Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 2
RÓSA-
GARÐINUM
SIGUR MARKAÐS-
LÖGMÁLANNA
í rauninni er ekki svo mikill
munur á vinnubrögðum hvort
sem verið er að setja á markað
væntanlegt ráðherraefni eða át-
appað vatn á plastfernu.
Morgunblaðið
GUÐ ER TIL FRIÐS
Titringur, dynkir og drunur
skefldu fólk við suðurströndina
um helgina: Ekki jarðskjálfti
bara orrustuflugvélar.
Tíminn.
NEIERTUNÚAL-
VEG VISS?
Fæðing barns er aldrei fyrir-
varalaus, hún á sér sýnilegan og
skiljanlegan aðdraganda.
Morgunblaðið
NÝMÆLI ÚR
DÝRAFRÆÐINNI.
Refurinn og ljónið eru ekki
síður á sviðinu nú um stundir og
þegar höfundur Njálu horfði yfir
sögusvið sitt.
Morgunblaðið
TIL HVERS ER AÐ
LIFA LENGUR?
Allt lífsviðhorf milljóna manna
hefur byggst á því að Sovétríkin
séu óvinurinn í austri. Tilveran
hefur grundvallast á því að berj-
ast gegn þessum óvini og varast
vélabrögð hans. py
NATÓ ER FERÐA-
SKRIFSTOFA
Varaflugvöllur NATO gefur
ferðamannaþjónustu sem vax-
andi atvinnugrein stórbrotna
möguleika.. Við þurfum að fara
að hugsa þessi málefni út frá
staðreyndum og sleppa „hemað-
arkjaftæðinu".
Morgunblaðið
MITT BINDINDI
KEMUR AÐ UTAN
Nú hlýtur sú spurning að vakna
hvort ekki eigi að fara að dæmi
Bandaríkjamanna og vara al-
menning við áfengisneyslu hér
með svipuðum hætti og þeir gera
hjá sér.
Víkverji
ÞÓTT GLÖGGTSÉ
AUGAÍÓLAFIMÍN-
UM>.
Fjármálaráðuneytið hefði
ákveðið að greina ekki á milli
tónlistartegunda eða hvemig
tónleikagestir höguðu sér, hvort
þeir sætu í sætum sínum eða
stæðu upp og hreyfðu sig.
Morgunblaðið.
ÞEGAR BRETAR
VERNDUÐU OSS
FYRIR SJÁLFUM
OSS
Vopn Atlantshafsbandalagsins
hafa verið okkar vopn. Við höf-
um átt í útistöðum við einstök ríki
bandalagsins en hagsmunir okkar
hafa ávallt verið hagsmunir þess
að lokum. Við höfum séð þetta í
þorskastríðum og landvinninga-
kröfum okkar á hafinu.
Morgunblaðið
2 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. nóvember 1989
Ég, Skaði, segi nú eins og segir í helgri bók:
Ég þakka þér guð að ég er ekki eins og þessir
allaballar.
Þetta hefi ég sérstaka ástæðu til að ítreka
núna, þegar ég er búinn að fylgjast með
þeirra landsfundi sem er skelfilegri en nokk-
ur veisla á Glæsivöllum hjá Grími skáldi
Thomsen: Hjá Goðmundi kóngi á Glæsi-
völlum vegur hver annan í góðsemi. En hjá
Ólafi Ragnari vega menn hver annan í heift
svo blóð rennur eftir slóð og rifin þingskjöl og
kosningatossalistar fjúka út um allt.
Ég hitti frænda minn, Karl Marx Jónsson,
eftir þennan fund og ég gat ekki stillt mig um
að minna hann á nokkrar augljósar stað-
reyndir lífsins.
Það er nú einhver munur á þessu hrafna-
þingi ykkar, sagði ég, og landsfundinum í
Sjálfstæðisflokknum mínum. Þar voru menn
ekki að rífa hver annan á hol eins og birnur og
merðir heldur hefur hver sína skoðun, til
dæmis í sjávarútvegsmálum, allt upp í
fimmtíu skoðanir á einum fundi, og svo
hlusta menn á allt saman og svo kemur for-
maðurinn og segir hvað gera skuli og allir una
glaðir við sitt.
Ja það var þá, sagði Karl Marx, þið með
ykkar skrautsýningar og foringjadýrkun eins
og hjá Mússolíni. Nei, þá vil ég Iifandi flokk
eins og Alþýðubandalagið sem vindur sig
rösklega áfram í rammri díalektík andstæðn-
anna til skapandi frumkvæðis um nýtt
landám syntesunnar í framtíðinni.
Jæja, sagði ég.
Já, sagði Karl. Sá flokkur sem ekki rífst við
sjálfan sig er dauður flokkur. Sá sem rífst við
sjálfan sig eins og Alþýðubandalagið er eins
og kraftakappinn Atlas, sem barði vinstri
hnefa í hægri lófa og öfugt þar til hann varð
heimsins sterkasti maður Iöngu á undan Jóni
Páli.
Ég heyri Kalli minn, sagði ég, að þú hefur
verið að hlusta á Ólaf Ragnar. Értu kannski
stuðningsmaður hans?
Ónei, sagði Karl Marx Jónsson, frændi
minn. Ólafur er alltof hægrihneigður tækni-
krati fyrir mig. Hann er meira að segja farinn
að trúa því að sósíalisminn sé fullkomið bók-
hald í skattheimtu. Svona rætist það sem
nafni minn sagði: Verund ákveður vitund....
Jæja, sagði ég. Ertu þá kannski Steingríms-
maður?
Neinei, sagði Kalli. Steingrímur er svona
Framsóknarmaður á mölinni og heldur að
sósíalisminn séu jarðgöng. Eitthvað hefði
Freud gamli nú sagt um það, hehe!
Þú vilt kannski fá Svavar aftur í for-
mennskuna? spurði ég.
Nei, eiginlega ekki, sagði Kalli. Svavar er
vænn drengur en hann heldur að sósíalisminn
sé ötult starf í átján skólanefndum.
Ég veit ekki hvernig það er með þig dreng-
ur, sagði ég, það er hvergi hægt að koma þér
fyrir á landabréfinu. Þú vilt kannski fá Ás-
mund Stefánsson í formennsku fyrir þetta
flokksrægsni þitt?
Nei, sagði Kalli. Hann er eins og aðrir
þessir karlar í Verkó, hann heldur að sósíal-
isminn sé að heimta 3,4 % kauphækkun þeg-
ar kapítalistarnir segja að það megi hækka
um 3,1%. Aldrei skal ég skrifa upp á svo-
leiðis sögulega nauðhyggju.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að bjóða
þér næst, Kalli minn. Þú vilt þó ekki Ragnar
skjálfta og það lið?
Nei, minnstu ekki á hann Ragnar ógrát-
andi, sagði Karl frændi minn. Hann heldur að
sósíalisminn sé að benda á alla þá sem eru
alltaf að svíkja sósíalismann.
Segðu mér þá eitt Kalli minn, sagði ég.
Hvar er þessi blessaði sósíalismi þinn þá nið-
ur kominrí?
Hann er út um allt, sagði Kalli.
Út um allt?
Já, hann hefur gegnsýrt allt þjóðfélagið
eins og vatnið svampinn og áfengið alkann.
Það er þess vegna sem það er svo erfitt að
koma auga á hann. Hann kemur ekki fram
nema við efnagreiningu. Það er líka þes-
svegna sem ég er á móti öllum foringjum,
Skaði minn. Ef ég hefði trú á foringja þá væri
ég farinn að halda að sósíalisminn væri
eitthvað eitt og sér sem hægt er að þukla og
þreifa á eins og gleðikonu, ojbara.
En foringjarnir eru samt þarna segi ég, og
þeir bítask og bölvask. Ertu ekki hræddur um
að flokkurinn klofni í þessum látum?
Nei, sagði Karl Marx, það verður ekki
neitt klofningsstríð í flokknum. En verður
barist svo hart fyrir friði í flokknum...
Að þar mun ekki standa steinn yfir steini,
botnaði ég. Hehe.
©1989 Trlbuna Modla Sarvlces, Inc.