
Framkall á
frumsýningu
Þannig et sýning Þjóðleik-
hússins blandin ánægja. Hún er
gölluð en snotur útlits, nokkuð
skrykkjótt í uppbyggingu. Þýðing
Flosa var áheyrileg, það sem
heyra mátti af henni. Ekki skil ég
hvers vegna hann þýðir „My
name” - í söng Bill Sækes - sem
„mitt nafn” en ekki „nafn mitt”,
ellegar hvers vegna tvíræðnin í
söng Nansíar - Búmsara - verður
ofljós. En það er vístspurningum
smekk.
Lýsingin á gullfallegri leik-
mynd Seans heitins Kennys er
ekki sæmandi.
Það undarlega var að daufar
undirtektir frumsýningargesta,
sem mér þóttu ofureðlilegar,
breyttust skyndilega þegar komið
var að leikslokum. Framkallið er
hresst upp með söngbrotum úr
sýningunni og þá var eins og hóp-
ur leikaranna næði loksins sam-
bandi við áhorfendur, rétt eins og
þeir vildu þrátt fyrir allt fagna
sýningunni. Barlómur þjóðleik-
húsmanna kann þrátt fyrir allt að
hafa komið því til leiðar að þeir
njóti samúðar áhorfenda sinna.
En þeir verða eftir sem áður að
sætta sig við að vera dæmdir af
verkum sínum. Á vorkunnsemi
lifir enginn lengi. Sýning þeirra á
Óliver hlýtur að vekja umræður,
einkum um þjálfun ómenntaðra
krafta í leiksýningum sem krefj-
ast svo mikils af þátttakendum
sínum. Og eins hvort það er vog-
andi fyrir leikhús af þessari
stærðargráðu að setja sýningar af
þessu tagi á svið og byggja þær í
jafn ríkum mæli á viðvaningum.