Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 11
Fjölmennustu kosningar sögunnar Hofstaður forn og mútuhneyksli út af sænskum fallbyssum urðu mestu hitamál indversku kosningabaráttunnar. Margir spá endalokum valdatíðar ættar Nehrus Varla hefur Tyrkjahöfðingjann Babúr, sem upphaflega ríkti yfir Fergana norður þar sem nú er sovéska Mið-Asía, órað fyrir því að byggingaframkvæmd nokkur af hans hálfu ætti eftir að valda heiftarlegu pólitísku róti í öðru fjölmennasta ríki heims hálfri fímmtu öld slðar. Babúr þessi lagði Punjab og Gangesslétt- lendið undir sig árin 1525-26 og grundvallaði Mógúlaveldi. Hann sat þar að ríkjum til 1530. Babúr á aö hafa látið reisa mosku í Ayodhya á Gangessléttu og má vera að til að rýma til fyrir því guðshúsi hafi verið brotið annað, hindúum heilagt. Þeirra á meðal er hermt að þar sé fæðing- arstaður Rama, sagnahetju sem varð og er eitt helstu goða hindúasiðar. Um afrek hans og ævintýri fjallar sagnljóðabálkur- inn Ramayana, eitt frægustu og vinsælustu bókmenntaverka Ind- verja. Meðan hindúar þreyðu undir oki íslamskra mógúla varð Rama einskonar tákn viðnáms þeirra. Kosningaloforð um guðsríki Nú er heittrú í vexti með hindú- um og eitt af því sem þeirri hreyf- ingu hefur fýlgt er að krafist er þess að hindúasiður endurheimti fæðingarstað Rama og reisi hon- um þar hof á ný. Þetta varð annað af tveimur mestu hitamálum bar- áttunnar fyrir indversku þing- kosningarnar, sem nú standa yfir og lýkur á sunnudag. Mál þetta kom sér einkar illa fyrir Þjóðþingsflokk Rajivs Gandhi forsætisráðherra. Flokk- ur þessi er breiðfýlking mikil og hefur haft fyrir reglu umburðar- lyndi gagnvart minnihlutum ým- iskonar, þótt út af þvf hafi að vísu brugðið. Jafnrétti trúflokka er veigamikið atriði í stefnu flokks- ins. Indverskir múslímar, um 100 miljónir talsins, eru afkomendur fólks sem nauðugt og viljugt turn- aðist til íslams á tíð mógúla og annarra íslamskra valdhafa þar- lendis og hafa síðan þá þraut ugg- að um sig fyrir margfalt fjöl- mennari hindúum. Enda hafa múslímarnir jafnan verið ein- hverjir tryggustu kjósendur Þjóðþingsflokksins, sem ofan á umburðarlyndið í trúmálum er með sanni ríkisflokkur Indlands og því í margra augum trygging stöðugleika í þessu risavaxna og fjölbreytta þjóðfélagi. En nú eru hindúar yfir 80 af hundraði íbúa Indlands, eða yfir 650 miljónir talsins. Þjóðþings- flokkurinn komst því í slæma klemmu, þegar í brýnu sló út af moskunni og hofstaðnum í Ayo- dhya, sem ofan á annað er í Uttar Pradesh, fólksflesta fylki lands- ins. Af ótta við að fæla frá sér fjölda hindúakjósenda gaf ríkis- stjórn Gandhis heittrúarhindú- um leyfi til að leggja hornsteina að nýju Ramahofi í aðeins um 70 metra fjarlægð frá moskunni. Ofan á það hét Gandhi því ó- trauður að endurreisa ríki Rama (sem er jarðnesk paradís í hindú- atrú) ef kjósendur bara vildu gera svo vel að tryggja flokki hans meirihluta þingsæta áfram. Fallstykkin frá Bofors Óvíst er hve mörg hindúaat- kvæði flokkurinn dregur að sér AÐ UTAN með þessu móti; heittrúarhindú- ar verða vart ánægðir með neitt minna en að moskan sé rifin. Á hinn bóginn er ljóst að múslímum hefur almennt gramist eftirgjöf stjórnarinnar fyrir heittrúarhind- úum í þessu máli. Hitt mikla hitamálið í ind- versku kosningabaráttunni að þessu sinni er einnig nokkuð langsótt, þótt á annan hátt sé. Indlandsstjórn keypti á kjörtím- abilinu her sínum hundruð fall- byssna af Bofors- vopnaverksmiðjunum sænsku, sem eru í fremstu röð í sinni fram- leiðslugrein. Kvittur kom upp um að Bofors hefði, til að greiða fyrir viðskiptunum, greitt háttsettum Indverjum, jafnvel Gandhi sjálf- um, rausnarlegar mútur. Stjórnin þrætir fyrir þetta, en hefur ekki tekist að þagga málið niður og í kosningabaráttunni hömpuðu stjórnarandstæðingar því öllu öðru fremur. Til viðbótar þessum málum hefur stjórnarandstaðan getað gert sér mat úr almennri óánægju með ríkisflokkinn, sem lengi hef- ur safnast fyrir, ráðríki og spill- ingu kerfiskalla innan hans og gremju ýmissa trúar- og þjóðern- isminnihluta, ekki síst Síka og Bofors-fallbyssa á hersýningu í Nýju Delhi mútur. orðrómur um sænskar Dravída, í garð miðstjórnarinn- ar. Stjórnarand- stæðingar í breiðfylkingu Allt þetta hefur safnast sem glóðir elds að höfðum Gandhis, ráðherra hans og ráðamanna í flokki hans. Frá því að Indland varð sjálfstætt ríki 1947 hefur Þjóðþingsflokkurinn nær óslitið farið með völd og átt það að miklu leyti að þakka sundurlyndi andstæðinga sinna. En nú eru þeir að miklu leyti sameinaðir, í annað sinn aðeins frá 1947. Fimm flokkar þeirra eru í bandalagi sem kallar sig Þjóðfylkingu og sú fylking hefur þar að auki gert kosningabandalag við tvo flokka aðra, á þá leið að fylkingin bjóði ekki fram í kjördæmum, þar sem flokkarnir tveir eru sigurstrang- legir, gegn samskonar greiða af þeirra hálfu í kjördæmum, þar sem fylkingin er líkleg til ár- angurs. Helstu stjórnmála- flokkar Indlands eru: Margnefndur Þjóðþingsflokk- ur, upphaflega stofnaður til sjálfstæðisbaráttu gegn Bretum og hafði forustu í henni. Það og ljóminn af leiðtogum hans og sjálfstæðisbaráttunnar, Mahat- ma Gandhi og Jawaharlal Nehru, hefur verið honum ómetanlegur styrkur. Hugmyndafræðilega séð er í flokknum mikil breidd, enda andstaðan við Breta helsta sam- einingarafl hans fyrir sjálfstæð- istímann. Þar gætir bæði sósíal- isma að vissu marki og markaðs- hyggju. Fastakjósendur flokksins hafa auk múslíma öðrum fremur verið brahmínar, æðsta stétt í erfðastéttakerfi hindúa, og hari- janar, neðstir I því kerfi eða forminu samkvæmt raunar fyrir neðan það. 7000 fram- bjóðendur Janata Dal, þriggja flokka bandalag sem er liðskjarni Þjóð- fylkingarinnar. Janata Dal er óspar á fögur fyrirheit, lofar auknum fjárveitingum til hags- bóta sveitum, þar sem um 80 af hundraði Indverja ennþá búa, DAGUR ÞORLEIFSSON Rajiv Gandhi - gekk tregur til leiks í stjórnmálum. segist ætla að afskrifa skuldir bænda, skipta stórjörðum og stóreignum, útvega öllum vinnu og síðast en ekki síst að láta rann- saka Boforsskandalann. í Þjóð- fylkingunni eru einnig S- Þjóðþingsflokkur (Congress (S)) svokallaður, klofningur úr Þjóð- þingsflokknum, og þrír svæðis- bundnir flokkar sem stjórna Ass- am (þar verður að vísu ekki kosið fyrr en síðar) og Dravídafylkjun- um Andhra Pradesh og Tamflna- dú. Bharatiya Janata, sem vill hefja hindúasið til sem mestrar virðingar og hefur dregið að sér mikið fylgi út á það, ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Flokkurinn telur að trúarminni- hlutar njóti sérréttinda, sem hann vill að afnumin séu. Illindin út af hofstaðnum í Ayodhya hafa að öllum líkindum orðið vatn á myllu hans. Kommúnistaflokkur Indlands- marxistar. Hann er öflugur í Vestur-Bengal, en því fylki hefur hann stjórnað í 12 ár og ræður nú einnig í Karnataka, Dravídafylki suður frá. Flokki þessum há nokkuð heimiliserjur milli íhalds- samra eldri manna, sem frétta- menn stundum kalla stalínista, og yngri manna og frjálslyndari. Tveir síðastnefndu flokkarnir eru þeir, sem gert hafa kosninga- bandalag við Þjóðfylkinguna. Auk frambjóðenda á vegum flokka býður sig fram urmull óháðra, svo að alls eru frambjóð- endur um 7000 talsins. Kosið er í 529 af 545 sætum í Lok Sabha, eins og neðri deild Indverjaþings heitir. Á kjörskrá eru næstum 500 miljónir manna, fleiri en nokkru sinni fyrr og ekki einungis af völdum fólksfjölgunar, heldur og af því að kosningaaldur var nýlegur lækkaður úr 20 í 18 ár. Þetta eru fjölmennustu frjálsu kosningar mannkynssögunnar til þessa. Gandhi hinn Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að Þjóðþingsflokk- urinn muni missa þingmeirihluta sinn. Þar með væri stjórn Gand- his fallin. Þetta hefur einu sinni komið fyrir flokkinn áður, 1977, en þá náði hann.aftur meirihluta og stjórnartaumum tæpum þrem- ur árum síðar, vegna óstands og sundurlyndis andstæðinga sinna, sem þegar á reyndi gátu ekki komið sér saman um neitt nema að fella ríkisstjórn Þjóðþings- flokksins, er þá laut forustu Indiru, móður Rajivs. Flokkur hans hefur því glundroðakenn- ingu að styðjast við sem miklar líkur eru á að standist, því að hæpið er að hið margslungna bandalag stjórnarandstæðinga sé trútt. Þjóðfylkingin er brota- lamakennd sjálf og Bharatiya Janata vill engu lofa um stuðning við hana að kosningum loknum. Þar að auki eru Bharatiya og fyrr- nefndur kommúnistaflokkur svarnir óvinir. Hvað sem því líður er margra mál að ef Gandhi tapi nú, muni hann ekki eiga afturkvæmt á for- sætisráðherrastól, þótt þess verði skammt að bíða að flokkur hans nái því hásæti aftur. Rajiv er að margra mati gæðamaður sem flest vill vel gera, en deilt er um skörungsskap hans í stjórnmálum. Hann fór raunar út í þau tregur og lítt undirbúinn að bróður sínum, er var „krónprins" móður þeirra, látnum. Bindi kosningar þessar endi á stjórnmálaferil þessa dóttursonar Nehrus landsföður, er að líkind- um þar með lokið sögulegum stjórnmálaferli „konungsættar" sem ríkt hefur yfir Þjóðþings- flokknum og síðar Indlandi lengst af síðan 1929. Og eins og dramað sé ekki þar með nóg í kosningabaráttunni er frambjóð- andi Þjóðfylkingarinnar í kjör- dæmi Gandhis, Amethi í Uttar Pradesh, annar Gandhi sem heitir Rajmohan að fornafni og er sonarsonur einskis annars en Mahatma gamla. FellurGandhi — og hvað þá? Með hliðsjón af horfum á falli stjórnar Þjóðþingsflokks og Nehrusættar spá sumir því að kosningar þessar verði tímamóta- markandi. Ekki er víst að þau tímamót yrðu til mikilla bóta fýrir Indland, fjölmennasta lýðræðis- ríki heims þar sem sjöttungur mennskra jarðarbúa býr. Margt má að Þjóðþingsflokknum finna, en vissan stöðugleika hefur hann tryggt og yfirleitt undir hans stjórn miðað fram á við í atvinnu- lífi og lífskjörum, þótt hægt hafi gengið. Skólakern landsms er gott, miðað við þriðja heiminn í heild, svo að þar er mikið af velmenntuðu fólki (ólæsi er þó yfir 60 af hundraði). En vaxandi frjálshyggja í efnahagslífi, sem Rajiv innleiddi, hleypti að vísu í atvinnulífið fjöri er bætti drjúg- um kjör miðstétta, en fátæklingar landsins, 40 eða 70 af hundraði íbúanna eftir því hvaða skil- greiningu er miðað við, hafa það engu betur en áður eða jafnvel verr, þar eð stígandi verðbólga í kjölfar frjálshyggjunnar kemur verst niður á þeim. Þar við bætist gagnkvæmt aldagamalt hatur hindúa og múslíma og úfar milli þjóðerna og milli þeirra og mið- stjórnarinnar í Delhi. Af öllu þessu samanlögðu ólgar nú með meira móti í þessu feiknlega þjóðardjúpi. Þar er of margt á sveimi til að nokkur meining sé I því að giska á hver útkoman yrði, ef stjórnartíð Þjóðþingsflokks og Nehrusættar væri á enda og á valdastóla hæfust í staðinn sund- urþykkir aðilar. Föstudagur 24. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.