Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 15
mínar ákvarðanir séu vel íhugað- ar og ekki geðþóttaákvarðanir.” „Hefurðu ekki leikhúsráð sem tekur þátt i stefnumótun flokksins? ” „Nei, hér ræð ég öllu einn. Ég vel verkefnin einn og þarf ekki að leggja ákvarðanir mínar fyrir einn eða neinn. Hér er 50 manna dans- ráð, sem hittist einu sinni í mán- uði. í því sitja ýmsir aðilar sem standa að baki flokknum, sem er sjálfseignarfyrirtæki og svoköll- uð „Non-profit” stofnun, sem þýðir að hún skilar ekki hagnaði. Þetta stóra ráð ræður mig til að stjóma flokknum. Hversu oft ég vil funda með hinum og þessum er síðan mitt að ákveða og fer það eftir þörfum hveiju sinni. Ég sit nánast alla fundi, en ýmsir aðilar úr stóra ráðinu koma inn í þessi fúndarhöld.” „Þú segist ráða öllu einn. Attu við að i raun og veru ráð- færir þú þig ekki við nokkum mann -jafnvel þótt þú sért ekki skyldugur að gera það? Það, hlýtur þó að teljast manneskju- legt og eðlilegt að leita ráða af og til, eða hvað? ” „Nú, auðvitað viðra ég skoð- anir mínar stundum við sam- starfsfólkið, svona til að heyra ofan í það. En ég skipti sjaldan um skoðun. Ég hef mína listrænu stefnu, þótt auðvitað séu menn ekki alltaf ánægðir eða sammála ákvörðunum mínum. í vetur sem Ieið ákvað ég að setja upp Þymi- rósu. Það þótti hréint brjálæði, mjög dýrt fyrirtæki sem ekki þótti líklegt til að vekja áhuga almenn- ings. En ég ákvað þetta og þá var það hinna að fjármagna það. Sér- stakt átak var gert í áskrifenda- söfnun og fjársöfnun vegna þes- sarar ákvörðunar minnar, og hefði ég þurft að taka tillit til allra úr- töluraddanna hefðum við ekki setið uppi nú að vori með frábæra sætanýtingu, og allt það lof, sem við hlutum í kjölfar þessarar sýn- ingar. Ég hef verið ákveðinn í að fjölga sýningum, og þótt margir hafi talið að áhuginn á listdansi hér stæði ekki undir slíku, hefúr hið gagnstæða komið í ljós. Rétt- ar listrænar ákvarðanir eru einu á- kvarðanimar sem skipta máli. Svona stofnun er ekki til fyrir neitt annað en listina. Þetta er ekki venjulegt fyrirtæki sem á að reka af fjármálalegri fyrirhyggju. Um leið og hið listræna Ieiðarljós dofhar verða allar ákvarðanir rangar, líka þær „fjárhagslega réttu”.” Allar ákvarðanir listræns eðlis „Þín listrœna reynsla hlýtur þá að skipta miklu við ákvarðan- ir þínar? " „Öllu. Enda em hvergi í ver- öldinni dæmi um að listræn stofn- un, ballett, ópera eða leikhús, nái sér upp fyrir meðalmennskuna sé henni ekki stjómað eins og um- listræna sköpun sé að ræða. Ein- göngu listamaður með mikla reynslu getur staðið undir þeim á- kvörðunum sem leiða slíka stofn- un til sigurs. Ég verð líka að laða góða krafta að flokknum, draga hingað fólk sem vill vinna undir minni stjóm og treystir minni list- rænu dómgreind.” „Þú segist ráða öllu einn, - ekki gerirðu sjálfur kostnaðar- áœtlanir fýrir leikárið, þegar þú setur saman verkefnavalið? " „Nei, en ég veit svona nokkum veginn hver stofnkostn- aður hverrar sýningar er, eftir um- fangi og mannfjölda. Það er aldrei hægt að vita nákvæmlega hvað ein sýning kostar, hversu mikið sem menn reikna, jafnvel þótt innkoman byggist að vemlegu leyti á fostum áskrifendum. Það verður alltaf að vera nokkur sveigjanleiki. Þegar ég hef gert verkefnaskrána, læt ég reikna hana út fyrir mig. Ég segi við framkvæmdastjórann: „Finndu út hvað þetta kostar”. Þegar ég ákvað að setja upp Þymirósu, þurfti sérstaka fjáröfl- un, en við seljum fyrirfram mjög stóran hluta aðgöngumiðanna. Ég vissi að þetta var sýningin sem við þurftum núna. Aðeins lista- maður tekur svona áhættu. Að- eins listamaður fær að taka svona áhættu. Og hann veit líka að á- hættuverkin skilá oft mestu. Það var uppselt á hveija einustu sýn- ingu, - alveg upp í ijáfúr.” „Þú velur þér frekar sígild viðfangsejhi en nútimaleg, ekki satt? " „Jú, klassíkin virðist hæfa mér betur. Sjálfum finnst mér hún erfiðari, formið er svo strangt. I nútímadansi er nánast allt hægt. Við lifúm líka tíma, sem endur- spegla í listinni ákveðna nýróm- antík, hún finnst jafút í ballett sem í öðmm Iistgreinum. Varð- andi Þymirósu, þá gerði ég tals- verðar breytingar á henni, færði umgerðina til í tíma miðað við það sem oftast er gert, og fleira mætti telja.” „ Þó að listdans sé að margra Á tröppum Óperuleikhússins. „Brilli- ant" stendur allsstaðar um San Francisco Ballettínn. mati œðsta stig listrœnnar full- komnunar og um leið fágaðasta listgreinin, er hann fyrir öðrum aðeins „ ópium ”, — listin fyrir list- ina, tómstundaiðja fyrir yjirstétt- ina. Hefur þú velt þvi fyrir þér til hvers listdansinn er - væri hægt að vera án hans? " „Já, það væri hægt og það em margir án hans. Ég held að strangt tekið sé hægt að lifa án listar - kannski þó síst án tónlistarinnar. En það er ákaflega fátækleg til- vera sem rúmar ekki list. Mann- eskjan fer á mis við svo margt. Listin er næring sálarinnar og list- dans er eitt af því sem maður þarf ekki að skilja. Dans er eins og tónlist, maður bara nýtur hans. Manneskjan þarf að láta sig dreyma, komast í burtu ffá dag- legu amstri og láta ímyndunina ráða rikjum.” Dansinn er aögengilegur „Við létum gera skoðana- könnun um áhuga fólks á ópem og listdansi og það kom í ljós að dansinn er miklum mun aðgengi- legri fyrir flesta. Menn upplifa óperuna stífari, ffekar fyrir út- valda sem hafa vit á ópem. Mönnum finnst þeir ekki þurfa að fara í sparifotin til að fara á ball- ett. Það kom í ljós að flestum finnst mjög heillandi að sjá þá möguleika sem mannslíkaminn býður upp á og dansinn er í raun aðgengilegt form. Fólk sem horf- ir á listdans, virðist yfirleitt í- mynda sér að það sé það sjálft að dansa. Auðvitað em margir án ball- etts. Við höfum gert mikið átak til þess að ná til fleiri hópa, kynnum dansinn í skólum, fomm i fyrir- tæki o.s.ffv. og það hefúr skilað mjög góðum árangri.” „Þú segir að S. F. Ballettinn eigi að skila hagnaði, hvemig er hann rekinn? ” „55% af rekstrarfénu kemur úr miðasölu, 45% ffá einstakling- um, fyrirtækjum, San Francisco borg, Kalífomíu fylki og frá Was- hington. Rekstrarféð er um 15 1/2 millj. dollara á ári. Það munar talsvert um styrkinn ffá borginni. Þetta er skynsamleg ráðstöfún, því þannig er íbúum borgarinnar ekki íþyngt með sköttum, heldur aðeins gestkomandi fólki, sem svo auðvitað nýtur hér menning- arstarfseminnar ekki síður en.þeir innfæddu. Þessi skattur rennur eingöngu í menningarstarfsemi, söfn o.fl. og við fáum okkar skerf. Svo rekum við 250 manna dans- skóla, en dansaramir sjálfir em um 60 talsins.” „Nú er langt síðan þú hefur komið til Islands með ballett. Hvað ætlarðu að sýna heima og i framhaldi af þvi - líturðu alltaf á þig sem Islending? ” „Ég hef valið 4 stutta balletta, sem sýna íjölbreytni, - bæði klassík og nútímalegri ballett. Ég held að þetta sé góð blanda og ég er mjög spenntur að sjá viðbrögð- in heima. Já, ég lít alltaf á mig sem ís- lending og ferðast á íslensku vegabréfi. Óneitanlega væri mun léttara fyrir mig að fá bandarískan ríkisborgararétt. En mér finnst ég alltaf vera íslendingur. Ég er auð- vitað hálfandlaus svona, fæ hvergi að kjósa og það er kannski bara ágætt. Ég hlakka til að ffétta af Is- lenska dansflokknum. Ég vona að hann verði gerður að sjálfstæðum flokki, án þess að vera undir leik- húsinu. Það er miklu betra fyrir listgreinamar að hafa ákveðið sjálfstæði, svo þær éti ekki hvor aðra upp til agna. Flokkurinn þarf að fá að dansa nógu mikið, það er það eina sem vekur áhuga al- mennings og þjálfar dansarana í raun og vem. Síðast þegar ég sá íslenska dansflokkinn lofaði hann mjög góðu.” „Að lokum - hvað er fram- undan hjá þér - œtlarðu að halda áfram þessu öllu, að semja, stjóma og leiða S. F. Ballett- inn?" „Ég er nú að ljúka við annað tímabil mitt og býst fastlega við að verða ráðinn áffam. Auðvitað taka stjómarstörfin af mér kraft við að semja. En ég gæti aldrei slitið mig úr tengslum við hið list- ræna starf, því um leið hætti ég að hugsa og skynja eins og listamað- ur. Ef ég gæti ekki sameinað þetta, myndi ég hætta sem stjóm- andi flokksins. Ég verð að kynn- ast fólkinu sem listamaður og að semja er persónuleg upplifún, sem ég þarf á að halda. Þetta er erfitt, en það er hægt.” Aður en við kveðjumst, býður Helgi mér á síðustu sýningu leik- ársins, þar sem m.a. er verið að sýna hluta af efnisskránni sem verður komið með til íslands. Samhliða sýningunni var í hliðar- sal í Óperuleikhúsinu viðamikil sýning á glæstum ferli Helga sem dansara, allt ffá því að hann var bam. Eftir sýninguna tilkynnti Helgi verkefni næsta leikárs, sem er það 58. í sögu flokksins. Þar verður m.a. Þymirós ein af 7 sýn- ingum flokksins, auk nýrra ffum- sýninga á verkum Glen Tetley, Antony Tudor og George Balanchine. Um leið og Helga em þakkað- ar hlýjar móttökur og áhugavert spjall skal lesendum bent á að þeir verða ekki sviknir af að sjá dansara San Francisco Ballet dansa. Um ffábæran árangur flokksins undir stjóm Helga Tómassonar hefúr bandaríska pressan hvergi logið. þs GRÆNMETl 0 LETTOSTAR þrjár nýjar tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM f AUK/SlA k9d21-489

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.