Þjóðviljinn - 08.06.1990, Side 25

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Side 25
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Afdrifarikt tap Jóns L. í lokaumferð Moskvumótsins Jón L. Ámason hafði ekki hepp- nina með sér þegar síðasta umferð lokamóts Stórmeistarasambandsins rann upp í Moskvu sl. þriðjudag. Hann þurfti aðeins jafntefli til að tryggja sér þátttökurétt í næstu heimsbikarkeppni en örlögin höguðu því svo að andstæðingur hans, Búl- garinn Kiril Georgiev, var hálfum vinningi á eftir Jóni og varð að vinna til að tryggja sér þennan eftirsóknar- verða aðgöngumiða. Jón L. vann Ge- orgiev örugglega á úrtökumóti GMA í Palma í desember sl. og hann var á réttri leið í þessari skák lengi vel. En honum urðu á mistök og mátti játa sig sigraðan að loknum 61. leik. Þannig fór um sjóferð þá. Það sýnir vel hversu nálægt Jón var að hann varð í 8.-9. sæti af aðkomumönnum ásamt Bandaríkjamanninum Gulko sem einnig tapaði í síðustu umferð fyrir Sovétmanninum Khalifman. Þetta voru einu skákirnar í toppbaráttunni sem ekki lauk með jafntefli. Mótið í Moskvu var skipað 42 skák- mönnum sem kepptu um 12 sæti í heimsbikarkeppninni. Vegna sérs- takra reglna gátu aðeins fimm Sovét- menn unnið sér rétt og sautján skák- menn frá öðrum löndum kepptu um sjö sæti. Meðal „gestanna“ var Eng- lendingurinn Jonathan Speelman sem var hvort eð var búinn að tryggja sér þátttökurétt á reiknuðum meðal- stigum. Hann taldist fullgildur þátt- takandi og tók því eitt sæti frá. Spe- elman er allra viðfeldnasti náungi en var ekki sérlega vinsæll fyrir vikið. Hann heimsækir Sovétríkin alltaf annað slagið, „til þess að æfa rússne- skuna,“ eins og hann orðar það.“ Gífurlegur taugatitringur setti svip á alla keppnina, ekki síst meðal so- vésku skákmeistaranna. Stutt jafn- tefli voru tíð og lítið um glæsileg tilþ- rif. Lokaniðurstaðan, varð: 1.-5. Speelman (England), Gurevic, Khalifman, Azmaparashvili og Baar- ew (Sovétríkjunum) 7 vinninga. 6.- 12. Beljavskí (Sovétríkin), Portisch (Ungverjalandi), Gelfand, Ivantsjúk, Polugajevskí (Sovétrfkjunum), Nick De Firmian (Bandaríkjunum) og Chandler (Englandi) 6V2 v. 13.-16. Serawan (Bandaríkin), Nikolic (Júgó- slavía, Georgiev (Búlgaría) og Chern- in (Sovétríkin) 6 v. 17.-18. Eingorn og Dorfman (Sovétríkjunum) 5'/2 v. og innbyrðis biðskák sem ekki getur haft nein áhrif á lokaniðurstöðuna. 28 sveitir taka þátt í Bikarkeppni Bridgesambands íslands að þessu sinni. Slakasta þátttaka í áraraðir. Dregið hefur verið í 1. umferð og 2. umferð keppninnar. Eftirtaldar 4 sveitirsitja yfirí 1. umferð. Sigmund- ur Stefánsson Reykjavík, Trésfld Reyðarfirði, Verðbréf íslandsbanka Reykjavík og Þröstur Ingimarsson Kópavogi. Þessir mætast í 1. umferð: Grettir Frímannsson Akureyri gegn Flemming Jessen Hvammstanga. Samvinnuferðir Reykjavík gegn Stef- áni Sveinbjörnssyni Eyjafirði. Ragnar Magnússon Reykjavík gegn Sigurði Sigurjónssyni Kópavogi. Fjóla Magnúsdóttir Reykjavík gegn sveit M.L. Esther Jakobsdóttir Reykjavík gegn Skúla Jónssyni Sauðárkróki. S. Ármann Magnússon Reykjavík gegn Guðmundi Baldurssyni Reykja- vík. Alfreð Kristjánsson Akranesi gegn Ásgrími Sigurbjörnssyni Siglufirði. Delta Hafnarfirði gegn Jóhannesi Sigurðssyni Keflavík. Baldur Bjartmarsson Reykjavík gegn Sveini R. Eiríkssyni Reykjavík. Hótel Höfn Hornafirði gegn Trygg- ingamiðstöðinni Reykjavík. Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd gegn Guðlaugi Sveinssyni Reykjavík. Sigfús Örn Árnason Reykjavík gegn Einari Val Kristjánssyni fsafirði. f 2. umferð mætast eftirtaldar sveit- ir: 19.-23. Jón L. Árnason, Dolmatov, Vladimirov og Sokolov (Sovétríkjun- um), Gulko (Bandaríkjunum) 5'/2 v. 24.-34. Vaganian, Malanjúk, Naumkin, Tal, Gavrikov, Makarit- sjev, Pigusov, Akopjanm og Geo. Timoschenko (Sovétríkjunum) Sax (Ungverjaland), Pshakis (ísrael), 35.-38. Jóhann Hjartarson (Island), Nogueiras (Kúba), Miles (Bandarfk- in) og Geo. Timoschenko (Sovétrík- in) 4'/2 v. 39,—40. Hulak (Júgóslavíu) og Tukmakov (Sovétríkin) 4 v. 41. Spraggett (Kanada 3'/2 v. 42. King (England) 2Vi v. Auk þeirra 12 sem komust áfram í þetta mót bætast við sex efstu menn úr síðasta heimsbikarkeppni: Kaspar- ov, Karpov, Salov, Ehlvest, Ljuboje- vic og Nunn. Þá bætast við sex skák- menn sem komast áfram á stigum: Timan, Short, Andersson, Kortsnoj, Ribli, Hubner og svo 25. keppandinn sem einnig fer inn á stigum. Endur- nýjun verður ekki mikil í næstu kepp- ni, aðeins sex skákmenn bætast við. Gata Kamsky meinuð þátttaka Undirritaður gæti skrifað mikinn bálk um það sem miður fór hjá Stór- meistarasambandinu við framkvæmd allrar undankeppninnar, en ég ætla að einskorða mig við mótið í Moskvu. Komið hefur fram að aðstæður hafi verið með lakara móti hvað varðar kost á veitingastað en út af fyrir sig ekki hægt að eiga von á öðru í því írafári sem greip um sig þegar til- kynnt var um væntanlegar verohækk- anir. Flestum keppendum gekk erfið- lega að ná sér í vegabréfsáritun og það á einnig við um Jóhann og Jón L. Sovéska sendiráðið í Reykjavík virð- ist ekki vera svo illa haldið hvað varð- ar starfsmannafjölda að verjandi sé að ferðalöngum sé haldið í ógnar- spennu fram á síðustu stundu um það hvort áritun fáist. Mál Gata Kamsky, sem ávann sér þátttökurétt með góðri frammistöðu í Palma, er sérkapítuli út af fyrir sig. Hann yfirgaf heimaland sitt eftir Opna New York mótið í fyrra og því var viðbúið að Færeyingurinn Þránd- ur í Götu yrði á vegi hans á leiðinni til Moskvu. Kom á daginn. Eftir mikið stapp kom svar frá Sovétmönnum þess efnis að Kamsky gæti teflt í Mos- kvu, en við spurningunni um það hvort faðir hans, Rustam gæti farið með syni sínum barst kunnuglegt svar: Njet! í Bandaríkjunum rifjuðu menn það upp að nú er aldarfjórðungur frá því að Bobby Fischer tók þátt í minning- armóti um Capablanca í Havana á Kúbu með því að tefla skákir sínar á hótelherbergi í New York og leikirnir voru síðan færðir yfir til Kúbverja með aðstoð telex-tækis. Nú er tækni- öldin önnur og bandaríska skáksam- bandið bar upp tillögu þess efnis að Kamsky tefldi skákir sínar í gegnum gervihnött. Sovétmenn höfnuðu þessari hugmynd og einhverjir kepp- endur mölduðu í móinn svo ekkert varð úr þátttöku undrabarnsins. Artur Jusupov sýnt banatilræði Artur Jusupov gat ekki verið með á lokamótinu og kom það ekki til af góðu. Þrem dögum áður en það hófst réðst einhver óþjóðalýður inn í íbúð hans í Moskvu og hugðist ræna meist- arann. Jusupov var viðstaddur og við- skiptum hans við þetta fólk lauk með því að hann fékk skammbyssuskot í kviðinn og var fluttur I sjúkrahús all- mikið særður en er á batavegi. Nafni hans Felix Jusupov er talinn hafa ráðið niðurlögum hins fræga Grigorij Rasputin, en það er önnur saga. Æsispennandi lokaumferð Mótið í Moskvu fór fram á Hotel Ismalova en þar eru aðstæður þokka- legar ef menn ná að gleyma því að við hverjar þær dyr sem menn freista inngöngu spretta upp þrír til fjórir verðir og krefja þá um vegabréf og helst brot úr ævisögunni í leiðinni. Forsprakki GMA, Garrí Kasparov hafði lítið í frammi meðan á mótinu stóð og lét sjaldan sjá sig. Þeir Jón og Jóhann byrjuðu rólega með mörgum jafnteflum og það var ekki fyrr en í síðustu umferð að Jón tapaði sinni fyrstu skák. Jóhann átti þokkalegustu möguleika þar til hann tapaði fyrir Beljavskí í 9. umferð og í síðustu fór á sömu leið gegn Vladim- irov. Hann var æfingalítill og nýkom- inn frá prófum í lagadeild Háskólans en fær annað tækifæri á millisvæðam- ótinu í Baguio sem hefst síðar í þess- um mánuði. Jón tefldi af miklu öryggi og vinningur hans yfir Tukmakov var afar sannfærandi. Að Alexander Beljavskí og Mikha- el Gurevic undanskildum eru Sovét- mennirnir sem tryggðu sér sæti áfram lítt þekktir utan heimalands síns. Khalifman varð einn efstur í New York á dögunum og hefur náð góðum árangri við ýmis tækifæri en hefur staðið í skugga Vasily Ivantsjúk og Boris Gelfand sem ekki komust áfram. Er vissulega mikill sjónar- sviptirað Ivantsjúk. Hann byrjaði illa en sótti sig mjög eftir því sem leið á mótið en allt kom fyrir ekki. Þó hann sé fjórði stigahæsti skákmaður heims verður hann ekki með í næstu heimsbikarkeppni. Við skulum líta á eina af sigur- skákum Ivantsjúk, sem tefld var í 10. umferð: Ivantsjúk - Nikolic Firc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g4 4. g3 (Ein traustasta leið hvíts gegn Pirc- vörninni.) 4. .. Bg7 5. Bg2 0-0 6. Rge2 c6 7. 0-0 e5 8. a4 Ra6 9. h3 exd4 10. Rxd4 He8 11. a5 Rb4 12. Kh2 d5 13. exd5 Rfxd5 14. Rxd5 Rxd5 15. a6! (Ivantsjúk er fljótur að finna snöggan blett á stöðu andstæðings- ins.) 15. .. Db6 16. c3 Hb8 (Vitaskuld ekki 16... bxa617. Rxc6! o.s.frv.) 17. Da4! (Geysiöflugur leikur sem hótar ekki aðeins 18. Bxd5 heldur einnig 18. axb7 sem vinnur peð.) 17. .. Bxd4 18. Bxd5 Be5 (Hæpið er 18. .. Bxf2 vegna 19. Bxf7+ Kxf7 20. Df4+ Bf5 21. Hxf2 og veikleikarnir á svörtu reitunum reynast svörtu ofviða.) 19. axb7 Bxh3? (Betra var 19... Bxb7 þó hvítureigi aðeins betri stöðu.) Afspymuléleg þátttaka Eðvarð/Guðlaugur gegn Hótel Höfn/T ryggingamiðstöðinni. Þröstur Ingimarsson gegn Fjólu/M.L. Grettir/Flemming gegn Samvinnu- ferðum/Stefáni Sveinbjörnssyni. Trésfld gegn Ragnari/Sigurði. Alfreð/Asgrímur gegn Baldri/Sveini. Esther/Skúli gegn Sigmundi Stef- ánssyni. S. Ármann/Guðmundur gegn Verð- bréf íslandsbanka. Delta/Jóhannes gegn Sigfúsi Erni/ Einari Val. Leikjum í 1. umferð skal vera lokið fyrir 25. júní nk., og leikjum í 2. um- ferð skal vera lokið fyrir 29. júlí. Fyrirliðar geta snúið sér til skrifstofu BSÍ til nánari glöggvunar á andstæð- ingum sínum eða öðrum upplýsing- um. Þátttökugjaldi kr. 10 þús. pr. sveit skal einnig komið til skrifstofu sambandsins við fyrsta tækifæri. Sveit skipuð Arnari Geir Hinriks- syni, Einari Val Kristjánssyni, Guðmundi M. Jónssyni og Kristjáni Haraldssyni, varð Vestfjarðameistari í sveitakeppni 1990. Mótið fór fram á ísafirði um síðustu helgi. 6 sveitir tóku þátt í því, sem er frekar slök þátttaka. góðum hópi. Húsið opnar kl. 17 báða dagana og hefst spilamennska í hverj- um riðli um leið og hann fyllist. Útlit er fyrir að tvær sveitir héðan taki þátt í hinu árlega stórmóti á Schipool flugvelli í Amsterdam, sem fer fram í miðjum þessum mánuði. Það eru sveitir Modern Iceland (sem spilar undir nafni Arnarflugs) og landsliðið í opnum flokki. Síðar- nefnda liðið notar tækifærið og reynir sigí strekari alþjóðlegri keppni, fyrir NM í Þórshöfn í næsta mánuði. Með- al þátttakenda í mótinu í Hollandi eru m.a. landslið Dana og Sviss, auk sterkra sveita af meginlandi Evrópu. Talsvert stór hópur spilara og venslamanna þeirra er á förum til Sviss í ágúst/sept. til þátttöku í heimsmeistaramótinu í tvímenning og óopinberri heimsmeistarakeppni sveita (Rosenblum), auk heimsmeistaramótsins í parakeppni og blandaðri sveitakeppni. Öll þessi mót í Sviss eru opin, einnig heimsmeistaramótið í opnum flokki í tvímenning, þannig að hver sem er getur verið með. Hafi einhverjir áhuga á að kynna sér málin frekar, getur viðkomandi haft samband við Magnús Ólafsson, stjómarmann hjá Bridgesambandi íslands (í s. 91-623 326). Varðandi leiki í Bikarkeppni Bri- dgesambandsins sem fram undan em í sumar, er ekki úr vegi að fyrirliðar komi upplýsingum þar að lútandi á framfæri við skrifstofu BSÍ, svo hægt sé að auglýsa viðkomandi ieiki. Helsti veikleiki er einmitt sá feluleikur sem skortur á upplýsingum veldur. Sumarbridge í Reykjavík er að sækja í sig veðrið. S.l. þriðjudag mættu 40 pör til leiks, en betur má ef duga skal. Skorað er á allt áhugafólk um bridge að líta við í Sigtúni 9 á þriðjudögum og fimmtudögum og kynnast skipulögðum keppnisbridge í Ólafur Lárusson Hver kannast ekki við eftirfarandi: „Þú heldur á ás fjórða, kóng og drottningu sjötta, einspili og ásinn annan. Sagnir hafa gengið bla, bla, bla og blindur leggur upp. Útspilið er tígulfimma.“ Eða eitthvað í svipuðum dúr. Mörg gullkornin hafa farið forgörðum á þennan háttinn, þegar umræður deyja út og sneplum er hent í ruslið (ekki bara sóun á pappír...) Hér er eitt sem barst mér á hlaupum: S:G9872 H:52 T:Á82 L:ÁK2 BRIDDS 20. Bxf7+! Kxf7 21. Kxh3 Hxb7 22. Dc4+ He6 23. f4 Bf6 24. f5! (Krafturinn er mikill í taflmennsku Ivantsjuks.) 24. .. gxf5 25. Hxf5 c5 26. Bh6! Kc8 (Ekki26... Kg627. Dg4+ Kxh628. Hh5 mát.) 27. Dg4 Hf7 29. Dg8+ Kd7 28. Hafl Hee7 30. Bf8 - og Nikolic gafst upp. Nick De Firmian var ansi farsæll í Moskvu og árangur hans gerir það að verkum að Bandaríkjamenn eiga nú tvo fulltrúa í heimsbikarkeppninni. Einn mikilvægasti sigur DeFirmian kom í 9. umferð er hann lagði Sovét- manninn Chernin að velli: DeFirmian - Chernin Pirc-vörn 1. e4 cl6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3Dxc5 8. De2 Bg4 9. Be3 Da5 10. 0-0 0-0 11. Khl Rc6 12. Del Bxf3 13. Hxf3 Hac8 14. a3 d5? (Eftir hefðbundna byrjun þar sem möguleikarnir ættu að vega nokkuð jafnt leggur Chernin út í vafasamar aðgerðir. Betra var 14. .. Rd7). 15. e5 d4 18. Rxf6+ exf6 16. exf6 Bxf6 19. Hxe3 Db6 17. Re4 dxe3 (Svartur fær erfitt endatafl eftir drottningaruppskipti en engu að síður kom sá möguleiki til greina.) 20. Hbl f5 21. c3 Rd8 (Svartur er tilbúinn að koma ridd- aranum vel fyrir á e6 en DeFirmian á skemmtilegt svar við þeirri áætlun.) 22. Bxf5! gxf5 (Svarta staðan er hartnær vonlaus eftir t.d. 22. .. Hc7 sem þó var sjrárra ^ 23. Hg3+ Kh8 26. Hxg8+ Kxg8 24. De7! Hg8 27. De8+ 25. De5+ f6 - Chernin gafst upp því eftir 27. .. Kg7 28. Hdl ræður hann ekki við hót- un hvíts 29. Hd7+ o.s.frv. S:654 H:DG109874 T:9 L:106 S:ÁKD103 H:ÁK S:— H:63 T:DG 10654 L:DG984 T:K73 L:753 Suður spilar 6 spaða. Útspilið er hjartadrottning. Spurningin er: Hvernig getur Suður fengið 12 slagi gegn bestu vörn? Áður en þú lest meir af þessu dæmi, skal það upplýst að undirritað- ur gróf það uppi að viðkomandi spil birtist í Bridgeblaði Jóns Ásbjörns- sonar 1972, einhverja besta bridge- blaðinu sem gefið hefur verið út hér, fyrr og síðar. Nú, lausnin í þessu spili blasir ekki við, eins og sagt er. Hætt er við að flestir bridgespilarar tapi þessu spili í fyrstu þremur til fjórum slögunum og hefji þá tilraunir til vinnings. Sem mistakast, því vinningsleiðin liggur einmitt í upphafsslögunum. Við tökum slaginn á hjartaás, leggjum niður spaðaás og legan kemur í ljós. (Við vorum svo forsjál að henda spaðasjöunni í ásinn, ef einhver skyldi hafa gleymt því...). Tókum því næst á spaðakóng og hendum áttunni úr borði. Þá tígulás, laufaás og kóng- ur. Þá hjartakóngur og Vestri hent inn á spaðasexu. Hann á bara hjarta eftir, við hendum tígli úr borði og trompum með spaðadrottningu, spil- um spaðatíu og yfirtökum í blindum á gosa. Spaðanía úr blindum gengur af Austur dauðum, sem má ekkert spil missa og Suður fær alla slagina sem í boði eru. Einföld kastþröng á Austur í lokin. Flókið? Það sagði enginn að bridge væri einfalt spil. Eða hvað? Föstudagur 8. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.