Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 27
Lýðræði í Evrópu Við gerum ráð fyrir því að til sé einskonar lágmarkssamkomulag um lýðræði og hugsum þá fyrst og fremst um möguleika manna á frjálsu vali. Og gera menn fyrst af öllu ráð fyrir almennum kosn- ingarétti og málfrelsi og samtaka- frelsi til að virkja hann og gera hann marktækan. Vinstrimenn og sósíalistar af ýmsu tagi hafa ekki viljað nema staðar við þessar kröfur eða for- sendur. Menn hafa sagt sem svo, að þetta væri ágætt en ekki nóg. Pað þyrfti að dýpka lýðræðið, færa það út, stækka það. Þá hafa menn haft mestan hug við að EIGN er VALD, að þeir sem eiga fyrirtæki og ráða hverjir fá atvinnu og hafa tök á fjölmiðlum, þeir hafi forréttindi sem skekki lýðræðið. Út í ógöngur Þessi skynsamlega gagnrýni hefur leitt marga góða sósíalista í vissar ógöngur. Menn höfðu margir hverjir svo sterklega hug- ann við það, að kapítalisminn setti skekkju í lýðræðið, að menn fóru að hugsa sem svo, að það hlyti alltaf að vera spor til fram- fara ef hægt væri að losna við kap- ítalistana. Þaö er ekki sístí þessu, sem má greina skýringu á því hvers vegna menn bundu tiltölu- lega lengi vonir um að alræði flokksins í Sovétríkjunum og víðar gæti - þrátt fyrir það að þetta fyrirkomulag þýddi afnám málfrelsis og samtakafrelsis - samt sem áður verið einskonar jákvætt bráðabirgðaástand sem mundi svo enda síðar meir í ein- hverju sannara og betra lýðræði en menn hefðu áður þekkt. Úr öllu saman varð einskonar nauðhyggja sem margir tóku mark á: það gæti verið söguleg nauðsyn að fórna ýmsum lýðræð- islegum réttindum til að fá sósíal- ismann sem allan vanda mundi leysa í fyllingu tímans. Trúin á áætlunina miklu Ég leyfi mér að vona að sem flestir þeirra sem hér eru staddir viti að þetta var villukenning og blindgata. Og vonandi hafi þeir ekki áttað sig síðar en t.d. 1968 þegar Dubcek og félagar reyndu að breyta kerfinu að ofan og koma í Tékkóslóvakíu á „sósíal- isma með mennsku yfirbragði" eins og það hét. Langflestir sósí- alistar hafa a.m.k. síðan þá talið eðlilegt og nauðsynlegt að and- mæla valdníðslu og mannréttindabrotum í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum. En hjá nokkrum lifði samt lengur viss trú á að miðstýrður áætlan- abúskapur þessara ríkja væri, hvað sem tautaði, kannski dug- andi svar við sóun og óráðsíu kapítalískrar samkeppni, við til- búning og fullnægingu gerviþarfa osfrv. Samvaxnir tvíburar Sjálf þróun mála í Austur- Evrópu hefur svo sýnt fram á það, að flokksræðið og altæk miðstýring efnahagslífsins eru tvíburar og leiða samtengdir til stöðnunar og hnignunar. 1 þeim breytingum sem þar gerast er það ekki síst merkilegt, að það er efnahagskefið, miðstýringin, sem gefur sig fyrst - flokksræðið hryn- ur á eftir. Það er þetta sem gerist einna skýrast í Ungverjalandi. í Kína verður afturhvarf til fyrri valdníðslu - m.a. vegna þess að stjórn efnahagslífsins var breytt og upp tekið blandað hagkerfi án þess að nokkru væri breytt um stöðu Kommúnistaflokksins. En eins og Gorbatsjov Sovétforseti sagði Kínverjum skömmu áður en til blóðbaðsins kom á Torgi hins himneska friðar, þá verður þetta tvennt að fara saman, ann- ars mun illa fara. Endurheimt lýðræðis Ég ætla ekki að fara að rekja hér alkunna atburði úr Póllandi, Ungverjalandi, DDR eða So- vétrikjunum sjálfum. Við vitum öll að grundvallaratriði í póli- tískri uppbyggingu þessara ríkja hefurboriðuppásker-ogáégþá við stjórnarskrárbundið forystu- hlutverk kommúnistaflokksins og miðstýringu allrar fram- leiðslu. Það sem menn eru að gera þar núna er ekki að búa til neitt sem kalla má „betra" lýð- ræði en áður var á dagskrá og vinstrimenn hafa sumir haft áhuga á. Þar er blátt áfram verið að endurheimta hefðbundið lýð- ræði með marktækum kosninga- rétti og málfrelsi. Þessi þróun er nauðsynleg og gleðileg blátt áfram vegna þess að án hennar hefðu lífskjör versnað enn og mannréttindabrotum gegn öllum sem öðruvísi hugsað fjöigað, og áfram hefði verið hægt að nota austantjaldsreynsl- una til að fæla fólk frá sósíalísk- um viðhorfum (vegna þess að þar eystra sögðust menn hafa eignast hinn eina „raunverulega sósíal- isma“). En við skulum líka átta okkur á því að þessi þróun er tví- sýn um margt. Ékki aðeins vegna þess að hún getur haft í för með sér einskonar hægrisveiflu. Sumir halda að nú muni fólkið í Austur- Evrópu taka sig til og búa til al- mennilegan sósíalisma úr því það er laust við flokksræðið. Og ein- hver áhugi á því er t.d. í Austur- Þýskalandi. Én því miður: þessi viðleitni á mjög undir högg að sækja. Þetta hefði verið hægt að reyna í Tékkóslóvakíu 1968, Tékkar voru enn inn á þeim brautum. En þá og síðan hefur svo mörgu verið spillt, fólkið er orðið hundleitt á vélrænu lofi um afleitar stjórnir sem alltaf þóttust vera að framkvæma sósíalismann meðan munur á orðum og gjörð- um fór vaxandi. í gagnsefjun sem af valdseinokuninni leiðir munu þeir eiga erfitt uppdráttar sem segja: nú skulum við gera gott úr sósíalismanum. En þeir gætu kannski átt betri möguleika í ann- arri lotu (ekki í fyrstu opnu kosn- ingunum heldur þarnæstu). Þjóóernamál Þessi þróun í Austur-Evrópu er líka tvísýn vegna þess að hún ber ekki og mun ekki bera skjótan efnahagslegan árangur. Það ber öllum saman um kjör al- mennings muni versna áður en þau gæti skánað. Og ef á þeim biðtíma verður alvarlegur skortur á lífsnauðsynjum, þá geta orðið sprengingar í þessum ríkj- um, ekki síst út af þjóðernamál- um í Sovétríkjunum og afleiðing- arnar ef slíkri sprengingu eru ófyrirsjáanlegar. Vel á minnst: þjóðernamál í Sovétríkjunum. Oll höfum við fagnað viðleitni einstakra lýð- velda - ekki síst Eistlendinga, Letta og Litháa, til að taka sín mál í eigin hendur. Þarna er vissulega um dýpkun lýðræðis að ræða í þeim skilningi að lýðræðis- þróun feli í sér aukið sjálfsforræði þjóða. En við skulum gefa gaum að því, þegar borin er saman þró- un í austri og vestri, að þessi sjál- fræðisviðleitni Eystrasaltsland- anna gengur lengra í átt til sjálfs- ákvörðunarréttar en nú fer að tíðkast í aðildarríkjum Evrópu- bandalagsins. Stjórnir þessara sovétlýðvelda banna til dæmis frjálsan aðflutning vinnuafls (vegna þess að þau vilja ekki að rússneskumælandi fólki fjölgi meira en orðið er). Þau taka sér einnig neitunarvald gegn því að reist séu ný iðnfyrirtæki sem ekki samræmist pólitískum sjálfræðis- vilja þeirra. í Vestur-Evrópu Snúum okkur í stuttu máli að Vestur-Evrópu Þar ganga menn að þeirri gömlu og sígildu lýðræðisformúlu vísri sem áður var á minnst: mál- frelsi, samtakafrelsi, kosninga- réttur. Enginn efast um að þessi réttindi standa nokkuð traustum fótum í samtíðinni. En spurt er: hvert skal héðan haldið? Getur það verið á dagskrá að bæta þetta lýðræði - með auknu sjálfsfor- ræði þjóða og minnihlutahópa, auknu umboði almannasamtaka, atvinnulýðræði, aðgerðum til að koma í veg fyrir einokun í fjöl- miðlaheiminum og fleiru? En allt þetta hafa verið áhugamál vinstrisinna lengi. Það verður að segjast eins og er: þessir hlutir eru ekki mikið á dagskrá. Evrópuumræðan hefur mest stjórnast af rekstrarþörfum fyrirtækja, samkeppnisstöðu evr- ópskra stórfyrirtækja gagnvart Bandaríkjunum og Japan og þar frameftir götum. Þessar þarfir hafa haft forgang - m. a. með þró- un þess yfirþjóðlega valds í Évr- ópubandalaginu sem eiginlega gerir ráð fyrir rýrnun lýðræðis á ýmsum sviðum. Ekki síst rýrnun sjálfsákvörðunarréttar þjóða. Fyrirtækin fá frelsi til að flytja til , peninga - það sama frelsi gerir I svo einstökum ríkjum erfiðara | fyrir en áður að reka eigin pólitík I ípeningamálum. í Evrópubanda- laginu er unnið að því að sam- ræma alla skapa hluti - til dæmis vinnulöggjöf, lög um mengunar- | varnir og fleira. Þessi samræming getur verið nokkur réttarbót í vissum hlutum Suður-Evrópu en hún getur lamað verklýðshreyf- ingu í álfunni norðanverðri og rýrt rétt hennar. Uún getur kom- ið í veg fyrir að ríki eða héruð taki sér visst frumkvæði í umhverf- ismálum á þeim forsendum að þar sé verið að brjóta almennar reglur um frelsi í viðskiptum. (Dæmi um þetta eru þegar fyrir hendi). Viss nauðhyggja Samfara þessu þróast einskon- ar nauðhyggj a sem á sér hliðstæð- ur við þá nauðhyggju sem menn notuðu áður til að réttlæta margt í Austur-Evrópu. Þar var gengið á sjálfsákvörðunarrétt þjóða í nafni hinnar sælu kommúnisku framtíðar allsnægtanna. Nú er gengið á sjálfsákvörðunarrétt þjóða í Vestur-Evrópu í nafni hinna samræmdu allsnægta markaðsbúskaparins. Munurinn er sá að í fyrra dæminu var einatt beitt vopnuðu valdi, en í hinu síðara hinu ósýnilega valdi fjár- magnsins. Evrópuþróunin hefur náttúr- lega gert talsverðan usla hjá vinstrimönnum í Evrópu. Al- gengt mynstur er það, að verka- lýðsflokkar ýmiskonar voru fyrst fullir tortryggni gegn Evrópu auðhringanna. Síðar hafa þeir - nauðugir eða vilj ugir - í EB lönd- unum sjálfum að minnsta kosti, gerst virkir í Evrópumálum og þá náttúriega með það fyrir augum að reyna að hafa sem mest áhrif á félagsmálapakkana sem settir eru saman í Brussel. Maður hefur hér og þar, til dæmis hjá ítölskum kommúnistum, séð röksemda- færslu á þessa leið: fyrst kapítalið leikur lausum hala yfir landamæri Evrópu, þá verðum við vinstri- menn að samstilla okkar pólitík yfir landamærin líka. Þetta er ósköp eðlilegt - ekki síst vegna þess að hjá þjóðum sem telja nokkra tugi miljóna (ítalir, Frakkar) eru áhyggjur af þjóð- legri menningu og tungu allt aðr- ar en til dæmis hjá okkur. Upp úr öllu saman skoðum við svo ýmsar þverstæður eins og þær, að Bret- ar fóru inn í EB fyrir frumkvæði fhaldsins og í andstöðu Verka- mannaflokksins. Nú er Verka- mannaflokkurinn hinsvegar orð- inn evrópusinnaðri en Margaret Thatcher sem hefur uppi fyrir- vara um breska sérstöðu á mörg- um sviðum. Að lokum þetta: við erum á undarlegum tímamótum. Lýð- ræðið er að eflast í Austur- Evr- ópu og það er að nokkru leyti að rýma í Vestur-Evrópu um leið og öll álfan eins og stefnir að ein- hverri pólitískri miðju með blöndu úr kapítalískum mark- aðsbúskap og velferðarríki, sem sósíalskar hreyfingar hafa mótað. f þessari þróun leynast heillandi möguleikar jafnt sem gildrur var- hugaverðar - ekki síst fyrir þjóð sem verður að hafa sérstakar áhyggjur af smæð sinni. (Innlegg í umræðu um Evrópumál á Inndsfundi Alþýðubandalagsins) HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Föstudagur 24. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.