Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 29
MINNING Guð- mundur Bjöms- son Framhald af bls. 17 komur hans og flokksþing og miöstjórnarfundi og vann þar af heilum hug. Þó að honum hafi ekki alltaf hugnast stefna flokks- ins og störf lét hann aldrei deigan síga í stjórnmálabaráttunni. Hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir Framsóknarflokkinn og málgögn hans, Tímann og Magna. Guðmundur Björnsson var fæddur í Núpsdalstungu í Mið- firði 24. mars 1902. Það er ólýsanlegt ævintýri að ganga Núpsdalstunguland, og þá ekki síst upp með Austuránni að Kambfossi. Þar ólst Guðmundur upp við fremur góð efni í fjöl- mennum systkinahópi og urðu þau öll hið mesta atgervisfólk. Foreldrar hans voru Bjöm Jóns- son bóndi þar og kona hans Ás- gerður Bjarnadóttir. Ættfeður Guðmundar höfðu um aldir búið í Núpsdalstungu. Guðmundur stundaði nám í Alþýðuskólanum á Hvamms- tanga 1918-1919 og lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1921. Að því loknu hóf hann kennslustörf í sinni heima- byggð og fer þar um sveitir enn orð af frammistöðu þessa glæsi- lega kennara og félagsmála- frömuðar. í Kennaraskólann hélt Guð- mundur haustið 1933. Hann hóf kennslu á Akranesi sama ár. Því starfi gegndi hann samfellt um 38 ára skeið. Þar á ofan sinnti hann kennslustörfum við Iðnskóla Akraness í tuttugu ár. Ég hefi hitt fjölmarga nemendur Guðmund- ar á ýmsum aldri sem allir ljúka upp einum munni um hvílík gæfa það hafi verið að nema hjá þess- um mikilhæfa fræðara. Hann leit á það sem sitt lífsstarf að ala uppn nýjar kynsióðir og koma þeim til manns. Til marks um virðingu samstarfsmanna hans var hann kjörinn heiðursfélagi í Sambandi kennara á Vesturlandi árið 1972. En það eru ekki bara kennarar á Vesturlandi sem sýnt hafa Guðmundi Björnssyni ræktar- semi. Hann var einnig heiðurs- félagi Norærnu félaganna á ís- landi. Auk þess hlotnaðist hon- um sá heiður að vera sæmdur hinni íslensku fálkaorðu af for- seta Islands, Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrir góða frammistöðu í félags- og fræðslumálum. Þann virðingarvott mat Guðmundur ákaflega mikils. Guðmundur var hamingju- maður í einkalífi sínu. Hann gekk að eiga sæmdarkonuna Pálínu Þorsteinsdóttur 19. maí 1934. Hún er dóttir Guðríðar Guttormsdóttur að Stöð, Vigfús- sonar og Þorsteins Mýrmanns útvegsbónda í Stöðvarfirði. Öllum sem til hennar þekkja ber saman um að þar fer mikilhæf mannkostamanneskja. Að koma á heimili þeirra hjóna að Jaðars- braut var sérstakt ánægjuefni. Höfðingsskapur og snyrti- mennska einkenndi allt þeirra heimilishald. Þau Guðmundur og Pálína áttu óvenju barnaláni að fagna. Böm þeirra era: Ormar Þór, arkitekt, kvæntur Kristínu Valtýsdóttur, Gerður Birna, snyrtisérfræð- ingur, gift Daníel Guðnasyni, Björn Þorsteinn, prófessor, kvæntur Þórunni Bragadóttur, Ásgeir Rafn, framkvæmdastjóri, kvæntur Fríðu Ragnarsdóttur, Atli Freyr, skrifstofustjóri, var kvæntur Halínu Bogadóttur. Af- komendur þeirra hjóna eru nú 23. Það var sonur þeirra, hjóna, Atli Freyr, félagi minn og vinur, sem fyrst leiddi mig í föðurgarð. Fyrir það er ég ævinlega þakk- látur. Ég hafði að vísu séð Guð- mund áður á þingum Fram- sóknarflokksins, en aldrei gert mér í hugarlund hversu lærdóms- ríkt og ánægjulegt væri að sækja heim þennan öðling og hans góðu konu Pálínu. Eg og mitt fólk var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga við Guðmund náin samskipti síð- ustu árin. Alltaf gekk ég af fundi Guðmundar fróðari maður og ánægðari. Hann hefur nú fengið hvfld. Hann er sárt syrgður af öllum sem þekktu hann, þótt við gerðum okkur grein fyrir því síð- ustu vikur að hverju stefndi. Frú Pálína má nú sjá á eftir sínum lífsförunauti. Það er mikið á hana lagt, en það er þó huggun harmi gegn að hún á góða að. Megi minning Guðmundar Björns- sonar lifa. Baldur Oskarsson Frá Akranesi berast mér þau tíðindi að Guðmundur Björnsson sé fallinn. Eg kynntist honum lítillega seinasta áratuginn út á Atla Frey, son hans. Síðan fleirum úr fjölskyldunni, börnum þeirra Pálínu Þorsteinsdóttur sem lifir mann sinn. Guðmundur Björnsson hafði sérstæðan og eftirminnilegan svip. Framganga hans setti mark á allt umhverfi hans og eftir honum var tekið. Hann var traustur Framsóknar- maður og lét sig hvergi fyrir rót- tæklingum sem herjuðu á hann stundum ótt og títt. Hann hafði eiginlega gengið í gegnum alla söguna; borinn í þennan heim þegar íslendingar bjuggu eins og þeir höfðu gert í mörg hundruð ár. Og kvaddi þennan heim þegar allt hafði breyst sem áður var; þegar smáþjóðin hafði gengið í gegnum söguna á sjömflnaskóm svo hratt að ekkert festist á henni af því að það var alltaf rok í atburðarásinni. Það lá svo mikið á. Þannig lifðu þessir höfðingjar sem fæddust snemma á þesari öld margar aldir í raun, því það tók aðrar þjóðir fleiri aldir að komast í gegnum þá þróun, sumir ségja öfugþróun, sem hefur skilað okk- ur áleiðis á þeirri tuttugustu. Við sem náðum rétt að kynnast þessari margföldu aldamóta- kynslóð sjáum alltaf dálítið eftir því að hafa ekki fæðst aðeins fyrr til þess að hafa lifað þessar svipt- ingar. Núna eru hins vegar sem betur fer loksins að koma tímar þar sem nýjar sviptingar eru að gerast um heim allan. Og þá er hollt að minnast þeirra manna, eins og Guðmundar Björns- sonar, sem við kveðjum í dag, manna sem báru í persónu sinni þokka kynslóðanna og skiluðu okkur þangað sem við erum. Samúðarkveðjur til Pálínu og niðja þeirra allra. Svavar Gestsson Meira iyrír minna verði m * ^ v :W 5% • • • •.••.*. .•••-.••• • • • • • v ••:•:•:•:•:•:• .-x-x-x*: stgr-afsláttur _• • • • » JÓLATILBOÐ Á ÖLLUM BÖKUNARVÖRUM TIL DÆMIS: Kjarna-bökunarsmjörlíki kr.88,- > g3 ”, Flórsykur - Dansukker k,59,- 56 “r Juvel-hveiti k, 73,- k,00 Royal-ger kr. 83y" kr.TfjJ-?^— f O stgr. Þú þarft ekki að leita lengra Grundarkjör Furugrund 3, Kópavogi, símar 4 69 55 og 4 20 62 Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 5 31 00 Stakkahlíð 17, Reykjavík, sími 3 81 21 VERSLANIR FYRIR ÞIG Afgreiðslutímar: Mánud.-fimmtud. Allar verslanir . kl.9-20 Föstudaga Kópav. og Reykjavík... .. kl.9-20 Hafnarf .. kl.9-21 Lallgat CIBgB Kópav.og Hafnarf kl. 10-18 kl 10-16 r*Ly ivj jv iiv.....»*«.......... k.. Sunnudaga Kópav. og Hafnarf fVli !v IV kl. 11-18 w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.