Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 3
V I RÐ I SAU KASKATTU R 3 1 Virðisaukaskattur tekur við af söluskatti um næstu áramót. Hann tryggir að skattur leggst aðeins einu sinni á sömu vöruna, hvort sem framleiðsluferlið er einfalt eða fjölþætt og óháð því hversu oft hún gengur á milli viðskiptastiga. Frádráttarheimild virðisaukaskatts gerir fyrirtækjum kleift að draga skatt sem þau greiða við kaup á vörum eða aðföngum (innskattur) frá skatti af seldum vörum (útskattur). Slíkur frádráttur er ekki fyrir hendi í sölu- skattskerfínu. Fyrirtækin greiða nú söluskatt af aðföngum og leggja síðan söluskatt á endanlegt vöru- verð. Þetta hefur í för með sér að skattur leggst ofan á skatt sem skilar sér sem uppsafnaður skattur í vöru- verði til neytenda. Til að mæta þessu hafa verið búin til flókin undanþágu- og endurgreiðslukerfi sem nú leggjast af. Virðisaukaskattur leggst hins vegar aðeins einu sinni á sömu vöru eða þjónustu, óháð fjölda þeirra fram- leiðslu- og viðskiptastiga sem verðmætin fara um áður en neytendur fá þær í hendur. Með frádráttarheimild- inni er því komið í veg fyrir margsköttun. Sam- keppnisstaða íslenskra fyrirtækja og atvinnugreina jafnast þá innbyrðis, traustari grundvöllur myndast fyrir nýsköpun í atvinnulífinu og staða íslenskrar framleiðslu styrkist í samkeppni við erlendar vörur, hérlendis sem erlendis. \skffi Njirtí"18' Merjir .hre»t|a,a°6' FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.