Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 21
HFI x; A R MFNNINC.IN x«Jllll&a»®«áSÉllf '^^SSsSí&^aísJi^'' *áH»» «JllliÉ&*wKcJÍll®sk&» wsMW ^ v«slíSS^^v«cS^^»»SSíSÍ^? »«JÉw ^|t ugJiiW. <«élÍlÉÉ!&wK<álí»». '|| '^^8j#6w!gj|iP®® ^asjllll&aMsaáÉkw Hver er hinn seki? Vigdís Grímsdóttir: Hvernig er það þjóðfé- lag, sem strýkur þegnum sínum eins og ís- björgu? Hún er 21 árs, heitir ísbjörg og er ljón og er aðalpersóna nýjustu bókar Vigdísar Grímsdóttur. „- Þú hefur tólf tíma til stefnu og hafðu hugfast að hún er fjand- anum slægari,“ heyri ég sagt um leið og dyrnar opnast. Þetta er satt. Ég er slæg. - hugsar ísbjörg, en er hún slæg og hvað hefur hún gert? Hún situr í einangrun, hefur neitað að tala, - neitað að játa, en hefur nú fallist á að ræða við verj anda sinn. Hon- um segir hún ævisöguna á tólf tímum, eigin sögu, eigin orðum, enda heitir bókin Ég heiti ís- björg, Ég er ljón. - Þegar ég var búin að skrifa Kaldaljós langaði mig til að skrifa andhverfa sögu, segir Vigdís. - Um öðruvísi flótta, öðruvísi fólk í sama heimi. - Kannski er ég alltaf að reyna að segja eitthvað um þetta þjóðfélag okkar. Að velta fyrir mér hversu stóran eða lítinn hlut einstaklingurinn á í lífi sínu og hvaða möguleika hann hefur þeg- ar hann ætlar að velja. Fólk er svo mótað af umhverfi sínu að kannski á það ekkert val. Það var mjög sárt fyrir mig, hálfverndaða og hálffertuga konu að kynnast þjóðfélaginu frá sjónarhorni ís- bjargar. Ég hélt eins og svo marg- ir að hér væri allt í himnalagi. Ef það væri eitthvað sem færi úr- skeiðis væri það ekkert, sem ekki væri hægt að kippa í liðinn með lítilli fyrirhöfn. Eftir að hafa skrifað þessa bók efast ég um allt, - og það er út af fyrir sig mjög gott. Hvaðan dettur svona kona eins og ísbjörg niður í kollinn á manni? - Ég veit það ekki. Svona per- sónur fæðast bara í höfðinu á manni og í gegnum þær kynnist maður heimi sem maður hélt ekki að væri til. Heimurinn vildi svo endilega komast á bók í gegnum þessa konu, sem getur ekki heitið annað en ísbjörg. Hún leiddi mig svo út um allt, fékk mig til að líta hlutina öðrum augum en ég hef áður gert og svo verður svona saga úr því. - Ég fór að fá áhugann á þessu efni þegar hér voru endalausar hryllingssögur í fréttum, ofbeldi og misþyrmingar, eitthvað sem maður hélt ekki að gerðist hér á landi. Þá vaknar sú spurning hvers vegna fólk til dæmis fremur glæp, brýtur lög og mig langaði til þess að ein slík manneskja fengi tækifæri til að segja frá, án frammígrips, án mikillar truflun- ar, segja frá á þann hátt sem hent- aði henni best og frá því sem skipti hana máli. - Ég er ekki að reyna að rétt- læta Isbjörgu, og það sem hún gerði, þetta er engin afléttings- saga, en við fáum aldrei að vita hvað það er sem liggur að baki glæpunum. „Orsakir skipta ekki máli“ segir ísbjörg í hæðnistóni og ég tek undir tóninn. - Við viljum gleyma þeim, sem brjóta lög og reglur, lokum þá inni svo við þurfum ekki að horfa á þá og fáum frið til að vera venjuleg. Ég er ekki að halda því fram að við þurfum ekki að taka afleiðingum gerða okkar en spurningin er, hver er hinn seki í raun og veru. Það má sjá fyrir sér í hillingum öðruvísi lagabókstaf og öðruvísi þjóðfélag, en til þess þurfum við auðvitað fólk sem hugsar á annan hátt. - Ég kynnti mér það sem ég var að skrifa um og þó þetta sé skáldskapur er kjarninn sannur. Ég hefði ekki getað skrifað um þetta efni ef ég styddist ekki við raunveruleikann, en það er nú ekkert nýnæmi, rithöfundar gera það líklega allir að meira eða minna leyti. Svo heimtar sagan ákveðið form og lýtur sínum eigin lögmálum, en þó sumir segi skáldskapinn vera spegil raun- veruleikans verður aldrei nema brot hans í skáldskapnum, hversu mikill sem hann er. Því margt af því sem lífið geymir nægja orðin ekki til að lýsa. Ég rak mig á það. Sumt er ekki hægt að segja. - Skáldskapurinn er því bara þjónn raunveruleikans en sá þjónn er sífellt spyrjandi. Oft fær hann svör, oft ekki. En hann heldur áfram þótt á móti blási. Spyr til dæmis: Hvernig er það þjóðfélag sem strýkur þegnum sínum eins og Isbjörgu? Og hvernig eru þegnarnir? Og fyrir hverja eru siðferðislögmálin, sem við þykjumst fylgja, - lögin og reglurnar? Eru þau fyrir þá sem eru það lánsamir að vera svo Vigdís Grímsdóttir: Sumt er ekki hægt að segja. verndaðir að þeir sjá ekki annað en að allt sé í besta lagi? Og hverj- ir eru þeir svo sem dæma? Eru það ekki þeir sömu og ekki sjá? ísbjörg leggur mikla áherslu á að hún sé vond. Er hún vond? - Ef maðurinn er það sem hann gerir brýtur hún flest boð- orðin. Samkvæmt því geta menn talið hana vonda. En ég tel boð- orðin haldlítil viðmið þegar á reynir og því finnst mér hún ekki vond, ekki frekar en ég og þú og allir hinir. En klefinn hennar er dæmdur, fordæmdur. Það eru aftur á móti klefarnir okkar ekki. Mynd - Jim Smart. Hugsanir okkar ekki. Klefinn í sögunni um ísbjörgu er því líka minnismerki um alla þá klefa, sem í situr fólk eins og við, vernd- að og án ákæru, og um leið er klefinn rammi utan um sögu sem sjaldan er sögð en oftar lifuð. -LG NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 Einleikur á Guameri fiðlu Sinfónían frumflytur tvö íslensk verk í Borgarleikhúsinu. Finnskur fiðluleikari leikur einleik á 17. aldar dýrgrip Draumnökkvi eftir Atla Heimi Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Borgarleikhús- inu á morgun og eru það fyrri tón- leikarnir af tveimur þar sem ein- göngu verður leikin nútímatón- list. A efnisskrá tónleikanna, sem hefjast kl. 14, verða fjögur verk, þar af tvö íslensk og hefur hvor- ugt þeirra verið leikið opinber- lega hér á landi áður. Einleikari verður finnskur fiðluleikari, Jari Valo, og hljómsveitarstjóri að- alstjórnandi Sinfóníunnar, Petri Sakari. Tónverkin fjögur eru Sinfónía fyrir blásturshljóðfæri eftir Igor Stravinskíj, skrifuð í minningu Debussys árið 1920 og frumflutt í London ári seinna. Sechs Stucke op. 6 eftir Webern, frumflutt í Vín árið 1913, fiðlukonsertinn Sveinsson og hljómsveitarverkið Spjótalög eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. Atli Heimir samdi Draum- nökkva sumarið 1987 og tileink- aði konu sinni, Ingibjörgu. Kveikjan að konsertinum var mynd eftir Jón Gunnar Árnason myndhöggvara en verkið pantaði Kammersveit Austurbotns. Var það frumflutt á tónlistarhátíð í Kaustinen í Finnlandi í janúar í fyrra og var einleikari Jari Valo, sá er leikur Draumnökkva á tón- leikunum í Borgarleikhúsinu. Konsertinn hefur verið valinn til flutnings á Norrænum músfk- dögum í Helsinki næsta haust. Spjótalög Hjálmars H. Ragn- arssonar er eitt samfellt hljóm- sveitarverk fyrir stóra hljómsveit og byggir á sterkum andstæðum. Verkið er samið 1983-84, en Hjálmar lagði lokahönd á það ný- lega og er það fyrsta verk hans flutt af Sinfóníunni. Síðasta tón- verk Hjálmars var messa í fimm þáttum fyrir kór, flutt á sumar- tónleikum í Skálholti síðastliðið sumar. Jari Valo er fæddur í Kaustinen í Finnlandi 1961. Hann stundaði fiðlunám í heimabyggð sinni og við Sibeliusar akademíuna og hefur hlotið fjölda veðlauna fyrir fiðluleik sinn. Hann hefur auk einleiksins helgað sig kammer- tónlistinni og er meðal annars leiðandi maður í kammerhljóm- sveit Ostroboþníu. Valo leikur á fiðlu sem Andrea Guameri smíð- aði árið 1684, en fiðlan er í eigu OKO-bankans í Finnlandi. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.