Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGSFRÉTTIR Olíulekinn Opinber rannsókn á olíuleka Samgönguráðherra og utanríkisráðherra telja olíulekamálið mjög alvarlegt. Utanríkisráðherra kallar yfirmann varnarliðs áteppið. Samgönguráðherra fyrirskipar opinbera rannsókn r Iutandagskrárumræðu á Al- þingi I gær um olíulekann úr olíutönkum hersins á Bolafjalli í Bolungarvík, kom fram að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefur kallað yfirmann hersins á Keflavíkurflugvclli á sinn fund og lýst ábyrgð á hendur hernum vegna olíulekans. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði allar reglur hafa verið brotnar í þessu sam- bandi og um ólíðandi framferði Lundúnaþoka í Reykjavík Jim Smart, Ijósmyndara blaösins okkar, brá heldur betur í brún þegar hann kom út í gærmorgun. Fyrst hélt hann að hann væri kominn á heimaslóðir því mjólk- urhvít þoka lá yfir öllu svo varla sáust handaskil. En þetta voru ekki Lundúnir heldur hún Reykja- vík. Samt sem áður villtist Smart-! arinn á leið sinni upp á blaðiðl okkar. Til að förin yrði þó ekki tilí einskis smellti hann af nokkrum myndum af umferðinni í bítið og sjáum við árangurinn hér. Það er svo af þokunni að frétta að upp úr hádegi rofaði til og sólin úthellti geislum sínum yfir strætin. Inn- anlandsflug hafði raskast um morguninn vegna þokunnar en eftir hádegi var fákum loftsins ekkert að vanbúnaði. BSRB Mótmælir matarskatti Besta kjarabót heimilanna að af- nema hann Bandalag starfsmanna ríkis og bæja mótmælir því harðlega að launafólki í landinu sé ætlað að bera hæsta virðisaukaskatt í heimi en um leið leggja þau áherslu á að stjórnvöld hafi í það minnsta tvö skattþrep í virðis- aukaskattinum og að öll innlend matvæli verði í lægra þrepinu. Að mati samtakanna gæti það verið byrjunin á því að afnema matarskatt. Slíkt myndi greiða fyrir kjarasamningum sem eru lausir hjá flestum aðildarfélögum þess um næstu mánaðamót. BSRB telur að kaupgjald og verðlag sé með þeim hætti hér á landi að mjög varlega þurfi að fara í óbeinum sköttum á brýn- ustu nauðsynjavörur. Það er skoðun samtakanna að ein besta kjarabót heimilanna væri afnám matarskattsins. -grh Lánskjör 1,08% hækkun Lánskjaravísitalan hækkar um 1,08% í desember. Það jafngildir 13,7% hækkun á ári. Síðustu 3 mánuði hefur láns- kjaravísitalan hækkað um 23,1%. Síðasta hálfa árið um 21,0% og síðustu 12 mánuði um 19,7% Sáf hefði verið að ræða hjá hernum, þeim verktökum sem séð hefðu um byggingu olíutankanna og þeim sem ættu sök á því hvað upplýsingar um lekann bárust seint til réttra aðila. Bjóst sam- gönguráðherra við að málið myndi að lokum koma til kasta rflrissaksóknara og jafnvel Rannsóknarlögreglu rflrisins. Það var Sigríður Lillý Baldurs- dóttir, Kvennalista, sem hóf um- ræðuna og krafði ráðherra svara. Utanríkisráðherra dreifði í þing- sölum skýrslu þar sem aðdrag- andi málsins er rakinn frá upp- hafi. Jón Baldvin sagðist hafa tjáð yfirmanni hersins þegar hann kallaði hann á sinn fund, að Ratsjárstofnun myndi þegar í stað taka í sínar hendur allt eftir- lit með byggingu ratsjárstöðva hersins, þó ekki hefði verið gert ráð fyrir því að stofnunin tæki yfir eftirlit fyrr en við afhendingu stöðvanna. Sú krafa hefði einnig verið sett fram að herinn kæmi upp fjareftirlitsbúnaði við tank- ana. Steingrímur J. sagði að vegna afskipta Siglingamálastofnunar af uppbyggingu olíutanka í Helguvík, hefði hernum átt að vera fullkunnugt um þær reglur sem giltu hér á landi um hlutverk Siglingamálastofnunar, sem ætti að samþykkja allar teikningar af mannvirkjum sem þessum. Síld Samið við Rússa Staðfest kaup á 150 þúsund tunnum afhausskorinni og slógdreginni saltsíld. Verðmœti samningsins nemur rúmlega einum miljarði króna Sovésk stjórnvöld staðfestu í gær samkomulag það sem Sfldarútvegsnefnd hafði gert við innkaupafyrirtækið Sovrybflot 4. nóvember um kaup á 150 þúsund tunnum af hausskorinni og slóg- dreginni saltsfld. Verðmæti samningsins sem staðfestur var nemur rúmlega einum miljarði króna. Samkvæmt samningnum eiga þessar 150 þúsund tunnur að koma til afgreiðslu á fyrsta árs- fjórðungi 1990. Þá er í samningn- um sérstakt ákvæði um að kaupandi muni athuga mögu- leika á 50 þúsund tunna viðbótar- kaupum og gefa svar þar að lút- andi eins fljótt og við verður komið. Söluverð og aðrir skil- málar eru óbreyttir frá fyrra ári en samkomulag varð um að veita kaupendum 3% afslátt til frekari kynningar á íslenskri saltsfld í Sovétríkjunum. Þegar fréttist um samninginn í gær andaði fólk léttar bæði fyrir sunnan og austan en drátturinn á staðfestingu sovéskra stjórnvalda á samkomulaginu hafði leitt til fjölda atvinnuleysis í sfldarpláss- unum. Nærri því helmingur saltsíldarstöðvanna voru orðnar stopp út af verkefnaskorti þar sem þær voru búnar að salta uppí kvóta sína fyrir Norðurlanda- markað. Að sögn Hallgríms Bergssonar hjá Pólarsfld á Fáskrúðsfirði er lítið um síld inná fjörðunum fyrir austan en því meira af henni sunnan og austan megin við Hornafjörðinn. -grh Atvinnuleysi Þriðja minnst á íslandi Afeinstökum aðildarríkjum Evrópuráðsins er atvinnuleysi mestá Spáni en minnst í Sviss Af einstökum löndum I Evrópu er atvinnuleysi mest á Spáni eða 18,25%, næstmest í Tyrk- landi 16,75% og því næst á ír- landi 15,50%. Hins vegar er atvinnuleysi minnst í Sviss og síð- an í Svíþjóð og íslandi. Þessar upplýsingar komu fram á fundi vinnumálaráðherra Évr- ópuráðsríkja sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Þar var ma. rætt um ástand atvinnumála í ríkjunum en talið er að í þeim séu alls um 20 miljón- ir manna án atvinnu. Þar af eru 16 miljón manns atvinnulausir í ríkj- um Efnahagsbandalagsins. Helmingur þeirra hefur verið atvinnulaus í meira en eitt ár og 30% í meira en tvö ár. Meðal þeirra ráða sem gripið hefur verið til að leysa vandamál þeirra fjöl- mörgu sem verið hafa án atvinnu í langan tíma er m.a. starfs- menntun sem er yfirleitt kostuð bæði af ríkisvaldi og aðilum vinnumarkaðarins. Atvinnumál fatlaðra voru einnig til umræðu á þessum fundi vinnumálaráðherra ríkja Evrópuráðsins. í nokkrum að- ildarlöndum hefur verið komið á kvóta fyrir fatlaða á almennum vinnustöðum. Sem dæmi má nefna að 3% starfa í Frakklandi skulu ganga til fatlaðra og hækk- ar hlutfallið þar í landi uppí 6% árið 1991. í Vestur - Þýskalandi eru 6% allra starfa ætluð fötl- uðum hjá þeim fyrirtækjum sem eru með fleiri en 16 starfsmenn í vinnu. -grh Föstudagur 24. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Stofnunin hefði hins vegar ekki haft hugmynd um að tankarnir hefðu verið byggðir, hvað þá fylltir af olíu. Sagðist Steingrímur hafa uppálagt Siglingamálastofn- un að láta fara fram ítarlega rann- sókn á öllum þáttum málsins og komast að því hvaða lög og reglur hefðu verið brotin. Hjöleifur Guttormsson, Al- þýðubandalagi, minnti á að þetta væri ekki fyrsta mengunarslys af völdum mannvirkja hersins, skemmst væri að minnast sambærilegs olíuleka á Suður- nesjöum. Til væri eitt ráð til að koma í veg fyrir að svona nokkuð endurtæki sig, sem væri að leggja af umræddar ratsjárstöðvar. -hmp Kópavogur Jarðgöng undir Digranes- háls Bœjarstjórn vill við- ræður við borgina um jarðgöng í stað hrað- brautar í Fossvogsdal - Bæjarstjórnin í Kópavogi er sammála um það að jarðgöng undir Digraneshálsinn sé vænleg- asti kosturinn til að leysa umferð- arvandann á þessu svæði. Jafn- framt er sú afstaða okkar Ijós að við höfnum öllum hugmyndum um hraðbraut í Fossvogsdalnum hvort sem er ofan- eða neðanjarð- ar, sagði Heimir Pálsson bæjar- fulltrúi í Kópavogi en á síðasta fundi ráðsins var yfirlýsing þessa efnir samþykkt. Aðalskipulag fyrir Kópavogs- kaupstað hefur verið samþykkt í bæjarsijórninni og óskað hefur verið eftir staðfestingu frá Skipu- lagsstjórn ríkisins. Við afgreiðslu aðalskipulagsins samþykkti bæjarstjórnin að fresta ákvörðun um skipulag fyrir svæðin við vest- ur og austur enda Fossvogsdals- ins til þess að halda opnum mögu- leika á Digranesjarðgöngum. - Þessi hugmynd var upphaf- lega sett fram af borgarstjóra og okkur líst mjög vel á hana. Það er ekkert sem bendir til annars en tæknilega sé framkvæmdin möguleg en nákvæmar athuganir á þó eftir að gera. Út frá um- ferðatæknilegu sjónarmiði er þessi kostur síst verri en hrað- braut í Fossvogsdal og út frá um- hverfisverndarsjónarmiðum er hann mun vænlegri, sagði Heimir. Aðalskipulag Kópavogs er nú til meðferðar hjá skipulagsstjórn ríkisins og er afgreiðslu málsins að vænta á næsta fundi stjórnar- innar sem haldinn verður í byrjun desember. Að sögn Heimis er bæjarstjórninni ekkert að van- búnaði að hefja viðræður við borgaryfirvöld og vænti hann þess að fundur aðila yrði haldinn hið fyrsta. -Iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.