Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 7
Lofsamlecj loftgæði - seinheppin siðfræði? Við verðum að fara að læra að yrði, þ.e.a.s. í köldu veðri og Á íslandi er loftið svo gott - á íslandi er gott andrúmsloft! Það er sannleikskorn í báðum þessum fullyrðingum, þótt þær séu líka tvíræðar! Ráðamenn mæra hreint ísland á tyllidögum og telja slíkt rétti- lega tii náttúruauðlinda landsins. Töluverðum kaupmætti sé jafnvel fómandi fyrir ioftið og hreint umhverfi. Þótt ailir séu ekki jafnfærir að iifa á loftinu, er jafnvíst að mengað loft bætir ekki heilsuna. Nýlega voru engu að síður kynnt tvö skýr dæmi um að ráða- mönnum finnst líka sjálfsagt að versla með loftgæðin, þegar þeim hentar, án þess að þegnarnir fái rönd við reist. Það kom flestum á óvart í fyrra, þegar birtar voru niður- stöður mengunarmælinga, sem Hollustuvernd ríkisins annaðist á Miklatorgi, að litla Reykjavík skyldi vera komin á blað sem loftmenguð borg. Nefnd var skipuð í tíð síðustu ríkisstjórnar til að fjalla um blýlaust bensín. Nýlega sendi nefndin frá sér álitsgerð. l’ar hafði verksviðið nú heldur verið vfkkað og töldu nefndarmenn m.a. enga ástæðu til að fara eftir reglugerð Hollust- uverndar ríkisins frá í sumar um mengunarmörk í útblæstri öku- tækja. Enda var verið að miða við allt of mikil gæði, eða sambærilegt því sem Bandaríkjamenn og Sví- ar hafa sett sér! Samkvæmt alþjóðlegum við- skiptasamningum, sem við erum aðilar að ætti að vera nóg að fara eftir ECE-reglunum, sem leyfa miklu meiri óþverra. hugsa eins og Evrópumenn! Bandaríkjamenn eru líka ekk- ert betur settir, þótt þeir hafi ver- ið að rembast þetta frá 1973. Út- sýnið er svartara í Los Angeles nú en nokkru sinni fyrr. Það er áreiðanlega ekki vegna offjölgunar bíla! Þeir hefðu betur notað ECE reglurnar, og ekki verið að eyða öllum þessum milljónum dollara til einskis! Lítum nú nánar á þessa sið- fræði: Haldið er uppi vörnum fyrir eigendur einkabila. Það mundi kosta 75-100 þúsund krónur á hvem bfl, ef kröfum Hollustu- verndar væri framfylgt. Mælt er með lakari loftkröfum, án þess að þeir bfllausu fái það bætt á nokkurn hátt, hvað þá af- komendur okkar allra í framtíð né þær lífvemr sem eiga sama réttinn til framhaldslífs hér á jörð og félagar í FÍB! Um allan heim em menn nú að fallast á þá einföldu hagfræði, að sá sem mengar á að borga fyrir það! Á að gilda einhver undan- tekning á íslandi? Annað dæmi skal tekið af bæj- arstjórn Hafnarfjarðar. Þar voru miklir hagsmunur í húfi. Búið að skipuleggja heilt íbúðahverfi á Hvaleyrarholti, þegar Holiustu- verndin kemur enn til skjalanna! Nú var bent á það, að þama stæði álver ekki víðs fjarri og að Straumsvíkursvæðið sé á hraðri leið með að verða ailstórt iðnað- arsvæði á alþjóðlegan mæli- kvarða. Væntanlegum íbúum holtsins kynni e.t.v. að súrna nokkuð í augum við ákveðin veðurskil- vestanátt, eins og er nú þama stundum um vetur. í stað þess að viðurkenna þetta og bregðast þannig við að borga lóðahöfum skaðabætur, eða gera þeim ljós loftgæði svæðisins í framtíð, er formaður heilbrigð- isnefndar Hafnarfjarðar, Eyjólf- ur Sæmundsson, fyrrum starfs- maður Holiustuverndar, iátinn vitna gegn sínum fyrri félögum. Ræðst hann á þá á óvenjutega rætinn hátt. Hann telur stofnun- ina byggja fullyrðingar sínar á of veikum grunni, en bregður um leið fyrir sig gögnum, sem eru ekki hótinu betri. Hann telur líka óþarfa að vera að miða mengun- armörkin við einhverjar „við- kvæmar tegundir gróðurs" og að- eins ógnun við heilsufar manna sé fullnægjandi ástæða til endur- skoðunar skipulagsins. Hér höf- um við sömu siðfræðina og fyrr er getið og skilað hefur mannkyni fram á hengiflug tortímingar. Víst skortir áreiðanlegri mæl- ingar og gleðilegt að Hafnar- fjarðarbær skuli nú hafa sett upp mælistöð á holtinu. Áreiðanlegri dreifispá er líka væntanleg vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers eða nýs álvers í Straumsvík. Ábendingar Hollustuverndar, þótt síðbúnar séu, eru samt fylli- lega réttmætar. Það eru léleg rök að segja, að vegna slælegrar frammistöðu fyrrum (væntanlega þegar E.S. starfaði þar), eigi Hollustuvernd- in ekkert með það að gagnrýna nú. Batnandi manni er best að lifa! Hvað eiga nú skipulagsyfirvöld að gera? Halda fyrir augun? gleyma því að til stendur senni- lega að tvöfalda álframleiðslu svæðisins fjótlega? Koma sér hjá því að hugsa um síaukið álag á svæðið vegna vaxandi iðnaðar og bflaumferðar þarna á næstu ár- um? Þama kemur siðfræðin tvö- falda enn fram. Yfirvöldum Hafnarfjarðar hentar betur að málið verði þaggað niður strax á meðan fólk ánetjast svæðinu. Síðan er hægt að velja eitthvert „vinsælt“ umhverfismál til að veifa fyrir næstu kosningar! Nei, það er miklu betra að vera bara heiðarlegur strax og viður- kenna að þetta hverfi á bara að vera ódýrara en t.d. Breiðholt, vegna fyrirsjáanlegrar mengunar Hvaleyrarholtsins. Fólk á svo bara að fá að velja, hvar það vill búa að gefnum þessum forsend- um. Svo er líka til fýrirbæri er kall- ast „sjónræn mengun“, en það spillir vfst ekki heilsu! Hefur samt áhrif á fasteignaverð, svo allt helst þetta nú í hendur. Á dæmum þessum sést, að verkefni hins nýja umhverfis- ráðuneytis að samræma öll þessi sjónarmið, verða ærin. Auðvitað verður að lokum að sættast á lak- ari loftgæði fyrir aukin lífsgæði og að kappkosta að ná sáttum í öllum málum. Menn mega bara ekki vera með tvöfalt siðgæði á hátíðastundum. Niðurstaðan hlýtur að verða sú að fóma ís- lenskum náttúruauðlindum sem eru almenningseign fyrir lífskjör- in - maður Iifir jú ekki á loftinu ! Dr. Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfræðingur að gera hvað? vélarstillingu. Þar er því ekki gert ráð fyrir breytingum á vél eða uppsetningu hreinsibúnaðar. Það er því misskilningur hjá nefnd- inni að ætlast sé til slíkra fjárfest- inga um næstu áramót. Það er hugsanlegt að þær kröfur sem við höfum gert þarna um köfnunar- efnisoxíð séu í hærri kantinum miðað við tæknilega möguleika. Þær verða þá endurskoðaðar. Seinni áfangi þessa útblást- ursátaks miðast við árið 1992, en þá er gert ráð fyrir því að banda- rískir staðlar taki við. Þeir nást ekki nema með sérstökum hreinsibúnaði (þriggja þátta katalýsator) sem settur er á út- blástursrör. Þessar reglur hafa þegar tekið gildi á Norðurlönd- unum nema Finnlandi þar sem þær taka gildi 1992. Það ber vott um skilningsskort nefndarmanna að þeir skuli lýsa undrun á því að útblástursmörk skuli sett í mengunarvarnareglu- gerð þar sem dómsmálaráðu- neytið sé nú með starfshóp í gangi sem gera eigi tillögur um búnað bifreiða. Þessi mál eiga hvergi heima nema í mengunarvarna- reglugerð, og hvar sem litið er til nágrannalandanna eru þessi mál í höndum viðkomandi umhverfis- ráðuneytis. Ef dómsmálaráðu- neytið fer að blanda sér í málið skapar það eintóman glundroða. Ágreiningur um þvingunar- heimild Nýlega var veist harkalega að ákvœðum í nýju lagafrumvarpi um Hollusdtuvernd ríkisins, þar sem stofnuninni er heimilað að beita einstök fyrirtæki, sem hún hefur eftirlit með, þvingunarað- gerðum. Ólafur Þ. Þórðarson lýsti því m.a. yfir að þetta laga- frumvarp væri tilræði við réttar- öryggi borgaranna. í hverju felst þessi lagabreyting? Lagabreytingin felst í því, að okkur eru veitt söntu þvingunar- úrræði og heilbrigðisnefndir hafa nú, gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru háð starfsleyfi frá ráðu- neyti og Hollustuverndin hefur eftirlitsskyldu með. Með þessu er verið að samræma eftirlit og þvingunaraðgerðir. En þetta vald til þvingunaraðgerða, sem um er að ræða er þegar fyrir hendi sam- kvæmt lögum. PCB-mengun í Sundahöfn Síðastliðið sumar kom upp mengunarmál hjá fyrirtœkinu Hringrás við Sundahöfn, þar sem Hollustuvernd uppgötvaði hættu- lega mengun af völdum efnisins PCB. Hverjar urðu lyktir þess máls? Það mál er alls ekki til lykta leitt. Þar er enn deilt um það hver á að gera hvað. fyrirtækið hefur til þessa verið undir eftirliti heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en á því verður væntanlega fljót- lega breyting, þannig að við mun- um taka að okkur sérhæft eftirlit. Saga þessa máls er annars sú, að starfsmaður okkar fann PCB mengun í olíu af spennum, sem þarna höfðu verið teknir til endurvinnslu. Þessi uppgötvun okkar hefur trúlega komið í veg fyrir að olían af spennunum yrði sett saman við aðra úrgangsolíu og seld til endurnýtingar, t.d. í loðnubræðslur með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Við lögðum strax til að spennarnir yrðu fluttir út og þeim eytt í þar til gerðum eyðingarstöðvum. það hefur ekki verið gert enn, en við reiknum með að það verði gert. Þá teljum við að framkvæma eigi frekari mælingar á staðnum til þess að kanna umfang PCB-mengunar. Við erum tilbúnir með sýni sem Við höfum tekið í þessum til- gangi, en þau hafa ekki fengist greind ennþá. Ástæðan er sú að enginn aðili hefur fundist til þess að greiða fyrir greininguna. Það er okkar sjónarmið að Hollustuvernd verði að geta stað- ið sjálf að slíkum rannsóknum, en til þess hefur skort fjármagn. Við vonumst samt til þess að hægt verði að senda sýnin út fljótlega og að greiningin verði greidd af Hollustuvernd og öðrum aðila í sameiningu. Skipulag umhverfis- verndar Þetta dæmi sýnir okkur hins vegar í hnotskurn hvernig skipu- lagsmálum umhverfisverndar hér á landi er ábótavant, þar sem ekki er ljóst hver á að gera hvað og hvaða aðilar beri ábyrgð. Við erum opinber mengunarvama- stofnun. Hins vegar er okkur ekki gert kleift að sinna því starfi eins og þarf. Þess vegna m.a. er margt í þessum málum ábóta- vant. - Við höfum til dæmis laga- lega eftirlitsskyldu með um 300 fyrirtækjum, sem em háð starfs- leyfi. Við höfum hins vegar ekki mannafla til þess að sinna þessu starfi nægilega vel. Við emm lengi búnir að berjast fyrir því að Ólafur Pétursson: Væntum okkur mikils af nýju umhverfisráðuneyti. Mynd: Jim Smart. fá að ráða 1-2 menn í sérstaka eftirlitsdeild, en án árangurs. þrátt fyrir það að fyrirtækin greiði sérstakt eftirlitsgjald til okkar. Auðvitað reynum við að sinna þessu starfi eftir megni, en hér em sérmenntaðir menn á sín- um sviðum sem anna ekki eftir- litsskyldum jafnframt sérfræðist- örfunum. Hverju mun vœntanlegt um- hverfismálaráðuneyti breyta að þínu mati, og hvaða væntingar hafið þið til þess? Við væntum okkur mikils af nýju umhverfisráðuneyti. Það á að gera starfið markvissara og koma í veg fyrir tvíverknað og skömn á verksviðum. Við vænt- um nýrra vinnubragða, þar sem umhverfismálin fái þann sess sem þeim ber, og að þau verði eðli- legur þáttur í undirbúningi fram- kvæmda og atvinnustarfsemi al- mennt, þannig að við getum séð fram á það í framtíðinni að með markvissum aðgerðum hafi verið komið í veg fyrir umhverfisspjöll og að þessi mál séu þannig í rétt- um farvegi. _óie Föstudagur 24. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.