Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 24
„Endurreisn Þjóðleikhússins" Byggingarnefnd sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra skipaði í vetur sem leið til að vinna tillögur um endurreisn aðalbyggingar Þjóðleikhússins hefur nú skilað áliti sínu, sam- hijóða niðurstöðu. E-4.1 er hún kölluð og vísar til þess að sex kostir sem húsameistari ríkisins vann fyrir nefndina voru skoðað- ir. Sem kunnugt er af fréttum í fjölmiðlum á liðinni viku hefur tillaga nefndarinnar þegar vakið nokkrar ýfingar. Húsafriðunar- nefnd hefur lagst gegn henni, arkitektar eru uggandi, í blaða- fréttum hefur mátt greina and- stöðutiihneigingu. Þetta er allt gott og blessað ef það verður, leiðir til málefnalegrar umræðu um gerð og eðli nefndarálitsins. Tillögur af þessu tagi eru hinsveg- ar flóknar. Þær verður að útskýra á greinargóðan og hlutlægan máta. Til þess þarf nákvæma skoðun og er vonandi að sjón- varpsstöðvarnar tvær sjái ástæðu til að gera þessu máii skil, fáir miðlar eru jafn hentugir til tæm- andi úttektar á tiliögum af þessu tagi og sjónvarp. Við skoðun á tillögum nefndar kemur í ljós að hún hefur skoðað nokkra kosti í umfangsmiklum endurbótum á húsinu enda er verkefnið stórt: Húsið þarfnast kostnaðar- samra viðgerða vegna slits og ónógs viðhalds. í þeim áfanga sem nú er til umræðu beinast þær viðgerðir einvörðungu að að- stöðu áhorfenda. Samfara þeim viðgerðum verð- ur að samræma húsið nýjum regl- um og stöðlum um öryggi. Þessi tvö atriði duga ein sér til þess að húsinu verður að loka og kosta miklu fé til viðgerða og endur- bóta. Um mikilvægi þessa hljóta ailir að vera sammála. Byggja verður aðstöðu fyrir fatlaða við húsið svo þeir eigi sama aðgang að því og aðrir. Enginn deilir um nauðsyn þessa manréttindamáls. Með tilliti til sögulegs gildis hússins sem listaverks og höf- undarverks Guðjóns Samúels- sonar, verður að hafa í heiðri stíl hússins og útlit. Nógu mörg ömu- rleg dæmi mætti tína til um hvern- ig við höfum eyðilagt fagrar bygg- ingar að utan sem innan fyrr og síðar. Er það í raun gleðilegt að Langskurðarmynd af stóra salnum. Nýr halli á sal og nýjar svalir. Ný Ijósará ofan við svið sem færist fram þá sýning hefst. Bætt Ijósaaðstaða á miðjum salarvegg. Lyftur í gryfju framan við sviðið. skyndilega skuli menn vakna til vitundar að í þeim efnum skuli aðgát höfð. Þá er nefndinni falið að bæta aðstöðu í húsinu til leiklistar- flutnings og hafa menn þá eink- um í huga lýsingu og hljóðflutn- ing. Hér er erindi nefndarinnar farið að færast nær sviðinu og veldur því að í tillögu E-4.1 er lögð til veruleg breyting á öllu áhorfendarýminu, göngum, að- komu og í raun eðli salar og sviðs. Þjóðleikhúsið er í rauninni af frekar fornri gerð leikhúsa. Það sækir formgerð sína í ítalska leikhúsið sem var með flötu áhorfendasvæði næst við sviðið, fyrir aftan það upphækkun og svalir eða stúkur til hliðanna. Leiksvæðið var byggt fram í sal- inn, en aftan við það var rammi og bakvið hann svið sem var eink- um notað til að skapa falska dýpt- arsýn. Leikmyndin var öll á flek- um og máluð eins og málverk. Flekarnir komu upp úr gólfinu, niður úr turninum eða frá hlið- um. Bakvið rammann var lítið leikið. Á framsviðinu var nóg pláss til þess. Leikmunir voru litl- ir og þær þrívíðu leikmyndir sem tíðkast í dag voru ekki til. Með framþróun í tækni færðist leikur- inn inn í rammann og framsviðið styttist, dróst að rammanum og féll loks alveg inní hann: ramma- sviðið var orðið til í þeirri mynd sem við þekkjum það. Svið Þjóðleikhússins og salur eru þeirrar gerðar. Framsviðið er grunnt og allar sjónlínur í húsinu miðast við rammann sjálfan. 'Ef leikari situr á sviðsbrúninni sést hann ekki allsstaðar úr salnum. Það er rýmið inni á sviðinu, innan við rammann sem gildir. Raunar má segja að það sé gullin regla í húsum af þessari gerð að fara ekki fram fyrir rammann, brenni- punktur sviðsins er rétt innan við hann fyrir miðju. Öll hreyfing til hliðanna og langt inn eftir sviðs- rýminu er erfið og illsjáanleg úr ákveðnum sætum í salnum. Það er þessi rammi sem bygg- ingarnefndin leggur til að verði rofinn með óbeinum hætti og nýt- ur til þess stuðnings starfsmanna hússins að því er virðist. Og rétt eins og menn segja A þá verður B að fylgja. í tillögunni er lagt til að sviðið verði byggt fram í salinn um einn og hálfan meter og um leið verður að gerbreyta öllu áhorfendarýminu: aukahallann á salargólfinu og breyta svölunum eða sameina þær í einar svalir. Og í framhaldi breyta öllu í anddyri þannig að áhorfendur eigi greiða leið á svalimar. Það skal tekið fram strax að ég hef fulla trú á að byggingarnefnd- in og hönnuðir hennar virði stfl Guðjóns Samúelssonar. Einnig skal tekið fram að tillaga E-4.1 er vel útfærð lausn í endurbótum á húsinu ef menn fallast á forsendu hennar. Skoðum aðeins rök- semdir þess að framsviðið stækki fram í salinn. Stærsta röksemdin er betra samband leikarans og áhorfenda, því nær sem áhorfandinn er at- burðum á sviðinu komist hann í betra samband, „intimitet“ eða nálægð við listina. Leikhúsfræði- legur ráðgjafi sem byggingar- nefndin hefur kallað sér til að- stoðar, Miklos Ölveczy, kemst svo að orði í áliti sínu og fellir þar dóm um Þjóðleikhúsið eins og það er nú: „Nútímaleikhús stend- ur og fellur með nálægð salar og sviðs. í þessu samhengi merkir nálægð innileik í sambandi leikara við áhorfendur sína. Ef sambandið er slæmt leitast leikar- ar við að hafa leik sinn stærri í sniðum, ræða þeirra verður óeðlileg, hreyfingarnar stórar, allt til þess að ná til áhorfenda.“ ★ Hér þykir mér Miklos rasa nokkuð að niður- stöðu. í fyrsta lagi má ætla að stór hluti af verkefnum Þjóðleikhúss- ins verði ekki þess eðlis að þau Biddi Bjöss heima í Eyjum Björn Th. Björnsson Sandgreifarnir Mál og menning 1989 í þessari bók segir Björn Th. Björnsson frá því, hvemig það var að vera strákur í Vestmannaeyjum snemma á fjórða áratugi aldarinnar. Inn í söguheiminn slæðist sitthvað úr átakasögu þess tíma, þegar bols- ar slógust við íhaldið af mikilli hörku og hleyptu upp fótbolta- leik við Þjóðverja undir kröfum um frelsi til handa kommúnista- foringjanum Thálman. En það er ekki ætlun höfundar að fara langt út í þá sálma. Né heldur lýsingu á staðnum og hans hagrænu landa- , fræði, né heldur er sett á langar tölur um forfeður og fjölskyldu. Lesandinn er staddur í miðjum strákaheimi og þar er hann. í söfnunaráráttu stráka og kyn- ferðislegu fitli, í fótboltafélagi og brennuhasar og í siðferðilegum vandamálum: það á að segja satt en það hefur aldrei verið ljótt að stela í brennu. Það er ljótt að blóta - nema til að æfa sig. Það er einn sjarmi þessarar geðslegu bókar, að lesandinn veit bæði af sérleika þessa íslenska strákaheims, lit hans og línu og ilmi, og man um leið eftir alþjóð- Björn Th. Björnsson * 2 ÁRNI BERGMANN legum einkennum hans og skír- skotunum. Einhverju sinni er höfundur, sem þá hét Biddi Bjöss, setur í betrunarvinnu fyrir að hafa selt áfengi óvart. En þá fer alveg eins fyrir honum og Tom Sawyer sem átti að kalka skíðgarð í sígildri sögu Marks Twains - refsingin snýst í upp- hefð og öfundarefni fyrir aðra stráka. Enda fær Biddi að valsa um bæinn með mælistengur og aðrar græjur frá verkfræðingi sem hann á að vera innan handar „sumarið góða“ í betrunarvinn- unni. Þessi bók er á þann veg skrifuð, að sagt er heldur færra en fleira, en því sem við heyrum er vel til skila haldið með stfl sem ein- kennist af örlítið háðskri vinsemd við tilveruna og veröld sem var, með málfari sem brúar skemmti- lega bilið á milli sögumanns í okkar tíma og stráksins sem var. Sem fyrr segir hljótum við að kannast við margt í frásögninni af hliðstæðum sem orðið hafa í ótal öðrum plássum (strákar eru alltaf strákar) - síður þó það sem aðrir minningahöfundar sneiða heldur hjá. Eins ogt.d. þegar fótboltafé- lagið Álftin hefur Hillan hug á að safna sér fyrir barnsmíðatilraun með stelpunni Siggu,en uppgötv- ar í staðinn f reistingar sj álfsfró- unarinnar. Það er reyndar vel með það farið að með þeirri iðju hnignar samfélagi stráka - „það var bara ekkert eins gaman og það var áður“, kynhvatarpúkinn rekur hvern í sitt horn. Það eru líka ágætar og spar- samar mannlýsingar í bókinni - og verður sú eftirminnilegust sem bregður upp í stuttri sögu mynd af föður sögumanns, sem var einn þeirra sem „gorta af því sem þeir ekki geta, en eigna sér aldrei heiður af því sem þeir gera best“.' Það segir ekki mikið meira um Baldvin Björnsson en fyrir kemst á þessum fjórum síðum um „Den gale Guldsmed“ 7 en það er heil- mikið fyrir því. Árni Bergmann krefjist þeirrar nálægðar sem hann telur nauðsynlega í nútíma leikhúsi: ekki ballettar, ekki óp- erur, ekki söngleikir, ekki sýn- ingar sem krefjast stórra sviðs- mynda vegna dýptar sviðsins, ekki sá hluti af sígildum viðfangs- efnum leikhússins sem byggist á „retorik“ eða ræðu s.s. Shakesp- eare - hann virðist mér einblína á næsta takmarkaðan flokk þeirra verkefna sem Þjóðleikhúsið kann að sinna og jafnvel þótt rök hans séu þar fullgild, þá eru stærðar- hlutföll salarins slík að nálægðin getur aldrei orðið mikil. Jafnvel í nýjum sal Borgarleikhússins sem er byggður umhverfis þetta prins- ipp er fjarlægðin orðin of mikil fyrir verulega nákomna reynslu. Ef salur Þjóðleikhússins væri helmingi minni væru rök hans afar skynsamleg. Mér sýnist í orðum hans mega greina Iang- vinna von leikhúsfólks hér á landi að eignast sæmilega búna leiksali fyrir minni „intimar" sýningar. Og eins og menn segja A og B, þá fylgir næsti bókstafur: ef fram- sviðið á að verða sá gullni fern- ingur sem þungamiðja salarins hvílir á, þá hefur það í för með sér algera byltingu á sviðsbúnaði hússins. Hringsviðið hefur tapað hlutverki sínu - það er of langt frá áhorfendum. Fyrirhugaðar um- bætur á hliðarsviðum, sem eru nánast engin í dag, kalla á nýjan flutningsmáta á leikmyndum fram á aðalleiksvæðið framan við rammann, rennibrautir sem flytja heilar leikmyndir úr botni sviðsins eða frá hliðum fram á sviðið, því ekki er hægt að koma sviðsbreytingum fram á annan hátt. Nú vil ég ekki að menn skilji orð mín á þann veg að ég leggist alfarið gegn þeirri tillögu sem hér er komin fram. Ég vil aðeins að menn meti til hlítar forsendur hennar og spyrji sjálfa sig um leið hvort þeir hafi ekki kennt ná- lægðar við list Þjóðleikhússins undanfarna áratugi? Eins vil ég spyrja listamenn hússins hvort til- finning þeirra um ónógt samband við áhorfendur eigi sér ekki aðrar forsendur en rammasviðið sem þeir leika í: fámennan sal, verk- efnin, misgengi í tækni innan hópsins, ónóga umræðu og þjálf- un í raddbeitingu. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt margar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að losa sig við rammann, sækja fram í salinn, hvort sem hann er vænglaga áhorfendasvæði eða flangur, meðhallandi gólfi, sam- i felldum svölum eða yfirbyggð- I um, þá verður leikhúsi af þessari gerð ekki breytt. Kunni menn að kjósa breytingu verður að byggja á nýjum formum: skeifu eða hring, af nógum leikhúsformum er að taka sem bjóða uppá spenn- andi hluti í vinnu og upplifun. Núna erum við stödd á vendi- punkti og tíminn er naumur til umræðu. En því aðeins að hún fari fram geta ráðamenn, leikhús- fólk og almenningur áttað sig á hvað er í vændum, hverjir kostir fyrirhugaðra breytinga á grund- velli tillögu E-4.1 eru hverjir gall- arnir. Mikilvægast er að heyra frá leikurum og leikstjórum Þjóð- leikhússins sem hafa verið fámál- ugir á opinbrum vettvangi um þetta mikilvæga mál. Lát heyra. ★ „Den moderna dramtiska teat- ern, .. , stár og faller med, om teaterrummet er intimt eller ej. I detta sammenhang ár intimiteten ett uttryck for kontaktens intens- itet mellem skádespelarna og sin publik. Om denna kontakt ar dá- lig, försökar skádespelarna att spela mer spektakulárt, deres tal blir mindre naturligt, rörelserne blir for vida, allt för att kunna ná ut till publiken." (Úr nefndaráliti Ölveczky). Páll Baldvin Baldvinsson 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.