Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 17
MINNING Guð- mundur Bjöms- son F. 24. mars 1902 D. 17. nóv. 1989 Guðmundur Bjömsson var óvenju vel af Guði gerður. Glæsi- menni, höfðingi í hátt og lund en þó fyrst og síðast góður maður. Það sem einkenndi hann öðm fremur var frændrækni, hjálp- semi og vinfesta. Allt em þetta eðliskostir sem prýða góðan dreng. Hin húnvetnska Bergmanns- ætt, afkomendur Steins Hóla- biskups, hefur fóstrað fjölmarga menn þessarar gerðar, vinsælt fólk og félagslynt, sem auk þess fékk í vöggugjöf afburða gáfur. Má ég rétt aðeins nefna til sög- unnar Elínborgu ömmu Guð- mundar, Ólöfu ömmu Skúla Guðmundssonar, ráðherra, Guðmund afa Guðmundar Tryggvasonar í Kollafirði, Bjöm á Marðarnúpi, föður Guðmund- ar landlæknis og Guðrúnu ömmu Torfalækjarbræðra, en Jónas fræðslustjóri og Guðmundur á Hvanneyri vom auk frændsemi sérstakir vinir Guðmundar Björnssonar. Ég sá Guðmund Bjömsson fyrst á samkomu Framsóknar- flokksins á sjöunda áratugnum. Þar vakti hann aðdáun og virð- ingu allra fyrir höfðinglegt fas og málefnalega framgöngu. Hann tók ekki þátt í félagsmálum til að koma sjálfum sér á framfæri, heldur til hins að fóma sér fyrir góðan málstað. Það var hans líf og yndi. Hann var hvers manns hugljúfi og þvílíkur mannasættir að ævinlega var til hans kallað þegar í óefni var komið. Mikið hefði tilveran verið tóm ef ekki hefði gefist kostur á að kynnast þessum eldhugum af aldamótakynslóðinni, sem með áræði og atorku lögðu gmnn að velferð nútímans. Þar gekk Guð- mundur fremstur í fylkingum, einlægur stuðningsmaður Fram- sóknarflokksins og samvinnu- stefnunnar. Allt til síðasta dags. var þessi hans hugsjón: Hvernig getum við bætt afkomu og velferð fólksins í landinu? Á Guðmund hlóðust snemma fjölþætt félagsmálastörf, Hann var stofnandi og í fyrstu stjórn Ungmennafélagsins Framtíðar- innar í Innri-Torfustaðahreppi og Sambands ungmennafélaganna í Vestur-Húnavatnssýslu. Enn- fremur fulltrúi á fundum Kaup- félags Vestur-Húnvetninga. Hann var stofnandi og í stjórn Framsóknarfélags Akraness árið 1936. Allar götur síðan var Guð- mundur einlægur stuðnings- maður þess flokks, mætti á sam- Framhald á bls. 29 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 iTŒAN UTIUF SKYNDIHAPPDRŒTTI DVALARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA VIHNINGASKRA TOYOTA COROLLA TWINCAM LIFTBACK 1990 FERÐAVINNINGAR FRA SOGU SUNBEAM GASGRILL H JOLABRETTI ♦ ELITE MYNDAVELAR LLOYD SPORT VASAUTVORP COCA COLA V% LITRI r>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.