Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 22
Makbeð
Leiklistardeild Ríkisútvarp - Hljóð-
varp.
MAKBEÐ eftir William Shakespeare.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Þýðing: Helgi Hálfdanarson.
Tónlist: Lárus Grímsson.
Aðstoðarleikstjóri: Hávar Sigur-
jónsson.
Upptaka: Hreinn Valdimarsson.
Leikendur: Sigurður Karlsson, Ragn-
heiður Steindórsdóttir, Róbert
Arnfinnsson, Halldór Björnsson, Þór-
arinn Eyfjörð, Sigurður Skúlason,
Jakob Þór Einarsson, Kristján
Franklín Magnúss, Guðmundur Ól-
afsson, Andri Örn Clausen, Pétur
Einarsson, Barði Guðmundsson,
Karl Guðmundsson, Þröstur Leó
Gunnarsson, Unnur Stefánsdóttir,
Steindór Hjörleifsson, Árni Tryggva-
son, Þorsteinn Ö. Stephensen, Val-
gerður Dan, Guðrún Þ. Stephensen,
Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Þóra Friðriks-
dóttir, Jón Sigurbjörnsson, Þorsteinn
Gunnarsson og Árni Pétur Guðjóns-
f upphafi þessa mánaðar flutti
Leiklistardeild Ríkisútvarpsins í
tvígang nýja hljóðritun á Makbeð
eftir Vilhjálm Shakespeare. Það
virðist vera orðinn vani hjá Leik-
listardeildinni að skipa nýjum
hljóðritunum á verkum Shake-
speare í kjölfar sviðsetninga á
sömu verkum: þannig hefur það
verið um bæði Hamlet og Mak-
beð. Hér kann að ráða einber til-
viljun eða skipulögð tilraun svo
unnendur texta skáldsins geti
borið saman frammistöðu ein-
stakra leikara í titilhlutverkum.
Mér þykir þessi tilhögun mála
miður og óskynsamleg nema leik-
stjórum sé hreinlega gefinn kost-
ur á að flytja sýningar af sviðinu í
form hljóðvarpsleiksins og er þá
ekki minnst á kostnaðarhliðina.
Nóg er til af verkum Vilhjálms
sem enn hafa ekki heyrst á ís-
lensku. Samanburður á frammi-
stöðu leikara er bundinn hverfulu
minninu og ekki haldbær eða
nánast ósiðlegur þegar grannt er
skoðað. Hver flutningur á verk-
um Vilhjálms stendur sjálfstæð-
ur, jafnvel á heimaslóðum þar
sem leikhúsunnendum gefst þó
ríkulega tækifæri til þess að bera
tíðar sýningar saman.
Hvernig tókst þá til um flutn-
ing Ríkisútvarpsins? Að mörgu
leyti vel. Mikið var lagt í flutning-
inn, tónlist samin sérstaklega og
flutt af fjölda hljóðfæraleikara.
Áhrifshljóð voru mikið notuð og
auðheyrilega var leikurinn hugs-
aður í hljóðrými. Mikill fjöldi
ágætra starfskrafta var kallaður
til og stóðu margir þeirra sig
ágæta vel. En þrátt fyrir allt þá
megnaði þessi hljóðritun ekki að
hrífa mig verulega. Hana skorti
þann safa, það líf sem þurfti.
Sigurður Karlsson var að þessu
sinni andhetjan sjálf. Hann hefur
marga kosti sem þarf til að skila
hlutverkinu, raddþjáll, skynugur
á skapbresti, góður skapgerðar-
leikari eftir margra ára reynslu.
Úr sýningu Alþýðuleikhússins á Makbeð sl. sumar. Mynd - Jim Smart.
PALL BALDVIN
BALDVINSSON
Túlkun hans reis hæst í efa-
semdum Makbeðs fyrir morðið á
Dönkan, hugarvfl hans eftir
morðið var ósannfærandi, ofgert
og eftir krýninguna fannst mér
tónn hans um of vera birgings-
legur, kaldlyndi hans freklega
mikið er nær dró lyktum leiksins.
Víst má segja að túlkun hans sé
rökleg í sjálfu sér, leið hans rétt,
en hann gekk of langt á öllum
seinni skeiðum í þróun persón-
unnar og hlýtur sú sök að hluta að
hvíla á leikstjórninni. Á Makbeð
að vera fullur hroka þegar hann
segir: „þar til á morgun á morgun
á morgun...“? Gætir ekki
minnstu mildi í huga hans þá
hann hermir dauða konu sinnar?
Ragnheiður Steindórsdóttir
lék frúna og gerði henni viðhlít-
andi skil, meir á kostnað sefjunar
en kaldrifjaðrar grimmdar og
valdagræðgi. Framsögn hennar
var með miklum ágætum eins og
var reyndar hjá flestum flytjend-
um, þótt sjaldan næðu þeir helj-
artaki á hlustum manns. í stökum
tilfellum tókst það þó frábærlega:
Valgerður Dan í hlutverki frú
Makdöf er eftirminnilegust
þeirra.
Upptakan var nokkuð mót-
sagnakennd, stundum gætti
Láttu samt sólina koma þér við
Ingibjörg Haraldsdóttir
, J'lú eru aðrir tímar”
Mál og menning, 1989.
Þriðja ljóðabók Ingibjargar
Haraldsdóttur er komin út og
nefnist „Nú eru aðrir tímar”.
Fyrri bækur hennar eru „Þangað
vil ég fljúga” og „Orðspor dag-
anna”. Ljóðin í þessari nýju bók
eru 38. Þeim má hugsanlega
skipta í tvennt, annars vegar ljóð
sem eru persónuleg og innhverf,
hins vegar ljóð sem varða samfé-
lagið og samtíðina. Þó er skýr
heildarsvipur á bókinni. Ljóð
sem heitir „Blús” er dæmigert
fýrir þann tón sem þar ríkir:
„Svartari en nóttin / er sveiflan í
huga mér / síðkvöld þetta...”.
Það er dimmt og skuggsýnt í
mörgum ljóðunum; nóttin er
baksvið þeirra. En þau eru
margbreytileg því að myrkrið
tekur á sig ýmsar myndir.
í ljóðunm „Kvosirí’ og
„Vélhjólamenn” er myrkrið
hættulegt. Þar eru á ferli
„glaumsins menn”, „gleðimenn”
sem æða um grimmir og
ógnvekjandi í „skjólleysi nætur”.
í „Vögguvísu” er myrkrið hins
vegar kyrrlátt; þar situr móðir við
rúm barnsins síns. f ljóðinu „Þrá”
á myrkrið sinn þátt í að gera það
„ljóðrænt þetta kvöld”. „Við
gluggann um nótt” er sér-
kennilegt ljóð, ögn torskildara en
önnur í bókinni. Þó er það engin
krossgáta sem þarf að ráða; það
dregur einfaldlega upp mjög
skáldlega mynd. Horft er út um
glugga - og það hlýtur að vera
kona - sem stendur bakvið tjöld-
in með ljósið slökkt. Haust-
vindurinn feykir laufum af trjám
og henni birtist í eins konar sýn
karlmaður sem hún ávarpar:
„hafi ég séð þig / í laufgulum leik /
meðal loganna nakinn og ein-
an...”
í ljóðinu sem bókin sækir nafn
sitt til er rifjuð upp liðin tíð þegar
nóttin var nálæg og myrkrið
mjúkt eins og elskhugi þeirra sem
þar talar. Þetta er mjög vel gert
ljóð, með mjúkri hrynjandi og
byggt þannig að seinni hlutinn
endurspeglar þann fyrri, áhersla
er lögð á orðin áður og nú. „Nótt-
in” er enn eitt næturljóðið, þar er
nóttin tregafull og spurt er með
söknuði eftir draumnum bjarta:
„Hvert fórstu, hvar ertu / hvað
varð um þig / draumurinn
bjarti?” í „Nostalgíu” kemur enn
skýrar fram hvað það er sem
skáldið saknar: „Ég sakna ekki
þess sem var / ég trúi ekki á feg-
urð / fortíðarinnar / en drau-
manna / minnist ég með trega...”
í bók Ingibjargar eru nokkrir
„meðan enginn gefur merki / og
stálvængjur háloftanna / eiga
ekki við okkur / erindi”. 1 ljóðinu
„Farir” er horft á eftir - sennilega
telpu - sem gengur álút niður
Laugaveginn „víxlsporum þung-
um”. Skáldið veit að leið hennar
verður krókótt, en segir: „Láttu
samt sólina koma þér við / Láttu
samt sólina / koma þér á óvart. /
Áður lýkur”. Á þennan hátt tekst
ljósið á við myrkrið í mörgum
ljóðum bókarinnar.
Sum ljóðin má flokka undir
draumar. „Draumur um Chile í
september löngu síðar” er afar
fallegt ljóð. Þar nær Ingibjörg
eins og víðar tökum á hrynjandi
sem lætur ljóðið flæða fram um
leið og það varpar upp myndum,
skýrum og sterkum: fólkið í Chile
streymir ofan hlíðarnar með
fangið fullt af blómum, búið að
feykja þursum af stalli og Victor,
sem ávarpaður er í upphafi ljóðs-
ins, hendur hans heilar á ný slá
gítarinn fast - sú mynd er endur-
tekin: óbrotnar hendur slá gítar-
inn fast eins og aldrei fyrr.
Þrátt fyrir myrkur og nótt eða
kannski einmitt þess vegna er
einnig eitt „Morgunljóð”. í því
mætast von og ótti varðandi
framtíðina. Það eru forréttindi að
vakna og anda að sér - að vísu
ekki tæru morgunlofti - heldur
Nesjavallafnyk, en vita þó þetta:
„Enn er yður dagur gefinn”.
Framtíðarótti eða uggur um að
endalok séu yfirvofandi birtist
víða. f tveimur ljóðum tengist
hann stúlkubarni. Lítil stúlka -
„dóttir okkar” - dansar úti í
garði. Hún dansar glöð í dag
MARGRÉT
EGGERTSDÓTTIR
það sem einhvern tíma var kallað
barátta líðandi stundar.
„Morgunblaðið - góðan daginrí’
er dæmigert ádeiluljóð. í öðru
ljóði er tíðarandanum lýst nokk-
uð vel á einfaldan hátt: Þjóðin
situr vakin og sofin við sjónvarp-
ið, starir á það og „finnur tíðina
anda. / Ótt og kalt”. Eins og
stundum áður yrkir Ingibjörg um
einmanakenndina sem getur
gripið mann innan um annað
fólk, t.d. í ljóðunum .,Gestaboð”
og „Á kaffihúsi”. I því síðar-
nefnda nær hún mjög vel að kalla
fram andrúmsloft sem er reyndar
víðar en á kaffihúsum, fullt af til-
gerð og lífsleiða. Það verður
henni eins og víðar til umhugsun-
ar um hvað allt er hverfult: Mað-
ur sér það allt fyrir sér: tilgangs-
leysið ó guð hvers / eigum við að
gjalda ? Svo springur hún kann-
ski. / Þegar minnst varir”.
Ádeilan í ljóðum Ingibjargar
verður aldrei að þreyttu nöldri
því að hún er einlæg, hófstillt og
beinist að því sem skiptir máli.
Einkum er deilt á falskt
verðmætamat, andvaraleysi og
yfirborðsmennsku en einnig
kemur fram söknuður eftir þeim
tíma þegar menn áttu sér hug-
sjónir og drauma. Konur og hlut-
skipti þeirra fyrr og síðar er eitt af
yrkisefnum Ingibjargar. í fyrsta
ljóði bókarinnar er lýst eftir konu
sem hvarf að heiman í árdaga,
fáklædd með elda í augum og hef-
ur ekki sést síðan. Lækurinn í
samnefndu ljóði virðist vera tákn
tímans sem streymir fram en upp
brekkuna gengur kona, kvíðin og
hljóð og „tínir upp gleymdar
myndir og gömul orð”. Vöggu-
vísa” er vel gert og fallegt ljóð um
móður sem situr við rúm barnsins
síns og finnur veggina lykjast um
sig - „finnur veggina falla þétt að
líkama sínum”. Og það er ástin
sem vefur hana böndum, silki-
böndum. í öðru ljóði birtist skyld
hugsun. Þar segir: „Ef ástin er
frelsi / hvað er þá þetta/ sem brýst
um í greip minni / starir á mig og
slær / í orðvana skelfingu?”.
Ljóðin „Kúba í hjartanu” og
„Úr myndabók hugans -
Moskva” eru eflaust byggð á
persónulegum minningum frá
þessum stöðum; þau draga fram
með nokkrum trega myndir frá
tíma sem er liðinn. Þau lýsa „ver-
öld sem var / og við áttum sam-
an”. „Endurkoma” er ljóð sem
minnir á ljóð Steins Steinarrs,
ekki bara af því að þar er talað um
tíma og vatn heldur vegna þver-
sagnanna og vegna þessarar til-
finningar um ævi mannsins -
skammvinnt líf og þó svo mikil-
vægt -: „Þá kom hún og sá / líf sit
gára / lygnan flöt / tímans - óend-
urkræft / líf sitt”.
Ljóðin í þessari bók eru yfir-
leitt hvorki myrk né flókin, not-
aðar eru beinar myndir og ein-
faldar líkingar. Þau eru sett sam-
an af vandvirkni, bygging mark-
viss og öguð, stuðlar gera formið
víða fastara og gefa ljóðunum um
leið mjúka hrynjandi. Þetta er
vandaðir kveðskapur, ljóðrænn
og laus við tilgerð. Ingibjörg
Eyþórsdóttir sá um útlit bókar-
innar og hefur gert það mjög vel;
forsíðumyndin er falleg og hæfir
vel efni ljóðanna.
hljóðrýmis t.d. herbergja, stund-
um alls ekki. Stundum gætti nátt-
úruhljóða, stundum alls ekki.
Stundum var tónlist notuð sem
áhrifavaldur, stundum ekki þeg-
ar hennar var allt eins von miðað
við fyrri reynslu. Hér virtist ekki
gæta samræmis. Þannig var ýmis-
legt til að draga úr fögnuði
áheyrandans að heyra verkið.
Þýðing Helga Hálfdanarsonar
varð á endanum það sem mest
var hlustað eftir og er sá viðgjörn-
ingur enn minnisstæður í smáum
brotum, hendingum og línum.
Haust með Gorkí
Frú Emelía hefur síðustu tvær
helgar boðið uppá leiklestur á
leikritum eftir Maxim Gorkí.
Fyrst var lesið Náttbólið eða Á
botninum, um síðustu helgi var
lesin leikgerð Peter Tein og Bot-
ho Strauss á Sumargestum og á
laugardag klukkan 15 verður
fýrsti opinberi flutningurinn á ís-
landi á Börnum sólarinnar.
Þetta er í annað sinn sem Frú
Emelía efnir til leiklestrarsyrpu
af þessu tagi. Er skemmst að
minnast lesturs á fjórum leikjum
Tjekovs í sumar. Þessi nýbreytni
er skemmtileg og gefur okkur
vonandi fleiri tækifæri til að
kynnast þýddum textum í leikle-
stri. Nöfnin sem koma upp í hug-
ann eru mörg: Lorca, Laxness,
Shaw, Ibsen og Strindberg. Ein-
hver nefndi Williams og Jóhann
Sigurjónsson og fleirum mætti
bæta við listann.
Hver er stærsti kosturinn við
leiklestur af þessu tagi? Hér gefst
mörgum tækifæri á að spreyta sig
skamma hríð á hlutverki sem þeir
kunna ekki að fást við síðar á lífs-
leiðini. Hér opnast gátt inní
starfsstétt sem er framar öllum
ofurseld ákvörðunum annarra
um viðfangsefni sín. Hér má
heyra þá sem ekki hafa fengið
tækifæri í bland við hina sem
alltaf fá þau. Og svo framarlega
sem lesturinn er vel undirbúinn
má hafa af hina bestu skemmtun.
Þannig var lesturinn á Náttból-
inu ljómandi þótt athygli mín
beindist í óvæntar áttir: Kjartan
Ragnarsson fór býsna langt með
túlkun sína á hattaranum Búbnov
og sýndi á sér nýja hlið, laus við
ímynd sína sem gamanleikari,
kominn í allt annan ham. Helga
Stephensen sem ekki hefur sést á
sviði lengi tók hlutverk Vassilíu
föstum tökum og skilaði drögum
að fínum performans. Ellert Ingi-
mundarson, Stefán Sturla, Theó-
dór Júlíusson, Vilborg Halldórs-
dóttir og Jón Júlíusson tókust öll
á við hlutverkin, meðan losara-
legri bragur var á hlutverkum
sem hafa til þessa verið þunga-
vigtarstykkin í verkinu: Satín,
Baróninum, Leikaranum og
Luka.
Þátttakendur í lestri af þessu
tagi hljóta að kappkosta undir-
búning þótt efnislegur afrakstur
sé lítill. Áhorfendur hljóta að
fagna tækifærum sem þessum
sem auka möguleika á sífelldu
endurmati leikbókmennta, endu-
rmati á list leikarans. Lokalestur-
inn á leikritum Gorkí verður nú
um helgina, laugardag og sunnu-
dag klukkan 15 í leikhúsi Emelíu í
Skeifunni og verður frumflutn-
ingur á Bömum sólarinnar.
22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. nóvember 1989