Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 12
FRAMTIÐARSYN OG FOP Á nýafstödnum landsfundi Alþýðubanda- lagsins vakti fátt meiri athygli en framboð og kosning Steingríms J. Sigfússonaríembætti varaformanns flokksins. Margirtúlkuðumál- ið þannig að íþessari kosningu hafi komið til eins konar uppgjörs á milli tveggja arma flokksins. Ólafur Ragnar Grímsson hefur hins vegarlýstþvíyfir, að þótthann hafistutt Svanfríði Jónasdóttur til áframhaldandi setu sem varaformaðurflokksins, þá teljihann eftirá að breytingin í flokksforystunni geti orðið tilþess að styrkja hana. Nýju helgar- blaði lék forvitni á að vita, hverjum augum fráfarandi varaformaðurflokksins, Svanfríð- urJónasdóttir, lítiá úrslitlandsfundarinsog framtíðarhorfurAlþýðubandalagsins í kjölfar hans. Svanfríður Jónasdóttir: Fortfðarhyggjan og einangrunarstefnan stafar af ótta við framtíðina Ljósm. Jim Smart Svanfríður, þú lýstir því yfir í hita leiksins, að þú teldir lands- fundinn hafa verið áfall fyrir flokkinn. Ertu enn þeirrar skoð- unar? Já, ég sagði það af ákveðnu til- efni. Eftir að hafa upplifað um- ræðurnar fyrri hluta fundarins og fengið þessa kosningu í kjölfarið þá var það sterk tilfinning hjá mér og fleirum, að þarna hefði verið gerð tilraun til þess að stöðva klukkuna. Þetta átti við um þær áherslur sem meðal ann- ara Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon höfðu í málflutningi sínum, og um- ræðuna í heild, þar sem mjög var vísað til fortíðarinnar og gefið í skyn að flokkurinn skírskotaði til sósíalismans sem einhverrar gamallar og löngu viðurkenndrar stærðar, sem ekki þyrfti frekari umræðu með. Þessum málflutn- ingi var síðan stillt upp gegn nýj- um hugmyndum um aðferðir og leiðir sem komu frá flokksforyst- unni í þrengstu merkingu þess orðs og frá Birtingu. Hins vegar gerðist það síðar á fundinum, þegar fólk fór að ræða hlutina í rólegheitum í starfshóp- um, að margar af hinum nýju hugmyndum voru teknar inn, og það sýndi okkur einfaldlega enn sem fyrr að ekki fara alltaf saman orð og athafnir. Þeir sem höfðu horft hvað stífast til fortfðarinnar sáu þegar á hólminn var komið, að það þurfti að huga að framtíð- inni líka. Það var í ljósi þessa sem ég lét hafa það eftir mér í viðtali, að fundurinn hefði verið tvískiptur: fyrri hluti fundarins var ósigur fýrir nýsköpunaröflin í flokkn- um, en þetta snérist að mörgu leyti við, þegar að afgreiðslu mála kom. Beinagrindur viðraðar Niðurstaða fundarins var þá ekki að öllu leyti neikvœð? Nei, langt í frá. Það, að átökin skyldu verða svona hörð, og að svo mikið af nýjum hugmyndum skyldi komið á framfæri á fundin- um, leiddi til þess að ýmiskonar bannhelgi var rofin: menn leyfðu sér að segja hluti, sem annars hefðu ekki verið sagðir, eða eins og einhver orðaði það: beina- grindurnar voru dregnar út úr skápunum. Menn hafa komist upp með það að láta hlutina ekki heita sínum réttu nöfnum, að tala í suður og vinna síðan í norður. Alþýðubandalagsfólk mun ekki til lengdar sætta sig við popúlísk- ar stemningsræður, sem hafa lítið sem ekkert með pólitíska stefnu- mörkun að gera. Það er lítill vandi að flytja þessa sígildu „Alþýðubandalags- landsfundarræðu" með réttri for- múlu, en það olli mér og fleiri vonbrigðum að menn skyldu efna til slíkrar leiksýningar. Eg tel það beinlínis óheiðarlegt af stjórn- málamönnum, sem við ætlumst til að séu ábyrgir gagnvart þeim vanda að takast á við verkefni framtíðarinnar, að taka þátt í þessum leik. Það jákvæða við fundinn var að í ljós kom að Alþýðubanda- lagið er búið að fá til liðs við sig talsvert af ungu fólki sem vill huga að framtíðinni, og hefur kosið Alþýðubandalagið sem sinn vettvang. Þarna á ég við næst stærsta Alþýðubandalagsfélagið, sem er Birting, og býsna margt fólk um allt land sem styður þau viðhorf sem þar hafa komið fram. 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.