Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 23
PISTILL GUÐBERGUR BERGSSON Ást og ofbeldi í Róm íslenska óperan í samvinnu við Norsku óperuna: Tosca eftir Giacomo Puccini við texta eftir Giacosa og 111- ica. Hljómsveitarstjóri Robin Stapelt- on. Leikstjóri Per E. Fosser. Leik- mynd og búningar Lubos Hruza. Lýs- ing Per E. Fosser. Kór og hljómsveit íslensku óperunnar. Einsöngvarar: Margareta Haverinen, Garðar Cort- es, Stein Arild Thorsen, Viðar Gunn- arsson, Guðjón Óskarsson, Sigurður Björnsson, Ragnar Davíðsson, Sig- urður Þórðarson og Sigurgeir Agn- arsson. Óperan Tosca var frumflutt í janúarmánuði árið 1900 í Róm. Hún er ein af þrem vinsælustu óperum Puccinis, en hinar eru La Bohéme frá 1896 og Madame Butterfly frá 1904. Þessar óperur eru stundum taldar til þeirrar stefnu í óperulist sem komst í tísku undir aldamótin síðustu og kölluð er verismi, en þar er átt við óperur sem lýsa venjulegu alþýð- ufólki og hversdagslegu um- hverfi, helst úr samtímanum, þar sem tónlistin er ekki upphafin, heldur jarðbundin og lýsandi. Þessi skilgreining á við um óperur Puccinis að því leyti að þær fjalla um venjulegt fólk (ekki konungs- fólk, hirðlíf eða goðsagnaverur), en hins vegar yfirstígur tónlist Puccinis oft allt raunsæi og til- finningaátökin eru mögnuð upp í æðra veldi í anda hins rómantíska melódrama. Þetta á ekki síst við um óperuna Toscu, þar sem til- finningaátökin standa um þrí- hyrninginn Toscu, sem var þekkt söngkona, listmálarann Cavara- dossi og lögregluforingjann Scarpia. Tosca er dæmigerð róm- antísk kvenímynd: ástríðufull og afbrýðisöm, örlát á ást sína og reiðubúin að fórna öllu fyrir ást- mann sinn. Scarpia er andstæða hennar og er fulltúi hinna verstu lasta: öfundar, kvalalosta, valda- hroka, trúarhræsni og svika. Á milli þeirra stendur svo Cavara- dossi, fórnarlamb ástar og af- brýði Toscu annars vegar og grimmdar og kvalalosta Scarpia hins vegar. Á milli þeirra er magnað upp tilfinningabál, sem er um leið galdur tónlistarinnar. Þessi galdur er sviðsettur í sögu- legri umgjörð þess tíma er lýð- veldishugsjónir frönsku bylting- arinnar náðu til Rómar, nánar til- tekið á aldamótaárinu 1800, en þá lagði Napoleon undir sig stór- an hluta Ítalíu eftir orrustuna við Marengo. Þau Cavaradossi og Tosca eru frjálslyndir fulltrúar upplýsingar og lýðveldishugsjón- ar, og litu á Napoleon sem boð- bera frelsis og réttlætis. Scarpia er hins vegar fulltrúi hins kon- unglega ættarveldis og kirkjuað- als, sem á þessum tíma hataðist bæði við upplýsinguna og lýð- veldishugsjónina. Hinn pólitíski og sögulegi rammi óperunnar er þó fyrst og fremst undirstaða og umgjörð sem Puccini byggir á til að magna upp það tilfinningabál, sem tón- listin kemur til skila. Flutningi óperunnar var tekið með kostum og kynjum í Gamla bíói um síðustu helgi. Ekki að á- stæðulausu, því söngvarar stóðu sig með mikilli prýði, svo að þar V m L _ á | X. ^ f. ^ Q. O 'á ÓLAFUR GÍSLASON var fáa brotalöm að finna. Eink- um átti það við um finnsku söng- konuna Margaretu Haverinen í hlutverki Toscu og Garðar Cort- es í hlutverki Cavaradossi. Það sem ég hins vegar saknaði í þess- ari uppfærslu var, að umgjörðin -sviðsmynd, búningar og lýsing- skyldu ekki notuð í ríkari mæli til þess að undirstrika tilfinninga- bálið og stigmögnun þess: afbrýði Toscu og hin eitruðu vélráð Scarpia í kirkjunni, örvæntingu og heift Toscu og kvalalosta Scarpia í Farnesehöllinni, þessu spillingarbæli valdsins, og skammvinna fró og dauðastríð elskendanna fyrir framan aftöku- sveitina á þaki Englakastalans. í stað þess að stílfæra sviðsmynd- ina og láta birtuna undirstrika stemmninguna í tónlistinni var gripið til einhverrar undarlegrar eftirlíkingar á því umhverfi sem leikmyndahöfundurinn virðist Ljóðakvöld í Þjóðleikhúskjallara Orðmenn -átta ljóðskáld sem ný- lega hafa gefið út bækur sínar á vegum bókaforlagsins Goðorðs, munu lesa úr bókum sínum á ljóðakvöldi í Þjóðleikhúskjallar- anum næstkomandi mánbudags- kvöld kl. 20.30. Auk orðmanna munu einnig koma fram þeir Þor- steinn frá Hamri, og Sveinbjörn Beinteinsson og Arnar Jónsson mun lesa úr nýrri ljóðabók Böðv- ars Guðmundssonar skálds. Þá mun Nora Cornblum leika á selló og fleira verður hugsanlega á dagskrá. Aðgangseyrir verður 200 krónur. hafa ímyndað sér í Róm á þessum tíma. Einkum var sviðsmyndin í Farnese-höllinni furðuleg. Hún minnti á einhverja úgáfu af skrif- stofu Sigurðar sýslumanns í Dal úr Skugga Sveini. í reyndinni er Farnese-höllin ein glæsilegasta höll endurreisnartímans á Ítalíu, sem Michelangelo og fleiri teiknuðu fyrir Pál III páfa af Farnese-ættinni. Höllin er vitnis- burður um veraldlegt vald páf- anna og menningarsögulega arf- leifð kirkjuvaldsins, en var á þessum tíma í eigu Borbon-ættar- innar sem ríkti í Napoli. Scarpia var þjónn þessa konunglega ætt- arveldis. Þessi skrifstofa í kot- ungsstíl með dyrahæð undir 2 metrum, sem sett var á sviðið, þjónaði því hvorki sannferðugum tilgangi í anda verismans, né at- burðarrásinni og tónlistinni. Hún afbakaði mátt og eðli þess valds sem stóð að baki Scarpia og gerði angist og svikráð Toscu þar með risminni. Og þegar Tosca segir hin sögufrægu orð: „Og and- spænis þessum manni skalf öll Róm“ eftir að hún er búin að reka Scarpia á hol með borðhnífnum, þá er eins og eitthvað gangi ekki upp. Sviðsmyndin á þaki Englakast- alans var líka vandræðaleg. Þessi mikli kastali sem á sér þá sögu að hafa verið grafhýsi rómverskra keisara, virkisborg páfagarðs og dýflissa pólitískra fanga og trú- villinga í gegnum 19 aldir, er í reyndinni prýddur vængjuðum engli á þaki með brugðnu sverði. Hvers vegna sjáum við ekki þennan engil í stað gálgans sem ber við himin á sviðinu? Hvers vegna er hin magnaða upphaf- stónlist þriðja þáttar trufluð af varðmanni sem fer að fitla við gálgann í stað þess að láta tónli- stina njóta sín í samspili við um- hverfi sem sýnir okkur drunga- lega morgunskímuna yfir þessu minnismerki valdsins, sem rís yfir bökkum Tíber undir tvíræðri mynd engilsins með brugðinn brand sinn? Og hvers vegna hljó- muðu kirkjuklukkurnar svona hátt, þegar þær áttu að heyrast úr fjarska? Ég veit ekki hvort það er rétt eða hvort það var bara leikmynd- inni að kenna, að mér fannst hljómsveitarundirleikinn stund- um vanta þann rafmagnaða og hárfína skýrleika sem þarf, til þess að stemmningin í tónlist Puccinis komist til skila. Þar sem stemmningin átti að vera raf- mögnuð varð tónninn stundum eins og örlítið loðinn, þannig að hann lét mann ekki eftir agndofa eins og til er ætlast. En hvað um það, söngvararnir stóðu sig með prýði, og fyrir utan þau sem áður voru nefnd, þá sýndi Viðar Gunnarsson enn einu sinni að hann er bassasöngvari í fremstu röð. Guðjón Óskarsson komst einnig vel frá sínu hlutverki sem djákni. Stein Arild Thorsen var Scarpia og gerði margt vel, en var þó vegna umgerðarinnar ekki eins baneitraður og ella hefði ver- ið. Margareta Haverinen miðlaði skerandi örvæntingu Toscu af snilld í 2. og 3. þætti og Garðar Cottes var stórbrotinn í lokadú- ettinum, þar sem hann lofaði böðulshendur Toscu fyrir að hafa banað Cavaradossi með borð- hnífnum: O, dolci mani! Þó ekki væri nema fyrir þá senu, þá ættu allir óperuunnendur að drífa sig í íslensku óperuna á þær fáu sýn- ingar sem enn eru eftir af Toscu í þetta sinn. Hafi íslenska óperan þökk fyrir framtakið. Að losna við sorpið Ég veit ekki hvort viðureign þjóða við sorpið, sem þær senda frá sér, sé dæmigert tákn um vel- gengni þeirra. Hitt er næstum víst, að hvernig þeim tekst til við að eyða því á hagkvæman hátt, ber vott um hugvit og þá hæfi- leika sem þær hafa til að leysa sinn innri vanda. Áður fyrr, meðan þjóðin var óspillt á valdi náttúruaflanna og laut vilja nokkurra ágætra fjöl- skyldna, átti hvert hús á landinu sinn sérstaka öskuhaug. Hann var lítill hóll örskammt frá húsinu og stækkaði hægt í tímans rás, við það að hellt væri úr öskufötum á hann og koppum á morgnana. Núna eru ruslatunnur komnar við hvert hús og svartir, gljáandi plastpokar í þær, þegar best lætur. Og minnsta kosti í Reykja- vík er fólk að láta ruslið sitt í tunnurnar allan sólarhringinn. Það skellur svo í lokum á ösku- tunnum á nóttinni í sumum hverf- um, að fólk hrekkur upp og fær vart svefnfrið fyrir lokaskellum þeirra, sem koma sorpinu frá sér allan sólarhringinn. En íbúar Reykjavíkur eru yfir- leitt ekki jafn duglegir við að losna við rusl og þeir eru hæfir til að valda því. Þó verður að viðurkenna að undanfarin ár hefur ekki verið eins mikið rusl á götunum og áður. Það kemur minna skran undan snjónum á vorin. Þetta er eflaust að einhverju leyti stjórn borgarinnar að þakka. En kann- ski finnst Reykvíkingum ekki vera eins mikið frelsi og áður í því að kasta frá sér rusli á almanna- færi. Eða þeir treysta ekki jafn mikið og áður á hreinsunarmátt vindsins. Sú var tíðin, að rokið var talið vera trygging gegn mengun. Skömmu fyrir borgarstjórnar- kosningarnar, þegar Davíð komst fyrst til valda, gerði hávað- arok í Reykjavík. í hverfinu, þar sem ég bý, feykti vindurinn ógur- legu skrani inn í götuna, ekki bara venjulegum plastpokum, heldur kom stór plastbreiða, fyrst í loftinu, svo velti hún sér um götuna, en hóf sig í lokin á loft, með háu plastbraki, og festist í greinum trjánna í næsta graði. Þá hugsaði óánægði kjósandi Alþýðubandalagsins í mér: ef sorphreinsun borgarinnar hreinsar tréð og tekur af því plastlíkklæðið fyrir kosningar, þá heldur vinstri meirihlutin velli, Að öðrum kosti kemst Davíð Oddsson að. Nú beið ég í ofvæni, með kross- in minn í huga á kjördegi. En vinstrisinnar voru endalaust að hafa hárréttar skoðanir á enda- lausum fundum og við álíka tíma- frek nefndastörf. Þeim finnst svo sjálfsagt að hafa ljósar skoðanir í höfðinu, að óljóst lífið og loðinn vandi og merking þess fer fram- hjá höndum þeirra. Tréð losnaði ekki við plasthamininn fyrr en eftir kosningar. Áráttan í okkur, að vera alltaf með plastpoka er undarleg. Fáar þjóðir eru jafn plastpokaglaðar og við. Það að ganga með plast- poka eins og verndargrip hefur valdið mér miklum heilabrotum. Ég held að ég hafi fundið skýring- una á þessu: Hún er arfur frá fortíðinni. Langafar okkar og ömmur fóru aldrei út úr húsi, án þess að hafa með sér strigapoka, annað hvort uppvafinn undir hendinni eða troðfullan á bakinu. Strigapok- inn, uppvafinn, tómur, hálftóm- ur, fullur eða troðfullur, var visst stöðutákn. Hann merkti, hvort eitthvað væri til á heimilinu eða hvort menn hefðu manndóm í sér til að „færa” því stykkjavöru. í þorpinu, þar sem ég fæddist, voru til litlir strigapokar fyrir börn, hálftunnupokar fyrir kon- ur, en tunnupokar fyrir fulltíða, dugandi karlmenn. Þeim líkaði lífið, ef þeir komu heim með troðfullan tunnupoka handa kon- unni. Auðvitað olli þetta engu rusli. Allt var étið upp til agna. Gamalt fólk man kannski eftir vinsælu auglýsingunni í ísafold og Verði við lok nýlendutímabilsins: Vorum að fá í miklu úrvali striga- poka fyrir dömur og herra. Þegar ég fletti í æsku gupnuðum blöð- unum uppi á lofti sá ég fyrir mér alla Reykvíkinga og var hver með sinn glæsilega troðfulla poka á bakinu. Og ennþá, ef éggengupp Bankastræti, sé ég menn rogast með sinn andlega poka. Svona er sannleikssýn barnsins rík í okkur. En Reykjavík er að sjálfsögðu ekki forpokaðasta borg í veröld- inni. Hið raunverulega rusl kom með stríðinu. Nú skiptast íslensk heimili í andstæður: þau sem eru ruslakompur og hin þar sem aldrei sést rykögn. Fólk sem stundar leyndar ástir veit, hvað það getur verið erfitt að komast til viðhaldsins í sumum húsum að næturþeli. í fyrstu þarf maður að komast yfir hundrað pör af skótaui af öllum stærðum og gerðum út um allt í forstof- unni. Ef tekst að komast hljóð- laust yfir fyrstu hindrunina, tekur önnur ennþá verri í innri gangin- um. Þar hanga útbelgdar yfir- hafnir. Sums staðar er til slíkur sægur, að hann kemst ekki fyrir eða með naumindum í henginu. Yfirleitt bunga þær svo óskaplega út, að gangurinn fyllist og snag- arnir drita þeim út um allt gólf á nóttinni. Takist þeim, sem á viðhald, að rata klakklaust í gegnum ógur- lega skó- og yfirhafnafarganið, taka við ótal glingurhindranir í holinu. Það má ekkert koma við það, án þess að stássið hringi eða hringli á velsæmið. Að svo búnu er yfirleitt auðvelt að sigra prinsessuna, þótt hún liggi kannski öfugsnúin í haug af velktum og óárennilegum sæng- urfatnaði. En hlýtur hún ekki að verða fyrir vonbrigðum í morgunsárið, þegar hún finnur að viðhaldið óð yfir skótau og gegnum skóg yfir- hafna bara til að nota hana fyrir andlegan og líkamlegan rusla- poka? Föstudagur 24. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.