Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 8
Máigagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Heigarblaðs: Ólafur Gíslason
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Afgreiðsla: ® 68 13 33
Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31
Símfax: 68 19 35
Verð: í lausasölu 140 krónur
Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Sérstaða
Alþýðubandalagsins
Þegar fjölmiölar hafa verið aö fjalla um landsfund Al-
þýðubandalagsins og hugmyndir sem þar voru reifaðar
um skipulagsleg tengsli flokksins við Alþjóðasamtök jafn-
aðarmanna, þá hafa þeir oftar en ekki tengt þær við
síðustu tíðindi úr Austur-Evrópu. Málflutningurinn er þá á
þessa leið: nú er hið sovéska kerfi hrunið. Þar með er
eiginlega engin ástæða til þess að Alþýðubandalagið sé
til sem sérstakur flokkur. Sérstaðan er horfin.
Ungir jafnaðarmenn voru á sömu buxum þegar þeir
samþykktu ályktun á dögunum um að íslenskir sósíalistar
hefðu fyrir fimmtíu árum „villst í faðm kommúnista" - og
nú sé mál til komið að þeir snúi heim.
Hér er um svo grófar einfaldanir að ræða, að þær gera í
rauninni sjálfatilveru Alþýðubandalagsins óskiljanlega ef
mark ætti á þeim að taka.
Það er rétt að fyrir fimmtíu árum deildu menn hart um
afstöðu til Sovétríkjanna á vinstri armi íslenskra stjórn-
mála og héldu því reyndar áfram ein tuttugu ár í viðbót.
Það er líka rétt að það réði miklu um það hvort menn lentu
í Alþýðuflokki eða Sósíalistaflokki hvaða mat menn lögðu
á Sovétríkin, þótt vissulega hafi fleira skipt máli um það
val. En það skiptir meira máli að síðan þá hefur margt
breyst: flokkar og hugmyndir. Eins og forystumenn AB
hafa margsinnis bent á, hefur það aldrei farið á milli mála
að Alþýðubandalagið er lýðræðisflokkur sem hefur aldrei
innbyrt „alræði öreiganna" í sinn hugmyndasjóð. Alþýðu-
bandalagið hefur aldrei litið á valdaflokkana í Austur-
Evrópu sem „bræðraflokka" eða tekið þátt í ráðstefnum
þeirra. Það hefur ekki trúað á víðtækar þjóðnýtingar sem
allsherjarlausn í efnahagsmálum - hefur reyndar gengið
svipaða þróunarleið í þeim efnum og margir sósíaldem-
ókrataflokkar, sem hafa mjög dregið úr þjóðnýtingaráf-
ormum, þótt þeir hafi svo beitt sér gegn einkavæðingu á
sviði félagslegrar þjónustu og menntunar.
Einhver tiltekin afstaða til flokksræðis í Austur-Evrópu
hefur ekki verið tilverugrundvöllur Alþýðubandalagsins.
Sá flokkur hefur lifað á svipuðum forsendum og aðrir
vinstriflokkar í Evrópu, hvort þeir hafa kennt sig við sósíal-
isma eða sósíaldemókratí. Helsta verkefnið hefur verið
að beita pólitísku áhrifavaldi til jöfnuðar lífskjara og til að
bæta hag þeirra sem illa verða úti í samfélagi harðrar
samkeppni, sem vill helst ekkert af spurningum um fé-
lagslegt réttlæti vita. Þetta hefur í pólitískri reynd skipt
miklu meira máli en spurningar um eignarhald á fyrirtækj-
um. Það er alls ekki nýmæli að alþýðubandalagsmenn
geri sér grein fyrir því að þeir eru á svipuðu róli og jafnað-
armannaflokkar í Evrópu. Það eru meira en tuttugu ár
síðan að Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans var að
útlista það með sinni háðsku aðferð fyrir Alþýðublaðinu
að Alþýðubandalagsmenn hefðu sannari ástæðu til að
fagna kosningasigri sænskra sósíaldemókrata en ís-
lenskir kratar, svo gagnsýrðir sem þeir væru af löngu
samstarfi við íhaldið. Rök Magnúsar snerust um það, að
Alþýðubandalagsmenn væru blátt áfram róttækari jafn-
aðarmenn en meðalkratinn í Alþýðuflokknum. Auk þess
vita menn vel, að vinstrisinnuð þjóðernishyggja hefur gert
drjúgan greinarmun á A-flokkunum svonefndu: Alþýðu-
bandalagsmenn hafa, hvort sem herstöðvamál, land-
helgismál, erlendarfjárfestingar eða menningarmál eru á
dagskrá, haft mjög hugann við það, að möguleikar á því
að skapa réttlátara sambýli manna hér á landi væru
nátengdir því að við sjálfir héldum um stjórnartauma en
glopruðum þeim ekki úr höndum okkar til hernaðar-
bandalags, til auðhringa, til yfirþjóðlegs markaðsráðs í
Brussel.
Það skal ósagt látið hér hvernig menn vilja vinna úr
þessum mun á svonefndum A-flokkum í framtíðinni. Hitt
er víst að hrun valdeinokunarkerfis í Austur-Evrópu, sem
allir fagna, 'skiptir engum sköpum í þeim efnum. ÁB
Málverk Bjarna Sæmundssonar af COOT GK 310, fyrsta gufutogaranum í eigu íslendinga.
Bókin og hafið
Lesið úr nýjum bókum, sem tengjast hafi og sjósókn í Sjóminjasafni
íslands
Bókin og hafíö heitir dagskrá
sem verður í Sjóminjasafni ís-
lands, Vesturgötu 8 Hafnarfirði á
sunnudaginn. Lesið verður úr
nýjum bókum, mjög ólíkum að
efni en þær eiga það þó sam-
eiginlegt að hafið er nálægt í
þeim á einn eða annan hátt og
þær tengjast sjósókn við ísland
fyrr og nú.
Birgir Sigurðsson les úr bók
sinni Svartur sjór af síld, Erlingur
Gíslason leikari les úr ljóðabók
Birgis Svans Símonarsonar Á
fallaskiptum og Elín Pálmadóttir
les úr bók sinni um franska sjó-
menn við ísiandsstrendur, Fransí
Biskví.
Lesið verður upp úr samtals-
bók Ómars Valdimarssonar við
Guðmund J. Guðmundsson, Jak-
inn, Lúðvík Jósepsson fyrrver-
andi ráðherra les upp úr bók sinni
Landhelgismálið í 40 ár, Pétur
Már Ólafsson les upp úr bók sinni
Gullfoss, lffið um borð og Thor
Vilhjálmsson úr nýrri skáldsögu
sinni, Náttvíg.
Dagskráin hefst kl. 15, að-
gangur er ókeypis. -LG
Sónötur fyrir selló og piano
Styrktarfélag Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar stendur
fyrir tónleikum í Tónskólasalnum
að Hraunbergi 2 á laugardaginn
kl. 17. Á efnisskránni eru Sónata í
D-dúr eftir Bach, Sónata fyrir
selló og píanó eftir Beethoven,
Vocalise eftir Rachmaninoff og
sónata í a-moll eftir Schubert.
Einleikarar verða þær Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari og
Steinunn Ragnarsdóttir píanó-
leikari. Bryndís Halla lauk ein-
leikaraprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík árið 1984 og
meistaragráðu frá New England
conservatory í Boston í Banda-
ríkjunum í ár. Steinunn Birna
Steinunn og Bryndís Halla halda
daginn.
stundaði eftir einleikarapróf frá
T.R. framhaldsnám við New
tónleika að Hraunbergi 2 á laugar-
England Conservatory og lauk
þaðan meistaragráðu 1987.
Helgarveðrið
8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ | Föstudagur 24. nóvember 1989