Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 4
Þýðir þetta samkomulag að
ágreiningur á milli þessara flokka
sé ekki eins mikill og látið hefur
verið í veðri vaka?
Það tók nú talsverðan tíma að
gera þetta samkomulag, enda
þurfti að fara í gegnum mörg erf-
ið mál. Þessir flokkar eru ekki að
fara í samstarf vegna þess að þeir
séu sammála um alla hluti. Við
höfum hins vegar náð samkomu-
lagi um ýmis mikilvæg mál og
orðið sammála um að reyna að
leysa úr ágreiningi á málefna-
legan hátt þegar hann kemur
upp. Ágreiningsmál eru ekki jafn
greinileg og mörg í sveitarstjórn-
armálum og í landsmálum, en þó
eru grundvallarsjónarmið þess-
ara flokka auðvitað ólík og ég
held að þau verði áfram ólík þótt
við höfum ákveðið að vinna sam-
an að stjórn bæjarins næstu
fjögur árin.
Hefði ekki verið nærtækara að
vinna með Framsókn í stað Sjálf-
stæðisflokks?
Yfirleitt lýsum við því yfir fyrir
kosningar að við viljum vinstri
meirihluta eftir kosningar og höf-
um alltaf unnið að því og haft
frumkvæði að því. Núna mátum
við þetta svo að í Framsóknar-
flokknum væri meiri áhugi á því
að vinna með Sjálfstæðisflokkn-
um en okkur.
Hvað höfðuð þið til marks um
það?
Það er nú þannig í svona bæjar-
félögum að fréttir berast á milli
funda. Framsókn var greinilega
tvístígandi og tveimur sólarhring-
um eftir að úrslit kosninga lágu
fyrir vildi flokkurinn enn halda
öllu opnu. Við vissum að skoðan-
ir innan Framsóknarflokksins
voru mjög skiptar og við mátum
það svo að það væru meiri líkur á
að þeir færu í samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn en okkur. í kosn-
ingabaráttunni og reyndar á und-
anförnu kjörtímabili hefur okkur
þótt Framsóknarflokkurinn vera
kominn ansi langt til hægri, ef ég
má nota það orð, svo við höfum
komist að þeirri niðurstöðu að
við séum eini vinstri flokkurinn á
Akureyri. Það var sem sagt ljóst
að ef við ætluðum í meirihluta
yrðum við að semja við flokk sem
Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi er á beininu
Óhjákvæmilegt að
aftur verði tekist á
Það hefur vakið athygli að Alþýðubandalagið og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa myndað meirihluta íbæjarstjórn
Akureyrar, sigurvegara kosninganna þar, Framsóknar-
flokknum, til mikillar hrellingar. Flokkarnir náðu
samkomulagi um ýmis mál sem áður hefur verið mikill
ágreiningur um, en megináherslan er lögð á uppbygg-
ingu atvinnulífsins. Sigríður Stefánsdóttir er oddviti Al-
þýðubandalagsins og verðandi forseti bæjarstjórnar á
Akureyri.
hefði aðrar skoðanir en við á
ýmsum veigamiklum málum.
Svo þið lítið á Sjálfstæðisflokk-
inn sem jafngóðan kost og Fram-
sóknarflokkinn?
Við litum svo á að okkur stæði
það ekki til boða að starfa með
Framsókn. Við töldum það hins
vegar mikilvægt fyrir bæjarfé-
lagið að Alþýðubandalagið kæm-
ist í meirihluta. Þess vegna varð
niðurstaðan þessi.
Það er mikið rætt um atvinnu-
mál í málefnasamningi ykkar og
Sjálfstæðisflokksins. Þar erjafn-
framt mikið rætt um hugsanlegt
álver. Ber að skilja það svo að
Alþýðubandalagið á Akureyri
vilji beinlínis stuðla að því að ál-
ver eða önnur stóriðja verði reist í
Eyjafirði?
Við höfum nokkuð klára stór-
iðjustefnu í Alþýðubandalaginu.
Við setjum þau skilyrði fyrir stór-
iðju á Islandi að hún verði þjóð-
hagslega hagkvæm og að forræði
íslendinga verði tryggt. Þetta
ítrekum við í bókun með mál-
efnasamningnum.
Þessi tvö atriði koma reyndar
ekki til kasta bæjarstjórnar, en
við munum taka afstöðu til þeirra
í flokknum á landsvísu. I mál-
efnasamningnum er hins vegar
skýrt tekið fram að við viljum
ekki að umhverfinu sé stefnt í
hættu vegna mengunar og þar
kemur til kasta heimamanna.
Það er að mínu mati ekki hægt
að taka endanlega afstöðu til
stóriðju fyrr en öll þessi atriði
liggja fyrir. En við munum fylgj-
ast með þessu máli, því allir Ak-
ureyringar hljóta að vera sam-
mála um að það verði stórhættu-
legt byggðinni ef álver verður sett
niður við Faxaflóa.
En hafið þið í Alþýðubandalag-
inu nokkurn raunverulegan
áhuga á álveri? Má ekki búast við
að þið munið draga lappirnar í
álversumræðunni?
Ég teldi það í raun og veru
miklu heppilegra ef menn ræddu
um aðra kosti í atvinnumálum
landsmanna en eitt stórt fyrir-
tæki. Þannig hefur hins vegar ver-
ið unnið að málinu á vegum iðn-
aðarráðherra...
...og ríkisstjórnarinnar, eða
hvað?
Já, en sérstaklega af iðnaðar-
ráðherra. Stefnan er sett á eitt
stórfyrirtæki. Mér finnst það eng-
in lausn og raunar mjög óheppi-
leg á atvinnuástandinu.
Á hinn bóginn geta lands-
byggðarmenn auðvitað ekki setið
hjá og horft upp á það þegjandi
að álver verði sett niður á suð-
vesturhorninu.
Ég vildi miklu frekar sjá pen-
inga og áhuga setta í aðra kosti í
atvinnumálum og mér finnst það
ekki skemmtileg framtíðarsýn að
hafa álver í Eyjafirði.
Ég held enda að það eigi ýmis-
legt eftir að koma í ljós varðandi
mengunarhættu frá álveri og ég
held að það sé langt í að ákvörð-
un um álver verði tekin. Þetta er
ekki eins ljóst og sumir halda.
Sumir líta á samstarf ykkar á
Akureyri sem vísbendingu um
vilja fyrir samstarfl þessara
flokka á Iandsvísu.
Ég lít svo á að samstarfið hér á
Akureyri hafi ekkert með lands-
málin að gera. Þessi ákvörðun
okkar er byggð á úrslitum kosn-
inga og möguleikum hér heima
fyrir og ég held það sé afskaplega
hæpið að líta til eins sveitarfélags
og draga af því ályktanir fyrir
landið allt. Mér sýnist að allir séu
að vinna með öllum eftir þessar
kosningar.
Aðallega þó Sjálfstæðisflokkn-
um.
Fyrst og fremst með honum já,
vegna þess að hann er því miður
allt of sterkur.
En hefurðu áhuga á samstarfl
við Sjálfstæðisflokkinn á lands-
vísu?
Það er ekki sú framtíðarsýn
sem ég óska mér. Hins vegar held
ég að sú staða gæti komið upp í
landsmálum að slíkt samstarf
gæti orðið. Kannski fyrst og
fremst vegna þess að þessir flokk-
ar sem við höfum stundum kallað
vinstri flokka eru í mörgum mál-
um komnir ansi langt af þeirri
braut.
Meinarðu að Sjálfstæðisflokk-
urinn geti orðið jafngóður kostur
og Alþýðuflokkurinn í landsmál-
um?
Ég vil ekki orða það þannig að
þessir tveir kostir séu jafngóðir,
en Alþýðubandalagið getur þurft
að velja á milli þess að vera áh-
rifalaust eða fara í samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn. Við stóðum
frammi fyrir þessu hér á Akur-
eyri. Þó verð ég að segja að mér
líst mun verr á Reykjavíkurihald-
ið en Akureyraríhaldið.
Alþýðubandalagið kom víða
illa út úr kosningunum. Það er
víða að hrekjast úr meirihluta og
verður þar með áhrifalítið eða
áhrifalaust. Hvað segir þetta þér
um árangurinn í komandi þing-
kosningum?
Reyndar er það svo að við á
Akureyri erum að fara úr minni-
hluta í meirihluta, svo Alþýðu-
bandalagið kom ekki alls staðar
illa út.
En þið eruð kannski undan-
tekningin sem sannar regluna.
Já. Árangur flokksins í þing-
kosningum mun ráðast af stöðu
landsmála og ástandinu í flokkn-
um að ári.
Ég er ekkert hissa á því að Al-
þýðubandalagið hafi komið illa
út út þessum kosningum. Við
eigum aðild að ríkisstjórn og
jafnvel þótt þar hafi náðst árang-
ur finnur fólk það ekki nægilega
vel á kjörum sínum.
í hverju felst þessi árangur?
Það hafa náðst ýmis markmið í
efnahagsmálum, meðal annars
lækkun verðbólgu.
Er það árangur ríkisstjórnar-
innar fyrst og fremst?
Ríkisstjórnin hefur auðvitað
gert sitt en hún hefði auðvitað
ekki getað gert þetta án sam-
vinnu við fólkið í landinu. En
þetta er markmið sem allar ríkis-
stjórnir hafa sett sér og nú virðist
það vera að nást.
Fólkið finnur þetta hins vegar
ekki nægilega vel á kjörum sínum
enn. Og þegar atvinnuleysi er
meira en verið hefur kemur það
ekki síst niður á Alþýðubanda-
laginu.
Svo hefur umræðan um Al-
þýðubandalagið verið svo nei-
kvæð vegna átaka í flokknum, að
það er í raun og veru mesta furða
hve vel flokkurinn kemur út. Ég
varð mjög vör við það í upphafi
kosningabaráttunnar að það sem
fólk vildi fyrst og fremst ræða við
mig voru átökin í flokknum, sér-
staklega í Reykjavík.
Þegar flokksmenn stuðla sjálfir
að mjög neikvæðri umræðu um
flokkinn, segja meðal annars að
hann sé að verða úreltur og ein-
angraður, verður fólk að gera ráð
fyrir slæmri útkomu í kosningum.
Hér á Akureyri komum við hins
vegar fram sem samhentur hópur
og árangurinn er eftir því.
í kjölfar þcssarar neikvæðu
umræðu hafa einmitt sprottið enn
frekari deilur um formann og
stefnu flokksins. Menn hafa deilt
á formanninn og kraflst lands-
fundar í haust. Hvert er álit Al-
þýðubandalagsins á Akureyri á
þessu?
Alþýðubandalagið á Akureyri
hefur ekki fjallað formlega um
þessi mál. Við höfum verið að
sinna okkar heimamálum og
beint okkar kröftum öllum í
bæjarmálin.
En auðvitað verður að funda í
flokknum um stöðu hans. Það
getur auðvitað ekki gengið ár
eftir ár að niðurrifsstarfsemi sé
stunduð innan flokksins og að
kraftar fólks fari í innbyrðis átök.
Svo þér finnst tímabært að
halda landsfund í haust?
Fyrsta skrefið verður auðvitað
miðstjórnarfundur en ég held að
það hljóti að vera almenn skoðun
að það sé mjög nauðsynlegt að
taka málefni flokksins til ræki-
legrar umræðu.
Við skulum skoða umræðuna
áður en Ólafur Ragnar tók við og
hvernig mál voru þá lögð upp:
Fylgi flokksins of lítið, lýðræðið í
flokknum í lágmarki, átök, rang-
ar starfsaðferðir. Á þessum sömu
forsendum hlýtur fólk að telja
óhjákvæmilegt að aftur verði tek-
ist á.
Ég óska þess að umræðan verði
málefnaleg, en ég er ekki of
bjartsýn á það.
Af þessum orðum má ráða að
þér finnist ekki bara tímabært að
halda landsfund, heldur einnig að
skipta um forystu, þar á meðal
formann.
Ég held reyndar að vandi
flokks leysist ekki með ákveðn-
um persónum. Ein persóna getur
ekki ráðið flokki. Én ég held að
Ólafur Ragnar og hans stuðn-
ingsmenn hljóti að verða að
skoða árangur sinn. Hvers vegna
sóttist Ólafur Ragnar eftir for-
ystu í flokknum? Hvað ætlaði
hann að gera með þennan flokk?
Hver hefur árangurinn orðið?
Það hljóta allir að geta verið
sammála um að fylgi flokksins
hefur ekki aukist og innanflokks-
átök hafa því miður ekki
minnkað nema síður sé. Ég tel
reyndar að ef svo er komið að
ósamlyndið innan flokks er orðið
svo mikið að það skaði flokkinn
eins og það hefur gert á undan-
förnum mánuðum, væri best að
þetta fólk verði ekki áfram í sama
flokknum.
-gg
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. júní 1990