Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 20
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Bolvíkingurinn í efsta sæti á Haustmóti TR Bolvíkingurinn Halldór G. Einarsson stendur best að vígi þegar ótefldar eru þrjár umferðir í A-riðli á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur (8. umferð var tefld sl miðvikudagskvöld). Halldór tapaði fyrir helsta keppinaut sín- um, Björgvini Jónssyni, en hefur unnið aðrar skákir. Staðan er þessi: 1. Halldór G. Einarsson 6 v. (af 8) + biðskák. 2. Sigurður D. Sigfús- son 5 v. + biðskák. 3. Björgvin Jónsson 4Vi v. + biðskák og ó- teflda skák. 4. Jóhannes Ágústs- son 4 v. + biðskák. 5. Jón G Viðarsson 4 v. 6. Dan Hansson 3V2 v. + biðskák og óteflda skák. 7. Ásgeir Þ. Árnason 3V2 v. + biðskák. 8. Áskell Ö. Kárason 3 v. + biðskák. 9.-10. Hrafn Lofts- son og Snorri Bergsson 2'/2 v. + biðskák. 11. Bragi Halldórsson 2 v. og Lárus Jóhannesson IV2 v. + biðskák. í B-riðli er keppni óvenjulega jöfn og spennandi. Ríkharður Sveinsson og Haraldur Baldurs- son eru efstir með 5 v. Eggert ísólfsson er í 3. sæti með 4V2 v. f C-riðli er Ragnar Fjalar Sæ- varsson efstur með 6V2 v. í 2.-3. sæti eru Hrannar Baldursson og Kristján Eðvarðsson með 6 vinn- inga. Einar K. Einarsson hefur sett stefnuna á mikinn sigur í D-riðli. Hann hefur unnið allar sínar skákir og er langefstur með 8 v. af 8 mögulegum. Ólafur Einarsson kemur næstur með 5'/2 v. í opna flokknum þ.e. E-riðli er Halldór Jónsson efstur með 6V2 v. Stefan Freyr Guðmundsson og Árni Kristjánsson eru í 2.-3. sæti með 6 v. Þátttakendafjöldi í haustmót- inu nú er svipaður og undanfarin ár, alls um 150 þátttakendur með unglingaflokki sem er þó skammt á veg kominn. Fyrstu umferðirn- ar fóru fram í gamla félagsheimi- linu við Grensásveg sem er kom- ið á sölulista og mótið hefur flust í hið nýja og stórglæsilega húsnæði í Faxafeni sem vígt var með pom- pi og pragt fyrir viku. Velunnur- um skáklistarinnar skal bent á að styrkir til TR eru velkomnir, því framkvæmdirnar hafa verið afar kostnaðarsamar og peningar af skornum skammti. Það er ekki aðeins að TR flytji inn f Faxafen, einnig Skáksamband íslands sem þarna verður með rúmgott hús- næði. Skákhreyfingin öll mun njóta góðs af þessari byltingu í húsnæðismálum. Svo maður snúi sér að keppn- inni í A-riðli sem allajafna vekur mesta athygli, þá heftir frammi- staða Halldórs G. Einarssonar vakið mikla athygli. Hann kvaddi sér hljóðs fyrir allmörgum árum þegar eins og hendi væri veifað að Vestfirðingar eignuðust tvo glæsilega fulltrúa sem áttu í fullu tré við jafnaldra sína á höfuð- borgarsvæðinu, Halldór og Guð- mundur Gíslason. Minna hefur borið á Halldóri undanfarin ár en nú mætir hann til leiks og teflir frísklega. Hann tapaði að vísu fyrir Björgvini Jónssyni en aðrar skákir hefur hann unnið þ.á m. Sigurð Daða, sem tekið hefur stórstígum framförum undanfar- ið og er alls ekki úr leik í barátt- unni um efsta sætið. Við skulum fylgjast með sigri Halldórs yfir sterkasta fulltrúa Norðlendinga um þessar mundir: Jón G. Viðarsson - Halldór G. Einarsson Frönsk vörn 1. e4-eó 2. d4-d5 3. Rc3-Bb4 4. e4-c5 5. a3-Bxc3+ 6. bxc3-Re7 7. Dg4-Dc7 8. Dxg7-Hg8 9. Dxh7-cxd4 10. Re2-dxc3 11. f4-Rbc6 12. Dd3-Bd7 13. Hbl (Vinsælasta framhald hvíts i þessu hárbeitta afbrigði frönsku varnarinnar er 13. Rxc3 eða 13. Dxc3 og hefur um þessa tvo möguleika geisað hörð fræðileg barátta undanfarin ár. Niður- staðan: hvítur á betri möguleika. 13. Hbl er leikur, sem flestum gleymdur skákmaður Henrique Mecking, beitti í frægri skák við Uhlmann á millisvæðamótinu í Manila á Filippseyjum 1976.) 13. .. d4 (Uhlmann lék 13. ... Rf5 sem er lakara. Þessi peðsleikur leiðir til snarprar baráttu og semiilega hefði hvítur gert best í því að leika 14. Rxd4 strax fyrst hann á annað borð girnist peðið.) 14. HgRl?-0-0-0 15. Rxd4-Rxd4 16. Dxd4-Bb5! (Við það að missa kóngsbiskup- inn veikjast varnir hvítu stöð- unnar verulega.) 17. Dxa7-Bxfl 18. Kxfl-Dc6! (Þó hvítur eigi tveim peðum meira er staða hans afar erfið því kóngsstaðan er ekki beint burðug og allir menn svarts stefna að henni.) 19. Be3-Rf5 20. Bc5-Hd2 21. Hb4-Hxc2! (Hvítur vonaðist eftir 21. .. Hgxg2 sem er svarað með 22. Da8+-Kc7 23. Bd6+! o.s.frv.) 22. Da8+-Kc7 23. Da5+ (Ekki 23. Dxg8-Da6+! og mátar.) 23. .. Kd7 24. Hb6-Hcl+ 25. Kf2 *É?1?^** ' ~k ‘"1*1 a b c d e f g h 25. .. Hxg2+! 26. Hxg2-Hc2+ 27. Kel-De4+ 28. Kdl-Kd3+ 29. Kel - og Jón gafst upp um leið því hann verðurmát: 29... Hcl+ 20. Kf2-Hfl mát. Sovétmenn sigruðu á HM landsliða Um svipað leyti og sveit TR tefldi við MTK Budapest í Evrópukeppni skákfélaga, lauk heimsmeistarakeppni landsliða í Luzern í Sviss. Þetta er í annað sinn sem þessi keppni er haldin, en hún er skipuð 10 sveitum: fimm efstu sveitum frá undan- gengnu Ólympíumóti og einni sveit frá hverri heimsálfu, þó ekki Eyjaálfu. íslendingar hefðu unn- ið sér rétt til þátttöku ef árangur- inn í Dubai hefði talið, en 15. sætið í Saloniki dugði skammt. Það fór eins og við var að búast að Sovétmenn unnu afar öruggan sigur. Anatoly Karpov var á 1. borði, en þó vakti fjarvera Kasp- arovs heimsmeistara meiri at- hygli. Hann hefur lýst því yfir að hann tefli ekki framar f FIDE- mótum a.m.k. ekki meðan Cam- pomanes sé forseti þeirra sam- taka. Menn eru logandi hræddir um aðhann mæti ekki til leiks í einvíginu um heimsmeistaratitil- inn sem fram á að fara í Lyon í Frakklandi á næsta ári, og hafa staðið yfir miklar samningavið- ræður milli FIDE og GMA, al- þjóðasamtaka stórmeistara, um þann atburð. Sovétmenn hlutu 27‘/2 v., Júg- óslavar urðu í 2. sæti með 22/2, Englendingar í 3. sæti, eftir jafn- tefli við Kína, 2:2 í síðustu um- ferð, með 21'/2 v. Ungverjar urðu í 4. sæti með I8V2 v. Bandaríkja- menn og Svisslendingar deildu 5. sæti með 17 vinninga, Kúbverjar urðu í 6. sæti með I6V2 v., Kín- verjar áttundu með 151/2 v. Hol- lendingar urðu í 9. sæti með 12V2 v. og restina rak lið Afríku með llVi v. Sigursveit Sovétmanna skip- uðu Karpov, Beljavskí, Ehlvest, Vaganian, Ivantsjúk og M. Gure- vic. Bestum árangri 1. borðs manna náði Viktor Kortsnoj, hlaut 6 vinninga úr 9 skákum. Þess má að lokum geta að að- aldómari í keppninni var Þor- steinn Þorsteinsson alþjóðlegur skákdómari. Úr ýmsum áttum Undanrásir Reykjavíkurmótsins í tvímenningskeppni hófust sl. mið- vikudag og var framhaldið á fimmtudag. Þeim lýkur næsta þriðju- dag. 23 efstu pörin úr undanrásum komast í úrslitakeppni, auk meistara fyrra árs. Úrslitin verða spiluð helg- ina 2.-3. desember n.k. Guðrún Jóhannedóttir og Jón Hersir Elíasson sigruðu fyrsta Opna stórmótið með blönduðu fyrirkomu- lagi, sem haldið hefur verið hér á landi. 31 par tók þátt í mótinu. í öðru sæti urðu þau Hulda Hjálmarsdóttir og Þórarinn Andrewsson og Esther Jakobsdóttir og Hrólfur Hjaltason náðu þriðja sætinu. Kristján Már Gunnarsson og Vil- hjálmur Þ. Pálsson frá Selfossi urðu Suðurlandsmeistarar í tvímennings- keppni 1989. Mótið var haldið í Eyjum fyrir skemmstu og aðeins 12 pör tóku þátt í mótinu. I öðru sæti urðu Brynjólfur Gestsson og Sigfús Þórðarson og Guðjón Einarsson og Sveinbjörn Guðjónsson urðu í þriðja sæti, allir frá Selfossi. Eftir 22 umferðir af 51 í Butler- keppni Briedgefélags Reykjavfkur, er staða efstu para þessi: Gísli Hafliðason - Þorvaldur Matthíasson 123 Matthías Þorvaldson - Ragnar Hermannsson 119 Ragnar Magnússon - Rúnar Magnússon 100 Bjöm Eysteinsson - Guðmundur Hermannsson 97 Opna stórmótið í Sandgerði, á veg- um Bridgefélagsins Muninn, verður spilað á morgun (laugardag). Stefnt er að þátttöku 34 para. Spilaður verð- ur barometer með 2 spilum milli para og hefst spilamennska kl. 10 árdegis. Spilað verður í Félagsheimilinu. Stjórn Bridgesambandsins hefur skipt með sér verkum. Forseti er Helgi Jóhannsson, varaforseti er Guðmundur Sv. Hermannsson, gjaldkeri er Kristján Hauksson, ritari er Sigríður Möller og í meðstjórn eru Frímann Frímannsson, Jakob Krist- insson og Magnús Ólafsson. Væntanleg skil á meistarastigum, þeim er óskráð eru, til skrifstofu Bridgesambandsins, er 1. desember. Meistarastigaskrá 1990 kemur vænt- anlega út í byrjun janúar. Bridgefélag Akraness mun vænt- anlega gangast fyrir Opnu stórmóti helgina 9.-10. desember, og endur- vekja þar með mótahald sem naut töluverðra vinsælda hér á árum áður. Nánar síðar. Þau félög sem eru aðilar að Bridge- sambandi Islands og spila á höfuð- borgarsvæðinu eru eftirtalin: á mánu- dögum; Bridgefélag kvenna, (for- maður Ólxna Kjartansdóttir) og Hafnfirðingar (formaður Kristján Hauksson). Á þriðjudögum; Skag- firðingar (formaður Ólafur Lárus- son), Breiðhyltingar (formaður Bald- ur Bjartmarsson) og Hjónaklúbbur- inn (formaður Jónas Elíasson). Á miðvikudögum: Bridgefélag Reykja- víkur (formaður Haukur Ingason) og Húnvetningar (formaður Valdimar Jóhannsson). Á fimmtudögum; Bridgefélag Breiðfirðinga (formaður Guðlaugur Karlsson), Bridgefélag Kópavogs (formaður Trausti Finn- bogason) og Tafl- og bridgeklúbbur- inn (formaður Sigurjón Tryggvason). Auk áðurgreindra félaga eru nokkur félög sem halda úti reglubundinni spilamennsku vikulega, en eru ekki aðilar að BSÍ. Nánari upplýsingar um starfsemi félaganna veitir skrifstofa Bridgesambandsins í símum 689360 og 689361. Eftir 2 umferðir í aðalsveitakeppni Skagfirðinga, sem hófst sl. þriðjudag, með þátttöku 10 sveita, er staða efstu sveita; sveit Lárusar Hermannsonar 39, sveit Arnar Scheving 38, sveit Geirlaugar Magnúsdóttur 37 og sveit Sigfúsar Arnar Árnasonar 33. Eftir 10 umferðir af 13 í aðalsveita- keppni Breiðfirðinga, er staða efstu sveita: sveit SALSHA 182, sveit Eh's- ar R Helgasonar 182, sveit Hans Ni- elsen 176 og sveit Ólafs Týs Guðjóns- sonar 171. Eftir 8 umferðir af 18 í Akur- eyrarmótinu í sveitakeppni (tvöföld umferð með þátttöku 10 sveita) er staða efstu sveita: sveit Hermanns Tómassonar 165, sveit Grettis Frí- mannssonar 152, sveit Arnar Einars- sonar 149 og sveit DAGS 136. Það hefur víst ekki farið framhjá neinum bridgeáhugamanni, að Helgi Jóhannsson er nýkjörinn forseti Bridgesambandsins. Helgi er einnig mjög frambærilegur spilari og þótti hér á árum áður með þeim efnilegri í íþróttinni. Annir síðustu ára hafa trú- lega sett Helga stólinn fyrir dyrnar, hvað varðar frekari ástundun og sækni í skipulagða keppni. Lítum á handbragðið hjá Helga, en spilið kom fyrir í íslandsmótinu í sveitakeppni 1979, eða fyrir 10 árum. S: K10975 H: D74 T: Dg7 L: K8 S: Á8 H: Á9 T: 8532 L: D9542 S: D632 H: 653 T: ÁK9 L: ÁG6 Norður vakti á 1 spaða og Helgi í Suður stökk í þrjú grönd, sem varð lokasamningurinn. Vestur spilaði út laufafjarka, Helgi lét áttuna í blindum og Austur setti tíuna. Það var ekki ólíklegt að vörnin gæti tekið 4-5 slagi á hjarta og ef AV sæju að laufið væri ekki vænlegt til sóknar þá var nær öruggt að þeir skiptu í hjarta þegar þeir kæmust inn á spaða- ás. Helgi tók því fyrsta slaginn á laufaás heima og spilaði spaða á kóng og meiri spaða, á ás Vesturs. Og nú sá Vestur enga ástæðu til annars en að spila laufi áfram. Það leit út fyrir að Áustur hefði átt G10 í laufi í upphafi og því riði á að brjóta laufið meðan Vestur héldi enn á hjartaás. Nú átti Helgi 9 slagi en við hitt borðið fóru 4 spaðar 2 niður. Það er eins með blekkispila- mennsku og blekkisagnir, hún þarf að vera vel útfærð til að takast. Og á stundum ertu staddur undir óska- stjörnu og þá er allt mögulegt. Tekið úr Hringsvíningum og Hræringsþvingunum, eftir Guð- mund Sv. Hermannsson varafor- seta BSÍ. BRIDGE 20 SÍÐÁ - NYTT HELGARBLAÐ Ólafur Lárusson S: G10 H: KG1082 T: 1064 L: 1072

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.