Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 6
Mengunarvamir - hver
Ólafur Pétursson forstöðumaður mengunarsviðs Hollustu verndar ríkisins svarar
gagnrýni á störf stofnunarinnar að mengunarvörnum
Undanfarnar vikur hafa
gagnrýnisraddir komið úr
ýmsum áttum á Hoilustuvernd
ríkisins. Einkum eru það
ioftgæðastaðlar sem stofnunin
hefur sett, sem menn hafa sett
fyrir sig. Skemmst er að minnast
þess að nefnd sem Þorsteinn Páls-
son skipaði um blýlaust bensín
gagnrýndi nýverið harðlega
reglugerð þá sem Hollustuvernd
gerði fyrir Heilbrigðisráðuneytið
um loftmengunarstaðla fyrir bíla.
Þá hafa bæjaryfirvöld í Hafnar-
firði átt í deilum við Hollustu-
verndina út af umsögn hennar um
mengunarhættu á fyrirhugaðri
byggð á Hvaleyrarholti í nágrenni
Straumsvíkur. Hafa bæjaryfir-
völd I Hafnarfirði gagnrýnt Holl-
ustuverndina fyrir ófagmannleg
vinnubrögð í þessu sambandi. Nú
síðast berast síðan fréttir af því að
Iðnaðarráðuneytið hafi í sam-
vinnu við Landsvirkjun leitað til
kanadísks fyrirtækis, Admont
Project Management, til ráðgjaf-
ar um umhverfisverndarkröfur
og mengunarvarnir vegna fyrir-
hugaðra samninga við erlend
stóriðjufyrirtæki um álver hér á
landi. Morgunblaðið segir frá því
um síðustu helgi að fyrirtæki
þetta hafi þegar lýst því yfir að
loftgæðakröfur Hollustuverndar
séu „mjög strangar á alþjóða-
mælikvarða“.
Auk þessara þriggja mála var
nýlega sóst mjög hart að Hollust-
uverndinni og nýju lagafrum-
varpi um hana á Alþingi, þar sem
Ólafur Þ. Þórðarson taldi lagafr-
umvarpið vera ógnun við íslenskt
réttaröryggi.
Af þessum sökum höfðum við
samband við Óiaf Pétursson for-
stöðumann mengunarvarna í
Hollustuverndinni og spurðum
hann hvort loftgæðakröfur þeirra
væru of harðar og hvort
loftgæðastaðlar Hollustuvern-
darinnar hefðu lagagildi?
Gerum miklar
kröfur
Við gerum okkur grein fyrir
því að þær loftgæðakröfur sem
við gerum eru miklar, en þær
miðast við það að vemda allt líf-
ríkið. Mælingar sem hér hafa ver-
iðgerðar sýna að t.d. mengun af
brennisteinstvíildi (S02) er mjög
lítil fyrir hér á landi. Þess vegna
teljum við að hægt sé að hafa hér
staðla sem miða við það að
vernda allt lífríkið, jafnt við-
kvæman gróður og heilsu manna.
Ef það kemur hins vegar í ljós að
ekki er hægt að verða við þessum
kröfum á afmörkuðum svæðum,
þá erum við út af fyrir sig tilbúnir
með aðra staðla, sem miða við
mengunarmörk sem geta valdið
skaða á gróðri en miða eingöngu
að því að vernda heilsufar fólks.
En menn verða þá að gera sér
grein fyrir því að hverju er stefnt.
Mengunarstaðlar eru ekki algild
mörk, heldur viðmiðun. Við höf-
um talið að íslenskt umhverfi
bjóði upp á þau ströngu mörk
sem við höfum sett.
Hvað varðar lagalegt gildi
þeirra loftgæðastaðla sem við
höfum sett, þá hefur staðallinn
um brennisteinstvíoxíð hlotið
slíkt gildi, þar sem hann hefur
verið gefinn út í reglugerð, sem er
undirrituð af heilbrigðisráð-
herra.
Deila viö
Hafnfiröinga
Nú hefur deilu ykkar við bœjar-
yfirvöld í Hafnarfirði verið vísað
til norskra aðila, sem eiga að gera
frekari rannsóknir. Hvers vegna
var það gert?
Það er í samræmi við okkar
eigin óskir. Við tókum það fram í
okkar skýrslu um málið, að hún
byggði á ófullnægjandi rannsókn-
um. Við höfum ekki það reikni-
módel hér á landi sem gerir okkur
kleyft að spá í mengunarhættuna
með nægilegri vissu. Við kusum
að hafa vaðið fyrir neðan okkur
og meta mengunarhættuna í
hærri mörkunum miðað við þær
upplýsingar sem við höfðum, en
höfum nú gert samkomulag við
bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um að
fresta endanlegri umsögn um
Hvaleyrarholtið sem íbúðasvæði
þar til niðurstöður liggja fyrir frá
Norðmönnunum.
Skýrsla sú sem bæjarstjórn
Hafnarfjarðar lét gera um þessi
mál er að okkar mati afar hæpin.
Hún hrekur ekkert sem í okkar
álitsgerð stendur, en ályktar um
líklega mengun út frá örfáum
mælingum, sem útilokað er að
byggja marktækar niðurstöður á.
Hverra er
ábyrgöin?
Nú hafa þœr gagnrýnisraddir
heyrst frá Hafnfirðingum að
Hollustuvernd sé að höggva í
rangan aðila með því að gera at-
hugasemdir við fyrirhugaða
byggð á Hvaleyrarholti. Byggðin
hafi verið á skipulagi þegar álver-
ið var leyft, og því eigi heilbrigðis-
yfirvöld að einbeita sér að því að
tryggja að skipulagið standist með
tilheyrandi kröfum til mengunar-
valdsins?
Það er rétt, að það á að gera
strangar kröfur um mengunar-
varnir, en menn verða líka að átta
sig á að slíkar kröfur hafa sín tak-
mörk. Það er ekki hægt að gera
endalausar kröfur á hendur þess-
um aðilum. Nú er verið að reisa á
þessu svæði nýja stálbræðslu,
malbikunarstöð og nýtt álver er í
athugun. Hér er um mengandi
iðnað að ræða. Þótt gerðar séu
ýtrustu mengunarvarnakröfur er
ekki hægt að komast hjá mengun.
Það verður að skoða svæðið í
heild og ákveða hvað það þolir.
Menn geta staðið frammi fyrir því
að þurfa að velja á milli iðnaðar
og annarrar landnýtingar. Það er
eðlilegt að leitað verði frekari
vitneskju um mengunarhættu
vegna fyrirhugaðrar uppbygging-
ar á þessu svæði. Þær niðurstöður
liggja væntanlega fyrir innan
tveggja mánaða.
En hvað með þá kanadísku
ráðgjafa sem Iðnaðarráðuneytið
hefur fengið, meðal annars til að
lýsa yfir að ykkar loftgceðakröfur
séu afar strangar?
Ég hef í sjálfu sér fátt um það
að segja á þessu stigi, annað en
það sem þegar er fram komið:
það er hægt að fjölga stöðlum, en
menn verða þá að gera sér grein
fyrir því að vérið er að breyta
þeim loftgæðakröfum sem við
höfum að öðru jöfnu hér á landi.
Útblástursmörk
bifreiöa
Nefnd um blýlaust bensín og
Félag bifreiðaeigenda hafa
gagnrýnt reglugerð heilbrigðis-
ráðuneytisins um útblásturshá-
mark bifreiða harðlega. Hvernig
kemur sú gagnrýni við ykkur?
Ég verð að segja, að við urðum
ákaflega hissa, þegar við sáum
álit þessarar nefndar. í álitinu eru
nokkur atriði sem vekja satt að
segja furðu. Þeir leggja til að við
höldum okkur við staðla EB-
landanna. Við erum hins vegar
aðili að samnorrænni umhverfis-
verndaráætlun, þar sem gert er
ráð fyrir því að Norðurlöndin taki
upp bandaríska staðla í þessum
málum, en ekki EB-staðla. Áætl-
un þessi var á sínum tíma undir-
rituð af félagsmálaráðherra, og
er því bindandi fyrir íslands
hönd.
Samkvæmt þeirri reglugerð,
sem taka mun gildi um næstu ára-
mót, er miðað við að þetta gerist í
tvennum áföngum. Vægari
mörkin, sem miðuð eru við næstu
áramót, miðast við það að hægt
sé að ná viðunandi árangri með
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. nóvember 1989